Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnþrúður Guð-björg Sigurðar- dóttir Kaldalóns fæddist 23. október 1919 á Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Hún lést aðfaranótt föstu- dagsins langa 25. mars á hjúkrunar- heimilinu Grund. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Ólafsson, f 12. maí 1882, á Tröð í Álfta- firði, d. 23. mars 1959, og kona hans María Rebekka Ólafsdóttir, f. 1. sept. 1880 í Múla í Ísafirði, d. 9. apríl 1970. Arnþrúð- ur var 11. í röð 15 systkina og eins hálfbróður. Eldri systkinin voru Sigurður, Ingibjörg, Kristinn, Gunnar, María, Óskar, Aðalsteinn, Jón (d. á 1. aldursári), Jón Magnús (samfeðra) og Ásgeir. Yngri systk- inin voru Torfi, Halldór, Kristján og Ólafur. Af systkinahópnum lifir Ólafur einn systur sína. Arnþrúður giftist Sigvalda Þórði Kaldalóns (f. 7. nóv. 1915) húsum, Bæjum á Snæfjallaströnd, til 18 ára aldurs þegar hún hóf nám í Héraðsskólanum í Reykja- nesi, þar sem hún lauk m.a. sund- kennaraprófi. Sund kenndi hún um skeið í laug í Unaðsdal. Síðan vann hún sem barnfóstra á Ísafirði og í Reykjavík og starfaði síðan á Gróðrarstöðinni í Reykjavík við Hringbraut þar sem hún kynntist manni sínum Þórði Kaldalóns. Hjónaband þeirra stóð aðeins í sex ár þegar Hodgkins-veiki dró Þórð til dauða frá konu og þremur börn- um. Arnþrúður vann við sauma- skap næstu árin, en stofnaði gróðrarstöð á Árbæjarbletti 7 ásamt sambýlismanni sínum, Kjeld Wieth. Þar bættist fjórða barnið við, en faðirinn fluttist aftur til Danmerkur er þau slitu samvistir. Þá fluttist Arnþrúður með börnin fjögur að Laugavegi 49A þar sem hún bjó næstu 28 árin. Hún ann- aðist m.a. heimilishald hjá Stefáni Skaftasyni lækni um nokkurra ára skeið, en starfaði lengst af sem matráðskona í mötuneyti Eim- skips og Orkuveitunnar. Árið 1983 fluttist hún í Skipholt 64 þar sem hún bjó til haustsins 2002 er hún fluttist á hjúkrunarheimilið Grund. Útför Arnþrúðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. garðyrkjufræðingi í desember 1941. Hann lést 16. apríl 1948. Börn þeirra eru: 1) Sigvaldi Snær, kvænt- ur Margréti Kalda- lóns, f. Valsdóttur, þau eiga þrjú börn, Önnu Margréti, Ingi- björgu Völu og Sig- valda Þórð. 2) Örn Sigmar, kvæntur Kamillu Suzanne Kaldalóns, f. Depledge, þau eiga tvær dætur, Sólveigu Heidi og Helenu Kirsten. 3) Greta Freydís, fyrrver- andi maki Bragi Jósepsson, þau eiga þrjá syni, Loga, Sigurð Óskar Lárus og Braga Kormák. Arn- þrúður eignaðist soninn Ómar Wieth, með Kjeld Danner Wieth. Ómar á soninn Árna Þór með fyrr- verandi maka, Þorbjörgu Hannes- dóttur, og soninn Hlyn Örn með núverandi maka, Þórunni Davíðs- dóttur. Barnabörn Arnþrúðar eru tíu og barnabarnabörnin átta tals- ins. Arnþrúður ólst upp í foreldra- Mútta mín. Það er komið að skiln- aðarstund. Ég á þér svo margt að þakka. Við vorum „eilífðarvinkonur“ og brölluðum margt saman í gegnum tíðina. Þú komst mér á flot og kenndir mér að synda. Það gerðum við líka reglulega, áratugum saman. Þangað til að þú kunnir það ekki lengur einn daginn. Þá brá mér og ekki í fyrsta og síðasta sinn. Þetta er erfiður sjúk- dómur, Alzheimer-sjúkdómurinn, sem þú fékkst. Það er þyngra en tár- um taki að rifja það allt upp. Alltaf hélst þú ró þinni. Þarna kemur grunnkarakterinn í ljós. Ef þú hefðir ekki fengið inni á deild V-4 á Grund, veit ég ekki hvernig hefði farið með þig – og mig. Þar fékkstu frábært at- læti, allt til hins síðasta. Við vorum öll hjá þér systkinin og þökkum fyrir að hafa fengið að gera það, á kyrrðar- stund með þér. Þetta var „hægt and- lát“ eins og sagt er. Þú fórst eins og þú lifðir lífinu, hægt og rólega og ekki með neinum látum. Kurteis og prúð og stillt... ólík mér, en allt eins fyrir það ertu gróin mér við hjartastað. Við gerum hlutina ekki öll eins; lifum líf- inu á ólíkan hátt. En þú varst góð fyr- irmynd. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp hjá þér. Hvíldu í friði og Guð blessi þig. Moldin minnir á þig og ég vil ljúka orðum mínum með línum úr ljóðinu „Moldin“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Greta Freydís Kaldalóns. Þegar ég hitti fyrst tengdamóður mína tilvonandi, Dúddu, sló það mig hvað hún var falleg. Kærastinn minn átti móður sem leit út fyrir að vera kvikmyndastjarna! Þar sem ég var frá Englandi var ég ekki vön þessu séríslenska útliti – háum kinnbeinum og stórum augum – og bara að venju- leg persóna gæti verið svona sláandi falleg! En með tímanum lærði ég einnig að njóta hinna góðu eiginleika hennar. Það tók tíma að kynnast Dúddu. Við vorum svo ólíkar, með mismun- andi bakgrunn og viðhorf, þannig að það var ekki auðvelt í fyrstu fyrir okk- ur að verða nánar hvor annarri. En það er eins með allt sem kostar áreynslu eða vinnu, fyrirhöfnin er alltaf þess virði því á endanum kunn- um við að meta og skildum hvor aðra. Þetta batt okkur enn nánari böndum. Ég hreifst oft af því hvað Dúdda var skynsöm í hegðun. Hún var alltaf tilbúin að styrkja mann og styðja, gagnrýndi mann ekki eins og maður hefði mátt búast við af tengdamóður sinni! Hún bar líka með sér einstakan þokka í því hvernig hún meðhöndlaði veikindi sín síðustu ár ævinnar. Vitn- eskjan um að henni færi stöðugt hrakandi og að hún væri að missa minnið hefur örugglega verið skelfi- leg á stundum. En með aðdáunar- verðri reisn sagði hún blátt áfram þegar hún mundi ekki eitthvað: „Ég man það ekki,“ og það var þetta sem gerði stöðuna viðráðanlega og sæm- andi, aldrei vandræðalega. Dúdda var mikil útiverumanneskja og sérlega barngóð. Margar minning- ar á ég um sólríka sumardaga þar sem Dúdda var að hengja upp hand- klæði barnabarna sinna eftir sund- ferðirnar. Dúdda var alltaf útitekin í björtum og sólríkum fötum. Dúdda vinnandi í garðinum, Dúdda semjandi ljóðin sín, Dúdda bakandi sínar frægu pönnukökur! Hamingjusöm, kraft- mikil kona sem var öllum góð og bauð ávallt alla velkomna. Dúdda hafði sterka trú og vissi af framtíðarloforðum Biblíunnar um upprisu í paradís á jörð. Í síðasta skipti sem ég sá hana, rétt áður en hún lést, lá hún kyrr á rúminu með lokuð augun. Maðurinn minn og ég héldum sitt í hvora hönd hennar og sögðum við hana að það yrði gaman í paradís og að við myndum sjást í nýja heiminum. Þrátt fyrir veikindin skildi hún okkur og með feginssvip og mik- illi áreynslu myndaði hún orðið: „Já.“ Kamilla Kaldalóns. Arnþrúður er magnþrungið nafn og fer vel á stúlkubarni sem fæddist og ólst upp á Snæfjallaströnd við Ísa- fjarðardjúp. Hún var orðin fullorðin þegar ég kynntist henni, var þá orðin ekkja fyrir alllöngu með fjögur stálp- uð börn: þrjá pilta og eina stúlku. Sá elsti var þá fluttur að heiman, kvænt- ur og orðinn þriggja barna faðir, en hin þrjú enn hjá móður sinni, þar til ég kvæntist dótturinni, og skömmu síðar voru hin tvö flogin úr hreiðrinu og barnabörnin komu í heiminn hvert af öðru. Frá því ég kynntist Arnþrúði Kaldalóns var hún, innan fjölskyld- unnar, alltaf kölluð amma Dúdda. Og hún var áreiðanlega sú besta amma sem hægt er að hugsa sér. Eftir að börnin voru flutt að heiman bjó hún ein í íbúð sinni í Skipholti 64. En þar var hún svo sannarlega ekki ein, því börnin og barnabörnin og aðrir úr stórfjölskyldunni voru þar, einn eða fleiri, svo að segja daglegir gestir. Og það var einmitt vegna þess, að þangað var svo gott að koma. Arnþrúður ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, en systkinin voru alls 15 talsins, og öll komust þau á legg, glæsilegur og mannvænlegur hópur, sem fylgdist að í blíðu og stríðu í gegnum lífið. Og eins og gerist í boðhlaupi hafa þau nú öll gefið keflið til þeirra sem næstir komu í röðinni, börnunum, barna- börnunum og svo áfram inn í framtíð- ina. Arnþrúður Kaldalóns var óvenju- legur persónuleiki. Hún var að eðl- isfari hógvær og lítillát en jafnframt full af óþrjótandi lífskrafti og hún hafði persónutöfra, sem höfðu bæt- andi áhrif á hvern þann sem henni kynntist. Hún var ung þegar hún gift- ist Þórði, syni læknisins í sveitinni og tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Og hún var aðeins 28 ára þegar hún varð ekkja. Síðan eru liðin rúmlega fimm- tíu ár. Og allt fram til hins síðasta hef- ur hún staðið eins og klettur úr haf- inu, jákvæð, sívinnandi og stöðugt skiljandi eftir sig eitthvað gott og mannbætandi. Blessuð sé minning hennar. Bragi Jósepsson. Elsku amma Dúdda. Nú ertu farin og því taka við betri tímar hjá þér. Eftir sitja fjölmargar minningar sem næra okkar sál. Það sem mér er efst í huga er hve mikið við barnabörnin getum lært af þér og tekið okkur til fyrirmyndar. Fyrst ber að nefna hversu mikil fjölskyldukona þú varst. Þó ýmislegt gengi á lést þú ekkert komast upp á milli okkar í fjölskyld- unni. Þú varst líka mikil barnagæla og alveg óendanlega góð við okkur barnabörnin. Óspör á hrósið, hafðir trú á okkur og hvattir okkur. Þannig kenndir þú mér bæði að synda og hjóla, eitthvað sem ég hafði verið smeyk við að gera. Svo liðu árin og ég var komin með mínar dætur. Þegar ég kom með þær til þín í Skipholtið bakaðir þú iðulega pönnukökur. Hjá þeim varst þú „pönnukökuamman“. Þegar stelpurnar voru að ólátast og ýta við stofustássinu eða biðjandi um súkkulaðibita var viðkvæði þitt alltaf það sama: „Inga mín, leyfðu þeim.“ Þá er ógleymanlegt hversu sterk þú varst alla tíð. Mér finnst aðdáun- arvert hvernig þú gast spjarað þig eftir að afi féll frá þegar þú varst ung. Þú orðin einstæð móðir með fjögur lítil börn á framfæri á tímum sem ekkert var velferðarkerfið. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður segir pabbi mér að hann hafi aldrei upplifað fá- tækt, jafnvel þó lífsbaráttan hafi verið hörð. Enda varstu jákvæð, nýtin, út- sjónarsöm og virtist alltaf leggjast eitthvað til. Í mínum huga ert þú sönn hetja. Þú stóðst á þínum rétti og varst fylgin þér. Ég gleymi því aldrei hvernig þú fylgdir þínum málum eftir á Eimskip þegar þú varst matráðs- kona þar. Hvort sem þú þurftir klaka- vél, nýja kaffikönnu eða aðstoðar- mann í eldhúsið þá sendir þú þínum yfirmönnum beiðni í ljóðaformi. Fáir gátu sagt nei við slíkum beiðnum. Þannig var ég orðin aðstoðarmaður í eldhúsi 11 ára gömul, yngsti launþegi Eimskipafélagsins fyrr og síðar. Sem fyrr hafðir þú óbilandi trú á mér og þannig kenndir þú mér fyrst manna að vinna. Elsku amma mín. Þú sem alltaf vildir fremur gefa en þiggja, takk fyrir allt. Ég sé þig síðar á öðrum stað. Þín Ingibjörg. Amma Dúdda, elsku amma mín, nú ertu farin. Ég hef aldrei misst neinn frá mér jafnnákominn og þig. Veit eiginlega ekki hvernig mér er innan- brjósts. Ég er feginn að veikindin eru yfirstaðin og þú getur fengið að vera þú sjálf núna. En ég er líka leiður, ofsalega leiður að þú skulir vera farin fyrir fullt og allt. Ef það hefði verið hægt að útskýra góðmennsku og mannúð, þá hefði líklega verið nóg að benda fólki á að kynnast þér. Þú mátt- ir aldrei vita af neinu ranglæti í kring- um þig. Heimsóknirnar mínar til þín í gamla Eimskipafélagshúsið eru og verða mér alltaf minnisstæðar, ekki mikið eldri en sjö ára þegar ég fór að hjóla til þín og hjálpa til í mötuneytinu fyrir einn tíkall eða svo, stundum tvo. Kex frá Frón alltaf til í bunkum í vinnunni og ég sem patti naut góðs af því. Hvernig er ekki hægt að tala um pönnukökur og brauðsúpu í tengslum við ömmu? Alltaf nóg til þó að efni þín væru ekki mikil, alltaf að gefa frá þér til þeirra sem þér þykir vænt um. Þú varst sí syngjandi í minningunni allavega raulaðir skemmtileg lög á meðan þú vökvaðir blómin þín sem voru ófá. Þú varst lunkin við að halda öllum blómunum á lífi, sem segir lík- lega mjög mikið um þig. Sá sem ekki getur haldið blómi á lífi, getur ekki hugsað um sjálfan sig. Þetta vilja sumir meina. En þú varst með aragrúann allan af blómum sem var lítið vandamál fyrir þig að rækta, rétt eins og þú ræktaðir fólkið í kringum þig. Við barnabörnin höfðum alltaf yndi af því að koma til þín og vera hjá þér. Gaman að heyra þig segja sögur og spjalla bara um daginn og veginn. Húmorinn þinn er og verður alltaf of- arlega í minningunni. Þú fórst í gegn- um svo mikið, misstir manninn þinn svo ung, einstæð móðir á erfiðum tím- un, en þér tókst þetta og vel það. Bjóst til kjarna í kringum þig sem við búum öll að í dag. Þú ert og varst sterk, ég vil að þú vitir hvað þú hefur skilið mikið eftir hjá okkur, við erum öll betri fyrir það að hafa þekkt þig. Elsku amma Dúdda, hafðu það gott hvar sem þú ert, þú átt það skilið. Sigvaldi (Daddi). Þrátt fyrir sáran söknuð er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa not- ið návista við ömmu Dúddu svona lengi. Hún var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Óþreytandi að syngja og lesa fyrir okkur systurnar hvenær sem færi gafst. Það var alltaf gott að fá að gista hjá henni á Laugaveginum. Þá las hún fyrir okkur fyrir svefninn þó að við værum löngu farnar að lesa sjálfar. Á eftir var svo söngur og Fað- irvorið. Þar sem amma var mjög kvöldsvæf sofnaði hún ósjaldan í miðju lagi og vaknaði við hlátrasköllin í okkur systrunum, okkur fannst þetta alltaf jafnfyndið – og hló með okkur. Á morgnana færði hún okkur svo heitt kakó og brauð í rúmið. Vissi upp á hár hvað okkur fannst best. Hún neitaði okkur aldrei um neitt, en einhvern veginn vorum við aldrei kröfuharðar eða frekar við hana, heldur umgengumst hana með mikilli væntumþykju og virðingu. Þrátt fyrir lítil efni var hún mjög gjafmild og alltaf að hugsa um hvern- ig hún gæti glatt okkur barnabörnin. Eitt sinn hrósaði ég mynd sem hún átti. Þá vildi hún endilega gefa mér hana og var ekki nokkur vegur að af- þakka. Svo var hún alveg óskaplega þakklát fyrir það litla sem ég reyndi að gefa henni til baka. Hún hafði óbil- andi trú á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvatti mig áfram með ráð- um og dáð. Amma var alltaf sterk, sama hvað gekk á. Hún hafði yfirleitt sitt fram og kom alltaf svolítið prakkaralegt bros á hana þegar hún vissi að hún hafði farið aðeins yfir strikið, en ekki bakk- aði hún, sérstaklega ekki ef það var okkur barnabörnunum í hag. Amma lét aldrei segja sér fyrir verkum. Hún neitaði að láta stía fjölskyldunni í sundur og fyrir það á hún alla mína aðdáun. Síðustu árin þjáðist elsku amma mín af Alzheimer og dvaldi á Grund og var þar afskaplega vel um hana hugsað. Hún var alltaf jákvæð og ánægð með allt sem í kringum hana var. Því miður fá börnin mín ekki að kynnast langömmu sinni á sama hátt og ég, en ég mun halda minningunni um þessa sterku og yndislegu konu vakandi í hjörtum okkar. Anna Margrét. Þá er hún farin hún frænka mín blessuð og fannst mér það táknrænt fyrir lífshlaup hennar að hún skyldi kveðja þennan heim á föstudaginn langa. Eftir er nú einn sá yngsti af systk- inunum frá Hærribæ í Bæjum á Snæ- fjallaströnd, sem voru 16 fædd og öll komust til manns að undanskildu einu og má það teljast sérstakt í allri fá- tæktinni og erfiðleikunum, sem fólk mátti búa við á öndverðri síðustu öld. Þetta líf mótaði ungmennafélaga- æsku þessa lands og þess vegna var hún svo sterk við mótun sjálfstæðis okkar og uppbyggingu fyrir okkur, sem á eftir komum. Að minnast hennar Dúddu eins og hún var alltaf kölluð er eins og að minnast hvers þeirra systkina, stór- brotin og mótuð af þessum harðbýlu æskuslóðum en með þetta stóra hjarta, fullt af glaðværð. Ég var ungur drengur nýkominn í sveitina á Snæfjallaströnd þegar hún kom með Fagranesinu til að vitja sveitarinnar sinnar og er mér minn- isstætt þegar ég stóð á bryggjunni í Bæjum og sá þessa myndarlegu frænku mína. Þarna var hún með nýj- um lífsförunaut, dönskum manni, og átti eftir að eignast með honum son en leiðir þeirra skildi síðar. Ég kynntist ekki þessum manni frekar en hinum fyrri, sem hún missti í blóma lífsins frá þremur ungum börnum, og fyrir mér hefur hún alltaf verið ein og kjarkur sá og dugnaður, sem mótaðist á æskuárum, kom þá svo vel fram. Alltaf þegar ég mætti henni fann ég stafa frá henni væntumþykju, sem mér fannst ég geta rakið til hugar hennar til föður míns sem var reynd- ar sá hugur sem þau báru hvert til annars þessi stóri systkinahópur og því þarf engan að undra þótt blásið væri til ættarmóta, sem fram fóru í námunda við sveitina þeirra ömmu og afa, Maríu Ólafsdóttur og Sigurðar Ólafssonar, sem lengst af bjuggu í Hærribæ. Mér er minnisstætt þegar hún Dúdda safnaði ungviðinu í kringum sig á mótinu í Reykjanesi 1990 og þar sat hún eins og amma þeirra allra og sagði þeim sögur og það fór ekki milli mála að enn var hægt að segja sögur upp á gamla mátann. Dúdda mín, þegar ég kveð þig nú veit ég að við, sem eftir stöndum, munum minnast þín og ykkar systk- inanna allra fyrir það traust og virð- ingu, sem þið sýnduð hvert öðru og margir mættu taka sér til fyrirmynd- ar. Fyrir þetta munuð þið verða elskuð og við þökkum. Far þú í friði, blessuð veri minning þín. Þinn frændi, Þórir Halldór Óskarsson. Um það leyti sem fréttin barst af andláti Dúddu, ekkju Dadda (Þórðar Kaldalóns) móðurbróður míns, stóð yfir tiltekt á heimili mínu fyrir páskahátíðina. Er ég fór í gegnum pappírsbunka einn komu í ljós nokkur sendibréf sem faðir minn, Jón Gunn- laugsson, hafði skrifað tengdamóður sinni, Karen Margrete Kaldalóns, frá Reykhólum í Barðastrandarsýslu er hann var læknir þar. Það var óneit- anlega merkileg tilviljun að fyrsta bréfið reyndist vera skrifað í tilefni af andláti Dadda hinn 16. apríl 1948. Hann var aðeins 33 ára að aldri er hann lést úr ólæknandi sjúkdómi. Hér skal vitnað í þetta sendibréf þar sem segir meðal annars: „Það er erfitt starf sem bíður Dúddu og þung sorg hennar, en hún á marga að og ef allir leggjast á eitt, þá ætti að mega létta mikið undir með henni, þótt eng- ARNÞRÚÐUR KALDALÓNS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.