Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 49

Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 49 Atvinnuauglýsingar Grunnskólinn á Hellu Áhugasama kennara vantar til starfa á næsta skólaári Kennara vantar til starfa m.a. við bekkjar- kennslu á miðstigi og yngsta stigi. Einnig vant- ar okkur kennara til að kenna ensku, á tölvur, myndlist, smíði og textíl. Grunnskólinn á Hellu er stækkandi skóli sem er í örri þróun. Því leit- um við að metnaðarfullum kennurum sem eru tilbúnir til þátttöku í faglegu mótunarstarfi. Við hvetjum áhugasama til að skoða stefnu og umgjörð skólastarfsins á heimasíðu Grunn- skólans á Hellu http://hella.ismennt.is/ Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 200 nemenda skóli, sem starfar í 10 bekkjardeildum. Í skólanum er góð vinnuaðstaða fyrir kennara í góðu skólahúsnæði. Á Hellu er alla almenna þjónustu að finna og stutt í allar áttir. Ódýrt leiguhúsnæði í boði. Vinsamlegast hafið samband við undirrituð og fáið upplýsingar um húsnæðiskjör og að- stöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441/894 8422, netfang: hella@ismennt.is og Valgerður Guðjónsdóttir í síma 487 5442/846 6003. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á Skinney SF-30 (vél 589 kw). Báturinn er gerður út frá Hornafirði á neta- og síðan humarveiðar. Upplýsingar í síma 470 8110. Vélstjóri/afleysingar Afleysingavélstjóra vantar nú þegar á 207 rúm- lesta snurvoðarbát sem gerður er út frá Þor- lákshöfn. Aðalvél, stærð 672 KW. Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma 852 5259 eða Hjörleifur í síma 893 2017. Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Kópavogsbúar Opið hús með Gunnsteini Sigurðssyni Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10:00 og 12:00 í Hlíðasmára 19. Á morgun, laugardaginn 2. apríl, mun Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar ræða málefni Kópavogs. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Fundarboð Aðalfundur SEFL, Samtaka eldri félaga í Lífeyr- issjóði verkfræðinga, verður haldinn föstudag- inn 8. apríl 2005 kl. 15:00 í húsi VFÍ, Engjateigi 9, kjallarasal. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn SEFL. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 14:00 á eftirfarandi eignum: Aðalgata 2a, sumarhús, fnr. 212-7025, Súðavíkurhreppi, þingl. eig. Gullrún ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Fjarðargata 35a, fnr. 212-5522, Þingeyri, þingl. eig. Gunnar Jakob Línason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær. Hafnarstræti 2, versl.hús fnr. 212-5562, Þingeyri, þingl. eig. Kristján Fannar Ragnarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ísafjarðar- bær. Smiðjugata 8, fnr. 212-0351, Ísafirði, þingl. eig. Sveinbjörg Sveins- dóttir og Kristinn Halldórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands höfuðstöðvar og Leifur Árnason hdl. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 31. mars 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Tilboð/Útboð Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fiskislóð 45, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Fiskislóð 45 ehf., gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 13:30. Háberg 7, 0203, Reykjavík, þingl. eig. Birkir Már Benediktsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðju- daginn 5. apríl 2005 kl. 11:00. Rjúpufell 48, 040302, Reykjavík, þingl. eig. Úlfhildur Úlfarsdóttir og Baldvin Ingi Símonarson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 5. apríl 2005 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 31. mars 2005. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Jón Ellert Benediktsson erindi „Hvað gerist á dauðastundinni?“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Huga Freys Valssonar sem segir frá ferð sinni til Adyar um síðastliðin ára- mót og sýnir myndir. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30, í umsjá Jóns Ellerts Benedikts- sonar „Agni-jóga“ Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid. LÆKNINGASAMKOMUR Föstudag 1. apríl kl. 20. Sunnudag 3. apríl kl. 20 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Andrew Pearkes frá Englandi predikar og biður fyrir sjúkum. JESÚS LÆKNAR Í DAG! Allir eru hjartanlega velkomnir. Upplýsingar í síma 564 4303. Vineyard christian fellowship international. I.O.O.F. 12  185417½  I.O.O.F. 1  185417½  Dd. Raðauglýsingar sími 569 1100 MIKILL skortur er á íslenskukennslu fyrir innflytjendur að sögn Elsu Arnardóttur, framkvæmdastjóra Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, sem innt var eftir niðurstöðum við- horfskönnunar innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum, sem unnin var fyrir Fjölmenn- ingasetrið á síðasta ári. Kynnti hún niðurstöð- urnar á málþingi í gær um rannsóknir á mál- efnum innflytjenda á Íslandi. Hún benti á að meirihluti innflytjenda, eða um 92%, vilji læra íslensku en tækifæri séu af skornum skammti. Sem dæmi um þau vandamál sem fylgja því að tala hvorki tungumálið né skilja þá benti Elsa á að mjög margir innflytjendanna, eða um 62%, sögðust ekki skilja ráðningarsamn- inginn sinn, en 80% höfðu skrifað undir slíkan samning í núverandi starfi. „Fólkið hefur mjög mikinn áhuga á því að bjarga sér að þessu leyti sjálft. Geta fyllt út sína skatt- skýrslu og tekið virkari þátt,“ segir Elsa og bætti því við að innflytjendurnir sýndu mikið frumkvæði, t.d. hafi yfir 40% áhuga á því að stofna eigið fyrirtæki og af þeim höfðu 12% verið komnir af stað í þeim efnum. „Við leituðum mjög mikið að því hvaðan fólk hefði fengið upplýsingar, af hverju það kom til landsins, hvort það vill búa á Íslandi og þá á þeim stað sem það er,“ segir Elsa varðandi könnunina en um 214 manns svör- uðu. Hún fór yfir niðurstöður könnunarinnar og kom fram að mjög hátt hlutfall svarenda, eða 88%, sögðu menntun sína ekki nýtast að fullu í núverandi starfi, en þrír af hverjum fjórum kváðust starfa við fiskvinnslu. Auk þess höfðu 84% ekki reynt að fá menntun sína metna hérlendis. Helsta ástæðan fyrir því að mennt- unin nýttist ekki í núverandi starfi virtist vera skortur á kunnáttu í íslensku. Um 34% sögðust hafa mjög eða frekar góð- an skilning á íslensku og 23% höfðu frekar slæman eða mjög slæman skilning á íslensku. Aðspurð hvernig innflytjendunum gengi að tjá sig á íslensku kváðust 29% geta tjáð mjög eða frekar vel á íslensku en 28% sögðust geta tjáð sig mjög eða frekar illa. Þá sagði tæpur helmingur að á síðasta íslenskunámskeiði sem þeir hefðu sótt hefði kennarinn talað ensku í kennslunni. Um 60 af hundraði höfðu fengið einhverja fræðslu um réttindi sín í íslensku samfélagi þegar þau fluttu til landsins, flestir hjá vinum eða ættingjum segir í niðurstöðunum. Jafn- framt kom fram að því meiri menntun sem svarendur höfðu því síður höfðu þeir fengið fræðslu um réttindi sín í íslensku samfélagi þegar þeir fluttu til landsins. Yfir 40% innflytjenda eiga börn í heimalandinu Að sögn Elsu þótti henni mjög sláandi að yfir 40% svarenda hafi sagst eiga börn í heimalandinu. Slíkt gefi vísbendingu um að væntanlega megi búast við að hluti af þeim börnum komi til með að flytjast til landsins á næstu árum. Tæplega helmingur svarenda vildi búa á sama stað á Íslandi og þeir búa nú segir í skýrslunni. Af þeim sem helst vildu búa ann- ars staðar vildu 64% búa á höfuðborgarsvæð- inu en hinir vildu helst búa annars staðar á landsbyggðinni. Rúmur helmingur þeirra sem svaraði hafði flust til Íslands á sl. fimm árum, þ.e. á árunum 1999–2004. Rannsóknin byggðist á spurningalista sem samanstóð af u.þ.b. 120 spurningum sem vörðuðu m.a. viðhorf innflytjenda til búsetu, vinnu o.fl. Viðhorfskönnun meðal innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum Mikill skortur á íslenskukennslu Morgunblaðið/Ásdís Myndin er af starfsmönnum hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Toppfiski í íslenskukennslu. Á ÞINGINU var fjallað um málefni innflytj- enda út frá ólíkum hliðum og er greinilegt að mikið rannsóknarefni sé til um málefnið. Anna Ingadóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, greindi frá því í kynningu á sam- antekt á rannsóknum og ritgerðum um mál- efnið að hún hafi tekið saman um 70 slíkar rannsóknir og ritgerðir frá árinu 2000 til dagsins í dag. Hluti af þeim, eða átta talsins, er nú í vinnslu. Hún bendir á að mikið sé til af eldra efni fyrir þann tíma. Rannsóknirnar fjalli um jafnólíka hluti sem viðhorf, kennslu- fræði, leikskóla og félagsleg tengsl innflytj- enda svo dæmi séu tekin. Anna segir að rannsóknunum og ritgerð- unum verði safnað saman í gagnabanka hjá Rauða krossinum. Stefnt verði svo að því að uppfæra hann árlega. Þar geti t.d. háskóla- nemar, sem séu að vinna að lokaritgerðum sínum og aðrir áhugasamir, nálgast upplýs- ingar um hvað hafi þegar verið gert á þessu sviði. „Ég hef ekki náð öllum rannsóknum og rit- gerðum. Fólk er ennþá að senda mér upplýs- ingar,“ segir Anna og bætir því við að vafa- laust eitthvað hafi orðið útundan í hennar samantekt, og vill hún vekja athygli þeirra sem hafa slíkar rannsóknir undir höndum sem ættu erindi í gagnabankann. Mikið til af rannsóknum um málefni innflytj- enda á Íslandi FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.