Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrútnum hefur verið ráðlagt að fegra ummæli þín við foreldra og yfirboðara. Í dag kemur í ljós hvort hann fór eftir þeim ráðlegg- ingum eða ekki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Almenn svartsýni virðist ríkja í kringum þig augnablikinu. Ekki láta það draga þig niður. Ástandið batnar innan tíðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er ekki í þeim stell- ingum að deila með náunganum í dag. Í gær var hann hress, rausn- arlegur og vakandi. Núna er hann íhaldssamur og varkár. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er beint á móti krabbanum núna. Þessi afstaða leiðir ekki beinlínis til samvinnu, því er ráð að fara varlega og sýna þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Besta leiðin til þess að bregðast við straumunum í umhverfinu núna er að vinna eins og skepna. Brettu upp ermarnar og taktu til við að leysa fyrirliggjandi verk- efni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur hugsanlega til aukinnar ábyrgðar vegna barna í dag. Taktu því með ró. Börn þurfa umönnun, þannig er það bara, hvað sem taut- ar og raular. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ábyrgðin sem hvílir á þér heima fyrir gæti íþyngt þér dálítið í dag. Reyndar er hér um tilfinningalegt viðhorf að ræða. Þú skiptir um skoðun um helgina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Glasið er ekki hálffullt í dag held- ur hálftómt að þínu mati. Það er spurning um viðhorf. Hafðu engar áhyggjur, andi svartsýni svífur yf- ir vötnum núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn finnur til óöryggis vegna fjárhagsstöðu sinnar í dag. Hann finnur hjá sér hvöt til þess að geyma eitthvað til mögru ár- anna. Ekki hafa of miklar áhyggj- ur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er í þínu merki í dag og þar að auki í spennuafstöðu við þrjár stórar plánetur. Þér finnst þú kannski á kafi í erfiðleikum á meðan, en svo er ekki í raun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vingjarnlegar samræður við náungann létta lund vatnsberans í dag. Hann þarf að spjalla við ein- hvern og fá útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Manneskja þér eldri og reyndari gefur góð ráð í dag. Líklega er um að ræða ráðleggingar sem þú vilt alls ekki heyra. Hlustaðu og spáðu í þær seinna. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert hreinskiptin og beinskeytt persóna. Markmið þín eru skýr og þú berð þig eftir því sem þú ætlar þér. Einlægni er einn kosta þinna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 bænar, 8 gangi, 9 landspildu, 10 veiðar- færi, 11 undirnar, 13 skyldmennin, 15 hungruð, 18 skattur, 21 höfuðborg, 22 ákæra, 23 kynið, 24 komst í veg fyrir. Lóðrétt | 2 stenst, 3 dug- legur, 4 staðfesta, 5 ráfa, 6 olíufélag, 7 kvenfugl, 12 greinir, 14 illmenni, 15 poka, 16 tíðari, 17 háski, 18 átelja, 19 hindri, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 sýpur, 4 högum, 7 rótum, 8 ýlfur, 9 mör, 11 part, 13 maka, 14 undra, 15 garð, 17 norn, 20 hró, 22 tófur, 23 lækur, 24 rúmar, 25 kanna. Lóðrétt | 1 skráp, 2 pútur, 3 römm, 4 hlýr, 5 gifta, 6 murta, 10 öldur, 12 tuð, 13 man, 15 getur, 16 rifum, 18 orkan, 19 narra, 20 hrár, 21 ólík.  Tónlist Hvítakot | Útgáfuveisla hljómsveitarinnar Skakkamanage vegna plötunnar Hold Your Heart í kvöld kl. 20. Skemmtikraftar kvöldsins eru: Eysteinn Pétursson, Músík- vatur, DJ Talnapúkinn og Baldur Björns- son. Ráðhús Reykjavíkur | „Ég hef taktinn.“ Opnir skólatónleikar á vegum Tónlistar fyr- ir alla/Skólatónleika á Íslandi í dag kl. 12.10–12.50. Flytjendur: Djasskvartett Reykjavíkur með Sigurði Flosasyni, saxó- fón, Eyþóri Gunnarssyni, píanó, Tómasi R. Einarssyni, kontrabassa og Gunnlaugi Briem, trommum. Stúdentakjallarinn | FöstudagsDjamm með Tómasi R. og Havanabandinu föstu- daginn 1. apríl kl. 16 – 17.30 í Stúdentakjall- aranum á vegum JazzAkademíunnar. Að- gangur ókeypis og veitingar á djazztilboði. Ásamt Tómasi leika í bandinu Óskar Guð- jónsson, Ómar Guðjónsson, Matthías M.D. Hemstock og Pétur Grétarsson. Stúdentakjallarinn | Reggae-hljómsveitin Hjálmar ásamt Samma, Kjartani og Óskari úr Jagúar halda tónleika í kvöld kl. 23. Myndlist Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á Energia í Smáralind. Ólöf Björg er út- skrifuð úr Listaháskóla Íslands ásamt því að hafa stundað nám bæði í Kóreu og á Spáni. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir – form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars- dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Leiklist Borgarleikhúsið | Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar í kvöld kl. 20 í Hátúni 12, Reykjavík. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@- gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Péturs- son (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmynda- sýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl. 11–17. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmta í kvöld. Kaffi Sólon | Dj. Svali skemmtir dansfíklum Sólon föstudags- og laugardagskvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Dansleikur með hljómsveitinni Þúsöld í kvöld. Hljómsveitin Úlfarnir leika á laugardagskvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties heldur fjörinu uppi alla helgina 1. og 2. apríl. Stuð- ið hefst kl. 23 báða dagana. Salthúsið | Hljómsveitin Tilþrif leikur í Salthúsinu í Grindavík föstudagskvöldið 1. apríl. Vélsmiðjan, Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fréttir Tungumálamiðstöð HÍ | Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menn- ingarmálastofnunar Spánar (Instituto Cervantes). Innritun fer fram í Tungumála- miðstöð HÍ: 525-4593, sabine@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Fundir Grand hótel | Hópvinnukerfi ehf. standa fyrir morgunverðarfundi á Grand hóteli Reykjavík í dag kl. 8.30. Þar verða atriði við innleiðingu kerfa rædd af stjórnendum nokkurra fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum stór verkefni af þeim toga. Kvenfélagið Heimaey | Fundur í Þrastar- lundi mánudaginn 4. apríl kl. 19. Allar kon- ur er tengjast Vestmannaeyjum velkomn- ar. Rútuferð frá Mjóddinni kl. 18.15. Þátttaka tilkynnist í síma 586–2175 (Gyða), 587–8575 (Ágústa), 552–1153 (Sigríður). Norræna upplýsingaskrifstofan | Nor- ræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð, í samvinnu við Norrænu uppl.skrifst. á Akureyri, boða til fundar um þróun vel- ferðarkerfisins í dag kl. 18–20 í Deiglunni. Aðgangur ókeypis. Rannveig Guðmunds- dóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir og Sigrún B. Jakobsdóttir fjalla um stöðu mála. Einnig verða umræður. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Aðal- fundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn 13. apríl kl. 20, í sal Orku- veitunnar, Bæjarhálsi 1. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem Herdís Friðriksdóttir verkefnastjóri félags- ins segir ferðasögu starfsmanna félagsins til Danmerkur og tengir hana nýjum fram- kvæmdum á vegum félagsins. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Borgaspjall auð- lindadeildar Háskólans á Akureyri verður í dag kl. 12, á 2. hæð (við kaffiteríu) í rann- sóknarhúsinu Borgum. Rögnvaldur Hann- esson flytur erindið: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fiskistofna í NA-Atlants- hafi. Allir velkomnir. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18– 22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og end- urlífgun. Námskeiðsgjald er 4.900 kr. Skráning í síma 5546626 eða á kopavog- ur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl. Krabbameinsfélagið | Reykbindindis- námskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleið- ingar tóbaksneyslu og mataræði. Þátttak- endur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttak- endum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 5401900. www.ljosmyndari.is | Námskeið fyrir staf- rænar myndavélar 2.–3. apríl, kl. 13–17. 16.– 17. apríl kl. 13–17. Skráning á www.ljos- myndari.is eða 8983911. Staður og stund http://www.mbl.is/sos NIKULÁS Sigfússon opnar á morgun, laugardag, sýningu á vatnslitamyndum í sýningar- sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17. Nikulás hefur lagt stund á vatnslitamálun í áratugi. Hann var í skóla frístundamálara og hefur notið einkakennslu þekktra vatnslitamálara en er annars sjálfmenntaður í þess- ari listgrein. Nikulás hefur haldið allmargar einkasýningar m.a. í Ásmundarsal, á Mokka, í Stöðla- koti, Nýja galleríinu og víðar en einnig tekið þátt í samsýningum. Allar myndir á þessari sýningu eru vatnslitamyndir og er viðfangsefni þeirra fyrst og fremst sótt í íslenska náttúru, m.a. í Skaftafelli, á Þingvöllum, á Snæfellsnesi og víðar. Sýningin verður opin í dag kl. 15–18 en síðar daglega kl. 14–18 til 18. apríl. Nikulás í Íslenskri grafík Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is UM ÞESSAR mundir sýnir Norma Elísabet Samúelsdóttir 24 myndverk sín í sýningar- salnum í veitingastaðnum Kjöt & kúnst, Hveragerði. Norma er fædd í Glasgow í Skotlandi árið 1945 og er íslensk í móðurætt. Frá árinu 2000 hefur hún verið búsett í Hveragerði og eru flest verkin unnin þar. Auk uppeldisstarfa og því að tjá sig með penslinum, hefur hún stundað ritstörf sl. 20 ár. Norma hefur sótt námskeið í myndlist hjá námsflokkum Reykjavíkur, Myndlistaskóla Reykjavíkur, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Myndlistafélagi Árnessýslu en hún er þar fé- lagi síðan 2001. Norma sýnir í Hveragerði ÞESSA dagana stendur yfir sam- sýning Guðna Harðarsonar og Guð- bjargar Björnsdóttur í Gjábakka, Kópavogi. Guðni sýnir 21 öðruvísi náttúru- ljósmyndir og Guðbjörg sýnir 7 út- saumaðar myndir (tvær af þeim mjög stórar). Sýningar í Gjábakka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.