Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýr gallafatnaður Síðumúla 3 Skálastærðir B-FF undirföt fyrir konur Nýkomin sending af Asics Kayano og Asics Nimbus hlaupaskóm ÖSSUR HF Innanlandsdeild Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík sími 515 2360 www.ossur.is Göngugreining hjá Össuri hf. er eingöngu framkvæmd af menntuðu fagfólki fylgir með hverju pari af hlaupaskóm Gildir út 15. apríl. 50% afsl. af göngugreiningu hjá SÉRFRÆÐINGUM Össurar hf. Fáðu aðstoð SÉRFRÆÐINGA við val á hlaupaskóm Ásta Einarsdóttir, sjúkraþjálfari Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari Ásmundur Arnarsson, sjúkraþjálfari Lýður Skarphéðinsson íþróttafræðingur sumarjakkarnirJunge eru komnir Laugavegi 84 ● sími 551 0756 FÆREYSKA flutningafélagið Smyr- il Line og danska vöruflutningafélag- ið Blue Water hafa stofnað saman vöruflutningafélagið Smyril Blue Water, sem ætlað er að flytja farma á vögnum á stuttum tíma. Reiknað er með að hið nýja fyrir- tæki muni m.a. flytja fisk og kælivör- ur á flutningabílum með skipum án þess að þurfi að umskipa farminn inn- an Norðurlandanna og Evrópu og Norður-Atlantshafslandanna Fær- eyja og Íslands. Smyril Line rekur m.a. Norrænu, sem auk farþega getur tekið um 130 flutningavagna, en Blue Water býr yfir víðfeðmu neti flutningsstaða í Danmörku og á meira en 300 flutn- ingabíla. Smyril Line og Blue Water hafa starfað saman á sviði vöruflutninga í mörg ár og mun nú samstarfið verða mun nánara. Með þessu fyrirkomu- lagi vonast fyrirtækið til að verða leið- andi í hröðum flutningum verðmætr- ar kælivöru. Á suðurleiðinni frá Íslandi og Færeyjum til Evrópu verð- ur aðallega fluttur fiskur, en norður fara ýmsar vörur, bæði matvara og annað. Þá verður einnig boðið upp á loftflutninga milli Íslands, Færeyja og Evrópu með nýtingu flutningabíla- kerfis Blue Water til að koma vör- unum á áfangastað á einu bretti. Smyril Line og Blue Water stofna nýtt vöruflutningafélag Morgunblaðið/RAX DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti saksóknara hjá ríkissak- sóknara frá og með 1. júní nk. Þá hefur Kolbrún Sævarsdóttir verið sett sem saksóknari hjá sama emb- ætti frá 1. apríl til 31. maí nk. Skipuð saksóknarar FYLGI stjórnarflokkanna jókst í síð- asta mánuði, en fylgi við Samfylk- inguna minnkaði ef marka má nýjustu skoðanakönnun Gallup. Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 38%, en var 37% í febrúar. Fylgi Framsóknarflokksins er 11,5% en var 10% í febrúar. Sam- fylkingin mælist með 29% fylgi en var með 32% fylgi í febrúar. Fylgi VG lækkar um eitt prósentustig milli mánaða og mælist 15%. Hins vegar eykst fylgi Frjálslynda flokksins um tvö prósentustig og mælist 6%. Ríkisstjórnarflokkanir mældust samkvæmt könnuninni með samtals 51% fylgi, en þetta er í fyrst skipti síð- an í september sl. sem það fer upp fyrir 50%. Könnunin var gerð dagana 28. febrúar til 30. mars. Úrtakið var 2.539 manns á aldrinum 18–75 ára. Svar- hlutfall var 62%. Samfylkingin tapar fylgi ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.