Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 45
Laugardagskvöldið 23. apríl verð-ur sýndur fyrsti þáttur af fjór- um þar sem kynnt eru lögin sem keppa í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Kiev í Úkraínu, bæði í forkeppninni fimmtudaginn 19. maí og í sjálfri að- alkeppninni laug- ardaginn 21. maí. Hvert Norður- landanna sendi einn fulltrúa til Stokkhólms til að spá í lögin og gengi þeirra í keppninni. Fulltrúi Ís- lands er Eiríkur Hauksson söngvari sem tvisvar hefur sungið í keppn- inni, „Gleðibankann“ fyrir Íslands hönd og seinna söng hann svo fyrir Noreg. Þáttunum stjórnar Annika Jankell og auk Eiríks dæma lögin þau Kjell Heick frá Danmörku, hin sænska Charlotte Perrelli, áður Nilsson, sem söng sigurlagið árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir varð í öðru sæti, Finnlands-Svíinn Thom- as Lundin og Jostein Pedersen frá Noregi. Þættirnir verða end- ursýndir síðdegis á sunnudögum, klukkan fjögur á miðvikudag og seint á fimmtudagskvöldum.    Hollywood-parið Penelope Cruzog Matthew McConaughey er sagt ætla að gifta sig í Madríd á Spáni, heimalandi Cruz, síðar á þessu ári. Er McConaughey sagður vera farinn að æfa sig í spænsku til þess að geta ávarpað heimamenn í brúð- kaupinu á móðurmáli þeirra. Cruz, sem áður átti í þriggja ára ástarsambandi við kvikmyndastjörnuna Tom Cruise, hefur lítið viljað tjá sig um samband sitt við McConaughey enda segir hún reynslu sína vera þá að hlutirnir fari úrskeiðis þegar um þá sé rætt.    Á fréttasíðu breska Vogue ergreint frá því að Kate Moss ætli að syngja dúett með kær- astanum Pete Doherty úr Babyshambles (og þar áður Libertines). Talið er að Katehafi heimsótt Doherty í upptökuver í Wales til að verða gestasöngvari á fyrstu plötu Babyshambles. Orðrómur er jafn- framt á kreiki um að parið sé búið að trúlofa sig. Kate hefur áður sungið inn á plötu fyrir vin sinn Bobby Gillespie úr Primal Scream. Mick Jones úr The Clash er upptökustjóri þessarar væntanlegu plötu. Talið er að Kate eigi eftir að syngja í lagi sem ber nafnið „F**k Forever“. Fólk folk@mbl.is Megas verður sex-tugur á morgun og haldnir verða veg- legir afmælistónleikar annað kvöld, undir yf- irskriftinni „Megas LX“. Valgeir Guð- jónsson, sem spilaði með Megasi á plötunni Á bleikum náttkjólum árið 1977 ásamt fé- lögum sínum í Spilverki þjóðanna, er meðal listamanna sem heiðra Megas með spilamennsku á sextugsafmælinu. Hann kemur fram ásamt hljóm- sveit hússins, „sem er skipuð ein- valaliði. Ég ætla að flytja lag af Bleikum náttkjólum, „Orfeus og Evridís“, sem er eitt af uppáhalds- lögum mínum með Megasi,“ segir Valgeir. „Ég flutti þetta lag einmitt með meistaranum fyrir ein- hverjum árum á tónleikum þar sem hann fékk ýmsa á svið með sér. Nú verður meistarinn ekki á sviðinu.“ Er ekki svolítið skrítin tilfinning að Megas sé orðinn sextugur? „Jú, mér hefur alltaf fundist hann vera aldurslaus. Ég held reyndar að það sé ekki alltaf skyn- samlegt að mæla aldur okkar í ár- um og mér hefur alltaf fundist Megas samur við sig.“ Hefur hann haft mikil áhrif á þig, sem textasmið og tónlistar- mann? „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Við unnum náttúrlega með honum árið 1977 og það var kannski ekki síst textahliðin sem veitti mér innblástur, þótt margir geri sér ekki grein fyrir hversu góður tónlistarmaður hann er. En upp úr þessu fór ég að hugsa meira en áður um að fylgja reglum um stuðla í textasmíð, en það er nátt- úrlega svipað því að synda með stein um hálsinn. Þá gerir maður þær kröfur til sjálfs sín að maður ráði við formið og að það ráði ekki yfir manni; að óbrjáluð hugsun komist til skila þrátt fyrir þessar tak- markanir sem maður setur sér.“ Var Megas ekki hálfpart- inn orðinn „heldri maður“ í augum ykkar árið 1977? „Jú, hann hefur eiginlega verið það alveg frá sinni fyrstu plötu. Hann sló nýjan tón og hefur eiginlega verið ósnertan- legur alla tíð síðan, því enginn hef- ur verið á svipuðu róli og hann.“ Hann hefur verið eins konar ut- angarðsmaður. „Já, hann er það í eðli sínu. Það hentar honum ekki að vera miðju- maður. Hann er kantmaður.“ Hann er sér á parti. „Já. Ég hef reyndar ekki alltaf verið sammála því sem hann hefur gert; til að mynda hafa mér fundist textarnir á köflum hálf tyrfnir, auk þess sem mér hefur fundist hann á stundum leita á tónlistarlegar brautir sem eru honum ekki eðl- islægar. Hann hefur mikla rokkþrá, en mér finnst hann ekki vera rokkari í eðli sínu. Hann er meiri trúbador og rætur hans liggja í amerískri „folk“-tónlist. Þar finnst mér hans raunverulegi heimavöllur vera. Fyrir utan að maðurinn hefur gríðarlega sterka lýríska taug og er rómantískari en alþýða manna gerir sér grein fyr- ir.“ Hann hefur verið töluvert mis- skilinn í gegnum tíðina, en er fólk ekki að taka hann í sátt núna? „Jú, en ég veit ekki hvort hann er mikið fyrir það. Ég held það henti honum ágætlega að vera mis- skilinn.“ Aldurslaus og sex- tugur kantmaður Valgeir Guðjónsson ivarpall@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 45 KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. THE PACIFIER KL. 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER Lúxus VIP KL. 4 - 6 - 8 - 10 LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS KL. 5.40 - 8 - 10.20 MRS. CONGENIAL. 2 KL. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20 RING TWO KL. 5.40 - 8 - 10.20 B.I. 16 LIFE AQUATIC KL. 5.40 - 8 CONSTANTINE KL. 10.20 B.I. 16. ÁRA BANGSÍMON OG FRÍLLINN M/ÍSL.TALI. KL. 4 ÁLFABAKKI THE PACIFIER KL. 6 - 8 - 10 MRS. CONGENIAL. 2 KL. 6 - 8.15 - 10.30 RING TWO KL. 10.30 B.I. 16 COACH CARTER KL. 5.30 - 8 THE PACIFIER KL 8 - 10 MRS. CONGENIAL.2 KL. 8 RING TWO KL. 10 B.I. 16 THE PACIFIER KL. 8 - 10 MISS CONGENIAL 2 KL. 8 - 10 Globe verðlaun ta ynd ársins. y Rush ti leikari.                        EINN af örfáum mönnum sem hlotið hafa „meistaratitil“ auk Þórbergs, Megas, verður sex- tugur á morgun. Í tilefni af því er sérstök dag- skrá á Súfistanum í kvöld, þar sem Páll Valsson útgáfustjóri heldur m.a. óformlegt erindi undir yfirskriftinni „Jónas okkar tíma?“ Þar ætlar hann að velta fyrir sér hliðstæðum í ferli Magn- úsar Þórs Jónssonar og Jónasar Hallgrímssonar. „Það er nú kannski dálítið orðum aukið að tala um er- indi í þessu sambandi,“ segir Páll, „ætli orðið rabb sé ekki meira viðeigandi. Ég ætla að bera þá aðeins saman, Megas og Jónas, velta fyrir mér hliðstæðum og and- stæðum,“ segir hann. Líf og list Páll segir að samanburðurinn nái til lífs og listar þess- ara listamanna. „Svo maður noti hátíðlegt orðalag. Lífs, listar og stöðu í samfélaginu. Þar eru ýmsar skemmti- legar hliðstæður sem gaman er að leika sér að. Þeir eru báðir byltingarmenn innan ákveðins forms og þenja sig í allar áttir innan þessa þrælbundna forms sem margir töldu að væri komið að ákveðnum endimörkum. Báðir sprengja þeir það upp,“ segir hann. Eru þeir ekki báðir trúir þjóðlegum arfi og um leið samtímastraumum? „Jú, það er einmitt mjög skemmtilegt. Þótt þeir noti eldra form og byggi á þúsund ára gamalli hefð eru þeir að bregðast við samtím- anum. Þeir standa traustum fótum í gamla forminu, kunna það aftur á bak og áfram og geta þess vegna víkkað það.“ Sýndu að hægt væri að yrkja á íslensku Páll segir að umfjöllunarefni þeirra í skáld- skap sé um margt svipað. „Þar eru ýmsar hlið- stæður, bæði í formi og efni. Jónas er ættjarð- arskáld og Megas er ákaflega íslenskur í alla staði. Eins og Jónas sýndi Megas okkur fram á að hægt væri að yrkja á íslensku, en áður en Jónas kom fram héldu menn að íslenskur kveðskapur væri fastur í rímnahelsi. Jónas sprengdi það helsi,“ segir Páll. Páll segir að ýmsar samsvaranir í lífshlaupi mannanna tveggja blasi við, „og staða þeirra í samfélaginu er að ýmsu leyti svipuð, án þess að ég vilji fara of ítarlega í efni spjallsins annað kvöld [í kvöld].“ Tónlist | Dagskrá helguð Megasi á Súfistanum í kvöld Byltingarmaður innan ákveðins forms Páll Valsson Dagskrá til heiðurs Megasi er á Súfistanum í kvöld kl. 20. Páll Valsson spjallar undir yfirskriftinni Jónas okkar tíma?, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir fjallar um rómantíkina í verkum Megasar, Freyr Eyjólfsson fjallar um tónlist hans, Hrólfur Sæmundsson barítón flytur lög meistarans við eig- in undirleik og Magga Stína söngkona mun syngja Megas eftir sínu eyra með aðstoð Harðar Bragasonar orgelleikara. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.