Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 16
DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki, skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar. Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbænum. A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg, sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15 Landeyjar | Smiðir eru nú í óða önn að reisa nýja flugstöð á Bakkaflugvelli í Landeyjum, sem þjónar flugi til og frá Vest- mannaeyjum. Smíði hússins hefur verið lengi í bígerð, en nú sér fram á að verkið klárist í lok júní, vel fyrir þjóðhátíð. Einar Jónsson, umsjónar- maður flugvallarins, segir að að- staðan á vellinum sé orðin slæm, sérstaklega fyrir ferðahópa sem koma á sumrin, og þurfi fólk stundum að bíða í rútunum eftir flugi. Flugturn verður á nýja húsinu svo flugumsjónarmað- urinn mun sjá yfir flugbraut- irnar en hann sér ekki nema hluta þeirra úr gamla húsinu, sem verður rifið þegar nýja flugstöðin kemst í gagnið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ný flugstöð á Bakkaflugvelli Smíða Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Útilistaverk skemmt | Eftir ítrekuð skemmdarverk á útilistaverkinu Vindspili eftir Einar Má Guðvarðarson hefur Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafn- arfjarðarbæjar, séð þann kost vænstan að fjarlægja verkið af þeim stað sem því var valinn í Hellisgerði og koma því fyrir í geymslu til að það verði ekki fyrir frek- ari skemmdum. Marín segir að nú sé verið að leita að nýjum stað fyrir verkið, og sé verið að skoða möguleika nærri Hafn- arborg og Strandgötunni. Hún segir að þrátt fyrir að verkið hafi verið styrkt í samvinnu við listamanninn hafi það ekki dugað til, of auðvelt hafi verið að hanga í járnstöngum sem hafi bognað. Marín segir það greinilegt að ef útilistaverk séu sett á stað þar sem engin umferð sé og hægt að at- hafna sig óáreittur sé mjög líklegt að verkin verði fyrir skemmdarverkum.    Fiskar í fegrunaraðgerð | Uppstoppaðir fiskar í eigu Byggðasafns Ölfuss eru nú í sannkallaðri fegrunaraðgerð í Reykjavík, en þar hefur Steinar Kristjánsson upp- stoppari tekið þá að sér. Hann ætlar að sjá til þess að þeir skarti sínu fegursta á sýn- ingu sem verður opnuð í Ráðhúsi Þorláks- hafnar á sjómannadaginn. Í frétt á vef Sveitarfélagsins Ölfuss kem- ur fram að ástand fiskanna sé mjög mis- jafnt, og nokkrir hafi jafnvel verið taldir ónýtir. Steinar lumi þó á ýmsum aðferðum til að bæta ástand þeirra og hafi hann lofað fríðum fiskaflokki til baka.    Fimmtán sóttu umtvær stöður sér-fræðinga í Þjóð- garðinum í Skaftafelli. Leitað var eftir starfs- mönnum með prófgráðu í jarðfræði, reynslu af land- vörslustörfum og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur um störfin á Höfn og Klaustri voru eft- irfarandi, samkvæmt upp- lýsingum frá Umhverfis- stofnun: Ásdís Ásgeirs- dóttir, Enok Jóhannsson, Heiða Björk Halldórs- dóttir, Helga Davids, Hild- ur Þórsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir, Kári Krist- jánsson, Magnea Magn- úsdóttir, Orri Páll Jó- hannsson, Rannveig Einarsdóttir, Stella Hrönn Jóhannsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Erlingsdóttir, Viðar Helga- son og Þorsteinn Hymer. Fimmtán sóttu um Landakot ehf. afhenti nýlega Styrktarfélagikrabbameinssjúkra barna 250 þúsund krónursem er ágóði af sölu jólatrjáa. Undanfarin ár hefur Landakot ehf. stutt við bakið á félaginu með slíkri sölu sem farið hefur fram á nokkrum stöðum í borginni. Á meðfylgjandi mynd afhenda Þórir Kr. Þórisson og Baldur Freyr Gústafsson Jóhönnu Valgeirsdóttur, hjá SKB, ágóðann. Fá peningagjöf Davíð Hjálmar Har-aldsson las Morg-unblaðið: Ef við fyllumst annarlegum hvötum óðar fréttamiðlar bæta hag. „Nakin kona á súlu að fækka fötum“ fjallar Morgunblaðið um í dag. Sigrúnu Haraldsdóttur líkar ekki tilhugsunin: Þetta er ekki falleg frétt, fer um hugann andstyggð nett. Skjátan verður skinni flett, skrápnum kastað útá stétt. Kristján Eiríksson yrkir: Jú, allt er komið undir þrá og hvötum og ást sem lyftir þeim á hærra stig, víst naktar konur geta fækkað fötumá flestum sem þær hafa í kringum sig. Baldur Garðarsson vill slást í hópinn: Á Adams klæðum ætla ég af mér að dansa kúluna öll mín klæði af því dreg og akróbatast við súluna. Af súludansi pebl@mbl.is Samþykktu samning | Starfsmanna- félag Suðurnesja samþykkti kjarasamning við ríkið vegna félagsmanna á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í atkvæðagreiðslu á mánudag. Alls greiddu 43% félagsmanna atkvæði og var kjarasamningurinn sam- þykktur með 95% greiddra atkvæða. HÉÐAN OG ÞAÐAN Sneiðmyndatæki | Kvenfélag Reyðar- fjarðar hefur gefið Hollvinasamtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 500.000 krónur í söfnun fyrir sneiðmynda- tæki. Fjárins var aflað með kökubasar og skeytasölu fyrir fermingar. Sneiðmynda- tækið kostar um 18 milljónir króna og hefur um helmingur fjárhæðarinnar þegar safn- ast.    Ísafjörður | Stjórn kennarafélags Mennta- skólans á Ísafirði sagði af sér á fundi með félagsmönnum á mánudag, og segir fyrr- verandi formaður stjórnarinnar að ástæð- an sé samstarfserfiðleikar við Ólínu Þor- varðardóttur skólameistara. Agnes Karlsdóttir, fyrrverandi formað- ur stjórnarinnar, segir að félagsmönnum hafi brugðið illa þegar stjórnin sagði af sér, enda hafi stjórnin hingað til ekki verið að ræða samskipti sín og skólameistara við kennara. Boðaður hefur verið nýr fundur kennara við skólann næstkomandi föstu- dag, þar sem til stendur að kjósa nýja stjórn. Agnes segir að hún fái þó ekki séð að auðvelt verði að fá fólk til að gegna þess- um störfum eftir það sem á undan hefur gengið. Spurð hvað taki við ef enginn fáist í stjórn segir hún að það verði einfaldlega að koma í ljós. Agnes segir að upphaf þessarar óánægju stjórnarinnar megi rekja til við- bragða skólameistara við ályktun stjórn- arinnar 23. mars sl., en þá hafi skólameist- ari kallað stjórnina á sinn fund til þess að biðja hana að skýra efni yfirlýsingarinnar nánar. Agnes líkir þessu við yfirheyrslu skólameistara yfir trúnaðarmönnum kenn- ara, og við það verði ekki unað. Í yfirlýsingunni, sem kom í kjölfar ann- arrar yfirlýsingar frá skólameistara, árétt- ar stjórnin að henni sé kunnugt um „nokk- ur mál frá síðasta skólaári og yfirstandandi skólaári þar sem aðstoðar lögfræðings KÍ hefur verið leitað vegna samskipta kenn- ara og skólameistara“. „Framkoma skólameistara gagnvart þessum trúnaðarmönnum er of gróf og gengur of langt,“ segir Agnes. Hún vill þó ekki tjá sig um hvað nákvæmlega fór fram á fundi skólameistara með stjórninni, og segir þá sem þurfi að vita það; kennara og þá sem á fundinum voru; vita hvað hafi ver- ið rætt. Skólameistara óviðkomandi Ólína Þorvarðardóttir skólameistari segir að hún sem skólameistari hafi engin afskipti af kennarafélagi skólans, sem sé stéttarfélag og hluti af Félagi framhalds- skólakennara. „Stjórn kennarafélagsins verður að eiga það við sitt samstarfsfólk hvers vegna hún segir af sér trúnaðarstörf- um við félagið. Þetta er skólameistara óvið- komandi.“ Ólína bendir á að við skólann hafi verið gerðar tvær stjórnendakannanir, þar sem kennarar hafi verið spurðir um samskipti við skólameistara og yfirstjórn skólans. Síðasta könnun var gerð í nóvember á síð- asta ári, og segir Ólína að þessar kannanir hafi í bæði skiptin komið mjög vel út fyrir stjórnendur skólans. Stjórn kenn- arafélags segir af sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.