Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 31 MINNINGAR ✝ Gunnar Símonar-son fæddist í Reykjavík 5. desem- ber 1924. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík aðfaranótt 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Theodóra Ingv- arsdóttir, f. 8. sept. 1896 í Björnskoti á Skeiðum, d. 1. sept. 1980, og Símon Njálsson, f. 31. ágúst 1896 í Grímsbæ á Stokkseyri, d. 22. nóv. 1979. Systkini Gunnars eru Njáll, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Svövu Vil- bergsdóttur, og Svava, húsfreyja í Bandaríkjunum, gift Louis Guttadaro. Gunnar stundaði sjóinn mestan hluta ævinnar og sigldi á Fossunum hjá Eim- skip. Þá lék hann lengi knattspyrnu með Víkingi og var m.a. markvörður í meistaraflokki. Gunnar var ókvæntur og barn- laus. Útför Gunnars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með nokkrum orðum langar mig til þess að kveðja Gunnar frænda minn. Móðir mín og hann voru bræðrabörn og bjuggu á yngri ár- um sínum í sama húsinu á Freyju- götu 7 í Reykjavík. Alla mína tíð vissi ég af Gunnari, þó að ég hafi ekki kynnst honum náið fyrr en ég komst á fullorðinsár. Gunnar stundaði íþróttir af kappi á sínum yngri árum og var Víkingur hans félag. Hann var í millilandasigling- um í áraraðir á skipum Eimskipa- félagsins. Gunnar bjó langt fram á fullorðinsár hjá foreldrum sínum þeim Margréti og Símoni, en eftir lát þeirra flutti hann vestur í bæ og bjó lengi á Holtsgötunni. Fyrir nokkrum árum gerðist hann vist- maður á Hrafnistu í Reykjavík og dvaldi hann þar í góðu yfirlæti síð- ustu ár ævi sinnar. Hann var ánægður með dvölina þar og talaði vel um fólkið sem þar starfar. Hann var þakklátur fyrir það öryggi og aðhlynningu sem hann fékk á Hrafnistu. Gunnar var dagfars- prúður maður, glaður og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Gunnar á tvö systkini, sem lifa bróður sinn. Svava systir hans fluttist ung að árum til Bandaríkj- anna og bjó lengi með fjölskyldu sinni í New York, en býr nú í New Jersey. Njáll bróðir hans og fjöl- skylda búa í Reykjavík. Gunnar giftist ekki og eignaðist engin börn. Gunnar kom oft í heimsókn til móður minnar í Meðalholtið og þar var hann mikill aufúsugestur og sat oft og spjallaði um heima og geima og sló á létta strengi. Eftir að móð- ir mín fluttist í Stóragerði, þá hitt- umst við Gunnar oftar, þar sem ég og fjölskylda mín búum í sama húsi. Sú hefð skapaðist fyrir mörg- um árum að Gunnar kom um miðj- an gamlársdag og fagnaði síðan með okkur nýju ári. Þetta gerði hann einnig síðastliðin áramót, en þá söknuðum við móður minnar sem lést í lok ágústmánaðar sl. Gunnar var unnandi alls þess sem var fallegt og gott. Hann hafði unun af fallegri klassískri tónlist og góðum mat. Hann kom stöku sinn- um með okkur á tónleika og einnig hafði hann gaman af því að hlusta á samleik dóttur minnar og eigin- manns á fiðlu og píanó. Hann var þakklátur hlustandi og það var gaman að gleðja hann. Hin síðari ár fylgdi ég Gunnari stöku sinnum í læknaheimsóknir og spjölluðum við þá stundum yfir kaffibolla að því loknu. Gunnar var mjög duglegur að hafa samband og hringdi til mín svo til á hverju kvöldi í mörg ár. Hann hafði mik- inn áhuga á störfum og námi fjöl- skyldunnar og lét sér mjög annt um okkur. Við söknum hans öll. Síðastliðin ár voru Gunnari erfið heilsufarslega séð, en hann stóð á meðan stætt var. Heilsu hans hrak- aði hratt á þessu ári og hann lést aðfaranótt 29. mars sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Ég og fjölskylda mín sendum systkinum Gunnars og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gunn- ars Símonarsonar. Sigríður Magnea Njálsdóttir og fjölskylda. Það er spenna í loftinu. Von er á Gunna frænda í land úr langri siglingu með Dettifossi. Við systur förum með pabba niður á höfn til að taka á móti honum. Það var alltaf mikið ævintýri að fá að fara um borð í þetta stóra skip og nið- ur í káetu til að sækja Gunna og farangurinn hans. Síðan var haldið upp á Freyjugötu þar sem Gunni bjó hjá ömmu og afa meðan þau lifðu, og var hann þeim mikil stoð. Oft kom hann svo heim til okkar um kvöldið, þar sem þeir bræður, hann og pabbi, settust stundum saman yfir bjórglasi. Sofnaði ég þá oft út frá rödd Gunna þar sem hann söng „O sole mio“ eða önnur ítölsk lög sem voru í miklu uppá- haldi hjá honum. Þegar hann kom í land voru alltaf jólin, því ævinlega kom hann með rausnarlegar gjafir og ómælt magn af sælgæti sem ekki var til hér á landi í því úrvali sem nú er. Seinna þegar ég stofnaði eigin fjölskyldu var Gunni hættur á sjónum og fluttur í eigin íbúð á Holtsgötunni. Eftir að börnin mín fæddust fylgdist hann vel með þeim, og alltaf voru sömu gæðin og gjafmildin til staðar. Það besta sem hægt var að gera honum, var að bjóða honum í t.d. barnaafmæli eða góða matarveislu, því hann var mikill áhugamaður um mat og vín. Ég vil að endingu þakka Gunna fyrir allt, og þá sérstaklega hve hann var mér og mínum góður. Einn af föstu punktunum í tilver- unni er horfinn. Berglind Njálsdóttir og fjölskylda. Ótal margar minningar koma upp í hugann þegar Gunna frænda, eins og við kölluðum hann alltaf, er minnst. Gunni var barnlaus og vorum við bróðurdætur hans því svolítið eins og stelpurnar hans. Gunni sigldi á Fossunum og það var allt- af tilhlökkunarefni þegar von var á Gunna í land. Oftar en ekki gladdi hann okkur með gjöfum. Þannig fékk ég t.d. minn fyrsta dúkkuvagn, reiðhjól og kassettu- tæki, hlutir sem á þeim tíma voru ekki á hverju heimili. Þá hafði Gunni gaman af að segja okkur frá stöðunum sem hann sigldi til, og sýndi okkur gjarnan minjagripi og myndir frá þeim. Þegar Gunni svo hætti sigling- um, tóku við annars konar ferða- lög hjá honum. Fór hann margar ferðir út til New York að heim- sækja Svövu systur sína og fjöl- skyldu hennar. Gunni fór nokkr- um sinnum í hópferðir vítt og breitt um Evrópu og varð honum tíðrætt um þær, þá sérstaklega allan góða matinn sem í boði var. Gunni hafði gaman af að spreyta sig í eldamennsku, hinir ýmsu réttir voru prófaðir í eldhúsinu á Holtsgötunni og stundum drukkið rauðvínsglas með. Allt sem tengd- ist Ítalíu var í miklum metum hjá Gunna. Hann var mikið fyrir ítalskan mat og tónlist og í nokkur ár var hann fastagestur á veit- ingastaðnum Ítalía. Þá man ég eftir Pavarotti-plötunum hans og Gunna syngjandi „O sole mio“. Eftir að Gunni fór á Hrafnistu hringdi hann nær daglega til okk- ar. Alltaf spurði hann um börnin og bað um að fá að tala við eitt- hvert þeirra. Margar ferðirnar fórum ég og börnin með Gunna á McDonalds, og þegar hann treysti sér ekki lengur þangað fluttum við veitingastaðinn heim í Gautavík, pöntuðum pitsu og borðuðum ostaköku í eftirrétt. Gunna leið vel á Hrafnistu, var feginn þegar hann komst þar inn, enda þá orðinn sjúklingur og erfitt að búa einn. Hann talaði mikið um hve maturinn væri góður, starfs- fólkið vingjarnlegt og tók virkan þátt í mörgu sem var í boði fyrir vistmenn. Við kveðjum nú góðan frænda sem við söknum sárt og þökkum Gunna fyrir allt sem hann var okkur. Ásta Njálsdóttir og fjölskylda. Uppáhaldssönglag bróður míns hefur um langa tíð verið O, sole mio. Þegar kvöldvökur voru haldnar á Hrafnistu í Reykjavík, en þar dvaldi hann síðustu árin, þá leið varla það skipti að hann óskaði ekki eftir að uppáhaldslagið sitt væri sungið eða spilað. Einhver Ítalía hefur verið í blóði hans enda naut hann þess líka að smakka ítalskan mat. Bróðir minn stundaði sjóinn mest alla sína starfstíð hjá Eim- skip og sigldi á Fossunum um öll heimsins höf. Hann hefur þá ugg- laust fengið ferðabakteríuna, því hann fór margar ferðir um Evr- ópu og Ameríku eftir að hann hætti að starfa hjá Eimskip. Heimsóknir hans til systur okk- ar Svövu og fjölskyldu hennar sem búsett hefur verið um áratuga skeið í Bandaríkjunum, urðu fjöl- margar. Gunnar var alltaf velkom- inn gestur á heimili Svövu og ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. Á yngri árum stundaði Gunni íþróttir og þá sérstaklega knatt- spyrnu. Hann lék í mörg ár með Víkingi og var um árabil mark- vörður í meistaraflokki. Hann eignaðist þar marga góða kunn- ingja, sem úr varð ævilöng vin- átta. Hittust þeir félagarnir mán- aðarlega í hádegi og fengu sér að snæða. Gunni var ókvæntur alla tíð og barnlaus. Hann bjó hjá foreldrum okkar á Freyjugötu 7 á meðan þau voru á lífi og hugsaði um þau af mikilli kostgæfni. Bróðir minn var sérstaklega barngóður maður enda dáður af barnabörnum mínum, sem höfðu gaman af að fá hann í heimsókn til sín. Þau sakna hans nú, þegar komið er að kveðjustund. Kæri bróðir minn, nú þegar komið er að leiðarlokum, þakka ég góðu stundirnar sem við áttum saman á Freyjugötunni og síðar á efri árum. Svava systir okkar og fjölskylda hennar og Svava kona mín senda þér saknaðarkveðjur og biðja góðan Guð að blessa minn- ingu þína. Með bróðurkveðju og söknuði kveð ég þig, Gunni minn. Njáll. GUNNAR SÍMONARSON Eiginmaður minn, SVEINN ÞORVALDSSON byggingafræðingur, Geitlandi 4, sem lést föstudaginn 18. mars, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.00. Sigríður Bjarnadóttir. Móðir mín, tengdamóðir, amma og elskuleg systir okkar, SIGURBORG RAKEL SIGURÐARDÓTTIR, Grænuhlíð, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, fimmtudaginn 24. mars. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 14.00. Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, Laila Sigurborg Arnórsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og fjölskylda, Fríða Á. Sigurðardóttir og fjölskylda, Guðrún Sigurðardóttir og fjölskylda. Elskuleg frænka okkar og vinkona, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrv. matráðskona í Vatnaskógi, síðast til heimilis í Seljahlíð, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 7. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi eða Kristniboðssmbandið. Frændsystkini og vinir. Alla samúð og hlýju vegna andláts og útfarar INGU G. ÞORKELSDÓTTUR þökkum við af alhug. Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og fjölskylda. Faðir minn, bróðir og frændi, ÁRNI PÉTUR KROKNES, er látinn. Guðrún Árnadóttir, Sigríður Kroknes og systkinabörn. Ástkær eiginkona, dóttir, móðir og amma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Túnbrekku 4, Kópavogi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 1. apríl, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudag- inn 8. apríl kl. 13.00. Gunnar Þór Hilmarsson, Einar Örn Ævarsson, Sigurður Ingi Ævarsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Jóhanna Elín Gunnarsdóttir, Guðrún Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Andrea Olsen, Alexander Einarsson Olsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.