Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Félagslíf  Njörður 6005040619 I  HELGAFELL 6005040619 IV/V  GLITNIR 6005040619 I I.O.O.F. 9  185468½  Fl. I.O.O.F. 7  185467½  I.O.O.F.18185468 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1111 Starfsfólk óskast Starfsfólk, 40 ára og eldra, óskast við ræstingar í framleiðsludeild Myllunnar í Skeifunni 19, Reykjavík. Vinnutími eftir samkomulagi. Einnig vantar fólk til sumarafleysinga í sömu deild. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknum skal skila til Myllunnar, starfs- mannaþjónustu, eigi síðar en miðvikudaginn 14. apríl nk. Hægt er að nálgast umsóknareyðu- blöð á skrifstofu Myllunnar. Myllan, Skeifunni 19, Reykjavík. Lagermaður BM Vallá óskar að ráða lagermann í afgreiðslu sína í Suðurhrauni 6, Garðabæ. Viðkomandi þarf að vera með lyftarapróf og helst vanur á skotbómulyftara, það er þó ekki krafa. Nánari upplýsingar veitir Leó Jónsson í síma 565 1444 eða á staðnum. Seyðisfjörður | Á málþingi og sýn- ingu, sem haldin verða á Seyðisfirði 8. og 9. apríl næstkomandi, verður fjallað um gömul hús í skipulagi sam- tímans. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum málþingsins segir að Seyðis- fjarðarkaupstaður og Tækniminja- safnið hafi um árabil unnið að varðveislu og nýtingu gamalla húsa á Seyðisfirði. Sum húsanna hýsi stofn- anir bæjarins eða tilheyri starfsemi Tækniminjasafnsins, meðan önnur séu í eigu einstaklinga, fyrirtækja og ríkisins. Áberandi mörg húsanna eru norskættuð og byggð í kringum 1880–1920. Seyðisfjörður er oft kall- aður norski bærinn, enda stofnaður árið 1895 í kjölfar líflegrar starfsemi norskra athafnamanna á borð við Ottó Wathne. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi þörf á ákvörðunartöku um framtíð gamalla húsa, aðallega timb- urhúsa. Sumir sjá í húsunum byrði sem nútímasamfélag væri betur komið án, meðan aðrir sjá í þeim verðmætan menningararf og jafnvel verðmæta félagslega og efnahags- lega auðlind sem aðeins bíður þess að vera nýtt. Meðal fyrirlesara á málþinginu 9. apríl verða Kolbjörn Nesje Nybö, Gunnlaugur B. Jónsson, Jón Sigur- pálsson, Þorsteinn Bergsson, Örlyg- ur Kristfinnsson, Sigurður Einars- son, Magnús Skúlason, Björn Hafþór Guðmundsson og Björn Karlsson. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur þingið á laugardag kl. 13:30 í félagsheimilinu Herðubreið. Sýning á nýjum verk- efnum og eldri munum og gögnum tengt byggð á Seyðisfirði opnar hins vegar í Herðubreið daginn áður kl. 17. Seyðfirðingar spyrja hvort finna megi framtíð í fortíðinni Gömul hús í skipulagi samtímans Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gamalt og glæsilegt Steinholt er eitt margra uppgerðra húsa á Seyðisfirði og var byggt árið 1907. VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur segir að forsendur kjarasamninga á almennum markaði séu brostnar og borðliggjandi sé að kjarasamningum verði sagt upp í haust eða gengið verði frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um leiðréttingu á kjör- um verkafólks í takt við aðra hópa í þjóðfélaginu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjórnarfundi félagsins. „Verðbólga ársins 2006 gæti þá orðið svipuð og hún var á árunum 2001 og 2002 en þá misstu stjórnvöld tökin á efnahagsstjórninni og fór verðbólgan hæst í 9,4%. Það verður því að gera þá sjálfsögðu kröfu til stjórnvalda að þau hafi hemil á efna- hagsástandinu og geri þegar í stað ráðstafanir til að ná niður vaxandi verðbólgu. Kjarasamningarnir byggðu einnig á því að sú launastefna og þær kostn- aðarhækkanir sem í samningnum fælust yrðu almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnu- markaði. Heildarkostnaðaráhrif samningsins á samningstímanum til ársloka 2007 voru metin á 15,8%. Þessar forsendur eru einnig brostn- ar þar sem ýmsir hópar launafólks hafa fengið umtalsvert meiri hækk- anir en fólk á almenna vinnumark- aðinum. Verkalýðsfélag Húsavíkur varaði þegar við undirskrift samn- inganna við að svona gæti farið. Fé- lagið telur því borðliggjandi að kjarasamningum verði sagt upp í haust eða gengið verði frá samkomu- lagi við Samtök atvinnulífsins um leiðréttingu á kjörum verkafólks í takt við aðra hópa í þjóðfélaginu. Við annað verður ekki unað.“ Kjarasamningum verði sagt upp BÖRNIN okkar – samtök foreldra- félaga leikskólanna í Reykjavík, hafa samþykkt ályktun þar sem fagnað er þeim áformum borgaryfirvalda að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík. Jafnframt er skorað á yfirvöld að stytta verulega þann tíma sem áformað er að það taki að koma á gjaldfrjálsum leikskóla og stefna að því að taka næsta skref strax nú í haust. „Leikskólagjöld eru í dag þungur baggi í útgjöldum foreldra leikskóla- barna, eða rúm 28.000 á mánuði fyrir 8 stunda vistun eins barns og 47.200 ef börnin eru tvö (42.160 ef eldra barnið er 5 ára). Þarna er um háar upphæðir að ræða og hlýtur að telj- ast fagnaðarefni fyrir foreldra ungra barna og þess unga fólks í Reykjavík sem hyggur á barneignir að sjá fram á lækkun. Leikskólastigið er skil- greint sem fyrsta menntastigið og auk þess er um þessar mundir verið að sameina leikskóla og grunnskóla- stigið undir Menntaráð. Það hlýtur því að teljast eðlilegt að leikskóla- ganga verði að mestu gjaldfrjáls eins og önnur skólaganga barna. Samtökin hafa áður mótmælt þeim mun sem er á gjaldskrá ein- stæðra og giftra foreldra og vakið þannig athygli á því óréttlæti sem felst í ótekjutengdum niður- greiðslum.“ Fagna gjald- frjálsum leikskóla GÓÐIR hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan fund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðviku- dag kl. 17. Á fundinum verður myndbandið „Krabbamein í blöðruhálskirtli“ frumsýnt. Myndbandið er danskt en þýtt og staðfært. Á fundinn verða fulltrúar frá AstraZeneca sem kost- aði þýðingu og framleiðslu mynd- bandsins, þvagfæraskurðlæknar o.fl. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabba- mein í blöðruhálskirtli og aðstand- endum þeirra. Kaffi verður á könn- unni. Kynna mynd- band um krabbamein LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál býður, eins og gert hefur verið undanfarin ár, langveikum, blind- um og krabbameinssjúkum til einnar viku dvalar í sumar að Sól- heimum í Grímsnesi, þeim að kostnaðarlausu. Fyrri vikan verður 19.–26. maí nk. og síðari vikan 19.–26. ágúst nk. Fjölbreytt dagskrá verður, þar á meðal kvöldvökur þar sem lista- fólk kemur fram. Skráning er hafin í fyrri vikuna. Umsóknir þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 587 5566 og 552 1567. Skráning í orlofsvikur Bergmáls ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands í samstarfi við mennta- málaráðuneytið, Landlæknisemb- ættið og Lýðheilsustöð standa fyr- ir ráðstefnu um áhrif hreyfingar á andlega líðan sem ber yfirskriftina „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Markmiðið með ráðstefnunni er m.a. að kynna rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum hreyf- ingar á andlega líðan og skoða ýmsa þætti sem gætu hvatt og stutt fólk til að hreyfa sig meira s.s. mögulega ávísun lækna á hreyfingu í forvarnar- og meðferð- arskyni. Meðal fyrirlesara er Rod Dish- man, prófessor við University of Georgia í Bandaríkjunum og Sune Krarup-Pedersen frá Danmörku. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudag kl. 9–17. Þátttökugjald er 1.500 kr. (ókeypis fyrir öryrkja og eldri borgara). Skráning: Hjá ÍSÍ, s: 5144000, netfang: skraning@isi- sport.is. Nánari upplýsingar er að finna á www.isisport.is Ráðstefna um áhrif hreyfingar á andlega líðan SIGURÐUR Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti nýlega fyrir því á Alþingi að opinber birting álagningar- og skattskráa yrði lögð af. Í athugasemdum frum- varps sem þingmaðurinn hefur lagt fram á Alþingi segir að núgildandi löggjöf leggi þá skyldu á skattstjóra landsins að leggja álagningar- og skattskrár fram til birtingar. Þeim sé og gert að auglýsa rækilega hvar og hvenær skrárnar liggi frammi. Sigurður Kári sagði m.a., er hann mælti fyrir frumvarpinu, að ekki yrði séð að framlagning álagningar- og skattskráa, samkvæmt núgild- andi löggjöf, fæli í sér annan tilgang en að gefa almenningi kost á að kynna sér fjárhagsleg málefni náungans. „Veigamestu rökin að baki frumvarpinu eru þau að telja verði að birting álagningar- og skatt- skráa samkvæmt ákvæðum núgild- andi laga brjóti gegn rétti einstak- linga til friðhelgi einkalífs.“ Þingmaðurinn sagði að þróunin hefði orðið sú, á síðustu árum, að framlagning álagningar- og skatt- skráa hefði orðið uppspretta frétta um fjárhagsleg málefni einstaklinga. „Það er orðinn árlegur viðburður að fjölmiðlar vinni upplýsingar upp úr álagningar- og skattskrám um tekjur manna. Birtir eru listar yfir tekjuhæstu einstaklingana í hverri starfsgrein, gjarnan með saman- burði frá ári til árs. Leiða má líkur að því að fjölmiðlaumræða af slíku tagi feli í sér hættu á að einstaklingar verði fyrir óverðskuldaðri áreitni vegna tekna sinna, ýmist vegna þess að þær þyki of háar eða of lágar.“ Opinber birting álagningar- og skattskráa verði aflögð Brjóti gegn rétti einstak- linga til friðhelgi einkalífs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.