Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes METNAÐUR! DRIFKRAFTUR, ÞREK, ÚTHALD, ÁKVEÐNI... MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ TIL ÞESS AÐ SEGJA ÞESSI ORÐ EINU SINNI EINN ER EINN... TVISVAR SINNUM TVEIR ERU 22... HA? 22? ÞRISVAR SINNUM ÞRÍR ERU 33 OG FJÓRUM SINNUM FJÓRIR ERU 44! OG ÉG SEM HÉLT AÐ ÉG MUNDI EIGA Í VANDRÆÐUM MEÐ MAGFÖLDUN... ? HÉRNA FISKAR! ÞEIR HLJÓTA AÐKUNNA ÞENNAN Litli Svalur © DUPUIS ER ÞAÐ BYRJAÐ? SEGÐU MÉR HVAÐ ER AÐ GERAST SSSHHH! ÞETTA ER SIGRÚN STÆRÐFRÆÐI- KENNARI OG KÆRASTINN HENNAR GAMAN! FULLORÐIÐ FÓLK GERIR ALLTAF SKEMMTILEGA HLUTI ÚTI Í SKÓGI EN HVAÐ ÞETTA ER SÆTUR SKÓGUR MAGNÚS MINN... MMM... SVO RÓMANTÍSKUR OG SVO... RÓLEGUR... ÞETTA ER KJÖRINN STAÐUR TIL ÞESS AÐ HAFA ÞAÐ GOTT... ÞAÐ ER HÆGT AÐ GERA ÝMISLEGT HÉR HMM... ÞAÐ VÆRI SYND AÐ NÝTA SÉR ÞAÐ EKKI OG LÁTA SÉR LEIÐAST... ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA GÓÐA HUGMYND UM ÞAÐ HVAÐ VÆRI HÆGT AÐ GERA... TIL ÞESS AÐ LÁTA SÉR EKKI LEIÐAST... MAGNÚS MINN... Ö... GERA... EITTHVAÐ...? JÁ... ALLSKONAR HLUTI... ERTU EKKI MEÐ EINHVERJA GÓÐA HUGMYND MAGNÚS MINN? HEHE! HÍHÍ! Dagbók Í dag er miðvikudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2005 Nálægt tuttugudanskir fimmtán ára krakkar eru í heimsókn hjá vina- bekk sínum í Valhúsa- skóla þessa dagana. Krakkarnir hafa átt einhver samskipti á Netinu og mikil eft- irvænting var í loftinu þegar þau hittust svo í byrjun vikunnar. Tvær vinkonur Vík- verja eru með dansk- an jafnaldra á sínum snærum í tvo daga. Hann fer með þeim í skólann á morgnana og nú reynir á að æfa sig í dönskunni og sýna pilt- inum hvað höfuðborgin hefur upp á að bjóða þegar skóladegi lýkur. Vin- konur þeirra eru einnig með dansk- an pilt hjá sér í heimsókn og það á að fara með strákana í keilu, bjóða þeim út að borða, sýna þeim íslensk- ar verslanir, skreppa jafnvel í sund og gefa þeim að borða íslenskan mat. Með því að leyfa dönsku krökkunum að búa inni á heimili hjá íslensku vin- unum kynnast þeir daglegu lífi þeirra. Síðan fara dönsku krakkarnir saman í skipulagðar ferðir út á land. Nemendurnir í Valhúsaskóla sem taka á móti þessum bekk danskra krakka fá svo að heim- sækja þá til Danmerk- ur í haust, þ.e.a.s. ef þeir geta safnað fyrir ferðinni og aflað styrkja. Frábært framtak hjá kennurum í Val- húsaskóla og skemmti- legt að færa dönsku- námið til krakkanna með þessum hætti. x x x Víkverji er búinn aðvera að leita að vistun fyrir lén og end- aði fyrir mörgum mánuðum á því að kaupa vistunina hjá fyrirtæki á Net- inu sem segist vera ódýrasta vef- hótel á Íslandi. Víkverji var í fínum samskiptum við fyrirtækið til að byrja með en eft- ir að búið var að borga hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá þeim sem standa að vefhotel.com og honum hefur reynst ómögulegt að hafa uppi á þeim sem standa að baki fyrirtæk- inu. Víkverji hefur margsinnis sent tölvupóst til að reyna að forvitnast um það hvar málið er statt hjá fyr- irtækinu en ekkert svar hefur borist. Nú veltir Víkverji fyrir sér hvern- ig hann fái útlagða peninga aftur? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Þorlákshöfn | Annað kvöld verða tónleikar í Þorlákshöfn þar sem Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Snorri Örn Snorrason, gítar- og lútuleikari, flytja verk úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. M.a verður leikið á hljóðfærið theorbu sem sést ekki oft á tónleikum hér á landi en það er af sömu ætt og lútan. Tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Þorlákshafnar og hefjast kl. 20. Morgunblaðið/Þorkell Theorba í Þorlákshöfn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. (Róm. 13, 11.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.