Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 9/4 kl 20 - Síðasta sýning SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 Fáar sýningar eftir DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Su 24/4 kl 20 Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000, Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 TERRORISMI e. Presnyakov bræður Aðalæfing fi 14/4 kl 20, Frumsýning fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR Lau 9/4 kl 15:15 - FERÐALÖG Óperustúdíó: Apótekarinn eftir Haydn 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss Laugardaginn 9. apríl kl.14.00-17.00. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis Vengerov Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Einleikari ::: Maxim Vengerov Hljómsveitarstjóri ::: Benjamín Júsúpov Modest Mússorgskíj ::: Dögun við Moskvufljót Benjamín Júsúpov ::: Víólukonsert Pjotr Tsjajkovskíj ::: Sinfónía nr. 6 „Pathétique“ Rauð tónleikaröð #5 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL KL. 19.30 AUKATÓNLEIKAR LAUGARDAGINN 9. APRÍL KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUS SÆTI Það ætti enginn að láta tónleika fiðlusnillingsins Maxim Vengerov fram hjá sér fara enda er verkefnið spennandi: Glænýr víólukonsert eftir Júsúpov þar sem Vengerov leikur bæði á víólu og raffiðlu auk þess að sýna hæfni sína í argentínskum tangó! ALÞJÓÐLEG ráðstefna um glerlist með þátttöku fjölda þekktra gler- listamanna og fræðimanna um gler- list hófst í gær í Gerðarsafni í Kópa- vogi . Meðal gesta er Serge Lemoine, safnstjóri Orsay-safnsins í París, en hann flytur erindi um Par- ísarskólann í abstraktlist, og skoðar sérstaklega hlut Gerðar Helgadótt- ur í honum, en hún var brautryðj- andi í íslenskri glerlist og eftir henni er Gerðarsafn nefnt. „Í erindi mínu set ég verk Gerðar Helgadóttur í samhengi við franska list. Ég tala um franska og al- þjóðlega listamenn sem störfuðu í París á sama tíma og hún. Gerður kynntist mörgum þessara lista- manna, sá verk þeirra og þekkti vel,“ segir Lemoine, aðspurður um hlut Gerðar í franskri myndlist- armenningu á árunum eftir stríð. „Ég hef áhuga á því listræna um- hverfi sem var í París á þessum ár- um og ber það saman við önnur slík tímabil í listasögunni; til dæmis við Róm um árið 1600 þegar Caravaggio var í fararbroddi myndlistarmanna þar. Á báða staði komu listamenn hvaðanæva að, á báðum stöðum safnaðist fólk saman til að skapa eitthvað nýtt og merkilegt. Markmið listamannanna sem sóttu París á 6. áratugnum og þeirra sem komu til Rómar á dögum Caravaggios, var að mörgu leyti það sama, að komast úr þröngu andrúmslofti heimafyrir, en líka að geta starfað þar sem alþjóð- legar hræringar og gerjun áttu sér stað. Myndlistarmaður sá sem hafði mest áhrif í París var Herbin, sem hafði unnið að geómetrískri list al- veg frá því um 1914, og var enn að um miðja öld. Hann varð eins konar forystumaður þeirra sem höfðu áhuga á geómetrískri abstraktlist. Hann hafði áhrif sem listamaður, en ekki síður sem fræðimaður, – því hann skrifaði mikið um geómetríska list. Í París var norræn nýlenda á þessum árum, og Íslendingar áttu þar sína fulltrúa. En fólk kom líka víðar að. Herbin var leiðtogi þessa alþjóðlega listamannasamfélags líkt og Caravaggio hafði verið í Róm þremur og hálfri öld fyrr.“ Áhrif frá Jacobsen og Gonzalez Gerður Helgadóttir þreifst vel í þessu skapandi andrúmslofti, og fór meðal annars að smíða í járn og log- sjóða, sem Lemoine segir að hafi þá þótt mjög nýstárlegt. Hún hafi líka orðið fyrir áhrifum frá danska lista- manninum Robert Jacobsen sem var kominn vel áleiðis á þeirri braut. Þá hafi Gerður séð sýningu á verk- um eins af frumkvöðlum þess að nota járn í myndlist, Spánverjans Julio Gonzales. Í fyrirlestrinum benti Lemoine á margt fleira í störf- um Gerðar sem sýnir fram á kynni hennar af frönskum straumum í myndlistinni og áhrif þeirra á list hennar. „Það voru margar stefnur í gangi innan abstraktlistarinnar, bæði geó- metrísk abstraksjón og ljóðræn, með sínum losaralegu formum og beinni tjáningu pensilsins. Þá var líka í gangi abstraksjón sem tengd- ist mjög landslagi – og var þannig að maður gat séð vel tengsl hennar við náttúruna, þótt verkin væru ab- strakt. Þetta voru þeir þrír straum- ar sem voru sterkastir innan ab- straktlistarinnar á þessum tíma í París.“ Hvað glerlistina snertir segir Lemoine að á nítjándu öldinni hafi verið farið að gæta mikillar stöðn- unar í henni. Þá hafi það gerst eftir stríðið, að franskir munkar, sem þekktu vel til listamanna samtíma síns, hafi farið að fá þá til að skapa ný listaverk í kirkjur landsins, – verk byggð á nútímalegum straum- um. „Margir listamenn af Par- ísarskólanum, eins og Gerður, fóru að vinna í gömlu glerlistinni – en í takti við samtímalistina. Þannig endurnýjaðist glerlistin á nýjan leik. Þú spyrð hvort abstraktlistin í gler- verkum í kirkjunum hafi átt þátt í að auka veg abstraktlistarinnar al- mennt, og því er ekki auðvelt að svara. Spurningin er samt áhuga- verð. Það getur vel verið að fólk hafi verið hrifnara af glerinu en annarri list en um það er erfitt að fullyrða.“ Serge Lemoine segir erfitt að sjá bein tengsl Parísarskólans við myndlist í dag, enda hálf öld liðin. Þó megi greina anga af svipuðum meiði í samtímalistinni. „Ólafur Elíasson er kannski einhvers konar framhald af kínetísku listinni – eða hreyfilistinni, sem átti mjög upp á pallborðið hjá Parísarskólanum. Hans list er kannski einhvers konar framhald af því sem verið var að gera í París um miðja síðustu öld, þótt hún sé ekki tengd henni eða undir áhrifum frá henni.“ Serge Lemoine hefur nýlokið við að setja upp nýja sýningu í Orsay- safninu í París með verkum ný- impressjónistanna frönsku, þar sem sýnt er fram á áhrif þeirra á aðra evrópska listamenn í byrjun 20. ald- ar, einkum í Belgíu, Hollandi, Sviss, Ítalíu og Þýskalandi. Sýningin stendur fram í júlímánuð, en glerlistaráðstefnunni í Gerðarsafni lýkur hins vegar á morgun. Myndlist | Serge Lemoine á glerlistarþingi í Gerðarsafni Gerður þekkti frumkvöðlana Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Serge Lemoine, safnstjóri Orsay-safnsins í París: „Ólafur Elíasson er kannski einhvers konar framhald af kínet- ísku listinni – eða hreyfilistinni, sem átti mjög upp á pallborðið hjá Parísarskólanum.“ TEKIST hafa samn- ingar milli JPV út- gáfu og Forlaget Vandkunsten í Dan- mörku um útgáfu á bók Halldórs Guð- mundssonar, Hall- dór Laxness – ævi- saga, á dönsku. Er það þriðja erlenda forlagið sem tekur bókina til útgáfu, en áður hafði verið samið við Leopard förlag í Svíþjóð og btb/Random House í Þýskalandi um út- gáfu á ævisögu Lax- ness. „Vandkunsten er ungt forlag, undir forystu gamalreynds útgef- anda, sem leggur áherslu á út- gáfu vandaðra fræðirita og sögu- legra verka. Það vakti sérstaka athygli fyrir endurútgáfu sína á sígildu dönsku verki, ferðasögu Carsten Niebuhr frá arabíu- löndum, sem hefur fengið afar góðar umsagnir og selst vel. Fleiri dönsk forlög sýndu bók Halldórs Guðmunds- sonar áhuga, en Vandkunsten vildi gefa það út óstytt og réð það úrslitum,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV. Kim Lembek mun þýða verkið, en hann hefur meðal annars þýtt skáld- verk eftir Hallgrím Helgason og Einar Kárason. Halldór Laxness – ævisaga kom út hjá JPV útgáfu fyrir síðustu jól, og í janúar á þessu ári hlaut höfundurinn Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyr- ir hana. Stefnt er að því að selja verkið til útgáfu víðar og unnu höfundurinn og útgáfan meðal annars að því á alþjóðlegu bóka- stefnunni í London í mars síðast- liðnum. Ævisaga Laxness kemur út í Danmörku Halldór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.