Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Dúdda frænka, eins og við kölluðum hana, var móðursystir mín. Hún var góð kona og sérstaklega barngóð og barnabörnum sínum góð amma. Hún vildi hafa þau sem oftast hjá sér. En henni var annt um öll börn sem hún þekkti, vildi frétta af þeim og helst gefa þeim eitthvað. Hún var svo gjafmild. Þegar ég var tíu ára fékk ég að fara til Reykjavíkur og vera hjá Dúddu smátíma. Hún var gift Þórði Kaldalóns. Þau áttu tveggja ára son, Sigvalda Snæ. Þau áttu heima í fallegu húsi í Skerjafirði. Þau leigðu risíbúðina. Það var fal- legur garður við húsið. Þetta var skemmtilegur tími. Þau voru búin að kaupa land í Fossvogi og ætluðu að byggja hús þar og rækta. Dúdda var mjög jákvæð. ARNÞRÚÐUR KALDALÓNS ✝ Arnþrúður Guð-björg Sigurðar- dóttir Kaldalóns fæddist 23. október 1919 á Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Hún lést aðfaranótt föstu- dagsins langa 25. mars á hjúkrunar- heimilinu Grund og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 1. apríl. Þegar við spjölluð- um um börnin sagði hún oft: „Þetta er nú þessi aldur!“ eða: „Þetta gengur yfir.“ Það var oft gest- kvæmt hjá Dúddu. Hún var snögg að baka þessar fínu pönnukökur. Dúdda hafði góða nærveru. Manni leið vel í návist hennar. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Þegar mér bárust fregnir af and- láti Dúddu, hvarflaði hugurinn strax í bakhúsið við Laugaveg 49, þar sem Dúdda bjó með börnum sínum þegar ég kom fyrst í heim- sókn til hennar með móður minni, sjálfur barn að aldri. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en það skynjaði ég hvorki þá né þau ótal skipti sem ég átti eftir að heimsækja Dúddu og vini mína syni hennar síðar. Það var gott að koma til Dúddu, hún tók ævinlega á móti manni glöð í fasi og með mikilli hlýju og hennar litla heimili var höll, ekki síst þegar Simmi bauð okkur unglingahópn- um heim, fjöldi fólks fyllti íbúðina og Dúdda bakaði sínar annáluðu pönnukökur. Þarna var glatt á hjalla og þarna leið manni vel. Í minningunni var þessi litla íbúð yfirmáta friðsæl en jafnfram svo full af lífi. Allt við þetta heimili hafði aðdráttarafl, Simmi og Sig- valdi að tefla djúpt þenkjandi í þögn umhverfisins eða Simmi og Sigvaldi í hryggspennu með því- líkum tilþrifum og bægslagangi að ekki bara íbúðin heldur allt húsið nötraði og Dúdda að skamma þá, hvöss en þó svo hlý að manni gat eiginlega bara liðið vel undir slík- um skömmum. Pönnukökurnar hennar Dúddu eru samofnar minn- ingunni um þetta heimili. Dúdda var einstaklega jarðbund- in og skynsöm kona en jafnframt mikil andans manneskja, fljúgandi hagmælt og talaði fallegt mál. Mér eru minnisstæðar fallegar, meitl- aðar og eftir atvikum hvassar setn- ingar hennar um menn og málefni. Ég hef aldrei borið gælunafn, en Dúdda var sú eina sem oftast ávarpaði mig með gælunafni og jafnvel viðurnefni ef sá gállinn var á henni. Mér þótti vænt um þetta, því það var ávallt svo mikil hlýja sem fylgdi orðum hennar. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga syni Dúddu fyrir vini, Simmi var nánari á unglingsárunum en við Sigvaldi urðum nánir vinir síð- ar. Oft höfum við Sigvaldi setið og rætt um æsku, uppvöxt og lífs- hlaup mæðra okkar, en Dúdda var jafngömul móður minni svo aðeins munar fjórum dögum og þótti okk- ur því forvitnilegt að bera ævi þeirra saman, önnur sunnan úr álfu og hin norðan af Snæfjallaströnd. Sú mynd sem ég hef af Dúddu, bæði af persónulegum kynnum og frásögnum Sigvalda, er mynd af hetju, dugmikilli, yfirvegaðri konu sem missti manninn sinn ung að árum frá þremur börnum en vann úr því á sinn hljóðláta og farsæla hátt. Heimurinn væri betri staður ef fleiri fengju slíkt veganesti sem Dúdda veitti börnum sínum og miðlaði jafnframt til okkar sem nutum návista hennar af og til. Ég kom ævinlega ríkari af hennar fundi, heimsókn til Dúddu var mannbætandi. Börnum Dúddu og barnabörnum votta ég hluttekningu mína. Örn Svavarsson. ✝ Þóra Þorkels-dóttir fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1906. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Guð- mundsson og Kristín Jónsdóttir. Systkini Þóru sem var næst- elst, í aldursröð, eru: Guðrún, Jón, Mar- grét, Kristín, Ásta Sigríður, Hjördís, Áslaug og Guð- mundur. Ásta og Hjördís eru lif- andi, hin eru látin. Þóra giftist Óskari Þórðarsyni, f. Nú er hún elsku amma okkar og langamma Þóra Þorkelsdóttir dá- mat og oftar en ekki var rúg- brauð með hennar heimsfrægu kindakæfu á boðstólum. Amma og afi áttu glæsilegt heimili á Greni- mel í mörg ár og þar vildi maður helst alltaf vera því þar var svo mikil ró yfir öllu og svo garðurinn og trén til að klifra í að ekki sé talað um að fá að hjálpa afa að smíða, það þótti okkur alveg frá- bært. Amma var mikil hannyrðakona og saumaði hún allt á milli himins og jarðar en sængurnar hennar voru frábærar, sennilega þótti okkur svona vænt um þessar sængur vegna þess að hún gerði þær en svona var það með allt sem hún gerði, alltaf þessi hlýja og góðmennska í öllu.á Stokkseyri 10.6. 1908, d. 19.4. 1994. Þau ólu upp bróðurson Þóru, Þorkel Guð- mundsson. Synir hans eru Hjalti Þór, Óskar, Þorkell Guðmundur og Marteinn. Útför Þóru verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. in. Hún amma eða „Dúlla“ eins og hún var alltaf kölluð var sú kona sem veitti okkur alltaf mikla hlýju og öryggi þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa okk- ur og veita okkur það skjól með ást og ein- lægni sem okkur stundum skorti. Við bræðurnir vorum allt- af velkomnir til henn- ar með okkar fjöl- skyldur og á gagnfræðaskólaárunum hjá Þor- keli og Marteini voru þeir í hálfu fæði hjá henni þar sem hún bjó rétt hjá Hagaskóla. Þar mættum við alltaf í hádeginu og fengum Sólin er hnigin, sest bak við skýin. Og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin. Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og ég þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. – Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té -og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Við kveðjum þig nú í hinsta sinn, elsku amma, með miklum söknuði. Farðu í friði og megi guð vaka yfir þér hinum megin eins og hann gerði í þínu langa og hamingjusama lífi hérna megin. Þess óska litlu barnabörnin þín, Hjalti Þór, Óskar, Þorkell Guð- mundur, Marteinn og Þóra Þor- kelssbörn og fjölskyldur þeirra. ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og afa, JÓNS SIGTRYGGSSONAR fyrrv. aðalbókara, Árskógum 6, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jónsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Jón Haukur, Halldór Emil og Gyða Rós. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, HULDU NORÐDAHL, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 3B á Hrafnistu Hafnarfirði. Halldór Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Haraldur Magnússon, Ragna S. G. Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, BERNHARÐ STEINGRÍMSSON, Tungusíðu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 13.30. Sigurbjörg Steindórsdóttir, Steingrímur Bernharðsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Edvard Börkur Edvardsson, Bernharð Stefán Bernharðsson, Björg Maríanna Bernharðsdóttir, Sigurður Blomsterberg, Steingrímur Magnús Bernharðsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LÁRU HANSDÓTTUR kennara, Efstaleiti 12. Gunnar Þ. Gunnarsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Kristinn Már Hafsteinsson, Ólöf Lára Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Orri Ingvason, Kristín Berta Sigurðardóttir, Ingvi Örn Ingvason, Ragnheiður Sara Heimisdóttir, Ingvi Hrafn Hafsteinsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar kæru systur og mágkonu, ÁRNÝJAR HULDU STEINÞÓRSDÓTTUR, Freyjugötu 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-3 á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun og hlýju. Gréta Steinþórsdóttir, Bragi Þorsteinsson, Hilmar Steinþórsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg sambýliskona mín, dóttir, móðir og systir, JÓNÍNA ÞORBJÖRG SIGNÝ PÁLSDÓTTIR, Kríuhólum 2, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn. Útför hennar hefur þegar farið fram í kyrrþey. Hörður Guðmannsson, Rannveig Þórðardóttir, Anna Lísa Sigfúsdóttir, Erling Páll Karlsson, Margrét Steinunn Pálsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.