Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra tilkynnti á fundi í Vestmannaeyjum í gær að opnað yrði útibú Fiskistofu í Vestmannaeyjum strax á næsta ári. Um er að ræða fimm störf og fjögur af þeim eru ný störf innan stofnunarinnar. Í ræðu sem Árni hélt á fundi um eflingu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins sagði hann meðal annars að í fundahrinu Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu hefðu atvinnumál mikið verið í um- ræðunni, meðal annars í Vestmannaeyjum. Í kjöl- farið hefði hann óskað eftir því við Fiskistofu að unnin yrði úttekt um hvernig mætti færa eftirlits- störf Fiskistofu með markvissum hætti út á land enda teldi hann eðlilegt að störf Fiskistofu tengd- ust landsbyggðinni frekar. Þetta verður ekki eini flutningurinn því flytja á eftirlitsstörfin í áföngum út á land og verða opnuð fjögur ný útibú. Opna útibú á Höfn Auk útibúsins í Vestmannaeyjum er stefnt á að opna strax á næsta ári útibú á Höfn í Hornafirði þar sem ráðnir verða tveir starfsmenn auk yfir- manns. Þjónustusvæðið er frá Höfn að Vopnafirði. Á árinu 2007 yrðu svo ráðnir tveir eftirlitsmenn til viðbótar á Höfn. Sama ár verður nýtt útibú opnað í Stykkishólmi með þremur eftirlitsmönnum auk yf- irmanns en þjónustusvæði yrði Snæfellsnes og Vestfirðir. Árið 2008 verða svo þrír eftirlitsmenn til viðbótar ráðnir í Stykkishólm. Heildarfjöldi starfsmanna þar verður því sjö manns, þar af yrðu einn til tveir á Vestfjörðum. Einnig verður á árinu 2008 opnað nýtt útibú í Grindavík með þremur eftirlitsmönnum auk yfir- manns sem sæi um eftirlit á Suðurnesjum og aust- ur fyrir fjall. Síðasta árið í þessu átaki, árið 2009, verða svo ráðnir þrír eftirlitsmenn til Grindavíkur til viðbótar og verða þeir því sjö talsins. Starfs- mönnum veiðieftirlitsins mun því fjölga um fjóra sem allir verða í Eyjum en önnur störf verða flutt af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fjögur ný útibú Fiskistofu á landsbyggðinni Morgunblaðið/Sigurgeir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti tillögur sínar á fundi í Vestmannaeyjum í gær. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LÍKLEGA munu strengir og harð- sperrur eitthvað sækja á þá Guð- brand Einarsson og Bjarka Birg- isson í sumar en þá ætla þeir að ganga hringinn í kringum landið til að vekja athygli á mikilvægum mál- um. Guðbrandur er nærri því blind- ur og Bjarki er hreyfihamlaður og er yfirskrift göngunnar í samræmi við það: Haltur leiðir blindan. Frá því Guðbrandur, sem er nuddari, kennari og bóndi, fékk mislinga þegar hann var 11 ára gamall hefur sjón hans smám saman versnað og er hann nú næstum blindur. Bjarki Birgisson er sund- þjálfari og afreksmaður í sundi en hefur auk þess stundað margar aðr- ar íþróttir. Þó að þeir séu því í ágæt- isformi hafa þeir nú þegar byrjað stífar æfingar fyrir sumarið. Jafn- framt eru þeir byrjaðir að safna styrkjum vegna fararinnar en ýmis félög og fyrirtæki hafa þegar heitið stuðningi. Gangan umhverfis landið hefst 20. júní og lýkur 5. ágúst. Tilgang- urinn með henni er annars vegar að vekja athygli á málefnum fatlaðra barna og barna sem eiga við erfið og langvarandi veikindi að stríða. Hins vegar ætla þeir að sýna fram á það að flest sé fötluðum fært. Einnig er ætlunin að nota ferðina til að hvetja til aukinnar hreyfingar. „Það geta flestir hreyft sig og þeir sem eiga bágt með það geta fengið hjálp til þess,“ sagði Bjarki./4 Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson ætla að ganga hringinn. Haltur leiðir blindan hringinn um landið Morgunblaðið/ÞÖK VÍMUEFNANEYSLA hefur rokið upp undanfarin misseri en um leið hefur dregið úr meðferðarstarfi á Vogi vegna rekstrarfjárskorts. Þór- arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, segir ástandið óviðunandi. Þórarinn kveðst hafa sérstakar áhyggjur af stöðugri fjölgun ópíum- fíkla, eða neytenda svonefnds „læknadóps“, en fíkn í lyf sem ávísað er af læknum er nú orðinn aðalvandi tæpra tíu prósenta þeirra sem koma á Vog. Þar er um að ræða róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf, ópíumefni eða morfínefni, en Þór- arinn segir nýgengi hjá ópíumfíklum aldrei hafa verið meira. Morfínfaraldur hófst hérlendis ár- ið 1999 að sögn Þórarins. Þá hefur kannabisneysla aldrei verið hlut- fallslega meiri. Einnig nefnir Þór- arinn dæmi þess að fólk leggist inn á Vog vegna óhóflegrar neyslu á verkjalyfjum á borð við Parkódín, sem hægt er að kaupa í lausasölu í apótekum./24 Vímuefna- faraldur á landinu KOSTNAÐUR vegna heimilissíma hefur hækkað um 17% á síðustu þremur árum, frá því í marsmánuði árið 2002, og á undanförnum 4–5 mánuðum hafa útgjöld vegna heim- ilissíma hækkað í tvígang saman- lagt um 6,65% samkvæmt mælingu vísitölu neysluverðs. Kostnaður vegna heimilissímans hækkaði um 3% í desember síðast- liðnum samkvæmt mælingum vísi- tölu neysluverðs. Önnur hækkun varð í mars og þá um 3,6%. Undir kostnað vegna heimilissíma falla upphafsgjöld og mínútugjöld úr kemur í ljós að meðalhækkunin á síðustu þremur árum er 10,5%. Á sama tímabili hefur vísitala neyslu- verðs án húsnæðis hækkað um 3,7%. Það er einnig athyglisvert í þessu sambandi að skoða hlutdeild síma- kostnaðar í heildarútgjöldum vísi- tölufjölskyldunnar nú og hvernig hann hefur breyst með mikilli út- breiðslu farsímans. Í ljós kemur að útgjöld vegna síma hafa þrefaldast á undanförnum árum. Þau voru 0,9% fyrir sjö árum en eru nú 2,8%. Það jafngildir því að útgjöld vísi- tölufjölskyldunnar vegna síma séu nálægt 10 þúsund kr. í hverjum mánuði. staðið í stað. Þegar símaþjónustan er tekin saman, þ.e. kostnaður vegna heimilisíma og farsíma, auk ýmissar sérþjónustu án nettenginga heimasíma hvort sem hringt er inn- anlands eða til útlanda. Ýmis sérþjónusta símafyrirtækja, en þar á meðal er tekin t.a.m. stofn- gjald, símtalsflutningur og upplýs- inganúmer, hefur einnig hækkað talsvert síðustu árin eða um 14,4% á síðustu þremur árum. Þessi þjón- usta hækkaði einnig í mars um 2,8%. Lítilsháttar lækkun Verð á farsímaþjónustu hefur hins vegar staðið í stað á síðustu þremur árum og meira að segja lækkað lítillega eða um innan við 1% á þessu tímabili. Sama gildir um verð á nettengingum að það hefur 17% hækkun útgjalda heimilissíma frá 2002 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is         %&    '(#$  P&' 5 " &$; "$ 1   " 1 3$ 1 "'G 3#  % "&'   Þjónusta heimilissíma hefur hækkað í tvígang á síðustu fimm mánuðum ÚRSLITAKEPPNIN í úrvalsdeild karla í handknattleik, DHL-deildinni, hófst í gær- kvöldi með þremur leikjum í átta liða úrslit- um. Allir þrír leikirnir unnust á heimavelli, Haukar unnu FH 29:22, Valsmenn höfðu bet- ur, 26:25 á Hlíðarenda og í Austurbergi vann ÍR lið KA 29:26. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í undanúrslit. Á myndinni er FH-ingurinn Heiðar Arnarsson í baráttunni við varnarmenn Hauka og Þórir Ólafsson tekur hann ekki neinum vett- lingatökum./Íþróttir Fyrstu leikirnir unnust á heimavelli Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.