Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A ð mínu viti hefur ekki verið fjallað nógu mikið um skákmeist- arann Bobby Fisher síðustu daga. Við þurfum að krefja þetta mál til mergjar. Hann tefldi í Júgóslavíu árið 1992, var settur á lista yfir eftirlýsta menn í Bandaríkjunum, handtekinn í Japan í fyrra og haldið þar í níu mánuði, þangað til Páll Magnússon tók til sinna ráða, veitti honum ríkisborg- ararétt og flutti hann með einka- þotu til landsins. Þetta er sagan sem við kunnum öll, en hún er bara toppurinn á ísjakanum. Við vitum ekki hver Bobby Fischer nákvæmlega er. Hver er innri maður Bobbys Fischers? Jú, við vitum að honum er illa við ýmislegt, eins og gyðinga og Bandaríkin (og væntanlega er honum þá sérstaklega illa við bandaríska gyðinga), en hvað með lifnaðarhætti þessa mikla snillings og meistara? Kristinn Hrafnsson er að sögn að vinna að heimildamynd um þennan tengdason japönsku þjóð- arinnar (hann er jú lofaður jap- anskri konu (Fischer, ekki Krist- inn (biðst afsökunar á öllum þessum svigum (margfaldlega)))). Nú er við hæfi að krefjast þess að Kristinn veiti okkur sanna innsýn í líf meistarans. Hvaða tannkrem notar Fischer? Er hann Colgate-maður, eða notar hann Sensodyne? Kannski notar hann norskt tannkrem, í mót- mælaskyni gegn heims- valdastefnu bandarísku gyðing- anna? Getur verið að hann hafi jafnvel ekki fundið óamerískt tannkrem og hætt að bursta tennurnar? Svo væri gaman að vita um svefnvenjur Fischers. Finnst honum gott að drekka koffínlaust te fyrir svefninn? Sefur hann í náttfötum, eða finnst honum, eins og mér, best að svífa inn í draumalandið eins og forfeður okkar, kviknakinn undir dún- sænginni? Er hann morgunsvæf- ur, eða vaknar hann fyrir allar aldir til að gera símaat í þekktum bandarískum gyðingum? Að þessu má komast með því að skoða yfirlit það sem á nú að gera símafyrirtækjum skylt að halda um símtöl viðskiptavina sinna. Mér kæmi ekki á óvart þótt þar skytu upp kollinum heimanúmer Mels Brooks, Stev- ens Spielbergs, Woodys Allens og Barbru Streisand, helstu óvina mannkyns. Auðvitað er mikil ástæða fyrir okkur Íslendinga að líta upp til Fischers. Hann var jú frábær skákmaður! Hann er snillingur og við dýrkum snillinga. Svo má auðvitað ekki gleyma því að hann kom til Íslands árið 1972, þegar fólk vildi almennt ekki koma til Íslands, að minnsta kosti mjög fáir snillingar. Reyndar var hann eitthvað tregur til að koma hingað á sín- um tíma, en kærleikur hans og ástúð í garð Íslands og Íslend- inga voru áberandi alveg frá því hann lenti í Keflavík. Með sanni má segja að enginn hafi nokkru sinni gert meira fyrir Íslendinga en Bobby Fischer, með því að koma hingað til lands með alla sína snilligáfu í farteskinu og tefla fjölmargar skákir. En þessi mesti skáksnillingur sögunnar er núna orðinn einn af okkur! Hugsa sér. Íslendingar státa nú af enn einu heimsmet- inu. Þeir eiga flesta mestu skák- snillinga heims miðað við höfða- tölu. Ekki slæmur árangur það. Sú fáránlega kenning hefur heyrst, að koma Fischers hingað til lands sé runnin undan rifjum Ómars Ragnarssonar, hins lands- fræga skemmtikrafts og sjón- varpsmanns. Ómar hafi vantað viðmælanda eftir að einbúinn Gísli á Uppsölum fór yfir móðuna miklu. Auðvitað er sú kenning uppspuni frá rótum. Allir vita að keppinautur hans á Stöð 2, Páll Magnússon, hafði veg og vanda af flutningi snillingsins hingað til lands. Þar að auki er Fischer alls ólíkur Gísla heitnum, bæði að út- liti og innræti. Hins vegar má færa rök fyrir því að hann hafi verið líkari Saddam Hussein, fyrrum leiðtoga Íraks, þegar hann var látinn laus úr prísund- inni í Japan. Saddam var einmitt með hið fræga átta mánaða skegg, sem síðan tók við af þriggja daga skegginu í tísku- heiminum, þegar hann var dreg- inn upp úr holu sinni í heima- landinu. Ein af fjölmörgum hliðum þessa máls er að sjálfsögðu hin fjárhagslega, en Fischer á að sögn 200 milljónir króna á banka- reikningi í Sviss. Samkvæmt út- reikningum fjölmiðla þýðir þetta hvorki meira né minna en 700 þúsund króna tekjuauka fyrir ríkissjóð á ári! Menn óttast margir hverjir að Fischer taki nú upp á einhverjum óskundanum, kominn hingað í faðm fjallkonunnar. Ég spái því að hann taki sig til og syndi í snatri frá Reykjavíkurhöfn út í Viðey. Ef það gerðist (og ég er alls ekki að segja að það sé öruggt) yrði það mikil lyftistöng fyrir sundhreyfinguna í landinu. Sundsamband Íslands gæti þá haldið upp á þennan viðburð ár- lega í framtíðinni, undir nafninu Fischersund. Þannig gæti þessi tengdasonur Japans tengst nýju föðurlandi sínu enn sterkari böndum. Hvað sem því líður verðum við að fagna þessum nýja Íslendingi. Það verður dásamlegt, ef það gerist einhvern tímann, að hitta Bobby Fischer við kassann í 10– 11, eða vera á næsta borði við hann á veitingastað í miðbænum síðkvöld í nóvember. Bobby Fischer er eins og við öll. Hann er bara venjulegur Íslendingur, sem andar að sér lofti, borðar og sefur eins og við hin. Hann á sér drauma og þrár, þarf að borga Ríkisútvarpinu afnotagjöld ef hann vill eiga sjónvarpstæki, borga fjármagnstekjuskatt og klæða sig vel ef það er kalt í veðri. Eins og við hin Auðvitað er mikil ástæða fyrir okkur Ís- lendinga að líta upp til Fischers. Hann var jú frábær skákmaður! Hann er snillingur og við dýrkum snillinga. VIÐHORF Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is TALIÐ er, að hér á landi dvelji fjöldi útlendinga án dvalar- eða at- vinnuleyfa. Þeir eru margir hverjir sagðir búa við slæman kost. Af þessu hefur verkalýðshreyf- ingin að vonum þung- ar áhyggjur. Íslenzk stjórnvöld koma sem af fjöllum, skilja ekki hvernig slíkt má vera. Að svo sögðu má spyrja hvort nokkuð mæli gegn því, að hér séu og fulltrúar al- þjóðlegra glæpa- samtaka og það í leyf- isleysi og banni? Nær daglegar handtökur burðardýra, erlendra sem innlendra, benda til milljarða umsvifa. Slíkar uppákomur ættu þó engum að koma á óvart. Hinn 25/3 2001 skrifuðu íslenzk stjórnvöld undir Schengen- samkomulagið. Það samkomulag var gert milli ESB-ríkjanna inn- byrðis auk Íslands og Noregs. Til sögunnar er nefndur Ger- hard Sobothil og titlaður „sendi- herra er stýrir fastanefnd fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi“. Þennan dag, það er 25/3 2001, skrifaði nefndur Sobothil í Morg- unblaðið m.a. eftirfarandi um inni- hald Schengen-samkomulagsins og var þá búinn að nefna frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármagns. „Eft- irlit með ferðum fólks yfir landa- mæri aðildarríkja Schengen er lagt niður og fólk getur ferðast yf- ir þau án þess að sýna vegabréf.“ Hver eru þá nánar tiltekið þessi Schengen-ríki, sem elska ferða- frelsið svo ákaft? Það eru ríkin á meginlandi Vestur-Evrópu, en auk þeirra eyríkin Bretland, Írland og Ísland. Schengen-löndin á meg- inlandinu fóru létt með undir- skriftina, enda löngu búin að gef- ast upp á landamæravörzlu. Þau vissu sem var, að skítseiði með óhreint mjöl í pokanum fór þar hvort eð var yfir landamærin að vild. Þetta átti við um meginlandið, en hvað gerðu þá Bretar og Írar? Lönd þeirra höfðu náttúruleg landamæri, þau voru umgirt sjó, sem um aldir hefur varið þau gegn alls kyns óværu. Þessar tvær þjóðir vildu eftir fremsta megni nota sér þessi landamæri og fylgjast með því hverjir kæmu og hverjir færu. Þeir skrifuðu ekki undir vegabréfaleysisákvæði Schengen-samnings- ins, en eru að öðru leyti fullgildir með- limir. Nú er tímabært að víkja sög- unni til Íslands, eyjarinnar í miðju Atlantshafi. Hvað gerðu samn- ingamenn vorir í stöðunni? Not- færðu þeir sér náttúruleg landa- mæri? Kröfðust þeir þess að fá að halda uppi vegabréfaeftirliti? Nei, þeir skrifuðu undir samninginn eins og hann lagði sig, og voru sennilega öðru fremur með hug- ann við dásemdir hins frjálsa flæðis fjármagns yfir landamærin, líklega þó aðallega út yfir landa- mærin, til dæmis kvótafé, svo dæmi sé tekið. Ljóst þykir, að vegabréf hafi aldrei þvælzt fyrir heiðarlegu fólki. Hinir, sem eiga erfitt með að fara að lögum, eru hins vegar guðslifandi fegnir að geta valsað um landamæri og það án vega- bréfs. Hvernig væri nú, að við hérna í miðju Atlantshafinu, tækj- um aftur upp vegabréfaeftirlit með öllum sem hingað koma og héðan fara? Ljóst er, að til Íslands koma menn ekki nema sjóleiðis eða loft- leiðis. Eftirlit er því vel framkvæm- anlegt, sé vilji fyrir hendi. Þá ætt- um við ekki að þurfa að vakna upp við þann ljóta draum, að landið sé skyndilega þéttsetið fólki, góðu og illu, sem samkvæmt bókhaldsleys- inu hefur aldrei hingað komið og því síður að það sé hér. Hvað er þá til ráða? Því ekki að fylgja fordæmi hinna eyþjóðanna og taka upp strangt vegabréfaeftirlit? Ekki væri úr vegi að verkalýðs- forystan hefði forgöngu um þau þjóðþrif, ekki einasta vegna þrælkunar verkalýðs heldur og vegna annarrar myrkrastarfsemi, sem hér getur þrifizt vegna þess, eins og Sobothil sagði „kjarninn í Schengen-samstarfinu er að leggja niður eftirlit með ferðum fólks yfir landamæri þátttökuríkjanna, svo kölluð innri landamæri“. Svo mörg voru þau orðin, enda samin fyrir Vestur-Evrópu og ganga út frá því, að hin ytri landa- mæri gegn austri og suðri séu mannheld. Reynslan sýnir hins vegar að svo er ekki og þar með er hin fagra hugmynd um vegabréfalausa Paradís innan Schengen-svæðisins orðin að hreinni martröð. Mál er því til komið að sýna dulitla sjálfs- bjargarviðleitni, notfæra sér hin náttúrulegu landamæri, taka upp vegabréfaeftirlit og koma reglu á hlutina eftir beztu getu. Um þrælahald, glæpalýð og Schengen Leifur Jónsson fjallar um vegabréfaeftirlit ’Reynslan sýnir hins vegar að svo er ekki og þar með er hin fagra hugmynd um vegabréfalausa Paradís innan Schengen-svæðisins orðin að hreinni martröð.‘ Leifur Jónsson Höfundur er læknir. ÖSSUR Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, hefur sett fram hugmyndir sínar um næstu skref í þróun flokksstarfs- ins. Þar eru ekki síst áhugaverðar áherslur hans á reglu- legar kannanir á hug flokksmanna til mála og aukna þýðingu og áhrif landsfundar. Þegar þetta kæmi til viðbótar allsherj- arkosningum í flokkn- um um flokksformann og ýmis mikilvæg málefni hefði Sam- fylkingin skapað sér algjöra sérstöðu með- al stjórnmálaflokka hvað bein áhrif al- mennra flokksmanna snertir. Valdið til landsfundar Landsfundur fer formlega með æðsta vald í flokksmálum en í raun framselur hann það til fram- kvæmdastjórnar og þingflokks sem fá stefnuályktanir með í far- teskið frá fundinum. Össur leggur til að sköpuð verði samfella í stefnumótunarstarfi flokksins með því að landsfundur skipi sjálfur málefnahópa eða framtíðarhópa, ef menn vilja, sem starfi milli landsfunda. Mikilvægt er að kjör fulltrúa í slíka hópa endurspegli flokkinn í heild en ekki aðeins hluta hans. Því er eðli- legast að landsfundur kjósi forystu þeirra en starf hópanna verði að öðru leyti opið flokksmönnum. Fyrri tilraunir í þessa veru hafa strandað á fátækt og manneklu sem ekki er lengur fyrir hendi. Samfylkingin hefur eignast flokksmiðstöð á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík og fjárhagur hennar hefur vænkast. Það hafa því skapast að- stæður til þess að auka þjónustu flokks- miðstöðvarinnar við félögin sem mjög hef- ur verið kallað á. Öss- ur leggur til að fram- kvæmdastjóri flokksins verði kjörinn af landsfundi líkt og tíðkast í flokkum víða annars staðar á Norð- urlöndum. Þar með hefði landsfundur sem vettvangur flokks- félaganna eignast starfsmann sem hefði sjálfstætt umboð til þess að fylgja eftir ákvörðunum hans og stefnumótun. Enginn vafi er á að þetta myndi styrkja landsfundinn og gefa honum þann sess sem hon- um ber í skipulagi flokksins. Enga skyndibita Málefnahópar landsfundar myndu leysa af hólmi starf fram- tíðarnefndar sem á margan hátt hefur unnið þarft starf. Það er alltaf þarft að flokksmenn komi saman til þess að ræða stefnu og hugmyndir þótt í litlum hópum sé. Hugmyndafræði framtíðarnefndar hefur þó ýmsa ágalla sem falla ekki að fulltrúalýðræðinu í flokkn- um. Þar er um að ræða einhvers- konar „þankatanka“ – starf á veg- um úrvalssveitar – „elítu“ – sem aðallega er af Reykjavíkursvæð- inu. Aðalþankinn virðist vera að kynna heildarpakka framtíð- arhugmynda kortéri fyrir lands- fund sem ætlunin er að fulltrúar gleypi án þess að fá að melta hann. Hætt er við að einhverjum verði bumbult af slíku skyndibita- fæði. Starfshættir framtíðarnefndar minna á tilraun til hugmynda- fræðilegrar yfirtöku, sem ef til vill er hægt að réttlæta þegar um gamla og staðnaða flokka er að ræða, en sýnist ekki vera þörf fyr- ir í hreyfingu sem varla hefur slit- ið barnsskónum og er í vexti og mótun. Össur Skarphéðinsson hefur far- ið raunsæja og skynsamlega leið í stefnumótunarstarfi flokksins með því að hafa forystu um að taka einn málaflokkinn fyrir af öðrum og móta um hann samfylking- arstefnu á breiðum grundvelli. Þannig eru meiri líkur á því að við samfylkingarfólk verðum öll sam- ferða í þróun mála og viðhorfa inn- an flokksins. Leið Össurar er farsælli Einar Karl Haraldsson fjallar um formannskjör í Samfylkingunni ’Starfshættir framtíð-arnefndar minna á til- raun til hugmynda- fræðilegrar yfirtöku…‘ Einar Karl Haraldsson Höfundur er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.