Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 15
SEAN Brady, erkibiskup af Armagh og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Írlandi, hefur að sögn BBC hvatt til þess að Jóhannes Páll II páfi verði tekinn í dýrlingatölu. Telur Brady að það myndi auka líkur á að stefna hins látna páfa muni áfram njóta full- tingis. „Hann var maður sem ávallt virtist hafa tíma og orku og fólk veitti honum orku og honum þótti vænt um það,“ sagði Brady eftir að hafa sungið messu í dómkirkju heilags Patreks í Armagh í gær. Sagði erkibiskupinn að Jóhannes Páll II hefði umbylt hlutverki páfa í starfi kirkjunnar. Fjöldi fólks í Írlandi og Norður- Írlandi hefur ritað nafn sitt í minn- ingabækur um páfa. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, hefur verið gagnrýndur fyrir að helga ekki páfa, sem heimsótti landið 1979, sérstakan sorgardag. Söngkonan og fyrrver- andi fulltrúi á Evrópuþinginu Rose- mary Scallon, öðru nafni Dana, sagði mikinn fjölda fólks vilja að slíkur sorgardagur yrði haldinn. „Gefa ætti þjóðinni tækifæri til að syrgja sem þjóð mann sem talinn er eitt af mik- ilmennum tuttugustu aldar,“ sagði hún. Rætt hefur verið um að sagan muni bæta viðurnefninu „hinn mikli“ við heiti páfa. Hann gegndi embætt- inu í 27 ár, aðeins tveir menn munu hafa setið lengur á stólnum. Ekki eru þó til neinar reglur eða lög í Páfa- garði um slík viðurnefni, að sögn sér- fræðinga í kirkjurétti. Þau verða að veruleika ef almennt samkomulag er um að það eigi við en ljóst er að öflug hreyfing er að verða til sem setur sér þetta markmið. „Kveðjustundin langa fyrir Jóhannes Pál mikla,“ var fyrirsögn á grein í einu virtasta dag- blaði Ítalíu, Corriera della Sera, á mánudag. Opinbert málgagn Páfa- garðs, L’Osservatore Romano, kall- aði hann einnig Jóhannes Pál „hinn mikla“. Tveir páfar hafa fengið titilinn „mikli“ Tveir páfar hafa fengið þann heið- ur að vera kallaðir miklir. Annar var Leó I sem uppi var á fimmtu öld og var þekktur fyrir ritstörf sín og rök- semdir fyrir þeirri kenningu guð- fræðinnar að eðli Guðs væri af tvenn- um toga, annars vegar mannlegt og hins vegar guðlegt. Einnig tókst hon- um að telja hinn herskáa Atla Húna- konung á að þyrma Róm og tókst að koma í veg fyrir að fjöldi borgarbúa yrði að þola pyntingar af hálfu hinna germönsku Vandala á tímum þjóð- flutninganna, segir í frétt AP- fréttastofunnar. Gregor I, sem uppi var um 600, kom á endurbótum á klausturlifnaði og varði miklu fé úr sjóðum Páfa- garðs til að hjálpa almenningi í hung- ursneyð. Einnig ritaði hann um skyldur klerka og höfðu þau skrif hans áhrif langt fram eftir miðöldum. Margir benda á að Jóhannes Páll II hafi með margvíslegum ritum sín- um um guðfræði og heimspeki, ferða- lögum um allan heim og baráttu gegn kommúnisma haft úrslitaáhrif á framgang kristninnar. Mestu skiptir þó hvort næsti páfi notar heitið „hinn mikli“ um forvera sinn. Segir séra Joseph Koterski, prófessor í heim- speki við Fordham-háskólann í New York, að þá myndu líkurnar aukast mjög á að páfi fengi titilinn. „Titillinn verður til ef samkomulag er um það í kirkjunni. Almenningur er þegar farinn að nota hann. Nú verður hann að standast prófraun sögunnar,“ segir Koterski. Klukkum verður hringt Ákveðið hefur verið að í þetta sinn verði ekki látið nægja að sýna með hvítum reyk að nýr páfi hafi verið kjörinn, einnig verður hringt klukk- um til að enginn á Péturstorginu velkist í vafa um að kjörið hafi farið fram. Rúmlega þriðji hver kardináli er of gamall til að mega taka þátt í kjörinu en þeir mega ekki hafa náð áttræðisaldri. Er því ljóst að minnst 117 kardinálar mega kjósa en enginn efast um að hinir háöldruðu munu hafa veruleg áhrif á hug hinna yngri á daglegum fundum þar sem allir kard- inálar hittast nú áður en sjálf kosn- ingin hefst sem verður innan 20 daga. Leynilegur kardináli? Að sögn talsmanns Páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, voru í gær 93 kardinálar af alls 183 komnir til Róm- ar. Eitt af hlutverkum þeirra er að fara yfir öll skjöl sem hugsanlegt er að hinn látni páfi hafi skilið eftir handa þeim. Jóhannes Páll II skýrði frá því árið 2003 að hann hefði út- nefnt nýjan kardinála en aldrei hefur verið skýrt opinberlega frá nafni mannsins dularfulla. Dæmi eru um slíka leynilega útnefningu þegar um- ræddur kardináli er frá landi þar sem kirkjan er ofsótt. Vilja taka Jóhannes Pál II í dýrlingatölu Reuters Olíulampi við mynd af páfa í kirkju í Amman í Jórdaníu í gær. Nokkrir fjölmiðlar á Ítalíu hafa þegar gefið hinum látna páfa frá Póllandi viðurnefnið „hinn mikli“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  !"##$%"&'(%))*&'"             +  % ,-                      & ./                  &           !    !  !    0    / MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 15 ERLENT Málstofa um Svalbarðamálið Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 6. apríl 2005 kl. 12.15-13.45 Dagskrá: 12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Fyrirlestur: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School, Bretlandi. 13.15 Fyrirspurnir og umræður. 13.45 Slit. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Lagadeild Riyadh. AFP. | Að minnsta kosti níu meintir stuðningsmenn hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda hafa fallið í þriggja daga átökum við öryggissveit- ir í norðurhluta Sádi-Arabíu, að sögn þarlendra fjölmiðla í gær. Eru þetta mannskæðustu átökin í Sádi-Arabíu frá því að íslamistar hófu þar hrinu árása fyrir tveimur árum. Sádi-arabískir fjölmiðlar sögðu að á meðal hinna föllnu væru tveir meintir foringjar í al-Qaeda. Þeir væru á lista yfir 26 menn sem sádi-arabísk yfir- völd legðu mesta áherslu á að hand- taka. Mennirnir féllu þegar öryggis- sveitir sátu um hús í bænum Al-Rass. Talið er að fimm til tíu vopnaðir menn séu enn í húsinu. Að sögn yfirvalda í Sádi-Arabíu hafa 90 óbreyttir borgarar beðið bana í árásum stuðningsmanna al-Qaeda í landinu frá maí 2003. Alls 39 liðsmenn öryggissveita og 99 meintir hryðju- verkamenn hafa einnig fallið. Minnst níu manns féllu í Sádi-Arabíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.