Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ARI B. EINARSSON kaupmaður, Haðalandi 9, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi að morgni annars páskadags, 28. mars, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13.00. Kristín Aradóttir, Guðrún Aradóttir, Ragnheiður Aradóttir, Jón S. Þórðarson, afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS STEFÁNSSON, Stóru-Laugum, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu mína, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, INGIBJÖRGU ÞÓRDÍSI SIGURÐARDÓTTUR, sem lést í Svíþjóð miðvikudaginn 9. mars síðastliðinn, fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Hjartanlegar þakkir til allra sem veitt hafa okkur stuðning, einlæga vináttu og samúð við fráfall hennar. Ingólfur Torfason, Torfi Ingólfsson, Susanna Svenningson, Ásta Nína Ingólfsdóttir, Per Anders Petterson, Margrét Ingólfsdóttir, Jani Borgenström, Sigrún Thea Ingólfsdóttir, Sandra Björk Ingólfsdóttir, Ásta Nína Sigurðardóttir, systkini og fjölskyldur þeirra, Ragna Sigurðardóttir, Baldur Sveinsson, Torfi Ingólfsson, dætur og fjölskyldur þeirra. ✝ Þórður Sigvalda-son fæddist í Klausturseli á Jökul- dal 19. maí 1929. Hann lést á gjör- gæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 30. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sig- valdi Torfason bóndi, f. 6.7. 1885, d. 27.11. 1954, og Jónína Rustikusdóttir, f. 26.10. 1892, d. í jan- úar 1975. Bræður Þórðar voru Ragnar Sigvaldason, f. 6.3. 1926, og Björgvin Sigvaldason, f. 15.3. 1927, d. 29.6. 1999. 21. október 1953 kvæntist Þórður Sigrúnu Margréti Júl- íusdóttur, f. 25.2. 1932. Börn þeirra eru: 1) Anna Jóna, f. 4.12. 1954, d. 1959. 2) Sigvaldi Júlíus, f. 1.1. 1956, kona hans er Kristrún Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Gunnar og Fríða Margrét. 3) Gréta Dröfn, f. 19.5. 1958, maður hennar er Páll Halldór Bene- diktsson, f. 7.2. 1958, börn þeirra eru Sigrún Anna, Elínborg Sædís og Þórður Steinar. 4) Hákon Jökull, f. 1.10. 1959, kona hans er Valgerður Jónsdóttir, börn þeirra eru Jónþór og Sigmar. 5) Reyn- ir, f. 3.3. 1961, d. 27.5. 2002, börn hans Perla Sólveig og Tinna Mirjam. 6) Trausti, f. 25.4. 1963, sonur hans er Andri Fannar. Þórður var bóndi á Hákonarstöðum og bjó þar all- an sinn aldur. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann starfaði mikið við tón- list og var tónlistarkennari í Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal í mörg ár. Hann var organisti í Ei- ríksstaðakirkju og Hofteigskirkju frá 15 ára aldri þar til hann veikt- ist 1999 og gat ekki stundað það lengur. Útför Þórðar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var mér mikil harmafregn þegar Páll Benediktsson hringdi í mig og greindi mér frá andláti míns kæra frænda. Minningarnar hrann- ast upp enda langt um liðið síðan ég tíu ára gemlingur kom fyrst í sveit- ina og Þórður var sá fyrsti sem tók á móti mér. Okkur varð strax vel til vina þó aldursmunurinn væri mikill og öllum ljúfu minningunum verður ekki komið til skila í lítilli minning- argrein. Mér finnst þessi vinur minn hafa kvatt allt of snemma, ekki nema sjö- tíu og fimm ára og vel á sig kominn, en enginn má sköpum renna og eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Eitt af því fyrsta sem upp í hugann kemur, er þegar byggja skyldi hænsnakofa yfir hænu sem átti að unga út. Mér var falið að vinna verk- ið með dyggri hjálp frænda minna. Og kofinn komst upp inn og upp af bænum. Þessi stórframkvæmd var fyrsta húsið sem ég byggði og ekki það ómerkilegasta og aldrei þreytt- ist frændi á að reyna að fá Ása bygg- ingarfulltrúa til að taka út fram- kvæmdina, en þessi bygging stendur enn eftir meira en fjörutíu og fimm ár. Síðar myndaði ég ásamt frænd- um mínum veiðihóp til rjúpnaveiða og tilhlökkunin var jafnan mikil. Og veiðar voru alla tíð yndisauki hjá Þórði, eins og allir vita, en hann var líka mjög músíkalskur og lék sem organisti við kirkjurnar á Jökuldal um árabil auk þess sem hann ann- aðist tónlistarkennslu í skólanum, allt þar til hann fékk áfall árið 1996 og varð að láta af þessum störfum. Glöggt man ég þegar hann kom suð- ur í endurhæfingu og ég hitti hann á spítalanum. Þá varð honum að orði: „Ég verð ekki lengi hérna, Pétur minn, ég þarf að komast sem fyrst heim til að geta spilað í kirkjunum.“ Þórður var einnig kjötmatsmaður á Fossvöllum til margra ára og starf- aði sem lögreglumaður um nokkurra ára skeið og eftirlitsmaður með hreindýraveiðum um tíma, en auk þessa var hann snillingur í öllu sem að vélum laut og gat haldið mótorum gangandi að því er virtist í hið óend- anlega. Ég man til dæmis eftir því að í eitt skiptið sem ég kom austur að Hákonarstöðum hafði vatnskassa- hosa gefið sig en frænda varð ekki skotaskuld úr því að leysa þann vanda. Hann vafði hann með snæri og sú viðgerð dugði ekki aðeins á leiðinni suður heldur og drjúgum lengur. Við veiðifélagarnir höfðum það jafnan til siðs að halda eina veislu í hverri veiðiferð. Þá buðum við Þórði og Sillu í mat og reyndum þá að hafa eitthvert nýmeti á borðum sem við reiknuðum ekki með að stæði til boða dags daglega. Til dæmis grafna rjúpu, graflax og sitt hvað fleira og sáu snillingarnir Ásbjörn og Ásgeir um matseldina. Oft var skrítinn svip- ur á frænda, þegar hann prófaði kræsingarnar en athugasemdirnar voru ætíð gerðar af hans alkunnu kurteisi þó hann glotti stundum um leið. Eftir máltíðina var svo slegið á létta strengi, spilað á orgel, píanó eða harmoniku. Einn í veiðihópnum er mikill músíkant og kæmist hann ekki með var það jafnan fyrsta spurning Þórðar að spyrja hvort músíkantinn kæmi ekki og væri svarið neikvætt þótti honum það afar slæmt. Ennþá verra þótti honum þó ef Hákon sonur minn komst ekki, en með þeim var jafnan mjög kært. Ekki er hægt að tala um frænda nema nefna „Afa gamla“. Þar var um að ræða gamlan pallbíll með stóru timburhúsi og teinafelgum og þessi gamli Ford gekk alla tíð eins og klukka í höndunum á Þórði. Farmal Cub var einnig til staðar á heimilinu og raunar var oft eins og maður væri að koma í heimsókn í fornbílaklúbb en Þórður var aldrei á þeim nótunum að henda því sem gamalt var, enda eins og áður sagði snillingur í að halda gömlum vélum gangandi. Þórður og Silla eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, en tvö lát- in, það elsta og yngsta. Alltaf var gott að koma í eldhúsið til Sillu þar sem jafnan var sælgæti í boði, ástarpungar, pönnukökur eða annað góðgæti og ekki liðu nema örfáar mínútur þar til komið var hlaðborð með hnallþórum og fleiru. Silla reyndist mér ætíð sem besta mamma og alltaf var hún tilbúin að hlusta á strákinn og leiðbeina á alla lund. Mikil hlýtur sorg hennar að vera enda var hjónaband þeirra Þórðar með afbrigðum farsælt og við hlið bónda síns stóð hún eins og klettur í blíðu og stríðu. Þau voru hætt búskap en við hlið þeirra bjuggu dóttirin Gréta og tengdason- urinn Páll myndarbúi. Það verður ærið öðruvísi að koma í Hákonarstaði nú, þegar Þórður er ekki til staðar en hans verður minnst hinn 14. október, það eitt er víst, þó ekki verði eins með spilamennskuna. Við félagarnir sendum bestu kveðjur til ykkar sem eftir sitjið. Þar mælum við allir einum rómi, ég, Ásbjörn, Ás- geir, Hákon og Guðmar Þór, en við feðgarnir verðum allir erlendis þeg- ar útförin fer fram. Söknuður sækir að sjálfsögðu sárt á, en þó eru minn- ingarnar bjartar og þær munu lifa. Við sendum ástvinum hans innilegar kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Pétur Jökull Hákonarson. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert æviskeið og að eilífu minningu þína. (Höf. ók.) Þórður mágur minn er fallinn frá. Enginn er viðbúinn slíkum fregnum þótt heilsan hafi ekki verið sem best undanfarið og skarðið er nú stórt. Á slíkri stundu spretta minningarnar fram. Ég var bara sjö ára þegar Þórður kom á æskuheimili mitt á Akureyri. Hann hafði kynnst Sigrúnu fóstur- systur minni og mér fannst mikið til hans koma. Hann spjallaði við mig eins og fullorðna fólkið, hlustaði á mig lesa mínútublöðin og ég fann strax hans góðu nærveru. Alla tíð síðan höfum við verið í nánum tengslum. Þau settust að á Hákonarstöðum, hans æskuheimili, stofnuðu fjárbú og komu upp stórri fjölskyldu. Margar ferðir fór ég til þeirra í sveit- ina sem barn og unglingur og alltaf var það sérstakt tilhlökkunarefni því daglegt líf var svo litríkt og skemmtilegt. Seinna fór ég oft með fjölskyldu mína þangað og við nutum þess að keyra með þeim um sveit- irnar og fara inn á öræfin, hlusta á Þórð segja frá og lýsa stöðum, at- burðum og náttúru á eftirminnilegan hátt. Börnin okkar kynntust lífinu og starfinu í sveitinni sem er þeim ógleymanlegur tími í minningunni. Þórður var afar skemmtilegur í samræðum. Hann var gamansamur og vel að sér á margvíslegum svið- um. Tónlistin var stór þáttur í lífi hans. Hann var organisti, tónlistar- kennari og kórstjóri. Hann spilaði raunar hvar og hvenær sem tækifæri gafst og naut þess og var unun á að hlusta. Það hefur alltaf verið gestkvæmt á Hákonarstöðum og þau hjón ein- staklega samhentir gestgjafar. Það voru ekki bara glæsilegar móttökur á heimilinu heldur var gestum ósjaldan boðið í veiðiferð eða nátt- úruskoðun af ýmsu tagi. Margir munu ylja sér við minningarnar um þann tíma. Þórður mágur minn var hress og bjartsýnn og tók af karlmennsku þeim líkamlegu áföllum sem hann hlaut síðustu árin. Og enn var hann ákveðinn að þjálfa sig upp eftir lær- brotið sem hann hlaut á pálma- sunnudag, en skaparinn breytti stefnunni. Ég trúi að nú njóti ætt- ingjarnir sem á undan eru gengnir tónlistarhæfileika hans í efstu hæð- um. Við þökkum og minnumst sam- verustundanna með hlýhug og send- um systur minni og öllum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. ( Höf. ók.) Valdís og Jóhann. Þegar við systkinin vorum að alast upp var mikið tilhlökkunarefni þegar til stóðu ferðalög á sumrin. Við fór- um reglulega til Akureyrar að heim- sækja móðurfjölskylduna, en stund- um var Akureyrarferðin lengd og farið alla leið austur í Hákonarstaði. Það kunnum við börnin svo sannar- lega að meta. Ferðin á þeim tíma fannst okkur frekar löng og erfið, holóttir malarvegir, beygjur og krókar. En á leiðarenda beið okkar enda- laust ævintýri í sveitinni, borð svign- uðu undan krásum og gestrisnin var einstök hjá Þórði og Diddu, fóstur- systur mömmu. Þórður var barn- elskur og hafði gaman af að leyfa litlu frændsystkinunum úr Hafnar- firðinum að aðstoða við hitt og þetta, fylgjast með þegar kýrnar voru mjólkaðar – og á þeim tíma voru nú ekki notaðar vélarnar – leika í gamla bílnum uppi á túni, sækja eggin hjá hænunum og gefa heimalningunum pela. Hann kenndi okkur að um- gangast hreindýrskálfinn Urg sem var í fóstri nokkur árin á bænum, fór með okkur öllum í silungsveiði upp í vatnið á heiðinni og sýndi okkur hvernig skilvinda virkaði. En þó að nóg væri að brasa í sveitinni var Þórður alltaf rósemin sjálf. Manni fannst dagarnir líða alltof hratt – en samt var enginn að flýta sér og alveg óþarfi að líta of mikið á klukkuna. Þegar við systkinin urðum eldri komum við því miður sjaldnar, en eftir að ég eignaðist mann og börn hefur mér fundist yndislegt að heim- sækja frændfólkið fyrir austan og geta leyft börnunum að upplifa al- vöru sveit. Þórður var bóndi eins og börnum finnst bændur eiga að vera; útitekinn og mikill á velli, með sitt rólega fas og góðlega svip. En hann var svo miklu meira en bóndi. Hann var líka frábær tónlistarmaður og þá hæfileika hefur hann skilið eftir meðal afkomenda sinna sem flestir eða allir hafa mikla tónlistarhæfi- leika. Hann gat spilað hvaða lag sem var á orgelið sitt og var svo skemmti- lega kíminn. Við erum rík að hafa fengið að kynnast Þórði og það hryggir okkur að hann skuli vera farinn frá okkur allt of snemma. Elsku Didda og fjölskylda, við send- um ykkur samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Eyþór, Anna, Jón Örn og börn. Af öðrum ólöstuðum hefur líklega enginn átt stærri þátt í tónlistarupp- eldi Jökuldælinga síðustu áratugi en Þórður á Hákonarstöðum. Hann kenndi söng við Skjöldólfsstaðaskóla í áraraðir. Einnig undirbjó hann nemendur skólans undir tónlistar- og árshátíðir sem og jólaskemmtan- ir. Hann stjórnaði söng krakkanna og spilaði sjálfur undir á píanó. Færni hans og metnaður komu vel í ljós því honum var alls ekki sama hvernig tónlistarflutningur fór fram. Hann hafði vit á slíkum hlutum og vildi að þau verk sem hann kom að væru vel unnin. Þegar við hófum störf við skólann haustið 1992 tók Þórður, sem betur fer, vel í að halda áfram að kenna við skólann. Það var ekki ónýtt að eiga Þórð að. Hann kom einu sinni í viku til að kenna. Það voru ánægjulegir dagar því það var ekki nóg með að Þórður væri mikill tónlistarmaður hann var líka sérlega skemmtilegur. Tilsvör hans komu öllum að óvörum og voru oft krydduð kaldhæðni. Oft var því hlegið í eldhúsinu í Skjöld- ólfsstaðaskóla þegar Þórður fékk sér kaffi eftir kennslu. Margar sögur eiga eftir að lifa í minningunni. Þórð- ur var vinur vina sinna og ætíð jafn- tryggur. Alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla um lífið og tilveruna, spyrja frétta og láta sér annt um náungann. Þórður spilaði líka á harmoniku á böllum á Dalnum og tók virkan þátt í starfi Norðurhéraðskórsins. Auk þess var hann oft fenginn til að vera forsöngvari á þorrablótum. Var þá sama hvaða nefnd átti í hlut. Þórður var talinn sjálfsagður til verka þegar tónlist var annars vegar. Honum var margt til lista lagt, ekki aðeins á tón- listarsviðinu. Hann var laghentur mjög og eftir hann liggja ýmsir smíð- isgripir. Þórður var samt fyrst og síðast bóndi. Hann bjó á Hákonar- stöðum þar sem hann var uppalinn. Þar er ævistarf hans og fjölskyld- unnar. Að leiðarlokum langar okkur að þakka góða viðkynningu og sendum aðstandendum hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. Sigfús Guttormsson og Stefanía Ósk Sveinbjörnsdóttir. ÞÓRÐUR SIGVALDASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.