Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR „EINS og yfirskriftin gefur til kynna er kjarni þessarar ráðstefnu samræður menningarheima. Hún snýst um það að stefna saman fólki af ólíkum fræðasviðum með ólíkar skoðanir og bakgrunn og skapa þannig vettvang til þess að menn geti rætt saman til að sætta ólík sjónarmið,“ segir Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, um ráð- stefnuna Samræður menningarheima sem haldin verður 13.-15. apríl nk. til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur 75 ára. Á ráðstefnunni munu sjö lykilfyrirlesarar flytja erindi og eru þeir að sögn Auðar fulltrúar fyrir ólík fræðasvið. Meðal fyrirlesara má nefna Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, Blandine Kriegel sem er sérfræðingur í málefnum nýbúa, japanska þingmanninn Shinako Tsuchiya og Dav- id Crystal sem er prófessor og sérfræðingur í tungumálum í útrýmingarhættu. „Hann hefur ásamt öðrum vakið athygli á því hversu mikilvægt það er manninum að standa vörð um tungumálin, ekki aðeins sökum þess hversu þýðingarmikið fyr- ir tjáskipti tungumál eru heldur einnig vegna þess að tungumál, rétt eins og aðrar minjar, varðveita minningar og reynslu þjóðanna,“ segir Auður og bendir á að í tengslum við fyrirlestur Crystals verði boðið upp stóra málstofu þar sem alls átján fyrirlesarar, margir þeirra heimsþekktir málvís- indamenn, fjalla um tungumál og stöðu þeirra víðs vegar í heiminum. „Erlend tungumál eru rannsóknarsvið Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur og þess vegna höf- um við töluvert fram að færa á þessu sviði, en við getum líka lært talsvert af öðrum og átt við þá samstarf. Það er því einstakt fyrir okkur að geta fengið þennan stóra hóp fræðimanna til að varpa ljósi á stöðu tungumála í heiminum, t.d. hvað geri það að verkum að ákveðin tunga er í hættu og á hvern hátt megi styrkja hana.“ Rækt lögð við fjölmenningu og fjöltyngi á Íslandi Alls verður boðið upp á tuttugu málstofur á ráð- stefnunni. Fara þær, að sögn Auðar, flestar fram á annað hvort íslensku eða ensku, en einnig verða málstofur og fyrirlestrar á Norðurlandamálunum, japönsku, þýsku, spænsku og frönsku. „Þar erum við að sýna í verki stefnu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem er að leggja rækt við fjöl- menningu og fjöltyngi á Íslandi með því að tala ekki bara á ensku um önnur tungumál heldur að tala á öðrum tungumálum.“ Aðspurð segir Auður valið á málstofum hafa ráðist á þrennu. „Í fyrsta lagi af fræðasviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, þ.e. kennslu og rannsóknum á erlendum tungumálum, vitund- inni um þau og varðveislu ásamt menningarlæsi. Í öðru lagi er áherslan á samvinnu ólíkra fræða- sviða sem stuðlað gæti að nýbreytni og frjórri um- ræðu. Þess vegna höfum við lagt mikla áherslu á það að vera með þverfaglegar málstofur til að sýna það í verki hvernig ólík fræðasvið og fólk sem hugsar á ólíkan veg getur leitt saman hesta sína og lært hvað af öðru. Og í þriðja lagi vildum við að í málstofum væri fjallað um málefni sem Vigdísi hafa verið mjög hugstæð. Þar koma til málefni eins og menntun og mannrækt, menning- artengd ferðaþjónusta, æskan og framtíðarsýn hennar, hlutverk alþjóðlegra fjölmiðla og þáttur þeirra í mótun heimsmyndar okkar, þ.e. hvernig fjallað er um deilur og hvernig fjölmiðlar geta stuðlað að upplýstri umræðu, tækniþróun og um- hverfismál, ræktun lands og þau andstæðu sjón- armið sem birtast annars vegar í hugmyndinni um nýtingu landsins og hins vegar því að njóta þess, birtingarform náttúru landsins í bókmenntum og þýðingar bæði íslenskra nútímabókmennta á er- lendar tungur sem og gildi biblíu- og sálmaþýð- inga fyrir menningu okkar og sjálfsvitund þjóðar. Rætt verður um álitamál sem snerta samskipti menningarheima jafnt heima sem á alþjóðavett- vangi.“ Boðið til afmælisveislu Á lokadegi ráðstefnunnar, þann 15. apríl, verð- ur boðið upp á sérstaka dagskrá sem sam- anstendur, að sögn Auðar, af fyrirlestri Mary Robinson og málstofu sem nefnist Veljum Vigdísi! Á forsetastóli 1980-1996. „Þarna verður varpað ljósi á hlutverk Vigdísar sem forseta og þá þýð- ingu sem kosning hennar og störf hafa haft. Dag- skránni lýkur síðan með fyrirlestrum Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings, sem líta mun til fortíðar og gera grein fyrir þróun jafnréttismála undanfarna áratugi og Kristínar Ingólfsdóttur, prófessors og nýkjörins rektors Háskóla Íslands, sem mun ljúka ráðstefnunni með táknrænum hætti með því að horfa til framtíðar,“ segir Auður og tekur fram að spennandi verði að heyra fram- tíðarsýn Kristínar, hvernig hún sjái fyrir sér hlut- verk HÍ og kvenna í vísindastörfum og á öllum sviðum þjóðlífsins. Að sögn Auðar mun Borg- arleikhúsið standa fyrir hátíðardagskrá fyrir ráð- stefnugesti og aðra í tilefni dagsins og að kvöldi afmælisdagsins verður hátíðarkvöldverður í Perl- unni. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á slóðinni: www.vigdis.hi.is, en þar er einnig hægt að skrá þátttöku sína. Þess má geta að fólk getur valið milli þess að sitja ráðstefnuna í heild og þess að skrá sig á einstakar málstofur eða fyrirlestra. Mary Robinson, forseti Írlands 1990–1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna 1997–2002. David Crystal, prófessor og sérfræðingur í tungumálum í útrýmingarhættu. Blandine Kriegel, prófessor og sérlegur ráð- gjafi Jacques Chirac, Frakklandsforseta, um mannréttindi og málefni nýbúa. Shinako Tsuchiya, japanskur þingmaður. Rufus H. Yerxa, varaframkvæmdastjóri Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfja- fræðideild Háskóla Íslands og nýkjörinn rektor. Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ. Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar „ÉG TEL eðlilegt að ráðuneytið beiti sér í framhaldinu fyrir því að kannaður verði áhugi manna á vestanverðu Norðurlandi gagnvart virkjunarframkvæmdum og álveri til þess að fá gleggri mynd af stöðu mála,“ segir Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins í Norðvesturkjördæmi, en líkt og fram kom í blaðinu í gær kynnti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra í vikunni nýja könnun á viðhorfi Skagfirðinga gagnvart virkjunarframkvæmdum á Norður- landi. Segist Kristinn vilja láta kanna hvert viðhorf Skagfirðinga og Hún- vetninga til samans er sökum þess að þeir tveir staðir eru orðnir eitt atvinnusvæði eða eru við það að verða eitt atvinnusvæði m.a. með tilkomu Þverárfjallsvegar. „Ég bendi á að Skagfirðingar eru til- tölulega hlynntir virkjun í Skaga- firði og tiltölulega hlynntir álveri utan Skagafjarðar, þannig að það má ímynda sér að það kunni að vera töluverður stuðningur úr þessu héraði samanlagt við bæði virkjunar- og álversframkvæmdum t.d. á svæði mitt á milli Blönduóss og Skagastrand- ar.“ Í þessu sam- hengi bendir Kristinn einnig á að út frá hag- fræðilegu sjónar- miði væri skyn- samlegt að nota raforkufram- leiðslu Blöndu nær þeim stað þar sem hún er framleidd sökum þess hve mikið af framleiddu rafmagni tapist við flutning landshluta á milli. „Eins og staðan er í dag fer um 80% af raforkuframleiðslu Blöndu suður, en við flutninginn tapast allt að 18% af raforkunni. Þannig að það kynni að vera ávinn- ingur að nýta framleiðslu Blöndu nær virkjunarstaðnum, svo fram- arlega sem menn geta leyst orku- vandann inni í kerfinu með fram- leiðslu nær notkunarstaðnum, sem er þá á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Kristinn og bendir á hugsanlega gufuaflsvirkjanir á suðvesturhorni landsins. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður um áhuga á byggingu álvers Kanna þarf áhugann á vestanverðu Norðurlandi Kristinn H. Gunnarsson Ráðstefna á 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands „Tungumál varðveita minn- ingar og reynslu þjóðanna“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór „Með þverfaglegum málstofum vildum við sýna það í verki hvernig ólík fræðasvið og fólk sem hugsar á ólíkan veg getur leitt saman hesta sína og lært hvert af öðru,“ segir Auður Hauksdóttir, for- stöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem undirbúið hefur málstofuna. ÞEIR sem helst verða fyrir of- beldi af hálfu nemenda eru skólaliðar, ekki kennarar. Skólaliðar gæta barnanna í frí- mínútum þegar mestar líkur eru á átökum milli nemenda og þeir eru látnir sitja yfir sér- staklega erfiðum nemendum. Til að draga úr ofbeldi í grunn- skólum er nauðsynlegt að efla barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Þetta sagði Hilmar Ingólfs- son skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ í samtali við Morgun- blaðið. Að hans mati gefur at- hugunin sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur gerði á árásum á kennara í Reykjavík, og greint var frá í súðustu viku, takmark- aða mynd af ástandinu í skólum þar sem hún taki alls ekkert á árásum á skólaliða. Nauðsyn- legt sé að kanna málið mun bet- ur. „Ég held að smápústrar og átök séu miklu algengari en þarna kemur fram því þarna er ekki verið að spyrja rétt fólk,“ sagði hann. Oftast að slá frá sér Hilmar sagði að þó að til átaka kæmi milli nemenda og starfsmanna skóla væri ekki endilega um árásir af hálfu nemenda að ræða og raunar oft á tíðum hæpið að segja að of- beldi hefði verið beitt. Í flestum tilvikum væri um það að ræða að nemendur slægju frá sér, bitu eða slíkt þegar þeir reyndu að komast frá starfsmönnunum sem væru að reyna að hemja þá. Í slíkum tilvikum væru börnin fyrst og fremst að reyna að komast undan en ætlunin væri ekki að ráðast á starfs- menn að fyrra bragði. Hilmar sagði að aðeins um 2–3 nemendur af þeim um 35 sem eru í Hofstaðaskóla lentu af og til í átökum við starfsfólk. Vandinn væri því bundinn við afar fáa einstaklinga. Lausnin á vanda þeirra væri sú að efla starfsemi barna- og unglinga- geðdeildarinnar. Þar gætu börnin fengið þá þjónustu og aðstoð sem þau þyrftu. Hann sagði að stjórnmálamenn hefðu alltof lengi slegið úrbótum á frest. Skólastjóri Hofstaðaskóla Skólaliðar verða frekar fyr- ir árásum FULLTRÚAR Samfylkingar í út- varpsráði lýsa yfir ánægju með nið- urstöðu fréttastjóramálsins vegna ráðningar fréttastjóra Útvarps og fullu trausti á fréttastofu Útvarps og starfsmenn hennar, að því er fram kemur í bókun sem lögð var fram af hálfu fulltrúa flokksins á fundi útvarpsráðs sem fram fór í gær; Ingvari Sverrissyni og Svan- fríði Jónasdóttur. Í bókuninni segir orðrétt: „Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar.“ Fleiri bókanir voru ekki gerðar vegna málsins á fundi útvarpsráðs í gær. Lýsa yfir fullu trausti á frétta- stofu Útvarps

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.