Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MILLJÓNIR TIL RÓMAR Búist er við, að allt að tvær millj- ónir Pólverja muni fara til Rómar til að vera við útför Jóhannesar Páls II páfa. Kom það fram við athugun pólskra yfirvalda en í kirkjusóknum um allt landið er verið að útvega langferðabifreiðar til ferðarinnar. Þá hefur lestar- og flugferðum verið fjölgað og anna þær þó hvergi eft- irspurninni. Páfa var minnst við úti- messu á Pilsudski-torgi í Varsjá í gær og voru við hana að minnsta kosti 200.000 manns. Gísli Gunn- arsson, prestur í Glaumbæ, er nú í Róm í námsferð ásamt fleiri prest- um í Skagafirði. Segir hann að þeir hafi upplifað þá sérstöku stemningu, sem nú er í borginni, en andrúms- loftið sé samt mjög ljúft. Heimilissímagjöld hækka Kostnaður vegna heimilissíma hefur hækkað um 17% á síðustu þremur árum. Ýmis sérþjónusta símafyrirtækja hefur einnig hækkað umtalsvert, eða um 14,4%. Farsíma- þjónusta hefur hins vegar lækkað lítillega á sama tímabili eða innan við 1%. Hlutdeild símakostnaðar í heild- arútgjöldum vísitölufjölskyldunnar hefur aukist úr 0,9% í 2,8%. Eldsvoði í Grafarvogi Mikill eldsvoði varð í íbúðarhúsi við Rósarima í gærmorgun. Slökkvi- liðsmenn lentu í lífsháska í öflugri gassprengingu og sjö manns í hús- inu voru fluttir á slysadeild. Litlu mátti muna að illa færi þegar sprengjutætlur flugu í allar áttir. Haltur leiðir blindan Guðbrandur Einarsson, nuddari, kennari og bóndi, sem er nær blind- ur, og Bjarki Birgisson, sundþjálfari og afreksmaður í sundi, sem er hreyfihamlaður, ætla að ganga í kringum landið, frá 20. júní til 5. ágúst í sumar, til að vekja athygli á málefnum sem eru þeim hugleikin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Fréttaskýring 8 Viðhorf 26 Viðskipti 16 Bréf 39 Erlent 14/15 Minningar 30/32 Minn staður 16 Myndasögur 36 Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39 Akureyri 18 Staður og stund 38 Suðurnes 19 Leikhús 40 Landið 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22 Veður 47 Umræðan 23/29 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #         $         %&' ( )***                          BLINDBYL gerði á vestanverðu landinu í gær og þurfti að kalla út björgunarsveitir og lögreglu til þess að aðstoða vegfarendur sem lentu í vandræðum, auk þess sem talsvert var um umferðaróhöpp. „Sann- kallað páskahret og það af verri sortinni,“ eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það. Veðrið var lítið fara að ganga nið- ur seint í gærkvöldi, en hafði þá fært sig suður og austur á bóginn. Mikil ofankoma var um vestanvert landið, en var eitthvað í rénun í gærkvöldi. Áfram var gert ráð fyrir hvassviðri í nótt og fram eftir degi áður en veður gengur niður með talsverðu frosti um allt land. Lokað undir Hafnarfjalli Vegurinn undir Hafnarfjalli var lokaður í gærkvöldi vegna ófærðar. Þá var mjög hvasst þar og á Kjal- arnesi. Meðalvindhraði var yfir 20 metrar á sekúndu og fór yfir 40 metra í hviðum, auk mikillar of- ankomu. Voru björgunarsveitir kallaðar út frá Borgarnesi og Akra- nesi til að aðstoða fólk í vandræðum vegna ófærðarinnar, en vonir stóðu til að hægt yrði að opna veginn und- ir Hafnarfjall er líða tæki á kvöldið. Slæmt veður var á sunnanverðu Snæfellsnesi í gær og í gærkvöldi og mjög blint vegna skafrennings. Níu bílar fór út af veginum milli Vegamóta og Heydalsvegar vegna veðursins. Þá urðu tveir árekstrar einnig á svæðinu og nokkur slys á fólki. Hellisheiði var lokað í gærkvöldi vegna ofankomu og skafrennings og þungfært var orðið í uppsveitum Árnessýslu. Björgunarsveitin í Hveragerði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Hellisheiði. Veðurstofan spáir 3–10 gráðu frosti í dag og verður kaldast norð- anlands. Á morgun hlýnar aftur og um helgina er spáð lægðagangi og umhleypingasömu veðri. Síðbúið páskahret Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is TVEIR fjöldaárekstrar urðu á hringveginum í gær en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Í Kollafirði varð þriggja bíla árekstur og í Kömbunum fimm bíla árekstur. Þrátt fyrir að fólk hafi sloppið án alvarlegra meiðsla varð mikið eignatjón. Lenti á lögreglubíl Í Kömbunum voru tildrög þannig að þrír bílar höfðu lent í minniháttar árekstri og var lög- reglan að störfum á vettvangi. Í þann mund kom stór flutningabíll með tengivagn sem rann stjórn- laust niður brekkuna og skall á lögreglubílnum. Innanborðs voru þrír ökumenn og ein lög- reglukona og voru þau öll flutt á sjúkrahúsið á Selfossi. Mikil hálka og vont færi var á þessum slóðum í gær. Hvetur lögreglan ökumenn stórra bíla til að setja keðjur á ökutæki sín við þessar erfiðu að- stæður. Fjölda- árekstrar á hringveg- inum Morgunblaðið/Júlíus LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eft- ir Áslaugu Eddu Bergsdóttur en ekki er vitað um ferðir hennar síðan að kvöldi laugar- dagsins 2. apríl sl. Hún sást síðast við heimili sitt í Hvammahverfi í Hafnarfirði. Ás- laug Edda er 54 ára gömul. Hún er 170 sentimetr- ar á hæð, þétt- vaxin, með stutt skollitað hár. Hún notar gleraugu. Ekki liggja fyr- ir upplýsingar um hvernig hún var klædd þegar hún sást síðast. Lög- reglan í Hafnarfirði biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir hennar að hafa samband í síma 525 3300. Lýst eftir konu Áslaug Bergsdóttir LEIT að Brasilíumanninum Ric- ardo Correia Dantas sem hefur ver- ið saknað frá því á laugardag hefur ekki borið árangur þrátt fyrir víð- tæka og ítarlega leit björg- unarsveita af Suðurlandi og af höf- uðborgarsvæðinu. Í gær voru 150 björgunarsveit- armenn við leit og var m.a. kafað í Stokkseyr- arhöfn. Þegar mest var munu um 180 manns hafa verið við leit í einu. Í fréttatilkynn- ingu frá Ólafi Helga Kjart- anssyni, sýslu- manni á Selfossi, segir að björg- unarsveitir Landsbjargar hafi leitað mjög vel á Stokkseyri og í ná- grenni, en sem fyrr segir án árang- urs. Þykir því ekki fært að halda leit áfram nema nýjar ábendingar eða upplýsingar komi fram. Lögregla biður alla sem kunna að hafa orðið Ricardo Correia Dantas varir að láta vita í síma lögregl- unnar á Selfossi, 480 1010. Allar upplýsingar eru vel þegnar, eink- um ef fólk telur sig hafa séð hinn týnda eða telur sig hafa vitneskju eða grun um hugsanlegan dval- arstað. Þrátt fyrir að formlegri leit hafi nú verið hætt mun lögregla áfram grennslast fyrir um afdrif Ricardo og fylgjast með því svæði sem leitað hefur verið og athuga allar ábend- ingar. Lögreglan á Selfossi þakkar öllu því fjölmarga björgunarfólki sem að leitinni kom. Leit að Ricardo Dantas hætt Ricardo Correia Dantas HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra verður viðstaddur útför Jóhannesar Páls páfa annars sem fram fer í Róm föstudaginn 8. apríl nk. Talið er að um 200 þjóðar- leiðtogar verði viðstaddir útförina. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir þjóðarleiðtogar verið saman komn- ir við eina athöfn. Gríðarlegur mannfjöldi er nú staddur í Róm til að votta páfa virð- ingu sína. Enn fleiri verða í borg- inni jarðarfarardaginn. Halldór viðstadd- ur útför páfa OLÍUFÉLÖGIN Esso, Skeljungur og Olís drógu í gær til baka verðhækkun sína frá því í fyrradag. Eftir breytinguna kostar bensínlítrinn 98,60 krónur hjá félögunum báðum á höfuðborg- arsvæðinu í sjálfsafgreiðslu og dísilolía 46,10 kr. Bensínverði hjá Atlantsolíu verður haldið óbreyttu að sinni. Þar kostar bensínlítrinn 101,2 kr. og dísilolía kostar 47,7 kr. Hugi Hreiðarsson, upplýsingafulltrúi Atlantsolíu, segir ljóst að að- gerðum samkeppnisaðilanna sé ætlað að kæfa samkeppnina á bensínmarkaði og líkir því við að- gerðir tryggingafélaganna fyrir fáum árum þeg- ar nýr aðili reyndi að hasla sér völl á þeim vett- vangi. Segist hann vonast til þess að neytendur sjái í gegnum slíkan leik. Fram kemur á heimasíðu Skeljungs að félagið hafi breytt eldsneytisverði sex sinnum á síðast- liðnum fimm vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Esso er verð- hækkunin frá í gær afturkölluð vegna markaðs- aðstæðna á Íslandi. Olíufélagið vilji ætíð tryggja að viðskiptavinir þess njóti eldsneytisverðs sem er samkeppnisfært á hverju markaðssvæði fyrir sig. Að auki fái safnkortshafar eina krónu í við- bótarafslátt á hverjum lítra í formi punkta. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á þjónustustöð- um Olís er nú 98,6 kr. fyrir bensín. Eldsneytishækkanir dregnar til baka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.