Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 23 UMRÆÐAN H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS MATARSNEIÐAR Á FUNDINN fyrir fundvíst fólk ÚTSÖLUMARKAÐUR Verðlistans er á Suðurlandsbraut 8 (Fálkahúsinu) Opið 12-18 mán.-föstud. Morgunverðarfundur á Nordica hótel kl. 8:15-10:00 H - salur 08:15-08:30 Morgunkaffi Dagskrá hefst kl 8:30 08:30-08.35 Ávarp Sigurður Guðmundsson, landlæknir 08:35-08:50 Heilsa mæðra og barna í alþjóðlegu samhengi Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og forstöðumaður, Miðstöð heilsuverndar barna 08:50-09:05 Félagslegir áhrifaþættir - af hverju eru sumir heilbrigðari en aðrir? Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur Landlæknisembættinu 09:05-09:15 Mæðravernd á Íslandi Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir Heilsugæslustöðinni Sólvangi 09:15-09:25 Ung- og smábarnavernd fyrir sérhvert barn Sesselía Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Miðstöð heilsuverndar barna 09:25-10:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir Þátttakendur Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri Urðarhóli, Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri Geðræktar Lýðheilsustöð, Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og forstöðumaður Miðstöð heilsuverndar barna, Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur Landlæknisembættinu, Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir Miðstöð mæðraverndar, Margrét I. Hallgrímsson, sviðsstjóri hjúkrunar/yfirljósmóðir, Landspítala-háskólasjúkrahúsi Fundarstjóri Margrét Björnsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Enginn aðgangseyrir eða skráning á fundinn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Landlæknisembættið Sérhver móðir - sérhvert barn M a k e e v e r y m o t h e r a n d c h i l d c o u n t Alþjóða heilbrigðis- dagurinn 7. apríl YFIRTAKA samgönguyfirvalda á Reykjavíkurflugvelli 06.07.1946 jafngildir valdaráni. Allt skipulags- vald, sem máli skiptir, var þá tekið af Reykvíkingum. Frá þeirri stundu hefur sam- gönguráðherra beitt mikilli og vax- andi hörku gegn höfuðborginni. Samgönguráðherra ræður loft- helgi í 45 m hæð yfir 30 km² á Sel- tjarnarnesi, í vesturbæ Kópavogs og vesturborg Reykjavíkur. Hann ræður útfærslu, tímasetn- ingu og fjármögnun stofnbrauta- framkvæmda í borginni. Samgönguráðherra getur bæði beitt valdi í borgarstjórn og veitt áhrifum sínum um boðleiðir rík- isvaldsins, td. Flugmálastjórn, Vegagerð, Ferðamálaráð, Samgöngunefnd, Fjárlaganefnd, umhverfisráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Í tæp 60 ár hefur hann ráðið skipulagsstefnu Reykjavíkurborgar með atbeina D- og B-lista, sem tryggja framgang byggðastefn- unnar, þvert gegn hagsmunum borgarbúa. Þannig er knúinn fram vilji ráð- herrans, sem mótar allt skipulag borgarinnar sbr. gildandi Aðal- og Svæðisskipulag. Með illa fengnu valdi hamlar samgönguráðherra þróun borg- armenningarinnar, magnar fjand- skap á landsbyggðinni, sóar landi í miðborginni fyrir milljarða króna og byggir óþarfan flugvöll, flug- stöð og Hringbraut fyrir 5 millj- arða króna. Hann vinnur að því að borgin verði ekki of góð og til að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi beitir hann m.a. ríkisreknu innanlands- flugfélagi, hollvinasamtökum flug- vallar, röngum upplýsingum, af- bökuðum vísinda- gögnum og Samgöngu- áætlun til 2014, sem byggir á að flugvöllur sé í Vatnsmýri. Samgönguráðherra beitir víðtæku við- horfsneti þrælsótta, skoðanakúgunar og undirlægjuháttar með- al fjölmennra hópa embættismanna, verk- fræðinga, arkitekta, hagfræðinga og verk- taka, sem eiga allt undir velvild sam- gönguyfirvalda, sem árlega útdeila mestöllu framkvæmdafé lýðveld- isins. Tjónið af flugvell- inum er ólýsanlegt. Gamli mið- bærinn er kominn að fótum fram, nærþjónusta og grunnur almenn- ingssamgangna eru brostin og byggðin þekur landflæmi á við evrópska stórborg. Með 42.000 íbúum og störfum í stað flugvallar væri verðmæti Vatns- mýrarsvæðisins 200.000.000.000 kr., daglegur sparnaður af akstri bíla til 2024 um 255.000.000 kr. og uppsafnaður sparnaður 1.860.000.000.000 kr. Með 55 – 70 þúsund íbúum og störfum væri verðmæti lands- ins og sparnaður af akstri hlutfallslega meiri. Áhrif þessa skil- virka borgarskipulags á þjóðarhag eru á við mörg álver, stofnkostnaður og áhætta eru hins vegar engin og umhverfisáhrif mjög jákvæð. Í tillögu samgöngu- ráðherra um stytta NS flugbraut og 5–9.000 íbúa er verðmætið 22 – 36 milljarðar króna og sparnaður af akstri nær enginn. Frá 1946 mótuðu landsbyggð- arforkólfar borgina í skugga at- kvæðamisvægis, með byggðastefnu að vopni, í gegnum nefndir Alþing- is, með beinum þrýstingi á kjós- endur og kjörna fulltrúa í Reykja- vík og undir framkvæmdastjórn samgönguráðherra. En Reykvíkingar höfðu engin áhrif. Skipulagið var aldrei á dag- skrá í kosningum og kjörnir fulltrúar í borgarstjórn og á Al- þingi beittu rangfærslum og þögn í samskiptum við kjósendur. Vatnsmýrarkosningin 2001 var strax gerð ógild. Í áratugi hafa reykvískir ráða- menn varið völd sín með takmörk- un á fjölda borgarfulltrúa. Nú eru þeir 15 eins og 1908, þó íbúar séu 16 sinnum fleiri. Sam- kvæmt evrópskum og bandarískum stöðlum ættu þeir að vera 45–60. Lýðræðisþröskuldurinn í Reykjavík er óbærilega hár eins og best sést af fráleitri valdaklíku R-lista. Höfuðborg í herkví Örn Sigurðsson skrifar um skipulagsmál ’Tjónið af flug-vellinum er ólýsanlegt.‘ Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt. Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í land- inu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.