Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 29 UMRÆÐAN FERÐAÚTVEGUR skilar allmiklu fé í ríkissjóð með skatti á bensín, sem erlendir ferðamenn nota, og með skatti á ýmsu öðru, sem þeir neyta, ekki síst skatti á áfengi og virðis- aukaskatti á mat. Það er ekki al- mannaheill að lækka þessar álögur á erlenda ferðamenn og ástæða til að áætla þær fjárhæðir, sem um er að ræða, til samanburðar við ýmsar þarfir almennings, sem ríkissjóður stendur straum af. Hins vegar er skattur á bensín, sem Íslendingar nota, og skattur á áfengi, sem þeir kaupa í áfengisverslunum og á veit- ingastöðum, og virðisaukaskattur á mat, sem Íslendingar neyta, ekki álögur á þjóðina sem heild, heldur til- færsla meðal hennar. Talað er um þolmörk ferða- mannastaða, það er að segja, hversu mikil umferð megi vera á þeim, svo að vel sé, og þykir merkilegt rannsókn- arefni í ferðaútvegsfræðum. Eitt er hvað þeim, sem ferðast um landið, lík- ar eða líkar ekki að hafa marga í kringum sig á ferðinni og á áfanga- stöðum, annað er hvað fólk á ferða- lagi telur þolandi og afsakanlegt með tilliti til þeirra tekna, sem almenn- ingur (nefnilega ríkissjóður) hefur af neyslusköttum á útlendinga. Í þessu ljósi þarf að áætla, hversu hár skattur skuli vera á bensíni, áfengi og mat, til að tekjur ríkissjóðs af erlendum ferðamönnum verði sem mestar. Það er undarlegt í þessu ljósi og með tilliti til aukinna holda þjóð- arinnar, að það skuli nú vera kapps- mál að lækka virðisaukaskatt á mat- væli. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Sólvallagötu 80, Reykjavík. Að græða á ferðamönnum Frá Birni S. Stefánssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER dapurleg niðurstaða skoðanakönnunar sem Rauði krossinn birti fyrir stuttu um vaxandi fordóma unglinga á Ís- landi gegn útlendingum. En þó að niðurstaðan sé dap- urleg, þá er um leið gott að fá þessa nið- urstöðu upp á yf- irborðið. Því þá er hægt að ræða um málið opinskátt og með spilin á borðinu. Miklar breytingar eru að verða á ís- lensku samfélagi, rétt eins og öðrum vestrænum sam- félögum. Þær breyt- ingar munu að öllum líkindum verða stærstu áhrifavaldar 21. ald- arinnar. Ef við viljum í raun og veru byggja hér samfélag sem viðurkennir þá staðreynd að margir menningarstraumar eiga sér athvarf á landinu bláa verðum við að hugsa okkar gang. Við verðum að átta okkur á því hvað trúarleg og menningarleg fjöl- hyggja í raun og veru felur í sér. Og við verðum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við séum tilbúin að stefna að sam- félagi þar sem trúarleg og menn- ingarleg fjölhyggja er við- urkennd. Slíkt samfélag trúarlegrar fjölhyggju er eins og mósaíkmynd þar sem hvert og eitt brot myndarinnar tengist öðru og býr þannig til samfellda heild. Hinn valkosturinn er sam- félag þar sem deilur og átök ríkja milli ólíkra menningarhópa. Það er hættulegt samfélag eins og sagan sýnir okkur. Forsenda þess að hægt sé að eyða fordómum er að menn hafi skilning á menningu, trúar- brögðum og siðum hver annars. Og þá er komið að fræðslu sem er besta vörnin gegn fordómum. Þær námsgreinar sem einna best henta til að vinna á fordómum eru trúarbragðafræðin og krist- infræðin. Innan trúarbragðafræð- innar eru trúarbrögð rannsökuð. Markmið trúarbragðafræð- innar er að komast til botns í því hvers vegna átrúnaður er til, hvað átrúnaður er og hvaða áhrif átrún- aður hefur á sam- félagið í fortíð, nútíð og framtíð. Eins og sést af þessu er trúarbragðafræðin mjög yfirgripsmikil fræðigrein og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þessi fræðigrein hefur orðið æ mikilvægari á síð- ustu árum, þar sem flutningar fólks á milli menningarsvæða ger- ast algengari og þar með hættan á árekstrum og átökum, en einnig misskilningi og fordómum. Innan kristinfræðinnar er fjallað um kristna menningu og sögu sem hefur mótað menningu okkar frá upphafi. Hún opnar þannig nýjum Íslendingum leið til að skilja ís- lenska menningu og siði. Stærst- ur hluti Íslendinga er kristinn og saga og menning landsins er kristin. Ef við skiljum ekki okkar eigin sögu og menningu getum við ekki skilið aðra. Stærstur hluti innflytjenda er auk þess frá kristnum menningarsvæðum. En þær kirkjudeildir sem þeir til- heyra eru hér í minnihluta. Krist- infræðin þarf því líka að fela í sér fræðslu um siði og háttu ólíkra kirkjudeilda. Í þeim löndum, sem við gjarnan viljum bera okkur saman við, eru trúarbragðafræðin og kristin fræði sjálfsagður hluti af mennta- kerfinu. Í grunnskólum og fram- haldsskólum á Vesturlöndum er skylda að lesa trúarbragðafræði og á háskólastigi eru starfandi stórar og öflugar deildir í trúar- bragðafræðum, sem útskrifa kennara til starfa fyrir öll stig skólakerfisins. Þar eru stundaðar rannsóknir á fornum og nýjum trúarbrögðum og tekið á deilum milli trúarhópa í samtímanum. Hér á landi er trúarbragðafræðin aftur á móti nærri óþekkt fræði- grein eða í mýflugumynd. Að vísu fræðast börn og unglingar grunn- skólans um heimstrúarbrögðin í samfélagsfræði. Þó er sú fræðsla mjög mismunandi eftir skólum og áherslum. En í framhaldsskólum er engin trúarbragðafræði kennd, nema sem valgrein, stundum. Þar er heldur engin kristinfræði. Trúarbragðafræði er kennd sem valgrein í Kennaraháskólanum eins og kristinfræði og einnig er til nám í trúarbragðafræði við Háskóla Íslands sem nokkrar deildir þar hafa sameinast um. Allt er þetta góðra gjalda vert, en mætti vera mun meira. Til að vinna bug á fordómum þarf að efla fræðsluna. Því án hennar vaxa fordómarnir. Kynþáttafor- dómar og fræðsla Þórhallur Heimisson fjallar um kynþáttafordóma ’Forsenda þess að hægt sé að eyða for- dómum er að menn hafi skilning á menn- ingu, trúarbrögðum og siðum hver annars.‘ Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju. ÞÓTT ÉG fylgist að vísu minna með fréttum að heiman eftir að ég fluttist til Danmerkur, heyrði ég eitthvað um það nú fyrir stuttu að Íslendingar væru meðal þeirra vestrænu þjóða sem gefa hvað sjaldnast líffæri. Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart og ég efast stórlega um að það hafi mikið með öðruvísi hug- arfar Íslendinga að gera. Það er nú einu sinni þannig að flest- ar vestrænar þjóðir hafa komið upp kerfi sem auðveldar lækn- um að komast að því hvort fólk sem er hugsanlegir líf- færagjafar hafi samþykkt slíka gjöf að því látnu. Það getur líka verið erfitt fyrir aðstandendur viðkomandi að ákveða slíkt ef það hefur aldrei talað um líffæragjöf, auk þess sem fólk er kannski ekki sérstaklega í ástandi til að taka slíkar ákvarðanir rétt eftir að fá fréttir af dauða nákomins ein- staklings. Þegar ég kom fyrst til Dan- merkur var mér gert að finna mér húsnæði svo ég gæti sem fyrst fengið sjúkratrygging- arskírteini. Þegar umsóknin fyrir skírteinið er svo fyllt út er þar reitur sem maður getur merkt við ef maður vill gerast líffæragjafi. Þetta sjúkratryggingarskírteini er merkilegt lítið fyrirbæri í formi kreditkorts með segulrönd sem hægt er að renna í gegn í tölvu á sjúkrahúsum og þá koma allar helstu upplýsingar um mann fram, m.a. hvort maður sé líf- færagjafi. Og þetta bera allir Danir samviskusamlega á sér, ef óhapp skyldi henda þá. Svipað er uppi á teningnum í Bandaríkj- unum þar sem maður getur tekið það fram við gerð ökuskírteinis síns að maður vilji gerast líffæragjafi og það er þá merkt á sjálft kortið. Á Íslandi getur maður gerst líf- færagjafi með því að klippa út miða frá landlæknisembættinu þar sem maður getur skrifað inná hann að maður vilji gefa líf- færi sín við andlát sitt, og geymt hann svo í veskinu sínu. Því miður virkar þetta ekki jafnvel og kerfi ofannefndra landa, því að þar er fólk spurt að þessu við gerð korta sem það mun óhjákvæmilega þurfa að nota (flestir keyra bíl og það eru jú oft ökumenn sem koma til með að gefa líffæri). Við það tækifæri er einnig hægt að upplýsa fólk hvað felst í líffæragjöf og fá enn fleiri til að samþykkja líffæragjöf. Þar að auki er miðinn frá landlækn- isembættinu ekki talinn löggilt skjal. Fólk í heilbrigðisgeiranum get- ur auðvitað strax byrjað á að gera eitthvað í málinu. Mjög margir ganga með blóðgjaf- arkortin sín í veskinu svo hægt sé að sjá í hvaða blóðflokki þeir eru ef þeir skyldu lenda í óhappi. Það væri tilvalið ef á því korti kæmi einnig fram ef blóðgjafi sé sam- þykkur líffæragjöf og myndu þá læknar eða hjúkrunarfræðingar upplýsa fólk um hvað fælist í líf- færagjöf. Nú eða bæklingur land- læknisembættisins um líffæragjöf látinn liggja frammi. Heilbrigðisráðherra ætti þó að gera eitthvað víðtækara þar sem því miður einungis lítill hluti þjóðarinnar gefur blóð. Öku- skírteiniskerfi Bandaríkjamanna myndi líklegast ekki ganga hér því þau þurfa að samræmast stöðlum Evrópusambandsins (geri ég ráð fyrir). Það mætti því taka upp kerfi Dananna enda margir aðrir kostir við sjúkratryggingarskírteini þeirra en bara að sjá hvort fólk sé líffæragjafar. Við þurfum ekki endilega að herma eftir öðrum, en það er víst stór hefð fyrir því að taka upp ósiði stóra bróður í Skandinavíu. Því ekki fylgja for- dæmi hans þegar eitthvað virkar vel. Að mér látnum Páll Vignir Axelsson Bryde fjallar um líffæragjafir ’Mjög margir gangameð blóðgjafarkortin sín í veskinu svo hægt sé að sjá í hvaða blóðflokki þeir eru ef þeir skyldu lenda í óhappi.‘ Páll Vignir Axelsson Bryde Höfundur er læknanemi og skráður líffæragjafi í Danmörku. ALGENGUSTU orsakir vinnu- tengdra heilsufarsvandamála eru stoðkerfisvandamál og sálrænir kvillar. Áætlaður kostnaður vegna þessa er gríðarlegur og hefur m.a. í för með sér fram- leiðslutap, veikinda- fjarvistir, kostnað vegna læknisþjón- ustu, trygg- ingakostnað, tapaða reynslu starfsmanna sem flosna upp frá sínu starfi, kostnað vegna aukinnar starfsmannaveltu og áhrifa á gæðastarf fyrirtækja. Rætt hefur verið um að vegna stoðkerf- isvandamála ein- göngu tapist 0,5–2% af vergri þjóð- arframleiðslu Evr- ópusambandsríkja. Samkvæmt breyt- ingum á lögum um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum nr. 46/ 1980, eða vinnu- verndarlögunum, sem gerðar voru vorið 2003 er fyr- irtækjum nú gert að gera skriflegt mat á áhættu í störfum ásamt skriflegri áætlun um forvarnir og ráðstafanir um öryggi og heilsuvernd starfsmanna. Þessar breytingar sem gerðar voru á vinnuverndarlögunum byggjast að miklu leyti á skuldbindingum Íslendinga vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Áhættumatið felur í sér grein- ingu og mat á vinnuumhverfi þar sem taka þarf tillit til allra þeirra þátta í vinnuumhverfinu sem geta stofnað öryggi og heilsu starfsmanna í hættu. Þegar niðurstöður áhættumats- ins liggja fyrir er gerð áætlun um forgangsröðun úrbóta. Mik- ilvægt er að þær forvarnir sem gripið er til í kjölfar áhættumats tryggi starfsmönnum betri vernd en áður. Það má segja að í nýlega breyttum lögum sé ríkari áhersla lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir en áður og þær leiðir sem lagðar eru til eru líklegar til að tryggja auk- inn árangur í vinnuverndarstarfi fyrirtækja bæði fjárhagslegan en ekki síður heilsufarslegan ábata fyrir starfsmenn. Það sem er einna mik- ilvægast varðandi þessar breytingar er að stjórnendur fyr- irtækja geta nú feng- ið betri yfirsýn yfir þennan málaflokk auk þess sem starfs- mönnum gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum áleiðis. Nú er fyrirtækjum auk þess heimilað að leita ráðgjafar fag- aðila sem stunda einkarekstur á sviði vinnuverndar en fyrir lagabreytingu var ætlast til þess að heilsugæslan í land- inu sinnti þessu hlut- verki. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á vinnuverndarlög- unum eru fagnaðar- efni fyrir starfsmenn í landinu, fyrirtækin og ekki síður þá aðila sem hafa látið sér annt um vinnuvernd- arstarf fyrirtækja. Í nútíma samfélagi skiptir eðli og skipu- lag vinnunnar stöðugt meira máli. Fyrirtæki og atvinnulífið hafa leitað leiða til að hagræða í sín- um rekstri m.a. með því að nýta til fullnustu þær tækniframfarir sem orðið hafa sl. áratugi. Nú er mikilvægt fyrir fyrirtækin í land- inu að nýta þá þekkingu sem orð- ið hefur til á sviði vinnu- og heilsuverndar starfsmanna og nýta þá þekkingu til að ná fram hagræðingu á því sviði. Sú hag- ræðing snýst að mestu leyti um það að starfsfólk hafi verkefni við hæfi, aðstæður við hæfi og líði vel á sínum vinnustað. Áhættu- mat er verkfæri til að meta þessa þætti. Fjölmörg fyrirtæki hafa nú átt- að sig á því að það er arðsamt að fjárfesta í vinnuvernd. Áhættumat og vinnuvernd Valgeir Sigurðsson fjallar um áhættumat og vinnuvernd Valgeir Sigurðsson ’Áhættumatiðfelur í sér grein- ingu og mat á vinnuumhverfi þar sem taka þarf tillit til allra þeirra þátta í vinnu- umhverfinu sem geta stofnað ör- yggi og heilsu starfsmanna í hættu.‘ Höfundur er sjúkraþjálfari og verkefnisstjóri Gáska-vinnuverndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.