Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er full ástæða til að óska konum til hamingju með alþjóða kvennadaginn hinn 8. mars sl. Í Morgunblaðinu þann dag var sögð sé frétt að af öllum málum í Evrópusambandinu væri jafnrétti kynjanna minnst í launamálum. Svipuðu hefur ver- ið haldið fram hér á landi. Launamunur kynjanna er víða í hinum vestræna heimi áætlaður um 15%. En er launamunur mesta kynjamisréttið, þ.m.t. á Íslandi ? Á Íslandi búa börn í yfir 90% tilvika hjá móður eftir skilnað. Af 12.000 meðlags- greiðendum eru um 97% karlar. Á Íslandi greiða feður heimsins hæstu lágmarksmeðlög og um einn af hverjum þremur meðlags- greiðendum er í van- skilum. Þessir karl- menn hrekjast í neðanjarðarhag- kerfið, þ.e. í svarta vinnu, og það skilar engum tekjum til hins opinbera. Í 18. gr. Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna, segir „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meg- inregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska…“ Hér á landi er sameiginleg forsjá ekki sjálfkrafa við skilnað. Jafnvel þótt foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað, þá hefur það foreldri sem barnið hef- ur lögheimili hjá, oftast móðir, stöðu forsjárforeldris og faðirinn stöðu forsjárlauss foreldris. Sú leið að annað foreldið greiði með- lag styrkir þá gömlu ímynd kynjanna að annað foreldrið sé fyr- irvinna (karlinn) og hitt uppalandi (kon- an). Sameiginleg forsjá á Íslandi er því fín í orði en rýr á borði. Sameiginlegir hags- munir beggja foreldra og barnsins er að báð- ir foreldrar hafi alltaf mikið hlutverk í lífi barnsins. Foreldra- jafnrétti mun leiða til launajafnréttis, það er þó spurning hvort hænan eða eggið komi fyrst. Ef forsjárforeldri, sem er oftast móðir, hamlar umgengni þá eru úrræði fá og stað- reyndin er sú að mæð- ur komast upp með að hamla umgengni í lengri eða skemmri tíma. Eftir standa feður varnarlitlir og geta þurft að búa við að mæður hafa svert föð- urímyndina í huga barnsins. Slíkt er ofbeldi af hendi móður gagn- vart barni og föður. Til að leysa ágreiningsmál í sifjamálum eins og úrskurð um meðlag og umgengni, þá þarf að leita til sýslumannsembættanna. Samkvæmt www.syslumenn þá starfa hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík fjórtán konur í Sifja- máladeild og enginn karl, í Kópa- vogi fimm konur og þrír karlar, á Akureyri ein kona. Það kemur ekki fram hver skiptingin er hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Það eru því oftast konur, sem úrskurða í deilum karls og konu. Það hefur víða komið fram að körlum finnst þeir mæta fordómum hjá embætt- ismönnum, það má lesa í bókinni Áfram foreldrar, og félagsmenn í Félagi ábyrgra feðra upplifa slíkt reglulega. Ef einstaklingar kæra úrskurð sýslumannsembættanna þá fer sú kæra til Einkamálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins og þar eru 4 af 5 starfsmönnum konur. Einkamálaskrifstofa hefur áður skrifað leiðbeiningar fyrir sýslu- menn hvernig túlka eigi lög og reglugerðir. Með áfrýjun til Einkamálaskrifstofu verður það embætti úrskurðaraðili í mál- efnum á lögum sem það hefur áð- ur túlkað. Þetta hlýtur að vera ákaflega óheppileg stjórnsýsla. Sú staðhæfing að segja að kynjamisrétti sé mest í launa- málum stenst ekki. Jafnrétti kynjanna er minnst í sifjamálum, þegar kemur að forsjá og umgengni og þar hallar á karla. Þeim er aftur á móti gert að greiða heimsins hæstu lágmarks- meðlög. Þetta er hin hliðin á jafnréttisumræðunni sem fáir ræða. Jafnrétti kynjanna er minnst í sifjamálum Gísli Gíslason og Garðar Baldvinsson fjalla um stöðu forsjárlausra feðra ’Jafnrétti kynjanna er minnst í sifja- málum en ekki í launa- málum.‘ Gísli Gíslason Höfundar eru formaður og ritari Félags ábyrgra feðra. Garðar Baldvinsson UNDIRRITAÐUR skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 23. mars sl. sem bar heitið „Vinnu- brögð Umferð- arstofu“. Sigurður Helgason svarar grein minni fyrir hönd Umferð- arstofu daginn eftir með greininni „Hagur almennings skiptir mestu“. Sigurður Helgason segir að ég fari með „dæmalausar rang- færslur“. Sigurður ætti að kynna sér hlutina betur áður en hann ásakar menn um rangfærslur. Ég skil vel afstöðu hans, en sannleikanum verða menn sárreiðastir. Hann fer ekki rétt með í greininni og svarið er ekki í samræmi við grein mína. Með þessum skrifum mínum var ég að benda á að það er stórt gat í því kerfi sem kallast umferðarör- yggi á atvinnubifreiðum. Kerfið virkar ekki vegna þess að eftirlits- þáttinn vantar og lög og reglur ná ekki nema til hluta af þessu kerfi, því það vantar skilgreiningu á því hver séu mörkin á milli atvinnu- stétta. Ég nefni í grein minni að Um- ferðarstofa tali ekki um neitt ann- að en bílbelti og notkun þeirra. Bílbelti eru ekki forvörn heldur til að draga úr áhrifum slysa. Um- ferðarstofa virðist lítið sem ekkert tala um forvarnir í sínum áróðri til þjóðarinnar. Sigurður Helgason talar um að ég fullyrði að notkun bílbelta bjargi ekki mannslífum. Það segi ég ekki. Bílbelti geta bæði orðið tjónvaldar og bjargað manns- lífum, það fer eftir að- stæðum hverju sinni. Að alhæfa eitthvað, sem við vitum ekki um, á ekki rétt á sér. Varðandi umferð- arfræðslu Umferð- arstofu þá er hún hvorki fugl né fiskur og ég tel henni best borgið í skólum lands- ins því að Umferð- arstofa leggur of mikið upp úr kostn- aðarhlið málsins og almenningur er hafður að féþúfu. Ökumenn breyttra jeppa- bifreiða, sem gera fjallaakstur (eða túristaakstur) að atvinnu þurfa ekki meirapróf, þó svo að það sé tekið fram í umferð- arlögum, því að greiðsla fyrir aksturinn fer ekki fram í bifreið- inni sjálfri, heldur t.d. gegnum annan og þriðja aðila, svo sem ferðaskrifstofur, hótel, bílaleigur og bílaumboð. Allir þessir aðilar hafa notað sér þetta og aka sínum viðskiptavinum. Máli mínu til stuðnings þá eru til lögreglu- skýrslur um þessi mál. Þarna er gat í kerfinu að mínu mati. Ég fékk álit Umferðarstofu á sínum tíma um sérútbúnar bifreið- ar, t.d. til fjallaferða. Umferð- arstofa var sammála mér um að þessi akstur jeppabifreiða ætti einungis við fjallaferðir. Ég bað Umferðarstofu um að- stoð í þessu máli, hvað hefur gerst í málinu? Ekkert. Umferðarstofa forðast að nefna þessa hluti á nafn. Mikið breyttir jeppabílar koma nánast strípaðir í skoðun og jafn- vel ekki með stuðara, þarna er verið að halda þyngd bílsins í lág- marki. Eftir að þessir bílar hafa verið skoðaðir er hlaðið á þá alls konar aukahlutum, langt umfram eigin þyngd bílsins. Eftirlitsþátt- urinn er lítill sem enginn, lög og reglur ná aðeins til hluta af þessu kerfi sem er til staðar, en það þarf einhvern til að framfylgja þeim. Á meðan vísar hver á annan. Þetta eru staðreyndir sem allir gera sér grein fyrir nema Umferð- arstofa og þeir sem eiga að sjá um þessa hluti. Og því segi ég að hagsmunaaðilar ráði því sem þeir vilja ráða í öryggismálum á Um- ferðarstofu. Öryggi bifreiða – hagur almennings skipti mestu Jón Stefánsson fjallar um akstur sérútbúinna bifreiða og svarar grein Sigurðar Helgasonar ’Eftirlitsþátturinn erlítill sem enginn, lög og reglur ná aðeins til hluta af þessu kerfi sem er til staðar …‘ Jón Stefánsson Höfundur er leigubílstjóri. STJÓRNVÖLDUM á hverjum tíma ber skylda til að tryggja þegnum sínum góð menntunartækifæri og lífsafkomu. Það eru gömul sannindi og ný. Nú standa fyr- ir dyrum breytingar á námsskipan í skóla- kerfinu sem hafa þessi sannindi að leiðarljósi. Þær breytingar sem menntamálaráðherra boðar nú byggjast í senn á traustum grunni sem fyrir er og þeirri staðreynd að á undanförnum ár- um hafa aðstæður til náms breyst og möguleikar skapast til frekari umbóta. Á undanförnum áratug hefur kennslu- stundum á grunn- skólastigi fjölgað um 2310 og um 104 á ári á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir í raun, að kennslustundum frá grunnskóla til loka stúdentsprófs hefur á einum ára- tug fjölgað um 20,3% eða um tæp 3 skólaár. Hluti þeirrar aukningar stafar af þeim 10 skóladögum sem sveit- arfélögin bættu við skólaár grunn- skólans í kjarasamningum árið 2001 en jafnvel þótt við lítum fram hjá þessum 10 dögum, hefur kennslustundum fjölgað sem nem- ur rétt rúmum tveimur skólaárum. Það er því ekki að ástæðulausu að flestir stjórnmálaflokkar hafa styttingu námstíma á stefnuskrá sinni og að stjórnvöld leggi nú til endurröðun á viðfangsefnum skólastiganna. Fjölgun kennslustunda und- anfarin ár hefur að mestu farið í kennslu í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði og því liggur beint við að dreifa viðfangsefnum þess- ara greina með öðrum hætti á skólastigin. Með því og ef nem- endur framhaldsskóla sitja að meðaltali 37 kennslustundir á viku í stað 35 og lengja kennslutíma framhaldsskólans um viku á önn, skapast svigrúm til að stytta námstíma til stúdentsprófs úr 14 árum í 13, án þess að slá af þeim kröfum sem háskólar gera til prófsins. Háskólar hafa gefið það út að við undirbúning fyrir háskólanám sé kunnátta í íslensku, ensku og stærðfræði mikilvægust, auk góðr- ar almennar menntunar og agaðra vinnubragða. Í hugmyndum um breytta námsskipan til stúdents- prófs er lögð enn ríkari áhersla á þessar námsgreinar. Þegar menn halda því fram að um skerðingu sé að ræða í þessum greinum líta þeir ekki á skólastig- in sem eina heild heldur einblína á framhaldsskólastigið. Það er hugsun sem við verðum að láta víkja en hugsa um skóla- göngu ungra Íslendinga sem eina heild frá leikskóla til framhalds- skóla, enda sækja yfir 90% þeirra nám á öllum þremur skólastig- unum. Í Pisakönnunum á stærð- fræðikunnáttu og lestri hafa ís- lenskir 15 ára nemendur komið ágætlega út. Niðurstaðan hefur m.a. sýnt að hlutfallslega fáir eru mjög getulitl- ir eða í lægsta flokki en því miður eru hlutfallslega fáir mjög góðir eða í efsta flokki. Þetta bendir til þess að bráðgerir nemendur búi við skort á ögrandi verkefnum eða jafnvel almennan verkefnaskort. Samstarf nokkurra grunnskóla og framhaldsskóla hefur farið vaxandi undanfarin ár þannig að nemendur grunn- skóla geta valið sér tiltekna byrjunar- áfanga í framhalds- skóla. Flestir velja sér byrjunaráfanga í ensku og stærðfræði enda er skörun náms- efnis á milli skólastiga þar mjög mikil. Þetta samstarf er lofsvert en til að tryggja að allir nemendur sitji við sama borð og til að nýta tíma þeirra betur er nauðsynlegt að endurraða við- fangsefnum eins og lagt er til. Sumir þeir sem gagnrýnt hafa hug- myndir um að stytta námstíma til stúdents- prófs benda á að nem- endur í áfangakerfi geti ráðið námshraða sínum og lokið stúd- entsprófi á þremur eða þremur og hálfu ári samkvæmt núgildandi aðalnámskrá og því þurfi engu að breyta. Það er rétt að möguleikinn er fyrir hendi í áfangaskólum en staðreyndin er sú að mjög fáir nýta sér þann möguleika enda er hann í fæstum skólum aðgengileg- ur. Þannig hafa aðeins 30–35 nem- endur á ári lokið stúdentsprófi á þremur árum undanfarin ár og 130–140 á þremur og hálfu ári af þeim liðlega 2000 sem ljúka stúd- entsprófi á ári samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands. Einn- ig er mögulegt samkvæmt grunnskólalögum að ljúka grunn- skólanámi í 9. bekk. Aðeins sárafáir hafa nýtt sér þann möguleika á undanförnum árum. Leiðir að því marki eru ekki skýrar og flestir velja að fylgja skólafélögum sínum á annað skólastig. Sú breyting sem nú er boðuð ber með sér mörg tækifæri til um- bóta í skólastarfi landsins svo sem bætta kennaramenntun og aukna áherslu á endurmenntun kennara. Hún auðveldar einnig nemendum að komast fyrr í sérhæft nám á háskólastigi þannig að menntun þeirra nýtist fyrr og ævitekjur hækki. Auk þess tryggir hún að ís- lenskir stúdentar geti hafið há- skólanám á svipuðum aldri og jafnaldrar þeirra á Evrópska efna- hagssvæðinu og það eitt bætir samkeppnisstöðu þeirra á erlendri grundu. Nú stendur yfir endurskoðun á aðalnámskrám leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla og einnig á námskrám starfsnámsbrauta á framhaldsskólastigi. Ég hvet alla, jafnt skólafólk, stjórnmálamenn sem og aðra til að kynna sér skýrslu starfshópa um málefnið á vef menntamálaráðu- neytisins www.menntamalaradu- neyti.is og standa saman um þess- ar þörfu breytingar á íslensku menntakerfi. Mikilvægt er að við vinnum öll saman af heilum hug að þeim úrlausnarefnum sem breytingunum fylgja. Breytt námsskip- an til stúdents- prófs – aukin sam- fella í skólastarfi Oddný Harðardóttir fjallar um styttingu náms til stúd- entsprófs Oddný Harðardóttir ’Mikilvægt erað við vinnum öll saman af heilum hug að þeim úrlausn- arefnum sem breytingunum fylgja.‘ Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.