Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 19 MINNSTAÐUR Reykjanesbær | Hið árlega Erlings- kvöld Bókasafns Reykjanesbæjar var haldið í Listasafni Reykjanes- bæjar sl. fimmtudagskvöld, en þessi kvöld eru helguð listamanninum Erlingi Jónssyni. Erlingur fagnaði nýlega 75 ára afmæli sínu, og ákvað af því tilefni að vera viðstaddur Erlingskvöldið þetta árið. Fjöldi gesta kom til að hlýða á upplestur og tónlistaratriði, auk af- mælisávarpa frá vinum Erlings, og var húsfyllir í Listasafninu þetta kvöld, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Einnig var þeim nemendum í Myllubakkaskóla sem þóttu skara fram úr í ritgerðar- samkeppni afhent í fyrsta sinn af- steypa af Laxnessfjöður Erlings sem ætlað er að styðja við íslenska tungu. Verðlaunahafar voru að þessu sinni Sædís Hulda Aðalbjörnsdóttir 9. bekk og Davíð Már Gunnarsson 10. bekk en að auki hlaut Myllu- bakkaskóli viðurkenningu sem Brynja Árnadóttir skólastjóri veitti viðtöku. Gert er ráð fyrir að fjöðrin gangi á milli skóla og hefur verið ákveðið að speglunarskóli Myllu- bakkaskóla, Austurbæjarskóli, muni næst veita nemendum sínum viðurkenningu fyrir gott vald á ís- lensku máli. Að Erlingskvöldi í ár stóðu Bóka- safn Reykjanesbæjar, menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar og áhuga- hópur um Listasafn Erlings Jónssonar. SUÐURNES LANDIÐ Fjöldi góðra gesta Erlingur Jónsson listamaður var hrókur alls fagnaðar á Erlingskvöldinu í Listasafninu. Húsfyllir á Erlingskvöldi Vík | Þótt ferðamannatíminn sé ekki hafinn, og allra veðra von á landinu, eru erlendir ferðamenn á ferðinni víða um land. Þessir erlendu gestir voru að skoða stuðlabergið í Reynis- fjöru og Reynisdranga í Mýrdal þegar ljósmyndari átti leið hjá, og virtust vel búnir, enda kalt þó sól skini í heiði. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skoðuðu stuðlabergið Stykkishólmur | Unnið er að fullum krafti við stækkun hótelsins í Stykk- ishólmi. Byggð verður ný þriggja hæða álma við hótelið með 45 her- bergjum. Fjölgar herbergjum á hót- elinu við það um meira en helming. Herbergin í nýju álmunni eiga að vera tilbúin í júní, þó ekki líti bein- línis út fyrir það þegar aðeins eru komnir útveggir fyrstu hæðarinnar. Dagbjartur Harðarson, verkstjóri framkvæmdanna, segir að enn sé miðað við júní. „Það er góður mögu- leiki, en það dugar ekkert hangs, því þegar er farið að bóka gesti í her- bergi og þeir taka það ekki mál að bíða lengi eftir okkur.“ Stefnt er á að fyrsta hæðin verði tilbúin í lok maí og svo næstu hæðir nokkrum vikum seinna. Dagbjartur segir að veggir og gólf séu steyptar einingar frá Loftorku í Borgarnesi og það sé fljótlegt að raða eining- unum saman. Baðherbergin eru til- búnar einingar sem koma frá Sví- þjóð og eru þau sett strax niður á sinn stað. „Það vantar bara klósett- pappírinn og klósettburstann, en að öðru leyti eru þau tilbúin,“ segir Dagbjartur um leið og hann opnar inn á eitt baðherbergið og sýnir hvernig þar er innanhorfs. Klárað fyrir golfsumarið „Ég er búinn að skipuleggja golfið hjá mér í sumar,“ segir Dagbjartur „Þar er júlímánuður frátekinn svo það er pressa á mér að ljúka hót- elbyggingunni fyrir þann tíma og við það verður staðið.“ Þeir sem fylgjast með fram- kvæmdum eiga bágt með að trúa orðum verkstjórans, en láta þó fylgja að aldrei skuli maður segja aldrei. Tíminn leiðir svo sannleikann í ljós. Baðherbergin komu í heilu lagi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stækkun „Gjörðu svo vel, það vantar bara klósettpappírinn,“ segir Dag- bjartur Harðarson verkstjóri og opnar dyrnar að nýja baðherberginu. Mývatnssveit | Nú er hafin stækkun búningsaðstöðu við Jarðböðin. Við- bótin verður um 200 fermetrar og áætlaður kostnaður um 20 milljónir króna. Með þessu er brugðist við mikilli aðsókn að böðunum. Fyrstu þrjá mánuði ársins komu u.þ.b. 6.500 gestir í Jarðböðin og er það í takt við áætlanir. Í sumar er gert ráð fyrir að 16–18 starfsmenn verði við böðin. Það sem nú er mest aðkallandi að dómi Stefáns Gunnars- sonar framkvæmdastjóra er að fá uppbyggðan veg að böðunum, en nú er þangað aðeins bráðabirgðavegur. Á dögunum var tekin fyrsta skóflustungan að stækkun baðanna, en það var Pétur Snæbjörnsson, for- seti Baðfélags Mývatnssveitar, sem brá skóflu í svörð. Morgunblaðið/BFH Jarðböðin bæta við sig Heimsferðir bjóða beint flug til Bologna alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum á Rimini. Bókaðu núna og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.595 Flugsæti með sköttum m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 7. júlí. Netverð. Bílaleigubíll frá kr. 2.400 Netverð á dag m.v. bíl í A-flokki í 7 daga eða meira með ótakmörkuðum akstri, kaskó- og þjófnaðartryggingu. Munið Mastercard ferðaávísunina Bologna Hjarta Ítalíu frá kr. 23.595 Alla fimmtudaga í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.