Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upplýsingatækni og þriðja iðnbyltingin í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á morgun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfrandi yfirlýsing frá lyfjafræðingum hjá Lyfjaþjón- ustu Landspítala – háskólasjúkrahúss (áður Lyfjasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss). „Nú undanfarna daga hefur verið fjallað um stöður sviðstjóra á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í fjölmiðlum vegna gagnrýni tólf yf- irlækna sem draga í efa að skipurit stofnunar- innar sé í samræmi við lög. Í svari setts forstjóra þar sem hann lýsir þeirri skoðun að allt sé þetta lögum samkvæmt kemur einnig fram að hann telji spítalann uppfylla samning stofnunarinnar og Háskóla Íslands með því að sviðstjórarnir hafi allir akademískt hæfi svo sem kveðið er á í samningnum. Allt frá árinu 2002 hafa lyfjafræðingar á LSH mátt búa við það að heyra undir sviðstjóra sem uppfyllir ekki kröfur um akademískt hæfi, upp- fyllir ekki lagaskilyrði um starfsmenntun, þ.e. er ekki lyfjafræðingur heldur viðskiptafræð- ingur, og getur með engu móti leitt þá til fag- legrar sóknar og framfara. Hafa stjórnendur stofnunarinnar farið hvern kollhnísinn á fætur öðrum til að smeygja sér fram hjá bæði lands- lögum og samningum. Fyrst með því að nota heitið lyfjasvið um þá starfsemi sem eðli máls- ins samkvæmt er nefnt sjúkrahúsapótek í lög- um, einungis í þeim tilgangi að sneiða fram hjá 37. gr. lyfjalaga, og svo síðar með því að breyta heitinu í lyfjaþjónustu LSH þegar Háskólinn gerði athugasemdir við samningsbrot af hálfu spítalans þar sem sviðstjórinn uppfyllti ekki kröfur um akademískt hæfi, sbr. ályktun há- skólaráðs frá 16. október 2003 þar sem segir: „Fyrir liggur að LSH hefur brotið samstarfs- samning HÍ og LSH. Háskóli Íslands sættir sig ekki við þetta brot og fer þess formlega á leit við Landspítala – háskólasjúkrahús að ráðning sviðstjóra lyfjasviðs verði endurskoðuð með til- liti til gildandi samstarfssamnings HÍ og LSH.“ Þessa síðastnefndu nafnbreytingu kallaði sett- ur forstjóri skollaleik þegar hann kynnti hana ásamt breytingum á sviðakerfi spítalans á opn- um fundi með starfsmönnum. Nú kunna að vera einhver lagaleg álitaefni í máli þessu sem ekki fæst skorið úr nema fyrir dómstólum, en það er fáheyrt að ætla sér að stjórna þekkingarstofnun eins og LSH með því að vísa starfsmönnum á dómstóla til að fá leyst úr ágreiningi og keyra málin áfram með þeim hætti sem stjórnendur LSH hafa gert. Há- tæknisamfélag framtíðarinnar verður ekki byggt upp með því að valta yfir fagþekkingu og virða vilja hæfustu starfsmanna að vettugi. Þá er það með ólíkindum að stjórnvöld skuli halda áfram að skella skollaeyrum við þessu athæfi og reyna að stinga mönnum svefnþorn með því að vísa því frá einni stofnun til annarrar og þykjast ekki geta svarað vegna þessa að málin séu í at- hugun ýmist hér eða þar. Á það skal bent að dæmt var í hliðstæðu máli í Svíþjóð þar sem niðurstaðan var að einungis lyfjafræðingur gæti veitt apóteki forstöðu. Þá hefur verið fjallað um þetta mál erlendis og það vakið furðu eins og vonlegt er um slíka forneskju frá tímum ein- veldisins. Í greinaflokki sem birtist í British Medical Journal fyrir nokkrum árum var kannað hvern- ig tekist hefði til með sameiningu spítala. Í fjórðungi tilfella var metið svo að vel hefði tek- ist til en í þremur fjóru hefði sameiningin mis- heppnast á einhvern hátt, ekki síst vegna þess að starfsmenn hefðu ekki verið hafðir með í ráð- um. Við skorum á stjórnvöld að koma málum í þann farveg að LSH geti orðið það framsækna háskólasjúkrahús sem menn tala gjarna um í hátíðarræðum, og leysi mál sjúkrahúsapóteks- ins í samræmi við landslög með faglegar kröfur og lýðræðislega hugsjón að leiðarljósi. Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir Elín I. Jacobsen Ellert Ág. Magnússon Guðrún Indriðadóttir Hulda Harðardóttir Ingibjörg Gunnþórsdóttir Kristján Linnet Kristín Ingvarsdóttir Kristín Loftsdóttir Sigrún Valdimarsdóttir Smári Björgvinsson Þórir Benediktsson Þórunn K. Guðmundsdóttir“ Af sviðstjórum og meðferð valds AÐ MATI framkvæmdanefndar um einkavæðingu yrði aðskilnaður grunnnets Símans frá annarri starf- semi afar kostnaðarsöm aðgerð og myndi kostnaðurinn annaðhvort leiða til hærra verðs fyrir neytendur eða til þess að endurnýjun og uppbygging yrði hægari. Enn fremur fengist lægra verð fyrir Símann. Málið sé flókið og mikil óvissa ríki um útkom- una, álitamál væri hvað tilheyrði grunnnetinu og engin fordæmi væru fyrir slíkum aðskilnaði við einkavæð- ingu í öðrum löndum. Eins og kunnugt er mælti nefndin með því að Síminn yrði seldur í einu lagi, grunnnetið væri sem sagt ekki aðskilið. Í skýrslu nefndarinnar sem lögð var fram á föstudag er farið yfir ýmis rök með og á móti. Hér á eftir verður fjallað um þau helstu. Er óhætt að segja að nefndin telur að- skilnað grunnnetsins vera afleita hugmynd. Nefndin telur í fyrsta lagi víst að aðskilnaður myndi taka langan tíma, myndi tefja sölu Símans og ótvírætt draga úr áhuga fjárfesta á fyrirtæk- inu. Markaðsaðstæður virtust góðar um þessar mundir þannig að góðar líkur væru á að gott verð fengist fyrir Símann en óvíst væri að svo verði eft- ir fáein ár. Með því að selja Símann í einu lagi væri nokkuð tryggt að hærra verð fengist fyrir hann og þar með hefði ríkið meiri fjármuni til að ráðast í uppbyggingu á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki sæju sér ekki hag í slíkri uppbyggingu. Varðandi áhyggjur um að grunn- netið á landsbyggðinni verði ekki byggt upp segir að ef um svokallaða alþjónustu væri að ræða væri hægt að byggja upp fjarskipti með úthlutun úr jöfnunarsjóði. Að auki hefði sam- gönguráðherra heimild til að koma á sértækri fjarskiptaþjónustu, m.a. vegna byggðarsjónarmiða, og í slík- um tilfellum semji Póst- og fjar- skiptastofnun við fjarskiptafyrirtæki í kjölfar útboðs. Ríkið getur styrkt uppbyggingu Í skýrslunni segir að því hafi verið haldið fram að þegar einkafélag taki við rekstri grunnnetsins gæti það hætt allri uppbyggingu nema þar sem hagnaðar sé að vænta. Ef nýr eigandi teldi að ekki væru forsendur til að byggja upp grunnnet á tilteknum stöðum þá þurfi að meta hvort þjón- ustan sé þess eðlis að ríkinu beri að styrkja hana. Í slíkum tilfellum væri hægt að beita fyrrnefndum jöfnunar- aðgerðum og veita fé til að bæta úr þjónustunni. Nefndin telur ólíklegt að nýr eigandi Símans myndi draga úr nýtingu þeirra með því að minnka framboð á grunnnetsþjónustu á landsbyggðinni. Þær einingar sem geta talist til grunnnets eru yfirleitt dýrar í innkaupum og uppbyggingu en ódýrar í rekstri. Aukin eftirspurn eftir þjónustu auki notkun grunn- netsins og því sé hvati til uppbygg- ingar um land allt en aðskilnaður gæti beinlínis dregið úr þessum hvata. Þá bendir nefndin á að af sam- keppnisástæðum sé óheimilt að nota hagnað af einni markaðsráðandi starfsemi til að bæta upp aðra, óháð eignarhaldi. Verði tap af einhverjum þáttum grunnnetsins þyrfti hvort sem er að grípa til aðgerða til að bæta úr því, t.d. með því að hækka verð. Þetta eigi við hvort sem þjónustan sé hjá Símanum, í eigu nýrra eigenda eða hjá sérstöku grunnnetsfyrirtæki. Ef stofnað yrði nýtt fyrirtæki um rekstur grunnnetsins þyrfti slíkt fyr- irtæki að taka á sig margar kvaðir sem Síminn losnaði við. Með því feng- ist engin samlegð í rekstri stoðdeilda, yfirstjórnar, aðstöðu eða annars og því mætti búast við að grunnnets- þjónustan yrði dýrari. Þar af leiðandi yrðu neytendur að greiða hærra verð. Jafn aðgangur verði tryggður Að undanförnu hefur OgVodafone oft kvartað undan því að Síminn sé fljótari að afgreiða pantanir vegna sinna viðskiptavina en viðskiptavina keppinautanna. Þá hefur það verið gagnrýnt hve langan tíma það taki að fá niðurstöðu í kærumálum. Í skýrslu nefndarinnar segir að lög eigi að tryggja jafnan aðgang að grunnnets- þjónustu. Nefndin telur að hægt sé að bæta úr þessu með tiltölulega einföld- um aðgerðum, vinnureglum og mæl- anlegum viðmiðum og hafa viðurlög ef ekki er farið eftir þeim. Keppinautar Símans hafa einnig bent á að fyrirtæki sem hafi umráð yfir grunnnetinu geti verðlagt þá út af markaðnum og haft óeðlilegan að- gang að upplýsingum um markaðs- áform þeirra. Nefndin telur að ef þetta sé rétt hafi Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun ýmis úrræði til að grípa inn í og beita við- urlögum. Raunar bendi ekkert til að þetta sé stundað af hálfu Símans. Samkeppni verður að ríkja Bent hefur verið á þann möguleika að sameina grunnnet Símans, Og- Vodafone, Orkuveitu Reykjavíkur, RÚV, Farice og fleiri slík í eitt lands- net sem yrði í eigu ríkisins en þar með yrði til tiltölulega stórt og stöndugt félag. Nefndin bendir á hinn bóginn á að EES-samningurinn geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta og því álitamál hvort slíkt stæðist lög. Fjar- skiptafyrirtæki víðast hvar í Evrópu hafi verið seld úr ríkiseigu á síðustu árum. Nefndin bendir á að þar hafi grunnþjónusta ekki verið skilin frá fjarskiptafyrirtækjunum. „Einhverra hluta vegna hefur ekki þótt ástæða til þess, það ekki þótt gerlegt, hag- kvæmt eða einfaldlega ekki verið til umræðu. Reyndar er ekki vitað til að það hafi nokkurs staðar verið gert,“ segir í skýrslunni. Vandséð sé hvers vegna slíkt ætti frekar við hér á landi. Að lokum bendir nefndin á að GSM dreifikerfi Símans teljist á vissan hátt vera grunnnet þar sem önnur fjar- skiptafyrirtæki fái aðgang að því kerfi og þurfi því ekki að reisa sína eigin senda um allt land. Því væri sú krafa eðlileg að símstöðvarkerfi eða farsímakerfi, annars staðar en á þétt- býlustu svæðunum, yrðu talin hluti grunnnetsins ef heildsölusjónarmið ættu að ráða. „Ef farsímaþjónusta og talsímaþjónusta yrðu skilin frá Sím- anum þyrfti að kljúfa fyrirtækið lóð- rétt á mjög tæknilega flókinn hátt en það væri vart gerlegt vegna kostn- aðar og umfangs,“ segir í skýrslunni. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu lagðist gegn aðskilnaði grunnnetsins frá Símanum Netið hvergi aðskilið við einkavæðingu Morgunblaðið/Árni Torfason Einkavæðingarnefnd er andvíg því að skilja grunnnetið frá Símanum. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.