Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 25 Evrópusambandið hefur nútækifæri til að sýna fram á aðsambandið sé ekki byggt ákristnum gildum heldur sé um að ræða opið samfélag þar sem ekki fari fram barátta milli ólíkra menningar- heima heldur samræða þeirra,“ segir dr. Haluk Günugur, lögfræðiprófessor frá Izmir í Tyrklandi. Hann flutti erindi um væntanlegar aðildarviðræður Tyrkja og Evrópusambandsins í Reykjavík á mánudag. Günugur er tæplega sextugur og lauk doktorsprófi í Evrópurétti í Frakklandi 1975, hann gegnir mörgum ábyrgðar- störfum fyrir stjórn lands síns. Hann kom hingað til lands fyrir tilstuðlan Evr- ópusamtakanna íslensku. Sjálfur er hann forseti hliðstæðra samtaka í landi sínu og verður einn af helstu ráðgjöfum stjórnvalda í Ankara í aðildarviðræðun- um sem hefjast eiga í október. „Helsti vandinn við aðild okkar, séð með augum Evrópumanna, er stærð þjóðarinnar, í Tyrklandi búa nú um 69 milljónir manna,“ segir Günugur. „Það mun taka sambandið nokkurn tíma að taka við svo stórri þjóð. En þar að auki telja sumar þjóðir að tyrknesk menning sé svo ólík því sem gerist í Evrópu og benda á að Tyrkir séu íslamstrúar. En staðreyndin er að Tyrkland er ekki ísl- amskt ríki, ríkið sjálft er veraldlegt. Engin ríkistrú er í Tyrklandi og ekki kveðið á um neitt slíkt í stjórnarskránni. Þessar áhyggjur margra Evrópumanna byggjast því ekki á staðreyndum.“ – Stjórnarflokkurinn í Tyrklandi leggur áherslu á gildi íslams. Er hætta á að því að einhvern tíma muni aðild Tyrk- lands valda því að sharia, lögum músl- íma, verði smyglað inn í evrópska lög- gjöf? „Stjórnarflokkurinn er hlynntur ísl- am. En ekki er um að ræða raunveru- legan íslamistaflokk heldur miklu frem- ur lýðræðislegan íhaldsflokk. Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og flokkur hans fengu um 66% atkvæða í síðustu þingkosningum sem er geysi- lega öflugur meirihluti og gefur honum færi á að stjórna af öryggi. Þannig hefur honum tekist auðveldlega að fá sam- þykkt fjölmörg lög sem voru skilyrði þess að Tyrkland gæti hafið aðildarvið- ræður við ESB. Ég minni á að flokkur Erdogans á nú samflot með kristilegum demókrata- flokkum á þingi ESB. Hann er því ekki íslamistaflokkur. Það er engin hætta á því að einhvern tíma muni hefðbundinn íslamistaflokkur ná völdum í landinu og hætt verði að keppa að aðild. Þetta er ekki stefna sem tekur breytingum eftir því hvaða ríkisstjórn er við völd heldur stefna ríkisins. Grunnurinn að tengslum við Vesturlönd var lagður í tíð Atatürks sem stofnaði veraldlegt lýðveldi í Tyrk- landi 1923. Farmiðinn til Evrópu gildir aðeins í eina átt.“ Lögregla ræðst á konur – Fyrir nokkrum vikum börðu lög- reglumenn fólk í kröfugöngu kvenna í Istanbúl. Hvernig er staða mannrétt- inda í Tyrklandi núna? „Samtök mín sendu frá sér yfirlýs- ingu þar sem við fordæmdum þetta at- hæfi lögreglunnar. Þessi ganga var að hluta til skipulögð ögrun vegna þess um þetta leyti voru staddir í landinu helstu talsmenn ESB þetta misserið. Sama dag stóðu talsmenn Kúrda í Tyrklandi einn- ig fyrir mótmælum og sumir þátttak- endur fóru að hrópa vígorð til stuðnings kúrdískum hryðjuverkasamtökum og leiðtoga þeirra, Abdullah Öcalan, sem er í fangelsi. Því miður fóru lögreglumenn að berja konurnar og það var ójafn leikur. Þarna var beitt mikilli harðneskju og í engu samræmi við tilefnið. Fulltrúar ESB sögðu framferði af þessu tagi algerlega óviðunandi og það er það svo sannarlega líka fyrir mig og Evrópusamtökin okkar. Margt var lengi aðfinnsluvert í sam- bandi við mannréttindi í Tyrklandi en við höfum nú tekið upp margvísleg lög á þessu sviði til að tryggja þessi réttindi. Við höfum síðustu tvö árin samþykkt alla viðauka Mannréttindasáttmála Evr- ópu og hlítum úrskurðum Mannrétt- indadómstólsins, þar á meðal banni við pyntingum og lögum gegn misrétti kynjanna og spillingu. Stundum hafa þó komið upp vandkvæði hjá okkur við að fylgja lögunum eftir.“ Réttindi Kúrda aukin – Lengst af var ekki viðurkennt að 11–12 milljónir Kúrda í Tyrklandi væru sérstakt þjóðarbrot með réttindi sem því heyra til, þeir voru sagðir vera „Fjalla-Tyrkir“. Hver er staða þeirra núna? „Þeir eru tyrkneskir borgarar og njóta fullra réttinda sem slíkir, stundum hefur forsætisráðherra landsins og jafn- vel forsetinn verið Kúrdi. Faðir minn er kúrdískur, ég er hálfur Kúrdi. Tyrkir og Kúrdar hafa ávallt lifað saman í landinu. Fyrir átta mánuðum var leyft að nota kúrdísku og jafnvel að kúrdíska væri kennd í ríkisjónvarpinu. Nú eru sýndir þættir í sjónvarpsstöðvum þar sem töluð er kúrdíska, tsjerkassamál og fleiri mál auk tyrkneskunnar. Nokkrir skólar hafa verið opnaðir þar sem kennt er á kúrd- ísku.“ – Hagvöxtur er geysimikill í Tyrk- landi en er ekki hætta á að ýmis lög og reglur ESB verði til að leggja hömlur á vöxtinn? „Framleiðsla á mann í Tyrklandi er lág miðað við Evrópuríkin, helmingur- inn af meðaltalinu í ESB. Samt er rétt að minna á að aðeins fimm ESB-ríki eru nú með meiri landsframleiðslu en við. Og það er rétt að hagvöxturinn er víst sá mesti í heimi núna, hann var um 9,8% í fyrra og okkur hefur á nokkrum árum tekist að koma verðbólgunni úr 65% á ári í 8% í fyrra. Erlendar fjárfestingar hafa einnig aukist en við vonumst til þess að þær taki mikinn kipp ef aðild- arviðræðurnar hefjast 3. október eins og stefnt er að. Þú spyrð um hömlur á vöxtinn. Við er- um ekki að fara inn í ESB af efnahags- legum ástæðum einvörðungu. Fyrst og fremst er það af stjórnmálaástæðum. Tyrkir hafa alveg frá tímum Atatürks viljað lifa eins og Evrópumenn. Hann sýndi okkur fram á að siðmenningin ætti rætur sínar í vestrinu, ekki í austri og meðal araba. Aðildin hefur samt þau áhrif að við munum fá úthlutað fé úr sameiginlegum sjóðum ESB, meðal annars til uppbygg- ingar atvinnuvega og til landbúnaðar. Grikkir gengu í sambandið á níunda ára- tugnum og þeir hafa fengið sem svarar fimm milljörðum evra á ári úr sameig- inlegum sjóðum ESB. Það gerir yfir 120 milljarða evra síðan 1981!“ Minni framlög en vænst var – En er raunhæft að Tyrkland fái framlög til landbúnaðar í samræmi við íbúafjölda? „Framlögin verða minni en þeir munu láta okkur hafa eitthvað. Nýju aðildar- löndin tíu sem bættust við eru þegar byrjuð að fá greiðslur. Það er rétt að þau hafa ekki fengið eins mikið og þau von- uðu en samt talsvert. Það er rétt að framlögin verða minnkuð, Pólverjar fá 25% af því sem þeir höfðu vonast eftir. Við Tyrkir gerum ráð fyrir að fá minnst 10 milljarða evra á ári. Landbúnaður er enn stór hluti efnahagsins en við aukum stöðugt hlut annarra atvinnuvega og þá aðallega iðnaðar. Fyrir 30 árum voru um 80% af útflutningi okkar til Evrópu landbúnaðarafurðir en í fyrra var hlut- fallið komið í 10%.“ – Sumir segja að Tyrkir muni aðal- lega flytja út verkamenn til Evrópu. Er það líklegt? „Ég er sammála. Við erum um 70 milljónir og yfir helmingurinn af fólkinu er undir 15 ára aldri. Í flestum Evrópu- löndum er hins vegar stöðnun á þessu sviði eða fólkinu fækkar. Hver á að halda uppi eftirlaunakerfinu fyrir aldraða í framtíðinni? Það verður unga fólkið að gera og það er nánast ekkert af ungu fólki í Evrópulöndunum. Við munum flytja út unga verkamenn til Evrópu og þeir munu borga þar skatta og halda uppi velferðinni fyrir gamla fólkið.“ – En síðan verða þeir líka gamlir og gera kröfur á hendur á kerfinu. „Það gerist einhvern tíma í framtíð- inni. En þegar ég ræði þessi mál við tals- menn framkvæmdastjórnar ESB í Brussel viðurkenna þeir að ekki hafi verið hugað að vandanum sem yrði ef fólki færi að fækka. Þeir segja að eftir 10 eða 20 ár muni það koma okkur Tyrkj- um til góða að þjóðin skuli vera svona ung og þá muni verða auðveldara að samþykkja aðild Tyrklands að sam- bandinu.“ Günugur er að lokum spurður hvað muni gerast ef aðild Tyrklands verði hafnað. „Fyrst vil ég segja að viðræðurnar munu taka amk. sex eða sjö ár, þetta er ekki eins og að veita Lettlandi eða Litháen aðild. En ég er bjartsýnn. Við verðum að gera Evrópumönnum ljóst hve miklir möguleikar felast í aðild landsins og sannfæra almenning í Frakklandi og fleiri löndum um að hann muni hagnast á því að taka okkur inn. Við verðum að beita fortölum af öllu tagi, reka áróður. Það merkir ekki heimsendi ef svarið verður nei en það væru slæm úrslit. Evr- ópumenn væru þá að staðfesta grun- semdir um að Evrópusambandið sé kristinn klúbbur og Tyrkjum sé hafnað vegna annarra trúarbragða og menning- ar,“ sagði dr. Haluk Günugur, prófessor í lögum við Izmir-háskóla. Farmiðinn til Evrópu gildir að- eins aðra leiðina Gert er ráð fyrir að við- ræður um aðild Tyrk- lands að ESB hefjist í október. Kristján Jóns- son ræddi við dr. Haluk Günugur sem verður einn af ráðgjöfum tyrk- neskra stjórnvalda í viðræðunum. Morgunblaðið/Þorkell Dr. Haluk Günugur: „Tyrkir hafa alveg frá tímum Atatürks viljað lifa eins og Evrópumenn. Hann sýndi okkur fram á að siðmenningin ætti rætur sínar í vestrinu, ekki í austri og meðal araba.“ ’Ég minni á að flokkurErdogans á nú samflot með kristilegum demó- krataflokkum á þingi ESB. Hann er því ekki íslamistaflokkur.‘ kjon@mbl.is uleysi og á síðari stigum óham- eitt hefur til örorku. Eins og oft- a er þeim sem síðan tekur vinn- um og fólk fyllist fordómum í . u komnar aðrar stéttir sem róa þess að verja laun sín og rétt- u tvö árin hafa Iðngreina- og Alþýðusamband Íslands bar- mri baráttu gegn innflutningi á nnuafli. Það er fyrst nú síðustu m yfirvöld í landinu leggja reyfingunni lið og lögreglan er hafast gegn atvinnurekendum nn útlendinga sem boðið er upp un og lakar félagslegar að- vona atriði sem mynda gróðr- hatur á milli hópa og upp kem- að málið fer að snúast um vörn félagslega kerfi og réttindi. erkalýðshreyfingarinnar neitanlega uggvænlegt að um- nú er í gangi hér á landi er nán- og var í skandinavísku lönd- un sjöunda áratugarins. Þar n hlutina úr böndum á tuttugu ugmynd að innflytjendur „að- amfélaginu varð undir gagnvart un að innflytjandi ætti rétt á því arfa nánast eins og viðkomandi flutt frá sínu heimalandi. Það ldist óviðráðanlegt að koma í ð bjóða upp á sama veður. fna leiddi síðan af sér myndun ópa sem þjöppuðu sér saman. n áttuðu sig á afleiðingum þessa gðin þau að þróa alla þjóðina til yndis og til varð hugtakið „fjöl- menningarsamfélag“. Þessi stefna hugnast þeim öflum sem vilja hafa aðgang að ódýru vinnuafli vegna þess að hún viðheldur hóp- myndun og heftir í sjálfu sér þróun til sjálf- sagðra mannréttinda, gagnkvæmrar virð- ingar og jafnréttis í viðkomandi landi. Eins og ég hef upplifað umræðuna hér á landi eru verkalýðsleiðtogarnir þeir sem sjá þessa hluti í réttu samhengi og fara þar í broddi fylkingar menn eins og Guð- mundur H. Gunnarsson hjá Rafiðn- aðarsambandinu og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. Þeir hafa margoft talað fyrir því að sjálfsagt sé að ráða útlendinga til starfa hér, en auðvitað á sömu forsendum og Íslendinga sjálfa. Sama kaup, sömu fé- lagslegu réttindi, sömu möguleikar til fé- lagslegrar þjónustu og sömu möguleikar til þess að skapa fjölskyldu sinni umgjörð. Þetta er sú sýn sem t.d. margir Svíar telja að fara hefði átt þar í landi fyrir svo sem eins og þrjátíu árum. Stjórnvöld hafa enga stefnu En íslensk stjórnvöld hafa enga stefnu, enga framtíðarsýn varðandi þróun sam- félagsins. Þau láta bara reka á reiðanum og grípa aðeins inn í mál þegar ekki er lengur stætt á öðru eins og dæmin um ólöglegan innflutning á vinnuafli sýna. Andvaraleysið mun til framtíðar litið vinna íslensku samfélagi gríðarlegt tjón. Ef ekki verður unnið að þessum málum frá grunni og mörkuð heildstæð stefna til framtíðar munu félagsleg vandamál vaxa í kjölfarið og samfélagið þarf að eyða kröft- um sínum í lausn vandamála sem urðu til vegna heimóttarskapar, hugsunar um skyndigróða og virðingarleysi fyrir mann- réttindum og kjörum fólks. Það er krafa al- mennings að ríkisstjórn Íslands hysji upp um sig og marki heildstæða stefnu um þró- un samfélagsins. ma skoðanakönnun er firborðskennd og ófagleg …‘ Höfundur er varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. umfíklum sem fjölgar stöðugt fnamálum andi Morgunblaðið/Eyþór að draga úr innlögnum á Vog um allt að 300 sjúklinga á þessu ári að sögn yrfingssonar yfirlæknis. Mikil þörf sé eftir sem áður fyrir þjónustuna. agna á Sjúkrahúsinu Vogi 1990–2004.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.