Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á SÍÐUSTU dögum hefur mikið verið fjallað um skoðanakönnun meðal ungra Ís- lendinga og dregnar fram þær niðurstöður að fordómar hafi mjög aukist síðustu fimm árin gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Svona skoðanakönnun er mjög yfir- borðskennd og jafnvel ófagleg að mínu mati. Könnunin gerir enga tilraun til þess að leita skýringa á viðhorfs- breytingum sem gætu leitt allt annað í ljós en þær nið- urstöður sem verið er að draga fram. Það sem kort- leggja þarf í þessu sambandi eru gríðarleg umbrot á vinnumarkaði, áherslur varðandi aðlögun að sam- félaginu og auðvitað þjón- ustan við þá hópa sem hing- að hafa flutt. Við sem höfum átt því láni að fagna að búa erlendis langdvölum vitum að engum líður vel í nýju landi fyrr en þeim áfanga er náð að hafa gott vald á tungumáli viðkomandi þjóðar, en þar er erfiðastur sá nauðsynlegi hjalli að geta grínast. Samskipti gegna lykilhlutverki í því að brjóta niður fordóma, en til þess þarf fólk að tala saman og kynnast. Slíkt er forsenda þess að viðkomandi verði virkur þátttak- andi í því samfélagi sem flutt er til. Þannig skapast virkt flæði menningar sem gagnast öllum. Af framangreindu er ljóst, að minnstar áhyggjur þarf að hafa af börn- unum þar sem þau fara í skóla saman og tala saman í leik og starfi. Varðandi fullorðna nýbúa er nauðsynlegt að samfélagið laði þá til íslenskunáms með áhugaverðum tilboðum sem fjármagna þarf með samstilltu átaki ríkis, sveitarfé- laga, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Umbrot á vinnumarkaði Í umræddri könnun er dregið fram að betur sett ungmenni séu minna fordómafull gagnvart útlendingum. Hverjum ætti nú að koma það á óvart? Í rekstrarumhverfi landsins, og þá væntanlega inni á heimilum aðila líka, hefur verið klifað á miklum kostnaði við íslenskt vinnuafl svo árum skiptir. Fólkið í grunnatvinnugreinunum, sjómenn, iðnaðarmenn, ræstingafólk, fisk- vinnslufólk, verslunarfólk o.s.frv., kostar of mikið, það hefur of há laun og of mikil rétt- indi. Og þá er gott að flytja inn ódýra útlendinga til starfa. Sé svona litið á málin verður mað- ur eðlilega minna fordóma- fullur! En svo er hin hliðin á málinu. Tökum sem dæmi þær gríð- arlegu breytingar sem orðið hafa til dæmis í ræstinga- og þrifnaðargeiranum. Stofnanir ríkis og sveitarfélaga, bankar, hótel, verksmiðjur, verslanir o.fl hafa tekið upp þá stefnu að bjóða út þjónustuna. Með breyttu fyrirkomulagi hefur hundruðum Íslendinga, aðallega konum, verið rutt út úr þessari grein. Síðan semur þjónustufyr- irtækið upp á nýtt, býður lakari kjör og réttindi og fær í mörgum tilfellum útlend- inga til að taka að sér störfin. Þessi kerfisbreyting í grunnþjónustu víða í samfélaginu er sennilega aðal- ástæðan fyrir fjölgun öryrkja um 4.200 sl. sjö ár. Væri nú verðugt verkefni fyrir fé- lagsfræðinga að gera vísindalega úttekt á málinu. Það er nefnilega rangt að Íslend- ingar vilji ekki þessa vinnu eins og oft er klifað á. Fólkið vill hins vegar ekki kerf- isbreytingar til lækkunar launa og rétt- inda. Þannig hefur kerfisbundið verið vegið að afkomu þúsunda heimila, sem hafist hefur með atvinnu ingju sem le ast vill verða una kennt u þeirra garð. Og nú eru lífróður til þ indi. Síðustu sambandið o ist hatramm ólöglegu vin vikurnar sem verkalýðshr farin að aðh sem flytja in á smánarlau stæður. Það eru sv arstíu fyrir ur sú staða a fyrir okkar f Afstaða ve Það er ón ræðan sem n ast sú sama unum í byrj misstu men árum. Sú hu löguðust“ sa þeirri hugsu að lifa og sta hafi aldrei fl eina sem tal kring var að Þessi stef þjóðernishó Þegar menn voru viðbrög umburðarly Gróðrarstía fordóm Eftir Árna Steinar Jóhannsson ’Svona mjög yfi jafnvel ó Árni Steinar Jóhannsson ÁSTANDIÐ í vímuefnamálum er algerlega óviðunandi að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi. Sölutölur á vímuefnum rjúka upp en dregið hefur úr meðferðarstarfinu á Vogi vegna rekstr- arfjárskorts. Á blaðamannafundi á Vogi í gær sagði Þórarinn að m.a. sé greiningar- og skyndiþjónusta sem veitt var á Vogi á ár- unum 2003 og 2004 ekki lengur veitt. Þá hef- ur verulega dregið úr innlögnum á Vog, um 250–300 manns á þessu ári. SÁÁ greiðir enn verulega fjármuni með viðhaldsmeðferðinni fyrir sprautufíkla sem nota morfín og heróín. Heilbrigðisráðu- neytið greiðir lyf fyrir 20 sjúklinga gegn því að SÁÁ láti 30 sjúklingum í té lyf og aðra þjónustu til ársloka 2005. Alls 40 sjúklingar eru nú í meðferðinni. Í máli Þórarins kom m.a. fram að hann hefði sérstakar áhyggjur af ópíumfíklum sem fjölgar stöðugt, eða þeim sem neyta hins svokallaða „læknadóps“. Fíkn í lyf sem ávísað er af læknum er nú orðinn aðalvandi 7–10% þeirra sem koma á Vog. Um er að ræða róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf, ópíumefni eða morfínefni. „Nýgengi hjá ópíumfíklum hef- ur aldrei verið meira,“ sagði Þórarinn. „Þetta kallar á raunhæf viðbrögð frá sam- tökum lækna og embættismannakerfinu. Þetta er það mikill vandi að hann slær upp í ólöglega vímuefnavandann. Að vísu er ekki eins mikil glæpastarfsemi tengd þessum lyfjum en fyrir okkur er þetta alveg jafn al- varlegt mál.“ Sagði hann ekki saman að jafna annars vegar hinum ólöglega vímu- efnamarkaði og hins vegar löglegri mennt- un lækna. „Það má ekki gera menn að glæpamönnum. Þetta er merki um þekking- arskort og getuleysi við að takast á við vand- ann. Það verður ekki unnið nema með fræðslu og endurmenntun þeirra sem ávísa þessum lyfjum.“ Að sögn Þórarins hófst morfínfaraldur hérlendis árið 1999. Nýir sprautufíklar sem koma á Vog og nota morfín eru rúmlega 40 á ári og alls hafa 769 einstaklingar greinst með ópíumvanda á síðustu 10 árum. „Það þarf að halda ráðamönnum vakandi fyrir nauðsyn þess að setja fjármuni í með- ferð sjúklinga hér. SÁÁ hafa greitt með lög- boðinni sjúkrastarfsemi,“ segir Þórarinn. Tuga milljóna króna halli hefur verið á rekstrinum undanfarin ár en hefur þó minnkað nokkuð frá árinu 2000. Yfirlæknir á Vogi hefur miklar áhyggjur af ópíu Ástandið í vímuef algerlega óviðuna Til stendur Þórarins Ty Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Fjöldi innla ÞÓTT ótrúlegt megi virð- ast eru dæmi um fólk þurfi að leggjast inn á Vog vegna óhóflegrar neyslu á verkjalyfi á borð við parkódín sem kaupa má í lausasölu í næsta apóteki. Með óhóflegri neyslu og fíkn í kódeinlyf er átt við neyslu upp á parkódín- töflur í tugatali á hverjum degi. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir segir það mjög ingum að pakkningar með 10 stk. eru ómerktar enda þess ekki krafist í reglu- gerð að því er upplýst var á blaðamannafundinum í gær. „Það hefur heyrst að kodeinspjöld í lausasölu hafi selst í alveg gríðarlegu magni út úr apótekum,“ sagði Þórarinn. „Þarna eru gríðarlegir peningalegir hagsmunir í húfi.“ flókið mál að afeitra þessa sjúklinga því lyfjaneyslan geti verið afleiðing kvíða og verkja. Síðan þurf að byggja sjúklingana upp eins og aðra vímuefna- sjúklinga og huga að kvíð- aröskun og verkjavanda- málum þeirra. Parkódínpakkningar eru merktar með rauðum viðvörunarþríhyrningi en þó með þeim undantekn- Gríðarleg parkódínneysla LÆKNAR, LYFJAFYRIRTÆKI OG KALDAR VATNSGUSUR Ummæli Hörpu Leifsdóttur,markaðsstjóra lyfjafyrirtækis-ins Actavis, í Morgunblaðinu á mánudag, vekja upp spurningar um það hvernig lyfjafyrirtækin líti á samskipti sín við læknastéttina. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Ís- lands, skrifaði leiðara í Læknablaðið fyrir ári um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja. Þar hvatti hann til að læknar ryfu tengsl risnu og fræðslu, sem hann sagði auðmýkjandi fyrir læknastéttina, og „andlega heilsuspill- andi“. Í fréttaskýringu Sunnu Óskar Loga- dóttur blaðamanns, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag, kom fram að eftir að þessi leiðari birtist hefðu lyfjafyr- irtæki fækkað auglýsingum sínum í blaðinu. Í frétt í Morgunblaðinu á mánudag var svo haft eftir Hörpu Leifsdóttur að Actavis hefði engar breytingar gert á sínum auglýsingum í Læknablaðinu. „Hins vegar hefði þessi leiðari að mörgu leyti verið eins og köld vatns- gusa framan í lyfjafyrirtækin, þar sem tekjur af auglýsingum frá lyfjafyrir- tækjum stæðu að verulegu leyti undir kostnaði af útgáfu blaðsins.“ Hvað táknar þetta? Ætlast lyfjafyr- irtæki til að fagstétt eins og læknar birti í fagtímariti sínu greinar, þar sem ekki er orði hallað á lyfjafyrirtækin, til þess að tryggja sér áfram auglýsinga- peninga frá þeim? Eru auglýsingabirt- ingar Actavis og annarra lyfjafyrir- tækja í Læknablaðinu þannig eitthvað annað en „eðlilegt markaðsstarf“, sem talsmönnum lyfjafyrirtækja verður svo tíðrætt um í Morgunblaðinu á sunnu- dag? Telja lyfjafyrirtækin að þau eigi að eiga það víst, í krafti auglýsinga- peninga sinna, að læknar geri sjálfir engar athugasemdir við það fyrirkomu- lag á samskiptum þeirra við lyfjafyr- irtækin, sem lengi hefur verið við lýði? Það blasir auðvitað við að æskilegt er að rjúfa að sem langmestu leyti fjár- hagsleg tengsl læknastéttarinnar og lyfjafyrirtækjanna. Þrátt fyrir allt talið um eðlilegt markaðs- og kynningarstarf lyfjafyrirtækjanna þegar þau bjóða læknum á ráðstefnur til útlanda, bjóða þeim í mat eða styrkja ráðstefnuhald þeirra hér á landi, er ekki hægt að leggja það að jöfnu við hverja aðra markaðssetningu vöru. Læknar kaupa ekki lyf af lyfjafyr- irtækjum fyrir sína eigin peninga. Það eru annars vegar skattgreiðendur sem borga og hins vegar þeir, sem þurfa á lyfjunum að halda – oft þeir sem höll- ustum fæti standa í samfélaginu. Með ákvörðunum sínum um ávísun lyfja; á hvaða lyf er vísað og í hversu miklum mæli, hafa læknarnir mikil áhrif á tekjur lyfjafyrirtækjanna – en jafn- framt á útgjöld skattgreiðenda og sjúk- linga. Núverandi fyrirkomulag á samskipt- um þeirra við lyfjafyrirtækin býður upp á að fólk spyrji hvort einstök lyfjafyr- irtæki geti fengið lækna til að taka sín lyf fram yfir önnur og jafnframt hvort þau geti fengið þá til að taka ákvarð- anir, sem kosti almenning meira fé en nauðsynlegt er. Nú er greinilega að skapast hreyfing meðal lækna sjálfra að breyta þeim samskiptum við lyfjafyrirtækin, sem valdið hafa tortryggni hjá almenningi. Það er af hinu góða. Í fréttaskýringu Morgunblaðsins sl. sunnudag voru raktar ýmsar mögulegar leiðir til að komast út úr þeirri stöðu að einstakir læknar séu háðir greiðslum frá lyfjafyr- irtækjum vilji þeir tryggja sér endur- og símenntun. Full ástæða er til að kanna þessar leiðir til hlítar, jafnvel þótt lyfjafyrirtæki kvarti yfir köldum skvettum. ÁÆTLUN UM LÝÐRÆÐI Það hefur vakið nokkra athygli að átímum sem kenndir eru við aukið jafnrétti skuli í Svíþjóð vera búið að stofna kvennalista undir forystu Gud- runar Schyman. Flestum er í fersku minni stofnun áþekkra stjórnmálasam- taka hér fyrir um aldarfjórðungi, en þau voru lögð niður fyrir margt löngu – að margra áliti vegna þess að þeim mark- miðum sem þar var haldið á lofti í barátt- unni fyrir jafnrétti kynjanna hafði þá þegar verið náð fram. Stofnun flokksins í Svíþjóð vekur þó upp spurningar um hvort sú öryggistil- finning er konur bjuggu almennt yfir í upphafi tíunda áratugarins – í kjölfar margvíslega ávinninga innan opinberrar stjórnsýslu, laga um jafnrétti, stofnunar jafnréttisnefnda, viðurkenningar á verð- mæti atvinnuþátttöku kvenna og nauð- syn þess að jafna laun, dreifa ábyrgð á heimilisrekstri, o.s.frv. – hafi í raun verið byggð á fölskum forsendum. Stjórnmálaskýrandinn Göran Eriks- son heldur því fram í Svenska Dagbladet í gær að hefðbundin stjórnmálasamtök í Svíþjóð hafi haft langan tíma til að takast á við jafnréttismál í flokksstarfi sínu en „gleymt“ þeim. Jafnframt kemur fram að samkvæmt skoðanakönnunum gæti um fimmtungur Svía hugsað sér að kjósa kvennalista undir forystu Schyman. Sú staðhæfing að femínísk sjónarmið hafi hreinlega „gleymst“ í almennu flokksstarfi stjórnmálaflokka er eftir- tektarverð. Í ljósi þeirrar óánægju sem karlmenn jafnt sem konur hafa látið í ljós yfir seinagangi á sviði jafnréttismála í mörgum Evrópulöndum – einnig hér á landi – er fullkomlega eðlilegt að álykta sem svo að jafnréttismál séu sá mála- flokkur sem hefðbundnari stjórnmálaöfl- um hafi í raun sést yfir í stefnumótunar- vinnu sinni. Því þótt nánast allir stjórnmálaflokkar sinni jafnréttismálum í orði kveðnu, sýna rannsóknir að engum þeirra hefur tekist að móta raunhæf úr- ræði til að minnka kynbundið misrétti í samfélaginu með viðunandi hætti. Í frétt um vaxandi stuðning við fem- ínisma í Noregi og aðdraganda stofnunar kvennalista í Svíþjóð sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 9. mars sl. var haft eftir Gudrunu Schyman að það að vera fem- ínisti sé „að viðurkenna að misréttið er ekki háð tilviljunum heldur er það spurn- ing um völd í samfélagi feðraveldis – og hafa viljann til að gera eitthvað í málinu“. Schyman segir málefni kvenna ávallt þoka fyrir öðrum málefnum í hefðbundn- um stjórnmálaflokkum, og staðhæfir að femínismi sé „ekki áætlun um vinstri- stefnu, hann er áætlun um lýðræði. Þeg- ar brotið er á mannréttindum helmings þjóðarinnar er um að ræða lýðræðis- vanda“. Þau orð sýna í hnotskurn þá hugmynd sem karlar og konur er kenna sig við jafnréttisstefnu hafa sameinast um í vax- andi mæli á síðari árum, utan hefðbund- ins flokkakerfis. Reynslan í Svíþjóð sýnir að full ástæða er til að stjórnmálaflokkar í þeim löndum sem telja sig hafa komist hvað lengst í þróun lýðræðis taki jafn- réttisbaráttu fastari tökum og komi þannig til móts við vaxandi hóp beggja kynja sem ekki vilja bíða lengur eftir úr- bótum á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.