Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 27 UMRÆÐAN MIG langar til þess að leggja nokkur orð í belg um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs. Í fyrsta lagi hefur mér þótt skorta á menntunarfræðileg rök fyrir breyting- unni. Það er miður því mér finnst næg rök af því tagi mæla á móti. Annað er það að hug- myndir mennta- málaráðuneytisins, í skýrslu frá ágúst 2004, eru óljósar í meira lagi. Gagnrýni mín miðast nokkuð við stærðfræði en þar er ég starfandi fram- haldsskólakennari. Ég tek heilshugar undir áhyggjur, sem koma fram í áðurnefndri skýrslu, um hve fáir stunda stærðfræði og nátt- úrugreinar í almennu kenn- aranámi. Því vekur það undrun mína að flytja skuli stærðfræði (fyrsta áfanga) frá framhaldsskól- anum niður í grunnskóla. Í fram- haldsskólum er alla jafna krafist raungreinaprófs að viðbættri kennslufræði og slíkur undirbún- ingur er um margt heppilegur. Oft hefur reynst erfitt að manna kennslustöður í stærðfræði í fram- haldsskólum. Sennilega mun sá vandi verða enn meiri í grunn- skólum landsins eftir breytingu vegna lítils vægis stærðfræði í al- mennri kennaramenntun. Skýrsluhöfundar virðast gera ráð fyrir að leysa megi vandann með því að láta grunnskólakennara sækja endurmenntunarnámskeið. Slíkt er ekki sambærilegt mennt- unarstigi framhaldsskólakennara í greininni. Þar sem breytingarnar leiða sennilega til þess að vel menntaðir framhaldsskólakennarar með mikla reynslu missa atvinnu, þá spyr maður sig hvað vinnist, eða hver sé bættari, ef sú vinna sem frá þeim er tekin er falin öðr- um sem hafa hvorki til þess reynslu né menntun. Fái nemendur ekki nægan und- irbúning í grunnskólum vegna skorts á kennurum og fagþekkingu þeirra í stærðfræði er hætt við að gjá myndist milli skólastiganna. Sú gjá myndi leiða af sér aukið brott- fall nemenda úr námi. Framhalds- skólinn yrði þá settur í þann vanda að taka að sér að kenna á ný það námsefni sem hann missti frá sér í einhverri mynd. Slíkt myndi þá leiða af sér að hann myndi fórna síðari áföngum í stærðfræði, því að hann hefur minna svigrúm á þrem- ur árum en í fjögurra ára skóla. Slíkt myndi leiða af sér að nem- endur kæmu verr undirbúnir fyrir há- skólanám. Það gæti einnig leitt til þess að þeir þyrftu að leggja á sig viðbótarnám að loknu stúdentsprófi til að verða gjaldgengir í háskóla. Í þessu sam- bandi er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af eðl- isfræðibraut/ eðlisfræðilínu sem undirbýr nem- endur best í stærðfræði og eðl- isfræði fyrir framhaldsnám. Er ekki hættan sú að hún detti út og framhaldsskólinn missi fjölbreyti- leika? Þegar rætt er um að það þurfi að færa stærðfræði niður í grunn- skóla þá er í skýrslunni nefnt að nú þegar sé skörun milli skólastig- anna tveggja. Skörunin er vænt- anlega fyrst og fremst í algebru, talnareikningi og rúmfræði. Hins vegar er þetta ekki sett í orð sem gerir málið allt hið dularfyllsta. Verði rúmfræðin flutt þá yrði það mikil afturför. Hún er mjög stærð- fræðileg (þ.e. þar kynnast nem- endur afleiðslukerfi fyrst) og því er æskilegt að staðgóðrar stærðfræði- menntunar sé krafist af þeim sem hana kenna. Minni þekking á fag- inu er því til tjóns. Verði algebran flutt þá er sá galli á að það er ekki svo mikið af öðru námsefni í grunnskólanum sem krefst hennar. Það er því hætt við að hana dagi þar uppi. Nú þegar eru und- irstöðuatriði algebru kennd í grunnskóla en sá undirbúningur skilar sér ekki upp í framhalds- skóla og óhjákvæmilegt hefur verið að kenna algebru þar á ný. Sem kennara á framhaldsskólastigi finnst mér að nemendur skorti færni í algebru og því er sér- staklega slæmt ef hún verður skor- in niður eða flutt á neðra skólastig. Einnig er erfitt að komast hjá þessum endurtekningum þar sem algebran er slík undirstaða í náms- efni framhaldsskólanna. Að ofansögðu tel ég að mennt- unarfræðileg rök liggi gegn fyrir- hugaðri styttingu á námi til stúd- entsprófs. Það getur hvort tveggja leitt af sér aukið brottfall og/eða skertan undirbúning fyrir há- skólanám. Í ljósi þessa finnst mér það því afar slæmt þegar mennta- málaráðherra fullyrðir, án rök- stuðnings, í Skólavörðunni (1. tbl., 5. árg., febrúar 2005, bls. 6) að breytingarnar muni efla stúdents- námið. Þegar öllu er á botninn hvolft leiða þessar breytingar sennilega til skerðingar á námi til stúdentsprófs. Skerðing á námi til stúdentsprófs Unnar Þór Bachmann fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Ég tek heilshugar und-ir áhyggjur, sem koma fram í áðurnefndri skýrslu, um hve fáir stunda stærðfræði og náttúrugreinar í al- mennu kennaranámi.‘ Unnar Þór Bachmann Höfundur er framhaldsskólakennari í stærðfræði. ÍSLENDINGAFÉLÖG hafa lengi gegnt mikilvægu hlutverki sem átthagafélög fyrir landann er- lendis auk þess að stuðla að út- breiðslu íslenskrar menningar. Með tilkomu Netsins hefur aðgengi Íslend- inga í útlöndum að ís- lenskum fréttum og samskiptum við vini og vandamenn heima gjörbreyst. Hlutverk Íslendingafélaga sem tengiliður við heima- hagana er því ekki jafn mikilvægt og áð- ur fyrr, en starfsemi og form félaganna hefur þó lítið sem ekkert breyst. Þetta misræmi er líklega ein mikilvægasta ástæða þess að dreg- ið hefur úr áhuga fólks á að gerast virkir meðlimir í Ís- lendingafélögum. Gróflega áætlað eru tæplega 1.000 Íslend- ingar búsettir á Stokkhólmssvæðinu. Undanfarin ár hefur fjöldi meðlima í Ís- lendingafélaginu dregist saman ár frá ári. Árið 2004 voru aðeins um 50 fé- lagsmenn sem greiddu félagsgjöld og fáir mæta á almenna stjórn- arfundi. Á aðalfund 2004 mætti einn almennur félagsmaður auk stjórnar. Hann var snarlega gerð- ur að heiðursfélaga. Eftir þann fund þótti ýmsum að annaðhvort væri kominn tími til að leggja Ís- lendingafélagið niður eða snúa vörn í sókn. Svavar Gestsson sendiherra hafði þá frumkvæði að því að undirritaður gerði skoð- anakönnun meðal slembiúrtaks Ís- lendinga í Stokkhólmi, sem ekki voru með í félaginu. Markmiðið var að kanna hug þeirra til félagsins. Meginnið- urstöðurnar voru að þrátt fyrir dræman áhuga á félagsstarfinu vildu fáir að félagið yrði lagt nið- ur. Í könnuninni kom fram að tals- verð eftirspurn er eftir vettvangi til að hitta aðra Íslendinga með svipuð áhugamál og fylgjast með íslenskum menningarviðburðum í Stokkhólmi. Barnafólk lýsti yfir áhuga á að félagið byði upp á jóla- trésskemmtun með íslenskum jólasveini og miðlaði samböndum við barnapíur og barnapeyja. Það kom líka nokkuð á óvart að fáir vildu að þorrablótið yrði lagt niður þrátt fyrir að stöðugt hafi dregið úr aðsókn á blótið. Á blótinu 2004 var þátttakan komin niður í tæp- lega sjötíu sálir. Í stuttu máli voru niðurstöður könnunarinnar þær að eftirspurn var eftir starfsemi Ís- lendingafélags en fáir nenntu að leggja hönd á plóginn í hefð- bundnu félagsstarfi. Auk starfsemi Íslendingafélags- ins er talsvert framboð á íslenskri menningu í Stokkhólmi. Sendiráð- ið gegnir þar mikilvægu hlutverki. Einnig eru hér starfandi áhuga- félög um Ísland, önnur en Íslend- ingafélagið. Samfundet Sverige- Island er félag sænskra Íslands- vina sem hefur starfað lengi. Þá er hér starfandi íslenski kvenna- klúbburinn Emblur sem heldur uppi virkri starfsemi. Hópar Ís- lendinga hittast reglulega og sparka bolta og íslenskur kór hef- ur verið hér starfandi um nokkra hríð. Loks er hér í Stokkhólmi fjöldi íslenskra fyrirtækja. Það sem vantar er að tengja þennan Íslandsáhuga saman og skapa áhugasömum vettvang til að hitt- ast og kynna starfsemi sína. Stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi ákvað því í samstarfi við sendiráðið að leita nýrra leiða til að efla samstarf Íslendinga á Stokkhólmssvæðinu og laga það að breyttum forsendum. Í þessu augnamiði sótti Ís- lendingafélagið um styrk til utanrík- isráðuneytisins til frumkvöðlaverkefn- isins „Íslandstorgið á Netinu“. Íslandstorgið er vefsíða þar sem ís- lenskir menningar- viðburðir verða kynntir, klúbbar Ís- lendinga auglýsa starfsemi sína og ís- lensk fyrirtæki kynna þjónustu og vörur. Ekki verður gerð krafa um aðild að Ís- lendingafélaginu til að hafa aðgang að þeirri þjónustu sem í boði verður á Íslandstorg- inu. Til að standa undir rekstri Íslands- torgsins og starfsemi félagsins mun félagið leita eftir samstarfi við fyrirtæki. Stefnt er að því að sam- tvinna Íslandstorgið og Íslenska við- skiptanetið sem sendi- ráðið hleypti af stokkunum fyrir skömmu. Íslendingum og öðru áhugafólki um Ísland á Stokk- hólmssvæðinu býðst að skrá sig á póstsendingalista Íslandstorgsins og fá tilkynningar um íslenska menningarviðburði auk frétta af starfsemi Íslendingafélagsins. Fyrsta prófraun hins nýja póst- sendingalista Íslandstorgsins var nýafstaðið þorrablót. Tilraunin tókst betur en nokkur þorði að vona. Um 300 þorraþrælar mættu á blótið 12. febrúar síðastliðinn. Flugleiðir styrktu aðgerðina rausnarlega með flugmiðum fyrir skemmtikrafta frá Íslandi. Ómar Ragnarsson mætti með líflækni sinn og undirleikara Hauk Heiðar Ingólfsson og hljómsveitin KUSK frá Hornafirði lék fyrir dansi. Ís- lensku veitingamennirnir Siggi og Gullí, sem reka veitingastaðinn Prince Palace í Stokkhólmi, sáu um veitingarnar ásamt börnunum sínum níu. Blótið tókst afar vel ef frá er talið að Ómar Ragnarsson datt í gosbrunninn undir miðri skemmtun. Þá gall hátt í Svavari sendi- herra: Það var þá aldrei að bind- indismaðurinn Ómar dytti ekki í það! Nú blása ferskir vindar í ný og betri segl og skúta Íslendinga- félagsins í Stokkhólmi skríður sem aldrei fyrr. Lifi fjalldrapinn! Íslendingafélag undir fullum seglum Ásgeir R. Helgason fjallar um Íslendingafélög erlendis Ásgeir R. Helgason ’Það kom líkanokkuð á óvart að fáir vildu að þorrablótið yrði lagt niður þrátt fyrir að stöðugt hafi dregið úr aðsókn á blótið.‘ Höfundur er sálfræðingur og í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.