Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 www.1928.is Stóll Nostalgía kr. 29.900 Kommóða kr. 39.000 ✃ Falleg húsgögn í úrvali Skúffuborð kr. 19.750 Innskotsborð kr. 17.250 Spegill kr. 16.900 Stóll Classic kr. 32.000 Svona, rólegan æsing, kona. Það er nú fyrsti apríl og þetta er nú bara hægri höndin. Nýliðinn marsmán-uður var mjöghlýr á landinu, meðalhiti í Reykjavík nú var 3,7 stig eða 3,1 stig yf- ir meðallagi. Ívið hlýrra var í fyrra og svipað í mars í hittiðfyrra, en síðan þarf að fara aftur til ársins 1974 til að finna ámóta hlýjan marsmánuð. Þetta kemur fram í tíðarfarsyf- irliti fyrir marsmánuð hjá Veðurstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að á Akureyri hafi meðalhitinn verið 2,5 stig og það sé 3,7 stigum ofan meðallags. Þar hafi einnig verið talsvert hlýrra bæði í mars í fyrra og hittiðfyrra. Að auki var óvenju snjólétt á landinu. Í Reykjavík varð jörð aldrei al- hvít, en slíkt gerðist síðast í mars árið 1977. Að sögn Einars Sveinbjörns- sonar, veðurfræðings hjá Veður- stofu Íslands, er ávallt farið var- lega í það að segja til um hvort veðurfarsbreytingar séu varan- legar eða hvort þær standi einar og sér. Slíkt eigi tíminn eftir að leiða í ljós. Hann segist geta nefnt önnur dæmi frá liðinni öld þar sem marsmánuður hefur mælst vel yfir meðallagi. T.d. var með- alhitinn í mars árið 1929 6,1 gráða og 5,8 gráður árið 1964. Nýliðinn marsmánuður sé því ekki af- brigðilega hlýr þegar það er skoð- að nánar. Einar segir það vekja athygli að kalt tímabil hafi komið inn í miðjum mánuðinum sem lækkaði meðalhitann talsvert, en svo hafi komið óvenjuleg hlýindi. Í tíðarfarsyfirlitinu kemur fram að meðalhiti 20. mars hafi verið 9,5 stig. Slíkt sé hærra en gerst hafi í marsmánuði frá árinu 1948 þegar hitinn varð lítillega hærri. Hann segir það hins vegar ljóst að mars- mánuður síðustu tveggja ára, þ.e. 2003 og 2004, hafi verið hlýir og það hafi sömuleiðis átt við með- altal áranna. Þessi síðustu ár hafi minnt á hitafarið á árunum um og fyrir síðari heimsstyrjöldina. Einar segir tíðarfarið á þessu ári hafa verið nokkuð afbrigðilegt. Í febrúar hafi verið miklar suð- vestanáttir með mildu veðri. Það hafi gert það að verkum að haf- ísinn hafi breitt úr sér fyrir norð- an land. Hafísinn hefur kælandi áhrif á sjóinn við landið sem aftur á móti hefur áhrif á veðrið á land- inu næstu vikur og mánuði að sögn Einars. Sveiflur á milli tímabila Margir hafa haft á orði að þeir hafi fundið fyrir miklum öfgum í veðrinu, er hægt að tala um slíkt og hefur það verið mælt? „Ég er ekki frá því, án þess að það hafi verið neitt kannað sér- staklega, að það eru talsvert greinilegar sveiflur á milli tíma- bila,“ segir Einar og bætir því við að það komi vikur eða styttri tíma- bil með gjörólíku veðurlagi og oft með snöggum umskiptum. Hann bendir á að slíkt hafi verið nokkuð áberandi síðustu árin en segir jafnframt að það sé ekkert nýtt að vetrarveðráttan sé sveiflukennd. Hins vegar gefi þetta tilefni til frekari rannsókna. Miklar vangaveltur hafa verið um áhrif gróðurhúsalofttegunda, s.s. koltvíoxíðs, á loftlagsbreyting- ar hérlendis. Í skýrslu frá árinu 2000 sem umhverfisráðuneytið gaf út kemur m.a. fram að hlýnun hér á landi á næstu áratugum kunni að verða um 0,3 gráður á áratug að jafnaði ef miðað sé við ákveðnar sviðsmyndir af losun gróðurhúsalofttegunda og tiltekn- ar forsendur um eðliseiginleika andrúmslofts og úthafa og tekið mið af staðsetningu Íslands. Þá er búist við að hlýnun verði meiri að vetrarlagi en að sumarlagi og að úrkoma muni að öllum líkindum aukast. Í skýrslunni er þó bent á að mikil óvissa sé um þróun veð- urfars vegna skorts á þekkingu um ýmis grundvallaratriði í við- brögðum lofthjúps og úthafa við auknum gróðurhúsaáhrifum og vegna þess að losun gróðurhúsa- lofttegunda í framtíðinni er ekki þekkt. Í samandregnum niður- stöðum skýrslunnar kemur þó fram að talið sé líklegt að vaxandi gróðurhúsaáhrif muni leiða til breytinga á aðstreymi sjávar úr norðri og suðri til hafsvæðanna í grennd við Ísland og að þeirra verði einkum vart á átakasvæði milli þessara strauma út af Norð- ur- og Norðausturlandi. Ef litið er til þess hvaða áhrif hlýnunin kæmi til með að hafa á vatnafar og jökla hérlendis þá segir í skýrslunni að rennsli vatnsfalla muni aukast að öllum líkindum vegna aukinnar úrkomu og meiri jöklaleysingar. Mestra breytinga sé að vænta í jökulám. Talið er að meðalrennsli í mörgum ám kunni að vaxa um 5–20% á næstu 30 árum. Þá mun árstíða- sveifla rennslis og flóð í ám breyt- ast. Síðast en ekki í síst þá munu jöklar hopa. Talið er að mikill hluti jökla utan heimskautasvæða hverfi að mestu á 100–200 árum, en að sögn Einars eru svæðin við norðurheimskautið einna við- kvæmust fyrir veðurfarsbreyting- um, þ.e. bæði Íshafið sjálft og stóru meginlöndin eins og Norð- ur-Kanada og Síbería. Þar gæti hlýnun orðið meiri en annars stað- ar á jörðinni. Fréttaskýring | Breytingar á íslenskri veðráttu kalla á frekari rannsóknir Afbrigðilegt veðurfar Miklar sveiflur í veðrinu það sem af er árinu með snöggum umskiptum Fljótt skipast veður í lofti á Íslandi. Meiri skilningur og betri verkfæri til útreikninga  Að sögn Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings er skiln- ingur veðurfræðinga sífellt að verða meiri og verkfærin betri. S.s. betri og öflugri tölvukostur til útreikninga í líkönum sem stöðugt taka til fleiri þátta í sam- spili lofthjúps og sjávar. T.d. veð- urfarslíkön þar sem reynt er að líkja eftir veðurfari áratugi eða árhundruð fram í tímann. Þau eru gjörólík þeim líkönum sem notuð eru fyrir daglegar spár. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI segir reglur um eftirför og stöðvun öku- tækja skýrar og þær séu m.a. kennd- ar við Lögregluskóla ríkisins. Því sé ekki unnt að taka undir þá fullyrð- ingu að vinnubrögð lögreglu við eft- irför og stöðvun ökutækja séu í óvissu. Ríkislögreglustjórinn lýsir þessu yfir vegna þeirrar umræðu sem orð- ið hefur í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. mars sl. í máli lögreglumanns sem dæmdur var fyr- ir brot í opinberu starfi og brot á um- ferðarlögum svo og vegna yfirlýsing- ar framkvæmdastjóra Landssam- bands lögreglumanna og frétta- tilkynningar sambandsins, eins og segir í tilkynningu. „Í gildi er stefnumörkun og verk- lagsreglur hjá lögreglu um stöðvun ökutækja og fleira sem ríkislög- reglustjóri gaf út 14. janúar 2000. Þá hafa reglur um neyðarakstur verið endurskoðaðar og gefnar út af sam- gönguráðherra 1. júlí 2004. Áður giltu reglur um sama efni sem dóms- málaráðherra gaf út 26. febrúar 1988. Verklagsreglur lögreglu á þessu sviði eru skýrar. Þær eru meðal ann- ars kenndar við Lögregluskóla rík- isins. Lögreglan þarf hins vegar í störfum sínum ætíð að vega og meta annars vegar hversu brýn sú þörf er að stemma stigu við ólögmætri hegð- un og upplýsa afbrot og hins vegar að meta þá hættu sem skapast getur af nauðsynlegri lögregluaðgerð eins og eftirför. Hér getur verið um erfitt mat að ræða. Mikilvæg regla í þessu sam- bandi er að fórna ekki meiri hags- munum fyrir minni og í þessum málaflokki þarf að vega hagsmuni þá sem í húfi eru hverju sinni,“ segir ríkislögreglustjóri í fréttatilkynn- ingu. Skýrar reglur um eftirför lögreglu og stöðvun Morgunblaðið/Kristinn FÉLAGSMENN í SFR, Stéttar- félagi í almannaþágu, samþykktu ný- gerðan kjarasamning við ríkið með miklum meirihluta. Já, sögðu 70% en nei 28%. Auð og ógild atkvæði voru 2%. Á kjörskrá voru 4.672, þar af greiddu 1.957 atkvæði eða 42% fé- lagsmanna. SFR sam- þykkti samn- ing við ríkið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.