Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Íslandsmótið. Norður ♠4 ♥Á864 A/AV ♦ÁK94 ♣KD109 Vestur Austur ♠K97 ♠D6 ♥KG10 ♥D97532 ♦D107 ♦53 ♣G874 ♣Á52 Suður ♠ÁG108532 ♥-- ♦G862 ♣63 Alltaf annað slagið rifjast upp fyrir umsjónarmanni fleyg orð Galtarins grimma: „Vandaðar sagnir, herra minn, ala af sér dauflegan brids.“ Spil- ið að ofan er frá annarri umferð loka- úrslita Íslandsmótsins og það er óhætt að slá því föstu að sagnir séu allt annað en vandaðar. AV eru liðsmenn Eyktar, Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen, en NS Oddur Hjaltason og Eiríkur Hjaltason í sveit Grants Thorntons. Vestur Norður Austur Suður Sverrir Oddur Aðalst. Eiríkur -- -- 2 tíglar * 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass Aðalsteinn gefur tóninn með því að vekja á hættunni á „multi“ tveimur tíglum með drottninguna öskusmátt sjöttu í hjarta. Eiríkur stekkur tvíeggj- að í fjóra spaða, sem hann meinar sem „hindrun á hindrun“, en Oddur tekur sögnina alvarlega og útkoman verður einhver vonlausasta slemma sem sést hefur lengi. Sverrir kom út með hjartagosa og Eiríkur þakkaði makker blindan. Eftir skamma skoðun, trompaði hann fyrsta slaginn og spilaði laufi á kónginn. Að- alsteinn taldi sennilegt að slemman réðist af íferð í laufið og dúkkaði fum- laust. Eiríkur henti þá hinu laufinu í hjartaás og spilaði spaða á gosann og kóng Sverris. Hann trompaði hjartað sem kom til baka og lagði niður spaða- ás og drottningin skilaði sér. Þá var bara tígullinn eftir og Eiríki leist best á að tvísvína fyrir D10 í vestur. Hann fór af stað með gosann, drap drottninguna, spilaði sér heim og svínaði fyrir tíuna. Tólf slagir. Hvað hefði Gölturinn sagt um þessa slemmu? Kannski þetta: „Allir geta tekið ellefu slagi í fjórum spöðum og Hérinn hryggi myndi hugsanlega sleppa einn niður, en aðeins ...“ Hver veit svo sem hvað Gölturinn hugsar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn nær árangri í samskiptum í dag því hann áttar sig á því hvað aðrir eru að fara. Nú er engu líkara en að hrúturinn geti lesið hugsanir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Öllum tíma sem þú nærð að verja í ein- rúmi í dag er svo sannarlega vel varið. Þú færð tækifæri til þess að átta þig á þínum leyndustu tilfinningum. Aukin sjálfsþekking er bara til bóta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsjónaeldurinn brennur innra með þér í dag. Þú þráir að gera heiminn að betri dvalarstað, til dæmis með skipu- lagningu og þátttöku í félagsstarfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólk dáist að þér núna. Það skynjar samúð þína og umhyggju fyrir öðrum, hvorttveggja göfugir eiginleikar sem kalla á virðingu samferðamanna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður um heimspeki, trúmál og pólitík virðast dálítið óraunsæjar í dag. Ljónið talar um hvernig það vill að hlut- irnir séu, ekki hvernig þeir eru í raun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu daginn í dag til þess að deila með öðrum eða skipta einhverju. Þú vilt að komið sé fram við fólk af sanngirni, líka þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samskiptahæfileikar þínir eru frábærir þessa dagana. Þú ert full samúðar og gæsku í garð náungans, en jafnframt skapandi og léttlynd. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Treystu innsæinu í dag. Þú virðist skynja allt sem ekki er sagt um þessar mundir og átta þig á því hvað fólk vill innst inni. Fyrir vikið gleður þú náung- ann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sköpunarkraftur þinn er mikill þessa dagana. Einnig áttu gott með að fást við börn og unglinga. Nú væri gott að vera í fríi eða listsköpun af einhverju tagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til þess að kaupa glæsilega muni fyrir heimilið eða fjölskyldu- meðlimi. Þú ert rausnarleg, jafnvel eyðslusöm og mikill fagurkeri núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við systkini og fjölskyldu- meðlimi eru gagnlegar í dag og allir bæði til í að tala og hlusta. Þú finnur hvað það er sem aðrir vilja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viðskipti, verslun og innkaupaferðir ættu að ganga vel í dag. Fiskurinn hefur yndi af skóm, hvernig væri að líta í kringum sig. Fegurðin heillar núna. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert forvitin persóna og nýtur þess að prófa nýja hluti. Þú ert líka frumleg og hefur ánægju af því að gaumgæfa og rýna í ýmsar hliðar tilverunnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Be3 Db6 5. Dc1 e6 6. c4 dxc4 7. Bxc4 Re7 8. Re2 Dd8 9. O-O Rd7 10. Rg3 Bg6 11. Rc3 Rf5 12. Bg5 Db6 13. Rxf5 Bxf5 14. Hd1 h6 15. Bh4 Db4 16. Be2 g5 17. Bg3 h5 18. h4 gxh4 19. Bxh4 Bh6 20. f4 Rxe5 21. a3 Db6 22. Ra4 Da5 23. dxe5 Dxa4 24. Dc5 Bf8 25. Df2 Da5 26. b4 Db6 27. Hd4 Bc2 28. Ha2 Bb3 29. Had2 Bd5 30. f5 Dc7 31. Bf6 Hh6 Staðan kom upp á Ambermótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Alexey Shirov (2713), hvítt, hafði fengið töluvert rýmra tafl í atskák sinni gegn Viswanathan Anand (2786) eftir að hafa fórnað peði. Hefði hvítur leikið 32. Df2-h4 í síðasta leik hefði hann haldið áfram að þjarma að svörtum en þess í stað lék hann 32. Dg3??. Indverjinn nýtti sér það að bragði og eftir 32... Hxf6! gafst hvítur upp enda er hrókurinn friðhelgur þar eð eftir 33. exf6 Dxg3 verður svartur drottningu yfir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vesæll, 4 loð- skinns, 7 spjalds, 8 ófag- urt, 9 andi, 11 vitlaus, 13 lykkja, 14 upptekið, 15 hæð, 17 óhapp, 20 ótta, 22 bælir niður, 23 snúið, 24 glerið, 25 bik. Lóðrétt | 1 tryggingafé, 2 rolan, 3 þvaður, 4 minni, 5 skímu, 6 miðlaði málum, 10 frek, 12 aðgæsla, 13 eldstæði, 15 vesældar- búskapur, 16 heitbundin, 18 vesalmenni, 19 illfygli, 20 eydd, 21 næðing. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gamlingja, 8 útveg, 9 gætni, 10 Níl, 11 tegli, 13 auðum, 15 hængs, 18 strút, 21 tek, 22 lotni, 23 innan, 24 griðungur. Lóðrétt | 2 alveg, 3 lagni, 4 negla, 5 játað, 6 búnt, 7 fimm, 12 leg, 14 urt, 15 hólf, 16 nótur, 17 stirð, 18 skinn, 19 rennu, 20 tonn.  Tónlist Hafnarborg | Hádegistónleikar í Hafn- arborg miðvikudaginn 6. apríl kl. 12. Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson baríton og Ant- onía Hevesi píanóleikari. Enginn aðgangseyrir. Myndlist Bananananas | Metorðstiginn – Tinna Kvaran sýnir. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL | Anna Hallin, Hugarfóstur – kort af samtali. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson, af- gangar. Gallerí Sævars Karls | Regína Lofts- dóttir sýnir olíumálverk máluð á striga. Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Íslensk grafík | Nikulás Sigfússon, vatns- litamyndir. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930-45. Rúrí, Archive Endangered Waters. Listasafn Akureyrar | Erró, verk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI og Hörður Ágústsson, yf- irlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning á verk- um Ásmundar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex norrænna myndarlistarmanna frá Finn- landi, Danmörku og Íslandi. Nýlistasafnið | Egill Sæbjörnsson og Magnús Sigurðarson, Skitsófrenía, Skyssa og Frenía, Skits og Frenja. Leen Voet, Limbo. Safn, Laugavegi 37 | Ingólfur Arnarsson og listamenn frá Pierogi-galleríiinu. Suð-Suðvestur, Keflavík | Ásmundur Ásmundsson. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús verður miðvikudaginn 6. apríl í sal félags- ins að Álfabakka 14A R. kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10 – 17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@gljufra- steinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione ljósmyndir úr fórum Man- froni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar– og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og öðrum gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. Netf. mnefnd@mi.is. Rökrás ehf | Kynning á íslenskum hátöl- urum ásamt vínkælakynningu verður hjá Rökás ehf Kirkjulundi 19 í Garðabær, laug- ardaginn 9. og sunnudaginn 10. apríl kl. 14–18, báða dagana. Nánari upplýsingar í síma 5659393, gsm 8498442, heima- síða www.rak.is. Um er að ræða íslenska hönnun, smíði og hugvit. Allir velkomnir. Fundir Grikklandsvinafélagið Hellas | Fræðslu- fundar í Kornhlöðunni við Bankastræti á morgun, 7. apríl kl. 20. Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor við Oslóarháskóla heldur erindi sem hann nefnir „Frumspeki fegurðarinnar. Um fagurfræði Platons, Plótínosar og Michelangelos“. Allir vel- komnir. GSA á Íslandi | GSA fundir eru haldnir öll fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. GSA samtökin eru hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. Nán- ari upplýsingar á www.gsa.is. Héðinshús | Al–Anon fundur alla miðviku- daga kl. 21. Al–Anon fjölskyldudeildirnar hafa aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjöl- skyldum og vinum alkóhólista. Til þess að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ættingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma. ITC–Fífa | Í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogs mun ITC deildin Fífa tileinka Kópavogsbæ fundinn í dag, kl 20.15 í fé- lagsmiðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Gestur fundar er Hansína Björgvinsdóttir bæjartjóri. Allir velkomnir. Uppl. gefur Guðrún í síma 6980144 gudrunsv- @simnet.is. Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar verða með mánaðarlegan fund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, kl. 17. Á fundinum verður myndbandið „Krabbamein í blöðruháls- kirtli frumsýnt. Myndbandið er danskt en er þýtt og staðfært. Fyrirlestrar Félag íslenskra fræða | Rannsóknarkvöld verður í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, kl. 20, í kvöld. Höskuldur Þráinsson: Stafsetning – handa hverjum? Fyrsti mál- fræðingurinn og færeysk stafsetning. Háskólinn á Akureyri | Félagsvísindatorg í dag, kl. 12, í stofu L103. Elín Þorgeirs- dóttir kynnir Mentorverkefnið sem byggir á hugmyndafræði um að samskipti barns og mentors séu jákvætt innlegg í líf barnsins. Orðið mentor er alþjóðlegt og er notað um leiðbeinanda sem aðstoðar yngri, óreyndari aðila við að víkka sjón- deildarhringinn. Náttúrufræðistofnun Íslands | Ása L. Aradóttir, sviðsstjóri á Landgræðslu rík- isins, flytur erindið: Uppgræðsla – hvað svo?; kl. 12.15, í dag, í sal Möguleikhúss- ins á Hlemmi. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýsingar á www.ni.is. Skipulagsstofnun | Jim Mackinnon skipulagsstjóri Skotlands flytur erindi á vegum Skipulagsstofnunar 7. apríl kl. 15.30–17, á Grand Hóteli, Sigtúni 3, Reykjavík. Hann mun m.a. fjalla um landsskipulagsstefnu fyrir Skotland (Nat- ional Planning Framework for Scotland). Kynning Hrafnista, Reykjavík | Dagmar Huld Matthíasdóttir, fræðslustjóri á Hrafnistu verður með kynningu fyrir ættingja og vini heimilisfólks, í dag kl. 20 í Helgafelli, 4. hæð. Kaffiveitingar og konfekt. Eftir kynninguna er aðalfundur Ætt- ingjabandsins. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Kynn- ingarfundur um meistara– og dokt- orsnám í viðskipta– og hagfræðideild Há- skóla Íslands verður haldinn í dag kl. 16, í Odda v/Sturlugötu stofu 101. Umsjón- armenn einstakra sérsviða kynna skipu- lag námsins en hægt er að velja á milli 10 námslína í framhaldsnámi. Allir vel- komnir. www.vidskipti.hi.is. Málstofur Lögberg, stofa 101 | Málstofa um Sval- barðamálið verður haldin í Lögbergi í dag kl. 12.15–13.45. Erindi halda: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanrík- isráðuneytinu og forstöðumaður Hafrétt- arstofnunar Íslands og Robin Churchill prófessor við Cardiff Law School, Bret- landi. Þá verða fyrirspurnir og umræður. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í al- mennri skyndihjálp í dag kl. 18–22, í Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðsgjald er 4.900 kr. Skráning í síma 5546626 eða á kopavogur@redcross.is. Krabbameinsfélagið | Reykbindind- isnámskeið Krabbameinsfélags Reykja- víku hefst hefst í dag. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleið- ingar tóbaksneyslu, og matarræði. Þátt- takendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir í eitt ár. Leið- beinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og fræðslufulltúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 5401900. Útivist Ferðafélagið Útivist | Farið verður kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngu- brúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Foss- vogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald!. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.