Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I   HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I   Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS Sýnd kl. 6 m. ísl. tali, Sýnd kl. 6 m. ensku tali  K&F X-FM ÓÖH DV WWW.BORGARBIO.IS  Ó.H.T Rás 2 FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY   ÓÖH DV  ÓÖH DV  Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Í fjölskyldu þar sem enginn skilur neinn mun hún smellpassa í hópinn Every family could use a little translation Sýnd kl. 5, 8 og 10.45. kl. 5, 8 og 10.45. F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali Sýnd kl. 3.30 m. ísl tali  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 5.30 og 10.30.   K&F X-FM Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára. S.V. MBL. SIDEWAYS Þ.Þ. FBl  Sýnd kl. 10.20 Sýnd kl. 8 Framleiðendursjónvarps- þáttanna Að- þrengdar eig- inkonur, sem nú njóta mikilla vin- sælda, afþökkuðu tilboð söngkon- unnar Britney Spears um að koma fram í gestahlutverki í þátt- unum. Kváðust þeir telja að ef Britn- ey birtist í þáttunum myndu þeir missa aðdráttarafl sitt. Gestahlutverk í vinsælum sjón- varpsþáttum á borð við Friends og Frasier hafa oft vakið athygli. Þannig hafa Brad Pitt, George Clooney, Bruce Willis, Reese Witherspoon og Charlie Sheen öll leikið lítil hlutverk í Friends. Ananova.com hefur það eftir Female First að Britney hafi mikinn áhuga á að fá að vera með í Að- þrengdum eiginkonum. Haft er eftir James Denton, sem leikur píparann Mike Delfino í þáttunum, að fjöldinn allur af kvikmyndastjörnum hafi fal- ast eftir gestahlutverkum, en öllum hafi verið vísað frá. „Mér fannst best að Britney Spears skyldi hafa áhuga. Umboðs- mennirnir hennar hafa verið að reyna að koma henni í þættina, en ég get lofað ykkur því, að það mun aldrei verða,“ sagði Denton.    Íslandsvinurinn Mutya Bueana úrSugababes hefur eignast sitt fyrsta barn. Átti hún stúlkubarn með kærasta sínum Jay.    Sagan endalausa um hver verðurnæsti Bond, heldur áfram, og verður æ undarlegri. Nýjustu fregnir herma að stjórnendur hjá Sony, sem eiga MGM, framleiðslufyrirtæki myndanna, vilji eftir allt saman ekki missa Pierce Brosnan. Þeir hafi eftir miklar vangavelt- ur komist að þeirri niðurstöð að í því sé fólgin meiri áhætta að fá nýjan, e.t.v. lítt þekktan leikara, í staðin fyrir að tjalda Brosnan áfram en mynd- irnar með honum hafa aukið mjög á vinsældir Bond-myndanna í Banda- ríkjunum. Segir sagan að stjórarnir hjá Sony vilji að Brosnan leiki Bond í næstu mynd, sem verður gerð eftir Casino Royal, og þeirri næstu á eftir. Eru reyndar sumir erlendir fjöl- miðlar farnir að gera því skóna að þetta hafi allt saman verið ein stór og lævís markaðs- brella; að aldrei hefði verið mein- ingin að finna ein- hvern í staðinn fyrir Brosnan, þótt yfirlýsing hefði verið gefin út þess efnis. Við nánari grennslan þá kemur reyndar á daginn að Cubby Broccoli, fyrrum aðalframleiðandi Bond-myndanna, var vanur að stunda einmitt þennan sama leik, bæði með Sean Connery og Roger Moore – en alltaf sneru þeir aftur og léku í fleiri myndum. Tilfinning þeirra hjá Sony er því sú að Brosnan snúi aftur. Fólk folk@mbl.is Eyþór Guðjónsson sló í gegn yfir páskanameðal meðleikenda og annarra sam-starfsfélaga sem vinna með honum að gerð Hollywood-myndarinnar Hostel með því að bjóða þeim í þjóðlega íslenska matarveislu á íslenska veitingastaðnum Restaurant Reykja- vík, sem er í miðborg Prag. Eyþór leikur eitt að- alhlutverkanna í þessari hrollvekju eftir Eli Roth og segist hafa langað að gera eitthvað sér- stakt og íslenskt fyrir þessa nýju vini sína enda Ísland og íslenskir siðir gjarnan til umræðu á tökustað hjá Eyþóri og Roth. „Ég bauð því aðalfólkinu sem að myndinni stendur í íslenska veislu hér úti í Prag sem ég skipulagði í samvinnu við Þóri Gunnarsson ræð- ismann Íslands í Tékklandi en hann á og rekur veitingastað sem heitir Restaurant Reykjavík í miðborg Prag. Ég kom með allan matinn frá Ís- landi þegar ég skrapp heim í 2 daga fyrir páska.“ Í forrétt bauð Eyþór uppá grafinn lax, reykt- an lax og smásíld. „Flest sögðu að þetta væri langbesti fiskur sem þau hefðu nokkurntíman fengið.“ Þegar aðalrétturinn kom segist Eyþór hafa beðið þjónana að bera alla diskana á borð í einu svo enginn sæi kræsingarnar á diskunum. „Á hverjum diski var bara einn hlutur og það var svartur sviðahaus á hvítum diski! Þú hefðir átt að sjá svipinn á fólkinu! „Hvað í fjandanum er þetta?“ heyrðist. Ég sagði þeim að fyrst þau hefðu valið að hafa Íslending í þessari mynd skyldu þau fá að kynnast íslenskum mat- arvenjum og siðum og svo útskýrði ég fyrir þeim afhverju og hvenær við borðuðum svið. Síðan tók ég þau í kennslustund, reif skinnið af fyrsta kjammanum og stakk upp í mig við mikil ógeðsöskur, þá tók ég hnífinn og sagði þeim að svona sæju þau ekki einu sinni í hrollvekjum – stakk svo hnífnum á kaf í augað, skar það úr og borðaði við enn meiri öskur. Að lokum fékk ég alla til að smakka sviðin og flestum fannst þau mjög góð. Það upphófust auðvitað alls konar leikir með sviðakjammana á meðan á því stóð enda um skapandi fólk að ræða. Eftir það færði ég þeim þunnar sneiðar af annars konar kjöti á hvern disk og sagði þeim að þetta væri súrsuð lifur og það yrðu þau að smakka. Þau gerðu það öll nema einn … og þegar þau voru búin að smakka og kyngja bitunum sínum þá óskaði ég þeim til hamingju með að vera búin í fyrsta skiptið á ævinni að borða eistu! Þá fyrst varð allt vitlaust. Þetta voru súrir hrútspungar.“ Skyrkaka og páskaegg frá Nóa En svo sagðist Eyþór ekki ætla að hrekkja þau meira og lét bera fram dýrindis lambasteik sem gestunum þótti að sögn óviðjafnanlega góð. „Eftir það gaf ég öllum hákarl og íslenskt brennivín á milli rétta við mismunandi viðbrögð að sjálfsögðu og svo í eftirrétt var skyrkaka sem Þórir útbjó með miklum tilþrifum. Með kaffinu var borið fram konfekt og súkkulaði frá Nóa Síríus og svo endað með því að allir fengu páskaegg frá Nóa Síríus. Þau sögðust aldrei munu gleyma þessum kvöldverði en vonuðu samt að þau fengju ekki eintóman þorramat ef þau kæmu til Íslands til að vera viðstödd frum- sýningu myndarinnar.“ Eyþór segir magnað hversu Íslendingar eru alltaf til í að standa saman og taka þátt í svona uppátækjum. „Jói í Múlakaffi var snöggur að redda þorra- matnum og kjötinu, Trausti hjá Nóa Síríus hljóp til á skírdag og opnaði fyrir mig hjá sér og Þórir ræðismaður Íslands hér í Prag lagði aldeilis sitt af mörkum í framkvæmdinni með mér. Enda hafði þessi veisla þau áhrif að það er ekki talað um annað en þessa íslensku veislu á tökustað – og nú langar alla hina til þess að smakka bæði þessa sérkennilegu rétti og hið ljúffenga ís- lenska súkkulaði.“ Spenntir fyrir að koma til Íslands Eli Roth, leikstjóri Hostel, var hæstánægður með þennan páskaglaðning íslenska leikarans síns og segir hann enn hafa bætt álit sitt á Ís- landi: „Eyþór bauð okkur upp á íslenska menningu fyrir byrjendur. Ég hafði áður fengið að kynn- ast sviðunum en restin af tökuliðinu fékk laglegt sjokk. Eyþór sýndi okkur hvernig við ættum að plokka húðina af, borða tunguna og jafnvel líka augun. Þeir sem ekki féllu í yfirlið fengu dýr- indis máltíð. Ein stelpan í hópnum sagði: „Ég ætla aldrei aftur að borða eistu.“ Svo fengum við líka hákarl.“ Roth segir þetta hafa verið páskamáltíð sem ekkert þeirra mun gleyma. „Ég hef áður notað Ísland sem innblástur í myndir mínar en þessi máltíð reyndist upp- spretta hugmynda að einum 10 myndum. Allir – stjörnur myndarinnar og framleiðendurnir – eru mjög spenntir fyrir að koma til Íslands.“ Það má því ljóst vera að stjörnufans verði á Íslandi í kringum frumsýningu myndarinnar sem áætluð er í árslok. Kvikmyndir | Eyþór bauð samstarfsfólki sínu upp á ógleymanlega páskamáltíð Stjörnur Hostel snæddu svið og hákarl Ljósmynd/Eyþór Guðjónsson Eli Roth og Gabriel bróðir hans knúsa kjammann. Eyþór og Þórir ræðismaður fremstir á myndinni ásamt öðrum matargestum í íslensku þorraveislunni í Prag. Eli Roth og Mike Fleiss, einn af framleið- endum Hostel. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera einn umsvifamesti framleiðandi veru- leikasjónvarpsþátta heims og er eigandi þátta eins og Bachelor og Bachelorette. Hann var sá eini sem ekki fékkst til að smakka hrútspungana. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.