Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Þetta er alveg ofboðslegagaman,“ segir tónskáldiðÞóra Marteinsdóttir um samveruna með íslensku börn- unum í barnakórnum sem hún stjórnar í Gautaborg í Svíþjóð. Þóra hefur stjórnað kórnum á annað ár en var þar áður undir- leikari kórsins í tvö ár. Þóra lýkur námi frá tón- smíðadeild Tónlistarháskólans í Gautaborg í vor og söng barna- kórinn á útskriftartónleikunum 3. mars verkið Heilræðavísur Bú- kollu eftir Þóru en þar fléttar hún saman Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og þjóðsöguna um Búkollu. Og krakkarnir skemmta sér konunglega við að syngja blítt og skessulega til skiptis. Sjálf hefur Þóra sungið í kórum, bæði Skólakór Kársness og í Hamrahlíðarkórnum. „En ég hef nú voða lítið lært að stjórna,“ seg- ir hún hógvær. „Ég er alltaf frek- ar stressuð þegar kórinn á að koma fram. Sérstaklega þegar mamma og pabbi fylgjast með,“ bætir hún brosandi við. Foreldr- arnir eru sem sagt gamalreyndir kórstjórar, þau Þórunn Björns- dóttir, stjórnandi Skólakórs Kárs- ness, og Marteinn H. Friðriksson, organisti og stjórnandi Dómkórs- ins. Samdi fyrsta lagið átta ára Þóra hefur því fengið tónlistina með móðurmjólkinni og samdi fyrsta lagið sitt í samráði við Hildi frænku sína átta ára gömul. Þóra ætlaði samt lengi vel að verða rit- höfundur en segist nú fá útrás fyrir þá löngun með bloggsíðunni sinni sem heitir Lífið í Dúfnaborg- inni eins og hún nefnir Gautaborg vegna dúfnanna sem flögra um allt. En hún samdi líka barna- óperuna Larus sem sýnd var skólabörnum í Gautaborg á vegum Tónlistarháskólans þar fyrir jólin 2003 við góðar undirtektir. Þar samdi Þóra bæði tónlistina og sög- una um tvær nornir sem verða ástfangnar af sama vonda galdra- karlinum og verða óvinkonur. Sag- an endar þó vel eins og öll æv- intýri og nornirnar urðu bestu vinkonur. Draumur Þóru er að óperan verði sett upp á Íslandi líka en hún segist fyrst þurfa að láta þýða hana og aðlaga íslenskri tungu. Verkefni í Svíþjóð og á Íslandi Hún hefur haft nóg að gera í skólanum og við kórstjórnina. Og Þóra er ánægð með að fleiri en eitt verkefni bíði hennar eftir út- skrift. „Já, ég er búin að fá tvö verkefni frá Íslandi,“ segir hún ánægð. Annað er að sjá um tón- listina og semja verk fyrir vígslu Sólheimakirkju í júlí en Þóra hef- ur unnið á Sólheimum í fjögur sumur. Hitt er að semja verk fyrir tónleika í Skálholtskirkju þar sem íslensk handrit liggja til grund- vallar. „Þetta finnst mér mjög  SVÍÞJÓÐ Tónskáldið í Dúfna Þóra við píanóið á kóræfingu og í bak- grunni eru þeir Stefán og Daníel. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Gömlu fólki, sem er viðgóða heilsu og hreyfir sigdaglega, hæfir yfirleittalmennt fæði, sem tekur mið af ráðleggingum Manneld- isráðs um mataræði. Hætta á nær- ingarskorti eykst hinsvegar ef mat- arlyst minnkar, hvort heldur er vegna líkamlegra eða geðrænna sjúkdóma og þá þarf að gera sér- stakar einstaklingsbundnar ráðstaf- anir, að sögn Hólmfríðar Þorgeirs- dóttur, verkefnisstjóra næringar hjá Lýðheilsustöð. Lýðheilsustöð hefur gefið út fræðsluritið „Matur fyrir aldraða“, sem ætlað er öllum þeim, sem vinna við hjúkrun aldraðra eða út- búa mat fyrir roskið fólk, hvort heldur sem er á stofnunum eða í heimahúsum. Orkuþörf minnkar með aldrinum Bæklingurinn var unninn af sam- starfshópi um öldrunarmál á veg- um Manneldisráðs, en markmiðið með útgáfunni var að matur, sem borinn er fyrir gamalt fólk sé bæði hollur og lystugur og hæfi gömlu fólki. „Þarfir aldraðra eru mismun- andi og í ritinu er gerður skýr greinarmunur á þeim mat, sem hæfir fólki við góða heilsu og hin- um, sem eru orðnir sjúkir og illa á sig komnir. Orkuþörf minnkar með aldrinum, aðallega vegna vöðva- rýrnunar og minni hreyfingar. Þörf fyrir vítamín, steinefni, prótein og trefjaefni minnkar hinsvegar ekki að sama skapi með aldrinum. Því þarf fæði aldraðra að vera næring- arríkt eigi það að rúma öll nauð- synleg næringarefni í minni fæðu- skömmtum.“ Ofþyngd kallar á sjúkdóma Að sögn Hólmfríðar er æskilegt að almennt fæði fyrir aldraðra fylgi ráðleggingum Manneldisráðs um mataræði en samkvæmt þeim skal fitu, einkum harðri fitu, sykri og salti stillt í hóf, en þess gætt að fæðið veiti nægan vökva og trefja- efni auk nauðsynlegra vítamína og steinefna. „Þar sem orkuþörfin minnkar með aldri, er hætta á að fólk fitni sé þess ekki gætt að minnka neyslu í samræmi við þörf. Ofþyngd og offita á efri árum auka mjög líkur á sykursýki, hækkuðum blóðþrýstingi og stoðkerfis- sjúkdómum auk annarra fylgikvilla og því er mikið í húfi að líkams- þyngd sé haldið í skefjum. Dagleg hreyfing, t.d. gönguferðir eða leik- fimi, ásamt hæfilegri fitu og skyn- samlegu fæðuvali, skipta meginmáli til að koma í veg fyrir offitu á efri árum. Á hinn bóginn minnkar oft matarlyst gamals fólks. Það léttist meira en góðu hófi gegnir og við það aukast líkur á mörgum sjúk- dómum. Starfsfólk og aðrir sem annast gamalt fólk þurfa því að vera vel vakandi fyrir hugsanlegum breytingum á líkamsþyngd og grípa í taumana til að koma í veg fyrir að fólk léttist eða þyngist um of. Gamalt fólk, sem borðar lítið vegna sjúkdóma eða greinist í lé- legu næringarástandi, þarf sérfæði, sem er næringarþéttara en al- menna fæðið,“ segir Hólmfríður. Feitar mjólkurvörur eru þá notaðar í stað fituskertra, meira er notað af rjóma og smjöri en heldur minna af kartöflum og grænmeti. Í ritinu Matur fyrir aldraða er einnig fjallað um fæði fyrir syk- ursjúka, of þunga og fyrir þá, sem einhverra hluta vegna, eiga erfitt með að tyggja eða kyngja og þurfa þá hakkað eða maukað fæði.  HEILSA | Lýðheilsustöð gefur út fræðsluritið Matur fyrir aldraða Vaka þarf yfir líkamsþyngd aldraðra Morgunblaðið/Kristinn. Rannsóknir hafa sýnt að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Fræðslurit Lýðheilsustöðvar um mataræði fyrir aldraða. Þrátt fyrir að orkuþörf líkamans minnki með aldrinum minnkar ekki þörfin fyrir næringarefni að sama skapi, segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir hjá Lýðheilsustöð. TENGLAR ..................................................... www.lydheilsustod.is join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.