Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 43
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 553 2075 - BARA LÚXUS ☎  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 8 og 10.30  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 m. íslensku tali 400 kr. í bíó!*  Kvikmyndir.is. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I R E E S E W I T H E R S P O O N Stjarnan úr Legally Blonde og Sweet Home Alabama í yndislegri mynd. VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR Sýnd kl. 8 og 10.30  S.V. MBL.  K&F X-FM Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne, Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James Purefoy, Jonathan Rhys Meyers  FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára.  ÓÖH DV    SK DV JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. íslensku taliSýnd kl. 8 og 10.10 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára.      MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 43 FYRSTI meistari Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðarinnar á Íslandi IIFF 2005 er handritshöf- undurinn og kennarinn Mogens Rukov frá Danmörku. Rukov, sem er fæddur árið 1943, hefur lengst af kennt handritsgerð við Danska kvikmyndaskólann. Er hann af mörgum talinn eiga stóran þátt í þeirri velgengni sem dansk- ar kvikmyndir hafa notið síðustu ár auk þess að vera einn af upphafsmönnum dogma- stefnunnar. Hann hefur skrifað þónokkur handrit sjálfur, m.a. Festen ásamt Tomasi Vinterberg. Rukov heldur þriggja daga námskeið fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn á vegum Kvikmyndamiðstöðvar. Námskeiðið verður í fyrirlestraformi á milli kl. 13 og 17 dagana 14.–16. apríl á Kaffi Reykjavík. Rukov vísar á námskeiðinu sérstaklega til Festen, Taxi Driv- er og Mulholland Drive en myndirnar verða allar á dagskrá hátíðarinnar fyrir námskeiðið. Ennfremur er búið að tilkynna um fleiri myndir er frumsýndar verða á hátíðinni. Á dagskrána er komin nýjasta mynd Woodys Allen, Melinda og Melinda, sem skartar m.a. Will Ferrell og Chloë Sevigny í helstu hlut- verkum. Þrjár nýjar myndir frá Noregi hafa bæst við í Norðurlandaflokkinn. Myndinar eru ólíkar en hafa vakið athygli en þær eru Uno eftir Aksel Hennie og Jon Andreas Andersen, Min misunderlige frisör eftir Annette Sjursen og Monstertorsdag eftir Arild Østin Ommund- sen. Þar með er fjöldi mynda á hátíðinni kom- inn í 65. Miðasala hefst í dag Miðasala á hátíðina hefst í Háskólabíói og Regnboganum kl. 16 í dag. Venjulegt miða- verð er á sýningarnar, 800 kr., en einnig er hægt að kaupa tíu miða kort á 5 þúsund kr. Einnig hefst sala á miðum á allar sérsýningar, svo sem opnunarsýninguna, lokasýninguna og spurt & svarað-sýningarnar og er nauðsynlegt að kaupa miða á þær í bíóinu sem hýsir við- komandi sýningu. Kvikmyndir | Alþjóðlega kvikmyndahátíðin á Íslandi IIFF 2005 Meistari Mogens Rukov Hinn þekkti danski handritshöfundur og kennari, Mogens Rukov, verður með þriggja daga námskeið á meðan á hátíðinni stendur. www.icelandfilmfestival.is þættirnir m.a. bresku grínverð- launin (The British Comedy Award) árið 2003 sem besti nýi grínþátturinn og í fyrra voru Matt og David valdir bestu leik- ararnir og þátturinn besti grín- þátturinn á sömu hátíð. Þættirnir voru upphaflega sýndir á BBC THREE í Bretlandi (endursýndir á BBC ONE) en bú- ið er að sýna tvær þáttaraðir. Þeir hófu hinsvegar göngu sína í útvarpi á Radio 4. Höfundarnir segja að takmarkið hafi alltaf verið að koma þáttunum í sjón- varp. Þeir gerðu sér þó grein fyr- ir því að fyrst þyrftu þeir að sanna að þættirnir virkuðu í út- varpi. David segir í viðtali við BBC að útvarpið hafi verið góð leið til að komast að því hvaða sketsar virkuðu og hverjir ekki.    Persónunar sem David og Matthafa skapað eru fjölbreyti- legar og eiga að endurspegla nú- tíma Bretland. Bretar eru meist- arar í því að gera grín að sjálfum sér á meðan bandarískt grín gengur yfirleitt ekki eins langt. Í Litla-Bretlandi kynnast áhorf- endur mörgum yfirgengilegum persónum eins og Daffyd, eina hommanum í þorpinu sínu (og hann vill ekki hafa það öðruvísi). Marjorie Dawes er rosaleg kona sem leiðir hóp fólks í baráttunni við aukakílóin og Emily Howard er sérstaklega ósannfærandi klæðskiptingur. Þarna kemur líka við sögu Bernard Chumley, eldri leikari sem hefur sérstaka Bretar eru miklir meistarargamanþátta en nýjastadæmið um það er Litla- Bretland (Little Britain). Þátta- röðin hefur göngu sína í Sjón- varpinu í kvöld en hún er höfund- arverk grínistanna Matt Lucas (George Dawes úr Shooting Stars) og David Walliams. Þeir „bregða sér í ýmissa kvikinda líki og kynna áhorfendum furður Bretlandseyja í stuttum grín- atriðum. Í þáttunum er drepið niður fæti í skosku hálöndunum, farið um Wales og friðsælar enskar sveitir og í bæjarblokkir stórborganna þar sem friðsældin er ekki alveg eins mikil. Sögu- maður tengir saman atriðin með fróðlegum athugasemdum um það sem fyrir augu ber,“ segir í kynningu frá Sjónvarpinu. Þetta eru sem sagt sketsa- þættir þar sem sömu persónunar koma aftur og aftur við sögu. Bretar eru meistarar þessa forms og má nefna hinn frábæra þátt The Fast Show (Johnny Depp er mikill aðdáandi og lék í lokaþætt- inum) og The Sketch Show, sem Stöð 2 hefur verið að sýna.    Litla-Bretland hefur unnið tilfjölda verðlauna. Hlutu þörf fyrir að losa sig við Kitty, systur sína. Dame Sally er rithöf- undur rómantískra ástarsagna, sem minnir nokkuð á Barböru Cartland, nema hvað hún fær alls ekki nógu góðar hugmyndir. Höfundarnir segja að hug- myndirnar að persónum komi að mestu leyti úr þeirra eigin kolli þótt margar séu byggðar á fólki sem þeir þekki eða hafi verið sagt frá.    Þættirnir eru teknir bæði ávöldum tökustöðum og fyrir framan áhorfendur í myndveri. Hláturinn sem heyrist í þáttunum er því ekta hlátur en enginn dósahlátur. Matt segir þá vera svo fyndna að stundum hafi þeir þurft að lækka aðeins í hlátrinum svo hann verði ekki yfirgnæf- andi. David segir að húmorinn í þáttunum höfði til það breiðs hóps og því virki hann fyrir fram- an áhorfendur. Leikstjóri Litla-Bretlands er Steve Bendelack en hann hefur leikstýrt öðrum breskum gam- anþætti, sem hefur getið sér gott orð, The League of Gentlemen. Er það áreiðanlega ákveðinn gæðastimpill fyrir þá sem til þekkja. Svo virðist sem Bretar þurfi ekki að lifa lengur á fornri frægð Monty Python, Black Adder og Fawlty Towers hvað varðar góða gamanþætti því margir þessara nýju þátta hafa náð til áhorf- endahópa utan Bretlandseyja. Skrifstofan (The Office) er þar fremst í flokki og verður gaman að sjá hvort íslenskir áhorfendur eigi eftir að heillast af stór- skemmtilegu gríninu í Litla- Bretlandi. Stórskemmtilegt Litla-Bretland ’Bretar eru meistararí því að gera grín að sjálfum sér á meðan bandarískt grín geng- ur yfirleitt ekki eins langt.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Matt Lucas og David Walliams eru handritshöfundar og tveir helstu leikarar Litla-Bretlands en fyrsti þátturinn er í Sjónvarp- inu í kvöld. ingarun@mbl.is FORSALA miða á tónleika rokkfreskunnar Alice Cooper 13. ágúst í Kaplakrika hefst í dag. Um er að ræða sérstaka forsölu þar sem handhöfum Mastercard gefst kostur á að tryggja sér miða áður en almenn miðasala hefst á morgun. Miðasala fer fram í verslunum Skíf- unnar og BT um land allt og á concert.is. Cooper mætir að sögn með veglega sýningu, í ætt við þá sem hefur skapað honum sérstöðu í heimi rokksins sem brautryðjandi í leikrænu sjokkrokki sem sumir segja að hafi haft bein áhrif á hljómsveitir á borð við Kiss, Misfits, King Diamond, GWAR, Slipknot og Marilyn Manson. Ný plata í júní Cooper gefur út nýja plötu í júní sem heitir Dirty Diamonds. Hér verður ekki um konsept plötu að ræða eins og hans síðustu, Brutal Plan- et og Dragontown, heldur segist hann í samtali við Rolling Stone-tímaritið á dögunum, hafa tekið mark á ábendingu frá vini sínum, upp- tökustjóranum Bob Ezrin sem stýrði upptökum á frægasta lagi Coopers: „School’s Out“. „Eitt af því sem hann sagði við mig var að ef ég ætlaði bara að gera 12 laga plötu þá væri ekki úr vegi að hafa öll lögin frábær og engar uppfyllingar.“ Upptökustjórinn á nýju plötunni er Steve Lindsey, sem tók upp dúett Cooper og Xzibit „Stand“ sem var á plötu sem gefin var út í tilefni af Ólympíuleikunum 2004. Tónleikar Cooper hér á landi verða liður í tónleikaferð hans um Evrópu og Ástralíu í sumar og verður trommari Kiss Eric Singer í hljómsveit Coopers á túrnum. Í Rolling Stone-viðtalinu, segist Cooper ætla að bjóða upp á „marga klassíska smelli, nokkrar ansi góðar sviðsbrellur og heljarinnar sýningu“. Tónleikar | Miðasala á Cooper að hefjast Klassískir smellir og brellur Hann er þekktur fyrir sín „þrumusjóv“. Alice Cooper lætur eflaust eitthvað loga í Kapla- krikanum í ágúst. Mastercard-forsala hefst í Skífunni, BT og á concert.is í dag, almenn miðasala hefst á morgun. Miðaverð er 5.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.