Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 91. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sviðaveisla stjarnanna Hollywood-stjörnur borðuðu svið og hákarl í boði Eyþórs | 42 Úr verinu | Birgðir af saltfiski  Gífurlegur niðurskurður Líf og fjör í Grindavík  Soðningin Íþróttir | Skorar Eiður hjá Kahn?  Mourinho ekki á Stamford Bridge  Ítalir sáttir  Úrslit DHL-deildarinnar Úr verinu og Íþróttir í dag London. AP, AFP. | Ekki verður sagt um þau skötuhjúin Karl og Kamillu, að lánið hafi elt þau á röndum. Þau hafa orðið fyrir hverju óhappinu öðru neyðarlegra og nú er það orðið að sérstöku veðmálaefni í Bretlandi hvað hendi þau næst. „Sjálf hjónavígslan virðist vera að breytast í einhvern grátbroslegan gam- anleik og þess vegna datt okkur í hug að leyfa fólki að veðja um hvað komi næst upp á,“ sagði veðmangarinn Graham Sharpe og minnti á, að fyrst hefði Elísabet drottning ákveðið að vera ekki við gift- ingu sonar síns og síðan hefði orðið að hætta við að láta hjónavígsluna fara fram í Windsor-kastala. Þriðja áfallið var andlát páfa en vegna þess var athöfninni frestað fram á laugardag. Hjá veðmálafyrirtæki Sharpes eru lík- urnar á því, að Kamilla sé búin að fá nóg af klúðrinu og mæti ekki í giftinguna 1 á móti 33. Fyrir Karl eru hlutföllin 1 á móti 40 og líkurnar á því að Vilhjálmur Karls- son prins missi hringana eru 1 á móti 25. Ýmislegt annað getur að sjálfsögðu komið fyrir en líkurnar á blindbyl eða stórflóði eru þó ekki meiri en 1 á móti 100. Enn ólíklegra þykir, en þó kannski ekki útilokað, að geimverur lendi í Windsor á laugardaginn. Þar eru hlutföllin 1 á móti 10.000. Reuters Karl prins og Kamilla er þau komu til minningarathafnar um páfann í gær. Veðjað um Karl og Kamillu BLINDBYLUR var á vestan- verðu landinu í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða vegfarendur sem lentu í vandræðum vegna mik- illar ofankomu og skafrennings, en meðalvindhraði var víða yfir 20 metrar á sekúndu og upp undir 40 metrar í hviðum. Veg- urinn undir Hafnarfjall var lok- aður um tíma og illfært um Hellisheiði, auk þess sem þung- fært var orðið í uppsveitum Ár- nessýslu í gærkvöldi. Veðurstofan spáir að hvasst verði fram eftir degi í dag og frost um allt land, 3–10 gráður, og verður kaldast norðanlands. Á morgun hlýnar aftur og um helgina er spáð lægðagangi og umhleypingasömu veðri. Morgunblaðið/ÞÖK Gengið niður Laugaveg í gær. Það verður hvasst fram eftir degi í dag og frost um allt land, 3–10 gráður. Frost um allt land Blindbylur á vestanverðu landinu olli erfiðleikum í umferðinni í gær BÚIST er við, að allt að tvær milljónir Pól- verja fari til Rómar vegna útfarar Jóhannesar Páls II páfa á föstudag. Kom þetta fram í könnun, sem yfirvöld í Póllandi hafa gert. Áætlun yfirvalda er byggð á óformlegri at- hugun hjá pólskum ferðaskrifstofum en auk þess hefur mikið verið að gera í kirkjusóknum um landið allt við að útvega langferðabíla. Hef- ur lestar- og flugferðum til Ítalíu verið fjölgað eins og unnt er og ferðaskrifstofur í nágranna- ríkjunum hafa líka hlaupið undir bagga. „Utanríkisráðuneytið telur, að meira en milljón manns, jafnvel tvær, muni fara til Rómar,“ sagði Aleksander Checko, talsmaður ráðuneytisins, í gær en lagði þó áherslu á, að um væri að ræða áætlun. Áður hefur komið fram í fréttum, að búist sé við allt að tveimur milljónum gesta í Róm vegna útfararinnar og hafa borgaryfirvöld í hyggju að koma upp tjaldbúðum til að hýsa vissulega við þessi sérstaka stemning, sem er út af útför páfans,“ sagði Gísli en að hans sögn er andrúmsloftið mjög ljúft þrátt fyrir und- angengna atburði. Páfa minnst í Varsjá „Það var á þessu torgi 2. júní 1979, sem allt hófst með þessum eftirminnilegu orðum páfa: „Megi andinn koma yfir okkur og endurnýja ásýnd þessa lands,““ sagði Jozef Glemp, kard- ináli og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi, þegar hann minntist Jóhannesar Páls II páfa í messu á Pilsudski-torgi í Varsjá í gær. Á borða, sem fólkið bar, stóðu orðin „Við erum ekki hrædd“ en þau lét páfi falla í sinni fyrstu heimsókn til föðurlandsins eftir að hann tók við embætti. Þá var Pólland enn undir hæl kommúnista. fólkið enda öll hótel upppöntuð. Ef Pólverjar einir ætla að fara langt með að fylla þessa tölu, er ljóst að grípa verður til róttækra ráða. „Fáum þetta beint í æð“ Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, er nú staddur í Róm ásamt nokkr- um prestum og mökum þeirra úr Skagafirði. Eru þeir prestarnir í námsferð um rætur kirkjunnar, sem hafði verið löngu ákveðin. „Við fáum þetta beint í æð og förum á alla þessa staði og upplifum þetta. Svo bætist Tvær milljónir Pólverja til Rómar?  Vilja taka/15  Milljónir/4 Reuters Um 200.000 manns að minnsta kosti voru við messuna á Pilsudski-torgi í Varsjá í gær. Sérstök stemning segir Gísli Gunnarsson, prestur í Glaumbæ, sem staddur er í Róm allt er meira eða minna ónýtt nema munir sem voru í herbergjum sem voru lokuð. Beint fyrir ofan íbúð Kristins býr Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona og verðandi móðir. Eiginmaður hennar, Vignir Þór Stefánsson, varð fyrst var við eldinn þegar reykjarlykt barst inn í íbúðina og hann heyrði hróp og köll frá HEPPNI réði því að ekki varð banaslys þegar gaskútur sprakk við íbúðarhús við Rósarima í gærmorgun, í þann mund sem tveir reykkafarar þustu að húsinu. Sprengingin var feykiöflug og þeyttust brot úr kútnum af miklu afli frá húsinu. Sjö manns voru fluttir á slysadeild eftir brun- ann, fjórir fullorðnir og þrjú börn. Þar af voru tvær barnshafandi konur sem báðar voru í miðju atburðarásarinnar. Tengdadóttir Kristins Halldórssonar var heima hjá tengdaforeldrum sínum að Rósarima 1 með tvo unga drengi þegar eldur kviknaði út frá eldavélinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn að hún hefði reynt að slökkva eldinn. „Þegar það gekk ekki hljóp hún út með guttana. Stuttu síðar er eins og verði eldsprenging inni í eldhúsinu,“ sagði hann. Tengdadóttir hans er barnshafandi og komin langt á leið. Hún brenndist á fingri en að öðru leyti amar ekkert að henni eða drengjunum tveimur. Gríðarlegar skemmdir urðu á íbúð Kristins, íbúa á neðri hæð. Eldurinn magnaðist hratt og þegar þau fóru út á stigapall mætti þeim kol- svartur reykjarmökkur. Guðlaug Dröfn byrjaði á því að vara nágranna sinn á sömu hæð við, Maríu Þórunni Helgadóttur, sem var í íbúð sinni með fimm daga gamla dóttur sína og voru þær lagðar af stað niður þegar lögreglumaður kom þeim til aðstoðar. Í samtali við Morgun- blaðið sagði María að ekkert amaði að þeim mæðgum. Guðlaug sagði að eldurinn hefði breiðst hratt út en það hefði ekki verið fyrr en hún var komin frá húsinu sem hún hefði gert sér grein fyrir hversu litlu mátti muna að verr færi. „Þegar maður sá allt utan á húsinu alelda kom sjokkið og svo þegar sprenging varð komst maður í hálfgerða geðshræringu,“ sagði hún. Guðlaug Dröfn, sem er gengin með tæplega sjö mánuði, fór í ítarlega læknisskoðun og var gengið úr skugga um að allt væri í lagi með barnið sem hún ber undir belti. Tvær barnshafandi konur voru í hættu í eldsvoða í Rósarima Hljóp út með tvo drengi Morgunblaðið/Júlíus Reykkafararnir Guðmundur Guðjónsson og Ari Jóhannes voru heppnir að þetta brot úr gaskútnum lenti ekki á þeim. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Bruni í Rósarima/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.