Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 10
SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í síð- ustu viku, að ráðherra víki úr þing- sæti meðan hann gegnir ráðherra- dómi og að varamaður taki sæti hans á meðan. Siv sagði m.a. í framsöguræðu sinni að við byggjum við mikið ráð- herraræði; ráðherrarnir hefðu meiri völd en eðlilegt gæti talist, sérstak- lega á löggjafarsamkomunni. Ís- lenskt réttarríki byggðist hins vegar á hugmyndinni um greiningu ríkis- valdsins í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. „Þó að stjórnarskrá okkar byggist á þessum hugmyndum gerir hún samt ráð fyrir að ráðherrar geti jafn- framt verið alþingismenn, þ.e. að þeir sem eru í framkvæmdarvaldinu séu líka í löggjafarvaldinu. Þeir sitja því báðum megin borðsins.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagðist hafa miklar efasemdir um frumvarpið, þrátt fyrir að Samfylkingin hefði ályktað í þá veru. „Ef markmiðið er að skerpa þrískiptingu ríkisvaldsins sem ég er mikill talsmaður fyrir og hef talað fyrir gegnum árin þá eru aðrar leiðir miklu heppilegri til þess. Ég nefni t.d. að skerpa lög um ráð- herraábyrgð sem eru afar veik.“ Jóhanna sagði einnig að ef frum- varp Sivjar yrði að lögum myndi fjölga um tólf manns á Alþingi. „Ef þetta frumvarp yrði að lögum í dag þá ættu sæti hér núna 75 manns,“ sagði hún. „Þeir kæmust nú varla fyrir í þessum þingsal. Þetta mundi styrkja stjórnarliðið fyrst og fremst en ekki stjórnarandstöðuna.“ Hemill á ríkisútgjöld Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist telja að allgóð þverpólitísk samstaða væri um meg- inmarkmið frumvarpsins, þ.e. að efla þingið gagnvart framkvæmdarvald- inu. Spurningin snerist hins vegar um leiðirnar til að ná því markmiði. Umrætt frumvarp væri ekki skyn- samleg leið. Yrði það að lögum myndi það draga úr vægi stjórnar- andstöðunnar. Meðflutningsmenn Sivjar að frumvarpinu eru Kristinn H. Gunn- arsson, Framsóknarflokki, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu, Gunnar Örlygsson, Frjálslynda flokknum, og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði í umræðun- um um þetta mál að samhliða sam- þykkt frumvarpsins bæri að fækka þingmönnunum um tólf, þ.e. úr 63 í 51. „Það skemmtilega er að þessi sal- ur hérna, sem ég er mjög hrifinn af og hef bundið miklu ástfóstri við, […] takmarkar fjölgun þingmanna. Af því að ég er nú alltaf að gæta hagsmuna ríkiskassans sé ég þennan sal sem hemil á útgjöldum ríkisins til fjölgunar þingmanna. Það er ekki hægt að bæta við fleiri þingmönnum. Það yrði því ekki hægt að bæta við tólf, ég sé ekki hvar ætti að koma þeim fyrir, nema þá að stækka salinn og það kostar þá enn þá meira,“ sagði Pétur H. Blöndal. Siv Friðleifsdóttir vill að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn Sitji ekki beggja vegna borðsins Þingsalurinn hemill á ríkisútgjöld? 10 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær að konur væru máttarstólpar í ís- lenskum landbúnaði og í félagsstarfi sveitanna. Störf þeirra yrðu seint ofmetin. „Hins vegar end- urspeglast mikilvægi kvenna fyrir atvinnugreinina ekki í stöðu þeirra í félagsstarfi landbúnaðarins.“ Kom þetta fram í máli ráðherra í umræðu utan dagskrár um jafnréttismál í landbúnaði. Hann neitaði því þó að ófremdarástand ríkti í jafnréttis- málum innan landbúnaðarráðuneytisins sjálfs. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði m.a. að í 56 nefndum, ráðum og stjórn- um á vegum landbúnaðarráðuneytisins væru 217 karlar á móti 40 konum. Spurði hún ráðherra m.a. að því hvernig hann hygðist „bæta úr því ófremd- arástandi sem ríkti í þessum málum innan ráðu- neytisins.“ Andleg samkynhneigð Landbúnaðarráðherra vísaði því á bug, eins og áður sagði, að ófremdarástand ríkti í jafnréttis- málum ráðuneytisins. „Samsetning nefnda, ráða og stjórna ræðst ekki af afstöðu minni eingöngu, heldur einnig vali þeirra aðila sem tilnefna ein- staklinga til þeirra trúnaðarstarfa sem um er að ræða hverju sinni,“ sagði hann og bætti við: „Til- nefningar í nefndir, ráð og stjórnir bera þess vissulega merki að félagsleg staða kvenna innan landbúnaðarins er ekki sú sem hún ætti að vera í dag. Þar þarf að bæta úr.“ Ráðherra sagði að jafnréttisfulltrúi starfaði inn- an ráðuneytisins en tók þó fram að ráðuneytið hefði ekki unnið eigin jafnréttisáætlun. Hann sagði ennfremur að sérstaklega hefði verið leitast við að gæta jafnréttissjónarmiða við ákvörðun launa hjá starfsmönnum ráðuneytisins og að af 22 starfsmönnum ráðuneytisins væru 14 konur. Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, sagði ljóst að mikill kynjahalli væri við skipan í nefndir og ráð á vegum landbúnaðarráðuneytisins. Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin ættu þar hlut að máli. Hún sagði að konur í sveitum landsins hefðu frá aldaöðli staðið jafnt að verkum og karlar þótt verkaskipt- ingin hefði lengst af verið hefðbundin eftir kynj- um. Störf kvenna í landbúnaði og þekking væri ekki metin að verðleikum. Síðan sagði Þuríður: „Það er mikilvægt að kanna hvort starfshættir opinberra stofnana sem ætlað er að styðja við atvinnulífið vinni á einhvern hátt gegn konum eða stuðli að ójöfnuði gegn þeim. Bent hefur verið á eðlislægt vandamál innan stjórnkerfisins, þ.e. að karlar tilnefni karla, og hef- ur þessu vandamálið verið líkt við andlega sam- kynhneigð.“ Sömu nöfnin aftur og aftur Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður landbúnaðarnefndar þingsins, sagði að fjöldi skráðra bænda hefði verið 4.152 árið 2003. Þar af hefðu karlar verið 2.714 og konur 1.438. Karlar voru þar með 65% bænda og konur 35%. Hún sagði að samkvæmt þessum tölum ætti hlutur kvenna í nefndum landbúnaðarins að vera stærri, en raun bæri vitni. „Ef við lítum yfir nöfn þeirra karla sem eru í nefndum á vegum landbúnaðarins, koma sömu nöfnin upp aftur og aftur. Þar er ekki breiddin.“ Þá sagði hún að aðeins ein kona væri í stjórn Bænda- samtaka Íslands. Þær ættu hins vegar að vera að minnsta kosti þrjár ef ekki fjórar væri miðað við hlutfall þeirra í bændastétt. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, tók undir þessa gagnrýni þing- kvennanna og sagði jafnframt að landbúnaðar- ráðuneytið væri svartur sauður í jafnréttismálum. Ríkir ófremdarástand í jafn- réttismálum landbúnaðarins? Morgunblaðið/Jim Smart Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar þingsins, ræðir hér við Jón Gunnarsson, þing- mann Samfylkingarinnar. Fremst situr Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Landbún- aðarstofnun komið á fót LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að stofnuð verði ný ríkisstofnun, svokölluð Landbún- aðarstofnun, sem taki við verkefnum Aðfangaeftirlits, yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, kjötmatsformanns, plöntueftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands og ýmsum eftirlits- og stjórn- sýsluverkefnum hjá aðalskrifstofu landbúnaðarráðuneytisins og Bænda- samtökum Íslands. Jafnframt er lagt til að Aðfangeftirlit, embætti yfir- dýralæknis, veiðimálastjóri og staða kjötmatsformanns verði lögð niður. Í fylgiskjali með frumvarpinu segir að um 50 manns séu í fullu starfi hjá þeim stofnunum og embættum sem lögð verða niður. Reiknað er með að flestir þeirra þiggi boð um störf hjá hinni nýju stofnun. Þó er gert ráð fyr- ir að biðlaunakostnaður, sem af breytingunum hljótist, geti numið um tíu til fimmtán milljónum. „Það er mat landbúnaðarráðuneyt- isins að tilkoma Landbúnaðarstofn- unar skapi grundvöll fyrir markvissri stjórnsýslu í einföldu og skilvirku eft- irlitskerfi sem líklegt er til að ávinna sér traust neytenda,“ segir m.a. í at- hugasemdum frumvarpsins. ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag. Á dagskrá eru fimmtán fyrirspurnir til ráðherra. Meðal annars verður spurt um söfn og listaverk í eigu Símans og um kostun dagskrárliða í útvarpi og sjónvarpi. Kl. 13 hefst umræða utan dagskrár um fjár- mögnun og umsvif hins opinbera eftir land- svæðum. Útflutningur hrossa Ákvæði um hámarksaldur fellt á brott ENGIN takmörk eru sett á hámarks- aldur útflutningshrossa í frumvarpi sem landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hefur lagt fram á Alþingi. Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um útflutning hrossa, en skv. þeim má ekki flytja út hross eldri en fimmtán vetra. Í athugasemdum frumvarpsins segir að ákvæðið um hámarksaldur útflutningshrossa eigi ekki lengur við. „Ákvæðið þykir ekki hafa neina þýð- ingu lengur í ljósi þess að ítarleg skoðun fer fram á öllum hrossum fyr- ir útflutning, sem framkvæmd er af eftirlitsdýralækni,“ segir í athuga- semdunum. „Líkamlegt ástand hrossa á að ráða því hvort það telst hæft til útflutnings en ekki aldur þess. Gert er ráð fyrir að það sé því alfarið á færi eiganda hrossins að ákveða hvort hann vilji flytja hrossið út þótt það sé eldra en 15 vetra ef það á annað borð uppfyllir önnur skilyrði sem lögin [um útflutning hrossa] mæla fyrir um.“ MAGNÚS Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að beita sér fyrir því, í krafti eignarhluta ríkisins í Lands- virkjun, að stíflumannvirki Stein- grímsstöðvar við Efra-Sog verði rif- ið og að umhverfi stíflunnar verði fært í sitt náttúrulega horf. Þingmaðurinn rifjar upp í grein- argerð tillögunnar að Steingríms- stöð við Efra-Sog hafi verið byggð á árunum 1958 til 1960. „Með þessari virkjun var Efra-Sog, hið nátt- úrulega frárennsli Þingvallavatns og langvatnsmesta lindá Íslands, stíflað. Síðan hefur ein mikilfengleg- asta náttúruperla þessa lands vart verið nema svipur hjá sjón. Stíflan sér til þess að vatn sem áður streymdi úr Þingvallavatni um þröngan farveg Efra-Sogs er nú að mestu leitt gegnum jarðgöng til raf- magnsframleiðslu í Steingrímsstöð á bökkum Úlfljótsvatns.“ Hann segir að stíflun Efra-Sogs hafi einnig haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir vistkerfi og lífríki Efra- Sogs, Þingvallavatns og jafnvel Úlf- ljótsvatns. „Mjög dró úr bitmýi sem gegnir lykilhlutverki í fæðukeðjunni í lífríki við Þingvallavatn. Einstæður stofn Þingvallaurriðans varð fyrir þungu áfalli sem enn sér hvergi fyrir endann á. Hrygningarstöðvar urrið- ans við efra mynni Efra-Sogs voru eyðilagðar og aðgengi hans hindrað að mikilvægum uppeldisstöðvum fyrir seiði í Efra-Sogi. Þetta var mjög alvarlegt tilræði við möguleika stofnsins til endurnýjunar.“ Í greinargerðinni er síðan hnykkt á því að markmið tillögunnar sé að endurheimta eina af helstu nátt- úruperlum Suðurlands, þ.e. Efra- Sog og lífríki þess áður en Stein- grímsstöð var reist. „Endurheimt umhverfis og lífríkis náttúrunnar á þessum slóðum myndi einnig án efa veita mikilvæg sóknarfæri á sviði frístundaveiði og ferðamennsku, og þannig verða heimamönnum og gestum til ánægju og yndisauka um ókomna tíð.“ Stíflan í Steingrímsstöð verði rifin Óverulegar arðgreiðslur þar til fyrir þremur árum ARÐGREIÐSLUR Landssíma Ís- lands hf. til ríkissjóðs hafa verið óverulegar þar til fyrir þremur árum, að því er segir í skriflegu svari fjár- málaráðherra, Geirs H. Haarde, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. „Í tengslum við fyrirhugaða sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Ís- lands var skoðað hvort breyta mætti fjárhagsskipan fyrirtækisins þannig að heildarandvirði það sem ríkissjóð- ur fengi fyrir eign sína ykist án þess að rekstrarhæfi fyrirtækisins skert- ist. Ákveðið var að lækka eiginfjár- hlutfallið með sérstaklega hárri arð- greiðslu á árinu 2005, eða 6,3 milljörðum kr. […],“ segir í svarinu. Arðgreiðslan nam rúmum tveimur milljörðum árið 2004 og sömuleiðis rúmum tveimur milljörðum árið 2003. Samtals nema arðgreiðslurnar frá árinu 1989 til þessa árs um 23,9 millj- örðum króna, miðað við verðlag í mars sl. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.