Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Portúgal Síðustu sætin í apríl 34.900kr. *ÍSLENSKA AUGLÝSINGA ST O FA N /S IA .I S U RV 2 79 26 04 /2 00 5 12. apríl í 8 nætur - á Paraiso eða Ondamar á mann m.v. 2 í stúdíói *Innifalið: Flug, gisting í 8 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu, ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr bókunar- og þjónustugjald á mann. Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax á www.urvalutsyn.is Vorsólin Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Verð frá: HALTUR leiðir blindan er yfirskrift göngu umhverfis landið sem farin verður frá 20. júní til 5. ágúst í sum- ar. Þeir Guðbrandur Einarsson, nuddari, kennari og bóndi, sem er nær blindur, og Bjarki Birgisson, sundþjálfari og afreksmaður í sundi, sem er hreyfihamlaður, ætla að ganga í kringum landið til vekja at- hygli á málefnum sem eru þeim hug- leikin. Annars vegar eru málefni fatlaðra barna og barna sem eiga við erfið og langvarandi veikindi að stríða. Hins vegar ætla þeir að sýna fram á það að flest sé fötluðum fært. Gangan verð- ur í samstarfi við Sjónarhól – ráð- gjafarmiðstöð ses. Verndari göng- unnar verður Dorrit Mousaieff forsetafrú og Tómas B. Magnússon verður göngugörpunum til aðstoðar við gönguna. Þeir félagar ætla að ganga rang- sælis hringinn í kringum landið, segja að það sé minna á fótinn til að byrja með. Þeir hyggjast ganga við stafi, til að létta undir á göngunni, og leggja leið sína aðallega með þjóð- vegi 1, en sums staðar er ætlunin að fara út af þeirri leið og nýta jafnvel gamla vegi eða gönguleiðir. Tómas verður í för með þeim og ekur bíl sem dregur tjaldvagn eða fellihýsi. Það verður notað til gistingar og hvíldar. Hugmynd við nuddbekkinn Guðbrandur er nuddari og nudd- kennari að atvinnu. „Ég tók að mér að nudda Bjarka fyrir Íþrótta- samband fatlaðra, áður en hann fór á heimsmeistaramót 2002, líkt og ég hef nuddað fleiri íþróttamenn. Þessi hugmynd kviknaði við nuddbekkinn, að gera eitthvað í þessa átt og kalla það Haltur leiðir blindan,“ sagði Guðbrandur. Hann er vanur göngu- maður og fór snemma að eltast við fé norður í Broddanesi í Kollafirði á Ströndum. Guðbrandur fékk mislinga 11 ára gamall og beið skaða á sjón við það. „Sjónin hefur verið að smáversna síðan. Í gamla daga var ég á hlaupum, spilaði fótbolta og keppti í frjálsum íþróttum. Síðan hef- ur smáhægt á mér. Ég sneri mér að almennri líkamsrækt í æfingastöðv- um, þar sem maður þurfti ekki eins á sjóninni að halda. Síðari árin hef ég lagt áherslu á gönguferðir,“ sagði Guðbrandur. Hann gengur yfirleitt einn og segir það allt í lagi, ef hann þekkir leiðina. Á hverjum degi geng- ur hann eina til þrjár klukkustundir og lengur um helgar. Bjarki er afreksmaður í sundi og starfar sem sundþjálfari. Hann hefur einnig lagt stund á aðrar íþróttir, þrátt fyrir að vera hreyfihamlaður. Hann segist ekki hafa verið mikill göngumaður til þessa. „Ég er hættur að keppa í sundi og langar að snúa mér að öðru. Það hefur þjálfað fæt- urna að vera í íþróttum. Maður á ekkert að láta stoppa sig. Ég er fyrr- verandi Íslandsmeistari í handbolta og hef unnið til verðlauna fyrir fót- bolta með HK. Það var bara af því að ég neitaði að trúa því að ég gæti þetta ekki. Maður getur allt, hug- urinn ber mann hálfa leið,“ sagði Bjarki. Þegar hann var spurður út í æfingar fyrir gönguna sagðist hann bera út Fréttablaðið á hverjum degi og það væri ágætis byrjun. Hann er líka farinn að æfa stafagöngu. Áhersla lögð á að kynna málefnin Ekki verður safnað áheitum á genginn kílómetra. Áherslan verður lögð á að vekja athygli á málefnum fatlaðra og barna sem eiga við erf- iðleika að stríða. Einnig verður safn- að styrkjum frá fyrirtækjum og ein- staklingum, bæði til að standa straum af kostnaði við gönguna og eins til málefnanna sem vakin er at- hygli á. Ýmis félög og samtök hafa þegar lýst yfir stuðningi við gönguna Halt- ur leiði blindan. Þar má nefna Össur hf., World Class, ÍSÍ, Íþrótta- samband fatlaðra og de.is ætlar að setja upp heimasíðu. Haft verður samband við íþróttafélög hringinn í kringum landið um samstarf í sam- vinnu við verkefnið Ísland á iði. Ætl- unin er að nota þetta tilefni til að hvetja til aukinnar hreyfingar. „Það geta flestir hreyft sig, og þeir sem eiga bágt með það geta fengið hjálp til þess,“ sagði Bjarki. Hjá þeim félögum eru framundan strangar gönguæfingar og öflun styrktaraðila áður en haltur fer að leiða blindan í kringum landið. Ganga hringinn til að vekja athygli á málefnum fatlaðra og veikra barna „Hugurinn ber mann hálfa leið“ Morgunblaðið/ÞÖK Bjarki og Guðbrandur ætla að ganga hringinn í kringum landið í sumar. Nú taka við stífar æfingar og öflun styrktaraðila áður en gangan hefst. gudni@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að leigja lax- og silungsveiðiréttinn í Víðidalsá frá og með sumrinu 2006, til félagsins H&S Ísland, sem Stefán Sigurðs- son, sölustjóri hjá Lax-á, er í for- svari fyrir. Veiðifélag Víðidalsár tók þessa ákvörðun eftir að greidd voru atkvæði um þrjú hæstu tilboðin í ána á félagsfundi um liðna helgi. Þá var ákveðið að leigja Pétri Péturs- syni, leigutaka Vatnsdalsár, veiði- réttinn í Hópinu. Að sögn Ragnars Gunnlaugsson- ar, fráfarandi formanns Veiðifélags Víðidalsár, munaði litlu á tveimur efstu tilboðunum, boði Stefáns og öðru sem Einar Sigfússon stóð að. Var kosið um það á almenum fé- lagsfundi hvaða boði skyldi tekið, og einnig um þriðja tilboðið, en að því stóðu fráfarandi leigutakar, Brynj- ólfur Markússon og Gestur Árna- son. Atkvæði féllu fyrst í stað þann- ig að tilboð Einars hlaut 17 atkvæði, tilboð Stefáns 16 og Brynjólfur og Gestur 6. Var þá aftur kosið á milli tveggja efstu tilboðanna og greiddu þá 18 atkvæði með boði Stefáns en 17 með tilboði Einars. Að sögn Ragnars Gunnlaugssonar hljóðar tilboð H&S Ísland upp á tæplega 52,2 milljónir á ári, fyrir laxa- og silungasvæði árinnar. Stefán Sigurðsson segir að enn eigi eftir að ganga frá samningnum en hugsanlegt sé að Lax-á muni sjá um sölu á veiðileyfunum. Pétur Pétursson fær Hópið Leigja á Pétri Péturssyni veiði- réttinn í Hópinu. Ragnar segir leig- una vera kr. 800.000 á ári, auk þess sem leigutaki reisir þrjú hús sem veiðifélagið eignast eftir tíu ár. „Ég veiddi talsvert í Hópinu hér áður fyrr og það gat verið geysilega skemmtilegt,“ segir Pétur. „Hug- myndin er að byggja upp aðstöðu við vatnið, hvort sem er fyrir útlend- inga, íslenskar fjölskyldur eða fyr- irtækjahópa. Vatnið hefur verið vannýtt af veiðimönnum og fyrst og fremst vegna þess að aðstöðuna hef- ur vantað. Það er geysilega mikið af fiski í Hópinu, sérstaklega frá því að ísa leysir og fram í júlí. Eftir það má samt fá góða veiði, en annars staðar í vatninu en fyrrihluta sumars. Þarna er stór urriði, geysiskemmti- leg sjóbleikja, og svo gengur um vatnið allur laxinn sem fer í Víði- dalsá.“ Val á leigutaka Víðidals- ár réðst á einu atkvæði Morgunblaðið/Einar Falur Um 52,2 milljónir kostar á ári að leigja laxa- og silungasvæði Víðidalsár. GRÍÐARLEGUR mannfjöldi er nú kominn saman í Róm vegna andláts páfa og stefnir í að milljónir manna verði þar á næstu dögum í píla- grímsferð. Þar á meðal er gert ráð fyrir um tveimur milljónum Pól- verja. „Enn sem komið er hafa engin vandræði orðið af mann- fjöldanum, en ég veit ekki hvað verður ef það bætast við ein- hverjar milljónir í viðbót,“ segir Gísli Gunnars- son, sóknarprest- ur í Glaumbæ í Skagafirði, sem staddur er í Róm ásamt nokkrum prestum og mökum þeirra úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Prestarnir eru í námsferð í Róm sem var ákveðin löngu áður en banalega páfa hófst. „Fararstjórinn okkar er prófessor úr guðfræðideild HÍ. Við erum hér að rifja upp fyrstu ár kristninnar og söguna hér í Róm. Við fáum þetta beint í æð og förum á alla þessa staði og upplifum þetta. Svo bætist vissulega við þessi sér- staka stemning sem er út af útför páfans,“ segir Gísli, sem segir hóp- inn munu reyna að komast að lík- börum páfa til að votta honum virð- ingu. „Staðurinn verður opinn í nótt og við ætlum að fara þangað niður eftir á miðnætti og sjá hvort við get- um komið að líkbörunum og verið þarna á svæðinu.“ Trúarleg stemning Gísli segir stemninguna sem ríkir í borginni afar sérstaka. „Það er ekki beinlínis sorg, heldur frekar nokkuð trúarleg stemning. Hér sér maður gífurlega mikið af prestum og nunnum og kaþólsku kirkjufólki sem er greinilega komið alls staðar að. Fyrir kaþólikkana er þetta greinilega mjög mikil upplifun og skiptir þá mjög miklu máli að vera hérna.“ Milljónir manna stefna til Rómar Gísli Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.