Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKLA mildi má telja að ekki varð banaslys í baráttu slökkviliðsmanna við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi við Rósarima í gærmorgun. Slökkviliðs- menn lentu í lífsháska í feikiöflugri gassprengingu og sjö manns í húsinu voru fluttir á slysadeild með sjúkra- bifreiðum. Ekki var þó talið að fólkið hafi verið með alvarlega reykeitrun en miklar skemmdir urðu á húsinu. Húsið er tvílyft timburhús og var tilkynnt um eldinn kl. 9: 33. „Þegar við komum á staðinn stóð mikill svartur reykur út um [útidyra]hurð- ina,“ sagði Höskuldur Einarsson úti- varðstjóri slökkviliðsins. „Við feng- um tilkynningu um að fólk væri innandyra og sendum reykkafara þeim til bjargar. Það gekk ljómandi vel að ná fólkinu út. Síðan sendum við reykkafara inn um dyr [norðan- megin] til að fást við eldinn en þá log- aði út um glugga og svalir.“ Þeyttist um koll Tveir reykkafarar til viðbótar voru í þessu sendir að svölunum og voru þeir rétt í þann mund að stíga inn á lóð hússins yfir grindverk þeg- ar mikil gassprenging varð. Þar hafði sprungið gaskútur við gasgrill á svölunum. „Sprengingin var það öflug að það hefði kostað mannslíf ef einhver hefði orðið fyrir,“ segir Höskuldur. Aðeins nokkrir metrar skildu að reykkafarana tvo og gas- kútinn. Sprengjuflísar flugu af gríð- arlegum krafti aðeins tveimur skref- um frá öðrum reykkafaranum og þeyttist hann um koll vegna högg- bylgjunnar. Sprengjubrot rufu gat á trégrindverkið og þeyttust í næsta hús handan bílastæðis milli húsanna. Þar lentu brotin í svalaundirstöðu úr tré og spændu upp tréverkið eins og skotið hefði verið af haglabyssu af stuttu færi. Réð tilviljun því að tætl- urnar flugu ekki inn um glugga húss- ins. Önnur ótrúleg tilviljun réð því líka að sprengjutætlurnar flugu ekki nokkrum metrum austar, framhjá gafli hússins og inn í miðjan hóp 40 barna sem lögreglan hélt í skefjum þarna skammt frá. „Við sluppum með skrekkinn sem betur fer. Það var veruleg hætta á ferð,“ segir Höskuldur. „Þrátt fyrir miklar skemmdir á neðri hæð húss- ins, fór þetta eins vel og hugsast gat.“ Morgunblaðið/Júlíus Mikið eignatjón varð í eldsvoðanum í Rósarima í Grafarvogi og íbúar og slökkviliðsmenn voru í hættu. Röð ótrúlegra tilviljana við eldsvoða í húsi í Grafarvogi Slökkviliðsmenn og barnahópur í hættu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GASKÚTA ætti fyrir alla muni að geyma utandyra en t.d. ekki inni í eldhússkápum líkt og mun vera tals- vert algengt hér á landi. Gasspreng- ingin sem varð í Rósarima í gær sýni fólki vonandi að „litli sæti gaskút- urinn“ sem er undir gasgrillum geti verið stórhættulegur í eldsvoða. Þetta segir Bjarni Kjartansson, framkvæmdastjóri forvarnardeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Bjarni tekur fram að íbúarnir í Rósarima hafi gert hárrétt með því að hafa gasgrillið úti á svölum, það hefði ekki verið illa staðsett og öllum eðlilegum öryggisreglum verið fylgt. Það dugi hins vegar ekki alltaf til því þegar eldsvoði verður geti allt gerst og í þessu tilfelli hefði gríðarmikill hiti stafað frá íbúðinni og eldtung- urnar náð að teygja sig í kútinn. Sprengingin sem varð sýni vel þann ógnarkraft sem leysist úr læðingi þegar gaskútur springur. „Ímynd- aðu þér hvað hefði gerst ef kúturinn hefði verið í skáp inni í eldhús- innréttingu og sprungið þar, þá hefði húsið stórskemmst. Steyptir veggir hefðu getað laskast illa og burðarveggir skemmst,“ segir hann. Bjarni hefur áhyggjur af þeim fjölmörgu gaskútum af grillum sem teknir eru inn yfir veturinn. Bjarni segir að slíkt eigi alls ekki að gera enda geti slíkt valdið stórhættu og nefnir sem dæmi að í geymslum stórs fjölbýlishús geti verið fjöl- margir slíkir kútar. Hann hvetur fólk til að geyma kúta alltaf úti, þó þannig að börn nái ekki til þeirra. Yfir vetrartímann megi t.d. vefja kútana í plastdúk til að hlífa þeim. Gaskútar séu geymd- ir utandyra Morgunblaðið/Júlíus Leifar af gaskúti í Rósarima. TÆKNIDEILD lögreglunnar í Reykjavík var kölluð út vegna brun- ans í Rósarima í gær til að hefja vettvangsrannsókn á eldsupptök- unum. Að sögn lögreglunnar er rannsóknin á frumstigi og segir lög- reglan að ekki sé grunur um íkveikju. Slökkviliðið telur að kvikn- að hafi í út frá eldamennsku en eld- urinn átti upptök sín í eldhúsi og breiddist hann hratt út. Starfsmenn Löggildingarstofu fóru einnig á vettvang til að kanna aðstæður. Ekki grunur um íkveikju SJÖ manns voru fluttir á slysadeild eftir brunann í Rósarima í gær. Þar af voru fjórir fullorðnir og þrjú börn, þar af eitt barn fætt 31. mars síðast- liðinn. Þá voru tvær óléttar konur meðal þeirra sem fóru á slysadeild. Að sögn læknis á Landspítalanum var ekki um alvarlegar afleiðingar að ræða og fékk fólkið að fara heim samdægurs. Þá fór einn reykkafari á slysadeild með mikið suð fyrir eyr- um eftir sprenginguna sem varð í gaskút utan við húsið og hafði næst- um orðið honum að aldurtila. Sjö manns á slysadeild eftir brunann ÞAÐ var hrein og klár tilviljun sem réð því að við fengum ekkert á okk- ur,“ segir Ari Jóhannes Hauksson, reykkafari hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins, sem lenti í stór- hættu vegna gassprengingar í elds- voðanum við Rósarima í gær. Við banaslysi lá þegar gaskútur við úti- grill sprakk nánast framan í hann og félaga hans, Guðmund Guðjónsson, er þeir ætluðu að ráðast að eldinum í húsinu í gegnum svalir norðanmeg- in. Tréverkið tættist í sundur við sprenginguna „Þegar ég var að fara yfir grindverkið varð sprengingin og brak fór í gegnum girðinguna,“ sagði Ari. „Báðir fengum við mikla höggbylgju á okkur en þeir reykkaf- arar sem þegar voru komnir inn í húsið fundu ekki fyrir kraftinum þótt þeir heyrðu sprengignýinn,“ sagði hann. Sprengjutætlur rifu í sundur tré- grindverkið eins og þunna rúðu og munaði tveimur skrefum að Guð- mundur lenti í skotlínunni með ófyr- irséðum afleiðinum. Miðað við kraft og verksummerki hefði hver sem hefði staðið í skotlínunni fengið brakið í gegnum sig og hlotið bráðan bana. „Það fyrsta sem komst að hjá okkur eftir sprenginguna var að kanna ástand félaga okkar inni í hús- inu,“ sagði hann. „Við heyrðum í þeim í fjarskiptunum og létti mikið við að heyra að það væri allt í lagi með þá.“ Ari bætir því við að ef ekkert svar hefði borist frá félögunum hefðu þeir Guðmundur farið inn í húsið sunn- anmegin þeim til bjargar. „Þessir gaskútar eru mjög víða núorðið og það má segja að slökkvi- liðsstarfið er eitt hættulegasta starf á friðartímum,“ sagði Ari. „Þessi at- burður sannar það enn eina ferðina að starfið er gríðarlega hættulegt. Sem betur fer höfum við verið lausir við slys á okkar mannskap. En þetta minnir okkur á að fara varlega gagn- vart gaskútum. Við hefðum þess vegna getað verið komnir inn á sval- irnar.“ Guðmundur benti á að slökkviliðs- menn fylgja ströngum reglum um hvernig sækja skuli að eldi og beita öllum þeim öryggisaðferðum sem þeir geta beitt til að draga úr líkum á slysum. „En sumt verður ekki fyrir- séð eins og þetta,“ sagði Guðmundur. Tvö skref skildu að líf og dauða hjá slökkviliðsmanni „Hættulegasta starf- ið á friðartímum“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugs- aldri í hálfs árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir við veitingastað í Reykjavík sumarið 2003. Vegna dráttar á málsmeðferðinni var talið óhjákvæmilegt að skilorðsbinda hluta refsingarinnar. Maðurinn neitaði sök en var sak- felldur fyrir að hafa annars vegar slegið mann í höfuðið með flösku með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hnakka. Hins vegar að hafa stungið annan í aftan- verðan hálsinn og ofanvert bak með brotinni flösku með þeim afleið- ingum að hann hlaut fjóra skurði, hinn lengsta fjögurra sentimetra langan. Nokkrar tafir urðu á að málið yrði til lykta leitt. Dómurinn segir að í þeim tilvikum er dráttur hafi orðið óhæfilegur á meðferð op- inbers máls hafi Hæstiréttur mark- að þá reglu að skilorðsbinda refs- ingar frekar en ella. Með hliðsjón af því yrði vart hjá því komist að skil- orðsbinda refsingu í þessu máli að verulegum hluta, sem ella hefði að mestu orðið óskilorðsbundinn í ljósi hinnar hættulegu aðferðar við brot- in. Var fullnustu fimm mánaða af hálfs árs fangelsisdómi frestað um þrjú ár og fellur sá hluti refsing- arinnar niður haldi hinn dæmdi al- mennt skilorð. Ákærði var dæmdur til að borga fórnarlömbum sínum um 250 þúsund í miskabætur og 100 þúsund krónur í lögmannskostnað. Ennfremur var honum gert að borga allan sakarkostnað. Hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás ÖLL aðildarfélög Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík (MS) og Mjólk- urbús Flóamanna (MBF) hafa sam- þykkt samruna mjólkurfélaganna. MBF telst deild í MS og varð MBF síðast til að halda deildarfund um samrunann á Selfossi í gær. Þar var samruninn samþykktur einróma. Sameiningin hafði þegar verið sam- þykkt af aðalfundi MBF, en forms- ins vegna þurfti fulltrúafundur einnig að samþykkja samrunann. Í fyrradag var haldinn deildarfundur MS í Búðardal þar sem sameiningin var samþykkt þar með 24 atkvæð- um en 6 voru á móti. Að sögn Magnúsar H. Sigurðs- sonar, stjórnarformanns MS, lýkur hinu formlega fundaferli vegna samrunans nk. þriðjudag þegar seinni fulltrúafundur MS verður haldinn. Þar þurfa ¾ atkvæðis- bærra fundarmanna að styðja sam- runann til að hann sé í höfn. Öll aðildarfélög MS og MBF sam- þykk samruna HELGI Ágústsson, sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum, ritar grein í Washington Post í gær í tilefni af leiðaraskrifum blaðsins fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Skömm Íslands“. Í stuttri grein Helga undir nafninu „Leikur Ís- lands fyrir Bobby Fischer“ kemur fram að sendiráð Íslands mótmælir harðlega að gefið skuli í skyn að sú ákvörðun að veita Fischer íslensk- an ríkisborgararétt jafngildi stuðn- ingi við yfirlýsingar hans. „Þvert á móti, þá gætu Íslendingar, banda- þjóð Bandaríkjanna til margra ára og Ísraels, og þjóð með ríka hefð gagnvart trúarlegu umburð- arlyndi, varla verið meira ósam- mála ummælum Fischers,“ segir Helgi í greininni. Hann tekur fram að mann- úðarsjónarmið hafi ráðið ákvörðun Íslands um að veita Fischer ríkis- borgararétt og eins og Washington Post hafi bent á í leiðara sínum megi líta á mál Fishers með með- aumkun fremur en hatri. Mótmælir ásök- unum í leiðara blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.