Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 37 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Í dag, 6. apríl, eráttræð frú Baldvina Gunn- laugsdóttir á Akureyri. Baldvina mun fagna stóráfanganum með fjölskyldu og vinum á heimili sínu laugardaginn 9. apríl kl. 15. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Vika bókarinnar verður haldin dagana19.–25. apríl í sjötta sinn. BenediktKristjánsson er framkvæmdastjóri Fé-lags íslenskra bókaútgefenda sem ber hitann og þungann af undirbúningi vikunnar. „Árið 1995 samþykkti menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, að 23. apríl yrði framvegis alþjóðlegur dagur bóka og höfund- arréttar og var hann fyrst haldinn árið 1996. 23. apríl er dánardægur tveggja heimsþekktra rithöf- unda, Cervantes og Shakespeares sem báðir lét- ust 1616 en svo vill til að þetta er einnig fæðing- ardagur nóbelskáldsins, Halldórs Laxness,“ segir Benedikt. „Félag íslenskra bókaútgefenda hefur haft for- göngu um Viku bókarinnar frá árinu 1999. Fram að þeim tíma, frá árinu 1996, var haldið upp á al- þjóðadag bókarinnar og höfundarréttar. Frá upp- hafi hafði Bókasamband Íslands forgöngu um Dag bókarinnar en Félag íslenskra bókaútgefenda er aðili að því sambandi. Félag okkar ákvað haustið 1998 að gera „daginn“ að „viku“ frá og með 1999.“ Að Bókasambandi Íslands standa auk Félags íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasamband Ís- lands, Hagþenkir, Upplýsing, Félag bókagerð- armanna, Samtök gagnrýnenda, Samtök iðnarins og óformleg samtök bóksala. Hver er ávinningurinn af Viku bókarinnar? „Í hugum útgefenda er ávinningurinn aug- ljóslega sá að í þessari viku gefst kærkomið tæki- færi til að kynna nýjar eða nýlegar bækur. Þema Viku bókarinnar hefur ávallt verið „Börn & bæk- ur“ því allir vita gildi þess fyrir börn að lesa. Börn- um sem alast upp við lestur frá blautu barnsbeini gengur betur í skóla og almennt í lífinu skv. könn- unum sem gerðar hafa verið. Því viljum við m.a. endurvekja þann gamla góða sið að gefa börnum bók í sumargjöf. Í því tilefni munu ýmsir bókaút- gefendur vera með margvísleg tilboð á bókum í Viku bókarinnar, sérstaklega barnabókum.“ Að sögn Benedikts er dagskrá vikunnar óðum að taka á sig endanlega mynd um þessar mundir. „Félag okkar sem slíkt stendur ekki fyrir neinum sérstökum uppákomum öðrum en að gefa út „gjafabók“ vikunnar, sem að þessu sinni er Árbók bókmenntanna í ritstjórn Njarðar P. Njarðvík, og að fá rithöfund til að semja ávarp í tilefni dagsins. Nýbakaður verðlaunahafi Norðurlandaráðs, Sjón, mun semja ávarpið í ár. Við hvetjum líka fé- lagsmenn okkar til að stíla vorútgáfu sína inn á þessa viku, vera með góð tilboð á bókum, standa að upplestri og hvers konar öðrum uppákomum er tengjast höfundum og bókum þeirra og síðast en ekki síst lestri. Við hvetjum líka alla þá aðila sem tengjast menningu hvers konar að láta okkur vita og við munum koma því á framfæri með aðstoð fjölmiðla.“ Bækur | Vika bókarinnar haldin hátíðleg í sjötta sinn í mánuðinum Blindur er bóklaus maður  Benedikt Krist- jánsson er fæddur í Reykjavík 1953. Hóf störf hjá Eymundsson strax að loknu lands- prófi og hefur starfað við bóksölu og útgáfu óslitið síðan. M.a. hjá Pennanum, Bókaversl- un Snæbjarnar, Máli og menningu og Skjald- borg. Rak Íslend- ingasagnaútgáfuna frá árinu 1995 þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra bókaútgefenda haustið 2003. Bene- dikt er kvæntur Rósu Kristjánsdóttur djákna og eiga þau þrjú börn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Reykjavíkurflugvöllur MIKIL umræða hefur að undan- förnu farið fram um framtíð Reykja- víkurflugvallar. Innan tíðar munum við verða að taka við rekstri Keflavíkurflug- vallar. Rekstur tveggja, í raun milli- landaflugvalla, sem eru svo stutt hvor frá öðrum tel ég vera allsendis fáránlegan. Það er því e.t.v. rétt að flytja innanlandsflugið frá Reykja- vík til Keflavíkur. Þegar þau rök hafa bæst við að innan tíðar verður Keflavíkurvegurinn tvöföld hrað- braut er það kannski skynsamlegast. Ég hef hins vegar taugar til Reykjavíkurflugvallar, en þá yrði hann að mínu mati að vera ein braut. Ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkru hugmynd um Reykjavíkurflugvöll með einni braut, sem lá frá norðri til suðurs. Þessi hugmynd hugnast mér vel. Auðvitað yrði einhvern tímann að aflýsa flugi frá Reykjavík en þá yrði Keflavíkurflugvöllur til vara. Það væri reyndar fróðlegt að gerð verði rannsókn á því hversu oft af- lýsa hefði þurf flugi frá Reykjavík- urflugvelli með norður-suðurbraut t.d. síðustu þrjú ár. Miða þyrfti við að fært hefði verið á aðra flugvelli. Með norður-suðurbraut mundi Vatnsmýrin verða eitt heildstætt skipulagssvæði. Austur-vesturbraut klýfur svæðið hins vegar í tvennt og ég sé ekki að þá væri hægt að skipu- leggja það af nokkru viti utan um slíkt mannvirki. Ég tel að þeir sem hafna Reykja- víkurflugvelli með einni braut séu að hafna Reykjavíkurflugvelli alfarið og séu því í raun liðsmenn þeirra sem engan flugvöll vilja. Slíkir eru hagsmunir höfuðborgarsvæðisins og reyndar þjóðfélagsins alls af því að styrkja miðborg Reykjavíkur og þétta byggð. Þið sem viljið Reykjavíkurflugvöll skuluð ekki gleyma þeirri einföldu staðreynd að það besta er versti óvinur þess góða. Sættumst því á að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram sem ein norður-suðurbraut. Kristinn Ó. Magnússon, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Karakter? NÚ ER alltaf talað um karakter í fjölmiðlum, meira segja þegar verið er að fjalla um íslensku hænuna. Þetta tröllríður öllu núna. Ég lýsi eftir íslensku orði yfir karakter sem nota mætti frekar. Fyrrverandi bóndi. Morgunblaðið/Þorkell Vorum að fá í sölu raðhús auk bílskúrs, sam- tals 153,2 fm, á frábærum stað við Hraunbæ. Húsið hefur verið einangrað og klætt að utan. Fallegur afgirtur gróinn garður við húsið. Gólf- efni parket. Eign sem vert er að skoða. Getur verið laus fljótlega. Nánari uppl. á skrifstofu FM í síma 550 3000. 6608 HRAUNBÆR - RAÐHÚS 6. apríl Nú sé ég aftur sömu fjöll og dali og sá ég fyrr um bernsku minnar skeið. Um ennið heita leikur sami svali og sama gullið skín á jökulbreið. Mér er sem við mig bernskuhreimar hjali, verð hugsi við, en úti á þekju um leið. að mál er seiði minninganna blandað. Að mér það streymir, svo ég vart fæ andað. Aasmund Olavsson Vinje, Noregi (f. 1818): úr Nú sé ég aftur – (ísl. Magnús Ásgeirsson). Önnur afmælisbörn dagsins: Dan Andersson 1888 (Svíþjóð). Árbók bókmenntanna Í tilefni af viku bókarinnar 19.–25. apríl mun Félag íslenskra bóka- útgefenda gefa út bók sem bóksalar munu afhenda viðskiptavinum sínum að gjöf þessa daga. Bókin nefnist Árbók bókmenntanna og er skipt niður á alla daga ársins og er birt ljóð eða tilvitnun í einn eða fleiri höfunda sem afmæli eiga þann dag. Ritstjóri bókarinnar er Njörður P. Njarðvík. Morgunblaðið mun birta tilvitnun dagsins til loka viku bókarinnar. BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Er- lendsdóttir píanóleikari munu halda tónleika á Hvammstanga annað kvöld. Nýútkomin plata þeirra með verkum eftir Kodaly, Martinu, Enescu og Janacek hlaut nýlega íslensku tón- listarverðlaunin sem plata ársins og munu þær spila sömu verk á þessum tónleikum. Platan er gefin út í París en 12 Tónar sjá um dreifingu hér á landi. Þær Edda og Bryndís Halla eiga langt og farsælt samstarf að baki og hafa leikið saman m.a. á Listahátíð í Reykjavík, á kammertónleikum á Kirkjubæj- arklaustri, í Salnum, í Iðnó, í París og víðar í Frakk- landi. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Félags íslenskra tónlistarmanna og Tónlistarfélags V-Húnavatnssýslu með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Bryndís Halla og Edda halda einnig tónleika í Saln- um í Kópavogi á sunnudag. Morgunblaðið/Kristinn Bryndís Halla og Edda leika á Hvammstanga KVARTETTINN M& M heldur tón- leika á Jazzklúbbnum Múlanum sem staðsettur er á Hótel Borg á fimmtu- dagskvöldið kl. 21. Kvartettinn skipa þeir: Ásgeir Ás- geirsson gítar, Kjartan Valdemars- son píanó, Róbert Þórhallsson bassi og Ólafur Hólm trommur. Sérstakir gestir verða Kristjana Stefánsdóttir og Gísli Magnason söngvarar og Kjartan Guðnason á slagverk. Leikin verður tónlist eftir þá Lyle Mays og Pat Metheny, en á tónleik- unum verður rakinn rúmlega þrjátíu ára ferill Pat Metheny sem hefur verið farsæll frá því hann braust fram á sjónarsviðið árið 1974 í hljómsveit Gary Burtons. 1975 kemur svo út platan Bright size life sem er af mörgum talin besta djassgítarplata allra tíma. Pat Metheny group leidd af þeim Pat Metheny og Lyle Mays hefur verið starfrækt í yfir 20 ár og hefur samstarfi þeirra verið líkt við Ellington/Strayhorn og Lennon/McCartney af gagnrýnendum, en þeir hafa afrekað að vinna Grammyverðlaunin sjö ár í röð. Pat Metheny heldur á bilinu 120-240 tónleika á ári og hefur gert síðan 1974 auk þess að semja og leika inn á ótal plötur á hverju ári, nokkrir tónlistarmenn sem hann hefur hljóðritað með eru meðal annars: Jim Hall, Ornette Coleman, Herbie Hancock, Steve Reich, Joni Mitchel, Jaco Pastorius og David Bowie. Pat Metheny heiðraður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.