Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 39 DAGBÓK Átt þú réttu græjurnar? Láttu áhugasama vita! Glæsilegt vinnuvélablað fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. apríl og nú er tíminn til að auglýsa atvinnutæki fyrir sumarið. Fjallað verður um atvinnubíla, landbúnaðartæki og vinnuvélar, stórar og smáar. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 7. apríl. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Ath. verslunarferð í Hagkaup í dag kl. 10. Rúta frá Granda- vegi og Aflagranda. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handavinna kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Spil kl. 13.30. Bridge, kennsla kl. 13.30. Keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spil- að bridge/vist, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl 10– 11.30. Viðtalstími er Gjábakka kl. 15–16. Félagsvist er spiluð í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Síð- degisdans kl. 14.30–16.30. (Húsið opn- að kl. 14). Lifandi tónlist, Guðmundur Haukur leikur. Dansstjórar Matthildur og Jón Freyr. Kaffi og rjómaterta. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir leik- ritið ,,Ástandið í Iðnó kl. 14.00 miðviku- dag. Ath. síðasta sýning. Félag kennara á eftirlaunum | Bridge í KÍ–húsi kl. 13 og Tölvustarf í Ármúla- skóla – stofu 24 – kl. 16.20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og 11. Glerskurður kl. 13. Í Garðabergi er handavinnuhorn og spilað brids kl. 13. Opið hús í Holtsbúð kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá há- degi, spilasalur opinn. Kl. 14.30 kóræf- ing. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi berg. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 sagan. Kl. 14 leikfimi. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur. Útskurður. Hár- greiðsla. Kl. 10 fótaaðgerð. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 bridge. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11, myndmennt og glerskurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30 og Gaflarakórinn kl. 16.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl.9–15 klippimyndir, ker- amik o.fl. Jóga kl.9–12. Samverustund kl. 10:30–11:30, lokalestur á Lífsins tré. Námskeið í myndlist kl. 15–18. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–6. Handverk, myndlist, leir, gips, postulínsmálun o.fl. Fótaaðgerðarstofa 879–9801. Námskeið í framsögn og túlkun, 6 vikur, hefst mánudaginn 11. apríl. Kennari Soffía Jakobsdóttir. Skráningu lýkur á föstudag. Skráning í þæfingu 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Keila í Mjódd á morgun, fimmtudag, kl. 10:00. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 10.45 bankaþjónusta fyrsta miðvikudag i mánuði, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun, kl. 9 opin fótaaðgerða- stofa. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsvist í kvöld kl. 19:00 í félagsheimilinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 11.45– 12.45 hádegisverður, kl 12.15–14 versl- unarferð í Bónus Holtagörðum, kl 13– 14 spurt og spjallað, kl 13–16 tréskurð- ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband kl. 9, handmennt og hárgreiðsla kl. 9 – 16, morgunstund kl. 10 – 11, kóræfing kl. 13, verslunarferð kl 12.30, lesklúbbur kl. 15.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 15.30–16.30. Áskirkja | Samverustund í dag kl. 11 í neðra safnaðarheimili. Hreyfing og bæn. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar eru í Haukshúsum frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er í Haukshúsum frá kl. 13–16. KFUM&K starf fyrir 9–12 ára börn er frá kl. 17:30–18:30. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænastund. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16:30, TTT 10–12 ára kl. 17:30. Æskulýðsstarf KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra. Sam- verur á miðvikudögum frá kl. 13:00. Spil, föndur, handavinna. Um klukkan 15:00 er kaffi og þá kemur alltaf ein- hver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6-9 ára kl. 17:15 –18:00 á neðri hæð (sjá nánar: www. digraneskirkja.is.). Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar– og íhugunarstund í Fríkirkjunni í hádeginu. Hvílist frá annríki hversdagsins og njótið kyrrðar, Guðs orðs og ljúfrar tónlistar. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10 til 12:30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prest- ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason Allir vel- komnir. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. Hafnarfjarðarkirkja | Kyrrðarstund alla miðvikudaga frá kl. 12–12.30. Létt- ur hádegisverður eftir kyrrðarstund- ina. Kyrrð, tónlist, ritningarorð, kær- leiksmáltíð og fyrirbænir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára krakkar hittast í Hjallakirkju á miðvikudögum kl. 16.30– 17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19:00 er Bibl- íulestur fyrir alla fjölskylduna. Nem- endur Biblíuskólans sjá um lesturinn. Barna– og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | AD KFUM fundur fimmtudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Athugið breytt fundarefni „Upphaf Píetisma á Íslandi“. Guðmundur Ingi Leifsson sér um efnið. Hugleiðingu hefur sr. Ragnar Gunnarsson. Kaffi. Allir karlmenn velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 miðvikudagskvöld kl. 20. „Ákalla Drottin“. Ræðumaður er Jóhannes Ólafsson. Nýtt frá Eþíópíu. Kaffi. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð kl. 12.10, súpa og brauð kl. 12.30 (kr. 300), starf eldri borgara kl. 13–16 með fjölbreyttri dagskrá. Allir eldri borg- arar velkomnir. Kl. 19.30–20.15 Bibl- íulestur í umsjón sóknarprests, allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10:00 Mömmu- morgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Kl. 10:30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudags- morgna. Kl. 14:10 – 15:30 Kirkjuprakk- arar. (1. – 4. bekkur). Kl. 20:00 Gleði- kvöld 7. bekkjar í samvinnu kirkju, skóla og foreldrafélags. Neskirkja | Foreldrarmorgnar kl. 10. Slysavarnir barna. Herdís Storgaard sér um efnið. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 13. Hagnýt lögfræði fyrir eldri borgara. Dögg Pálsdóttir, hæsta- réttarlögmaður, kemur í heimsókn. 7 ára starf kl. 14.30. Kór Neskirkju, æf- ing kl. 19. Selfosskirkja | Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl. 11:00. Kirkjuskóli fyrir 6–10 ára, í dag miðvikudag, 6. apríl kl. 13:30 í Félagsmiðstöðinni. Helgistund á Ljósheimum kl.15:00 í dag miðviku- dag. Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir, léttur hádegisverður, verið velkomin. LISTAMAÐUR aprílmánaðar í Hafnarborg er Þórdís Alda Sig- urðardóttir. Þórdís er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Akademie der Bildenden Künste í Munchen. Hún hefur haldið margar einkasýningar á Ís- landi og í Þýskalandi og tekið þátt í samsýningum hér heima, í Dan- mörku, Póllandi, Ástralíu og á Tasmaníu. Sjálf segir listakonan um verkið í Hafnarborg: „Heiti verksins er ,,Draumfjaðrir“ en það er ein- hvers konar tilraun mín til að efn- isgera ,,drauminn“ sem fylgir öll- um jafnt í svefni sem vöku. Allir virðast eiga sér drauma einhvern tíma og einhvers staðar á lífsleið- inni. Draumar eru óáþreifanlegir og fara á undan manni eins og regnboginn en þeir eru þó þess eðlis að sumir geta ræst. Ég hef í þessu verki, eins og svo oft áður, notað bæði þungt og gróft efni ásamt léttu og fínlegu efni. Í þessu verki er það m.a. skírskotun til margbreytileikans sem felst í draumum manna, hins kvenlæga og hins karllæga. Verk- inu er ætlað taka á sig breytta bakgrunnsmynd eða umhverfi sem binst því í hvert skipti sem það verður sýnt. Ég hef hugsað mér að gaman væri að biðja aðra að gera umhverfi eða bakgrunn þess. Stundum getur það líka verið full- komlega „draumlaust“ þannig að formin standi ein og sér í einhvers konar draumatómi.“ Þórdís Alda listamaður mánaðarins í Hafnarborg HLJÓMSVEITIRNAR sem spila á Grand rokki á fimmtu- daginn verða Campfire back- tracks og Hanoi Jane. Campfire Backtracks sam- anstendur af Markúsi, sem er söngvari Sofandi og Skáta auk þess sem hann hefir getið sér gott orð sem óhefðbundinn trúbador, og Bjarna sem einn- ig er í Sofandi. Spila þeir ljúf- sár kántrískotin lög sem þykja einkar viðeigandi við varðeld- inn í útilegum. Hanoi Jane er áframhald hljómsveitarinnar Örkuml eins og hún var er hún spilaði „alt. country“-skotna hljóma undir áhrifum sveita og tón- listarmanna á borð við Wilco, Son Volt, Neil Young, Nick Cave, My bloody Valentine og Calexico. Á fimmtudaginn mun Sigga úr Brúðarbandinu verða þeim til fulltingis og syngja með í nokkrum lögum. Auk þess mun hún syngja með sveitinni lag Dolly Parton, Jolene“. Ekkert verður rukkað inn en tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Tvær sveitir á Grand rokki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.