Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 18

Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AKUREYRSK ungmenni hafa staðið sig af- burða vel í alpagreinum á skíðamótum vetr- arins. Þar hafa farið fremst í flokki þau Salome Tómasdóttir og Þorsteinn Ingason, sem bæði tóku þátt í Unglingameistaramóti Íslands á Siglufirði í síðasta mánuði og Skíðamóti Ís- lands á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þor- steinn sigraði þrefalt í 15–16 ára flokki á Ung- lingameistaramótinu, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og Salome vann sigur í svigi, varð önnur í stórsvigi og hún fagnaði sigri í alpatvíkeppni. Alls tóku 15 ungmenni frá Skíðafélagi Akureyrar þátt í mótinu á Siglu- firði og í 13–14 ára flokki sigraði Víkingur Þór Björnsson í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Hann er búsettur í Noregi en keppir fyrir hönd Skíðafélags Akureyrar. Þrátt fyrir ungan aldur voru þau Salome og Þorsteinn að taka þátt í sínu öðru skíðalands- móti um síðustu helgi en bæði eru þau á 17. ald- ursári. Þar gerði Salome sér lítið fyrir og sigr- aði í stórsvigi og varð í þriðja sæti í svigi, sem dugði henni til sigurs í alpatvíkeppni. Hún tók þátt í tveimur FIS-mótum til viðbótar í tengslum við landsmótið, vann annað þeirra og varð önnur í hinu mótinu. Eru ánægð með árangurinn „Ég hef aldrei verið eins sterk og í ár,“ sagði Salome, sem tók sér frí frá námi og hefur stundað æfingar og keppni erlendis und- anfarna sex mánuði. Hún sagði allt erfiðið hafa skilað sér og er mjög ánægð með árangurinn í vetur, þar sem hún hefur einnig tryggt sér sig- ur í bikarkeppni SKÍ í 15–16 ára flokki og kvennaflokki. Þorsteinn, sem stundar nám á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri, hefur einnig ver- ið á faraldsfæti erlendis en þó í minna mæli en Salome og hann er mjög ánægður með árangur vetrarins. Á skíðalandsmótinu hafnaði Þor- steinn í 4. sæti í svigi og 5. sæti í stórsvigi og sá árangur færði honum þriðja sætið í alpatví- keppninni. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn, sem var mun betri en ég átti von á,“ sagði Þorsteinn. Hann var að etja kappi við fremstu skíðamenn landsins, sem æfa og keppa erlendis árið um kring. Það gekk ekki alveg þrautalaust að halda skíðalandsmótið að þessu sinni vegna snjóleysis. Upphaflega átti mótið að fara fram í Fjarðarbyggð, þaðan var mótið flutt til Reykjavíkur en að lokum var það haldið á Sauðárkróki. Salome og Þorsteinn voru sam- mála um að aðstæður þar hefðu verið góðar og framkvæmd mótsins til fyrirmyndar. Þor- steinn hefur þegar tryggt sér sigur í bik- arkeppni SKÍ í 15–16 ára flokki og hann er með efstu mönnum í karlaflokki þegar eitt mót er eftir. Þetta er þriðja árið í röð sem Þorsteinn fagnar sigri í unglingaflokki í bikarkeppninni. Aðstæður til æfinga hafa verið erfiðar hér á landi í vetur Salome er í FIS-liði alþjóða skíðasambands- ins og það hefur gert henni kleift að stunda æf- ingar og keppni erlendis í vetur, í Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og Noregi. Hún þarf sjálf að standa straum af kostnaði við ferðir á milli staða en annan kostnað greiðir alþjóða- sambandið. Þorsteinn fór í mánuð til Noregs fyrir jól með afrekshópi SKA, einnig æfði hann í Sviss og Noregi fyrr á þessu ári. Að öðru leyti stundaði hann æfingar hér heima, „við vægast sagt erfiðar aðstæður“ eins og hann orðaði það. Þorsteinn hefur sett stefnuna á að komast í FIS-liðið fyrir næsta vetur og þarf þá að taka þátt í úrtökumótum í sumar. Salome hefur sett stefnuna á skíðamenntaskóla í Noregi næsta vetur en gangi það ekki eftir, vonast hún til að geta verið áfram með FIS-liðinu. Salome og Þorsteinn tóku þátt í Ólympíu- leikum æskunnar í Sviss seinni partinn í janúar og náðu þar ágætis árangri, þótt ekki kæmust þau á verðlaunapall. Einnig kepptu þau á Heimsmeistaramóti unglinga á Ítalíu seinni partinn í febrúar. Þar öttu þau kappi við bestu skíðamenn heims undir tvítugu. Ekki unnu þau til verðlauna en voru engu að síður ánægð með árangurinn. Það er enginn uppgjafartónn í þessu unga skíðafólki, sem ætlar sér enn stærri hluti í framtíðinni. „Ég á mikið inni,“ sagði Þor- steinn, „en það er lykilatriði komast utan þar sem aðstæður eru mun betri en hér á landi.“ Í sama streng tekur Salome. Þrátt fyrir góðan árangur akureyrskra skíðakrakka í vetur, fækkar þeim ár frá ári sem leggja skíðaíþrótt- ina fyrir sig. Salome sagði að ástæðan væri fyrst og fremst erfiðar aðstæður. Þorsteinn sagði að margir hættu að keppa á skíðum eftir að hafa lokið þátttöku á Andrésar Andar- leikunum. Bæði Salome og Þorsteinn voru sig- ursæl á leikunum og unnu m.a. ferð til Ítalíu með glæstum árangri á síðustu Andrésar And- ar-leikum sínum. Keppa á gervisnjó erlendis Eins og fram hefur komið verður hafist handa við snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli næsta vetur. Þorsteinn sagði að snjóframleiðslan ætti eftir að gjörbreyta aðstæðum í fjallinu, hægt yrði að opna svæðið fyrr og hafa það lengur op- ið fram á vorið. „Þetta kemur sér vel fyrir okk- ur, því við erum að æfa og keppa á gervisnjó er- lendis. En það er ekki allt fengið með snjóbyssunum en snjóframleiðslan mun hjálpa mikið til,“ sagði Þorsteinn. Veturinn hefur vissulega verið viðburðaríkur hjá skíðafólkinu. „Við höfum verið að æfa og keppa upp á nánast hvern dag. Nú er aðeins spennufall og maður veit varla hvað maður á að gera við allan þennan tíma sem er aflögu,“ sagði Salome. Enn er eitt stórsvigsmót eftir í bikarkeppni SKÍ ef aðstæður leyfa. Með vorinu taka svo við þrekæfingar af fullum krafti, fyrir komandi átök næsta vetur. Það verður því fróð- legt að fylgjast með þessu unga og efnilega af- reksfólki í náinni framtíð. Salome Tómasdóttir og Þorsteinn Ingason hafa staðið sig vel á skíðamótum vetrarins Ætla sér enn stærri hluti í framtíðinni Morgunblaðið/Kristján Afreksfólk Þorsteinn Ingason og Salome Tómasdóttir hafa staðið sig vel á skíðunum í vetur og ætla sér enn stærri hluti í framtíðinni. „Ég á mikið inni,“ segir Þorsteinn. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is ÞAÐ lifnar jafnan yfir hlutunum á dekkjaverkstæðum bæjarins þegar sól hækkar á lofti og töluverður kippur kom í dekkjaskipti í veð- urblíðunni um páskana. Heldur fór svo að róast á ný þegar fregnir bárust af kólnandi veðri fyrir helgina. Gunnar Kristdórsson í Dekkjahöllinni og menn hans hafa þó nóg fyrir stafni flesta daga, því fyrir utan alhliða dekkjaþjónustu er einnig boðið upp á smurþjón- ustu og þrif á bílum hjá fyrirtæk- inu. Gunnar bendir á að hann reki í dag stærsta dekkjaverkstæði landsins og að hann hafi verið lengi í faginu. Hann byggði undir starfsemi sína við Draupnisgötu árið 1984, eftir að hafa verið tvö ár í bílskúrnum heima hjá sér. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Húsnæðið hefur einnig stækkað til mikilla muna og í dag er hann með um 20 dekkja- vélar inni á gólfi og 17 þjónustudyr á húsnæðinu. Gunnar hefur verið að auka við húsakostinn enn frekar með kaupum á nærliggjandi hús- næði og þá ætlar hann að byggja 9 metra hátt dekkjahús norðan við núverandi húsnæði. Gunnar er mjög stór í sölu á dekkjum af öll- um stærðum og gerðum og flytur þau inn sjálfur. „Þannig get ég boðið dekk á mjög góðu verði. Það hefur orðið veruleg verðlækkun á dekkjum, bæði vegna hagstæðs gengis en ekki síður vegna þess hversu mikið magn við kaupum inn í einu. Við eigum nú um 20 gáma sem við notum sem geymslur en erum nú þegar búin að láta teikna hús fyrir þennan lager.“ Gunnar hefur ekki aðeins verið að auka starfsemina á Akureyri, því hann rekur einnig starfstöðvar á Austurlandi, birgðastöð í Fella- bæ og verkstæði á Egilsstöðum, þar sem boðið er upp á sömu þjón- ustu og á Akureyri. Í Fellabæ er einnig verkstæðisaðstaða, þó ekki sé verið að nota hana eins og er. „Þetta er náttúrulega ofvirkni af verstu gerð. Ég hóf rekstur dekkjaverkstæðis í Fellabæ fyrir 7 árum. Þá héldu flestir að ég væri orðinn endanlega vitlaus og sem dæmi var ég kosinn heimskasti maður ársins á hátíð í Fellabæ árið eftir að ég hóf starfsemi þar. Fyrir rúmum tveimur árum keypti ég fyrirtækið Sóldekk á Egilsstöðum og hóf rekstur þess. Þar hefur ver- ið unnið að miklum endurbótum og stefnir það hraðbyri í að verða eitt flottasta verkstæði landsins,“ sagði Gunnar en á verkstæðunum fyrir austan eru alls 12 þjónustudyr. „Ástæðan fyrir því að ég fór út rekstur fyrir austan var fyrst og fremst af hrifningu fyrir svæðinu. Þessi umræða um álver var ekki mjög hávær á þessum árum.“ Rekstur Dekkjahallarinnar hef- ur gengið upp og ofan í gegnum tíðina að sögn Gunnars. „Rekst- urinn hefur gengið vel síðustu ár. Hér áður fyrr kom það fyrir að ég átti ekki fyrir mjólk en ég hef ekki þurft að hafa slíkar áhyggjur síð- ustu 8–10 ár.“ Gunnar hefur ávallt lagt mikla áherslu á að vera með góðan tækjabúnað á verkstæðum sínum. „Ég er alveg tækjaóður og þarf alltaf að vera með það besta sem til er hverju sinni. Enda tel ég það vera eitt af lykilatriðum þess að geta veitt úrvalsþjónustu í Dekkjahöllinni.“ Gunnar hefur ekki staðið einn í baráttunni, því með honum er Fjóla Sigurðardótt- ir, konan hans og eldri börnin tvö, Kristdór og Elín, sem vinna hjá fyrirtækinu, sem og tengdasonur- inn Arnþór Árnason. Elín vinnur á skrifstofunni á Akureyri en Krist- dór sér um reksturinn fyrir aust- an. Þá vinnur yngri sonurinn Stef- án á verkstæðinu á Akureyri með skólanum. Auk fjölskyldunnar, hafa tveir lykilstarfsmenn, þeir Þorgeir Jóhannesson og Stefán Jónsson tekið mikinn þátt í upp- byggingu fyrirtækisins. Yfir há- annatímann starfa alls um 50 manns hjá fyrirtækinu og starfs- menn eru aldrei færri en 20. Gunnar Kristdórsson í Dekkjahöllinni er með rekstur á þremur stöðum „Þetta er ofvirkni af verstu gerð“ Morgunblaðið/Kristján Dekkjahöllin Gunnar fyrir framan fyrirtæki sitt við Draupnisgötu. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Vinátta | Elín Þorgeirsdóttir og Dagný Broddadóttir kynna mentor- verkefnið Vinátta á félagsvís- indatorgi í dag, miðvikudaginn 6. apríl kl. 12 í stofu L103 á Sólborg. Ofbeldi og aldraðir | Ofbeldi snert- ir aldraða á margvíslegan hátt, en að undanförnu hefur mikið verið rætt um sjálfræði aldraðra, fjár- hagslega misnotkun og áhrif aukins ofbeldis í þjóðfélaginu á daglegt líf þeirra, en ofbeldi gegn öldruðum er iðulega vel falið. Reynt verður að varpa ljósi á þessi mál á námsstefnu sem haldin verður á Hótel Kea á Ak- ureyri á morgun, fimmtudaginn 7. apríl, en hún stendur frá kl. 10 til 16.30. Yfirskrift hennar er „Aungvir gráta jafn sárt – og hverjir hugga“ – ofbeldi og aldraðir. Sérfræðingar munu ræða um ofbeldi frá ýmsum hliðum, öldrunarlæknir, fé- lagsfræðingur, iðjuþjálfi, fé- lagsráðgjafar, prestur og heimspek- ingur eru á meðal fyrirlesara.    Fagna jákvæðum viðhorfum | Bæjarráð Ólafsfjarðar hefur ítrekað fyrri afstöðu sína til tillögu til þings- ályktunar um stofnun framhalds- skóla við utanverðan Eyjafjörð og fagnar þeim jákvæðu viðhorfum sem komu fram í máli þingmanna þegar hún var til umræðu á Alþingi. Bæj- arráð hvetur sameiginlega nefnd fulltrúa frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð til að taka málið aft- ur til umfjöllunar og kanna m.a. hvort þetta mikilvæga verkefni eigi ekki heima í „menntaklasa Vaxta- samnings Eyjafjarðar“. Bæjarráð minnir á að í skýrslu starfshóps um vaxtasamning fyrir Eyjafjörð er lagt til að unnið verði að stofnun fram- haldsskóla við utanverðan Eyja- fjörð.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.