Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AFKÖST við borun aðrennslis- ganga við Kárahnjúkavirkjun jukust á ný í síðustu viku, en þá voru boraðir tæplega 300 metr- ar. Mikill vatnsleki tefur enn borun hjá Impregilo í aðgöngum 1 og 3 við Kárahnjúkavirkjun. Þriðji risaborinn, í aðgöngum 2 við Axará, hefur verið stopp í nokkurn tíma vegna þess að unnið hefur verið að því að sprengja rými á gangamótum fyrir aftan borinn. Þeirri vinnu er lokið og gekk vel að vinna með borvélina í vikunni. Hún boraði yfir 220 metra, sem telst mjög góður framgangur. Alls bættust tæplega 300 metrar við heilboruðu aðrennslisgöngin, þökk sé fyrst og fremst vél nr. 2. Hinir borarnir tveir fóru sér mun hægar vegna tímafrekrar bergstyrkingar. Bergið á leið þeirra virðist hins vegar fara batnandi og vatnsleki minnk- andi. Þriðjungur fyllingarefnis er kominn í Kárahnjúkastíflu og nú er komið að því að fylla að tá- veggnum, beggja vegna. Boraði 220 metra í vikunni SÝSLUMAÐURINN á Selfossi hef- ur boðað tvo menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á máli þriggja Letta sem voru við störf á Stokkseyri án tilskilinna atvinnu- leyfa. Lettarnir voru í liðinni viku dæmdir í eins mánaðar skilorðs- bundið fangelsi af Héraðsdómi Suð- urlands. Rannsóknin beinist nú m.a. að því að upplýsa hjá hverjum þeir unnu og á hvaða kjörum. Tveir boðaðir til yfirheyrslu LÖGREGLAN á Sauðárkróki hefur nú til rannsóknar kæru sem kona hefur lagt fram vegna nauðgunar. Málið er á frumstigi og fást ekki upplýsingar um tildrög þess eða hvort einhver hafi verið handtek- inn í tengslum við rannsóknina. Nauðgunarkæra til rannsóknar OFBELDI gegn öldruðum er vel falið en talið er að það sé afar mis- jafnt eftir samfélögum, aðeins 10– 20% tilfella eru tilkynnt. Opinberar tölur varðandi það eru á bilinu 2– 10%, en engar rannsóknir eru til um ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi. Þetta kom fram á námstefnu um ofbeldi og aldraða sem efnt var til á Akureyri í gær. Ólafur Þór Gunn- arsson, lyf- og öldrunarlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sagði þar að léleg heilsa og skert lík- amleg geta hins aldraða væri áhættuþáttur varðandi ofbeldi, fólk gæti ekki varið sig eða leitað hjálpar. Þá gætu hegðunartruflanir og reiði í garð þess sem annast hinn aldraða leitt af sér ofbeldi og nefndi Ólafur Þór að algengt væri að heilabilaðir væru beittir ofbeldi. Eins gætu and- leg eða líkamleg veikindi þess sem sér um umönnun leitt af sér ofbeldi, sem og vímuefnanotkun og eða geðræn vandamál gerandans. Ofbeldi birtist m.a. þannig að bið er á að sjúklingur leiti sér hjálpar eftir áverka, ósamræmi er í sögu sjúklings og ættingja og frásögn oft loðin og ólíkindaleg. Fram kom á ráðstefnunni að of- beldi birtist með ýmsum hætti, það væri líkamlegt, andlegt, varðaði lyf, vanrækslu, félagslegt eða fjárhags- legt. Nefndi Ólafur nokkur dæmi um ofbeldi gegn öldruðu fólki, eitt um tæplega 90 ára gamlan karl, sem var illa farinn andlega og að mestu í kör. Hann bjó heima, dóttir hans hugsaði um hann en afþakkaði aðstoð heima- hjúkrunar. Hann var algjörlega ófær um að sjá um sig sjálfur en lagðist inn á sjúkrahús vegna legu- sára og vannæringar. Eftir tvo mán- uði fór dóttirin fram á að hann yrði fluttur heim á ný, enda gróinn sára sinna. Ekki leið á löngu þar til sárin komu aftur en við eftirgrennslan kom í ljós að dóttirin var á bótum, bjó í félagslegri íbúð á hans nafni og naut góðs af bótum beggja. Ólafur nefndi einnig dæmi um misnotkun er varðar lyf, en aldraður karlmaður með heilabilun og hjarta- sjúkdóm var í umsjá sonar síns sem sá um lyfjagjöf ásamt heima- hjúkrun. Manninum versnaði og varð að flytja hann á hjúkr- unarheimili vegna hjartabilunar, en þau einkenni hurfu á skömmum tíma þar inni. Langþreyttur sonurinn hafði þá haldið eftir hluta lyfjanna til að flýta því að gamla manninum versnaði. Sem dæmi um andlegt ofbeldi nefndi Ólafur dæmi af eldri manni á elliheimili, en hann var með væga heilabilun, slitgigt, offitu og bein- þynningu. Hann hafði skoðanir á því hvernig annast ætti um sig og lét þær oft í ljós við starfsfólkið, hafði sjálfur unnið á svipaðri stofnun áður. Starfsfólk heimilisins tamdi sér að svara honum, sótti hann ævinlega síðast í mat, lét hann bíða þegar hann hringdi bjöllu sinni, þreif hann illa og hann gekk í óhreinum fötum, þá var vandað um við hann og hann stundum skammaður í heyranda hljóði. Maðurinn var lagður í einelti á stofnuninni. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið barinn en það er hægt að meiða með fleiru en barsmíðum,“ hafði Ólafur eftir umræddum manni sem fluttur var á aðra stofnun. Hegðun hans breyttist ekki en starfsfólk þar tók á málum á annan veg. Loks nefndi hann dæmi um fjár- hagslega misnotkun gegn öldruðum, eldri konu sem eignaðist sér 20 árum yngri vin. Sá ráðlagði henni að kaupa íbúð í útlöndum og hann myndi sjálfur sjá um pappírsvinn- una. Hann tók líka að sér að fara með úr og skartgripi í viðgerð, en hlutirnir áttu til að týnast þegar verkstæðið var rænt. Í ljós kom þeg- ar konan flutti á hjúkrunarheimili að eignir upp á á annað hundrað millj- ónir höfðu orðið að engu. Fram kom í máli Þorsteins Pét- urssonar, rannsóknarlögreglumanns á Akureyri, að í málaskrá lögregl- unnar á Akureyri væri varla að finna mál um ofbeldi gegn öldruðum, enda væri það ekki sér brotaflokkur. Þá væri það ljóst að slíkt ofbeldi væri oftast framið af ættingjum eða ná- komnum og það því sjaldnast kært. Nefndi Þorsteinn að lögreglan hefði haft til meðferðar mál þar sem aldr- aðir beittu hver annan ofbeldi og þau mál sem helst væru kærð gerðust á dvalarheimilum og vörðuðu einkum meintan þjófnað. Þorsteinn greindi frá því að á inn- an við einu ári hefðu lögreglunni í Reykjavík borist þrjár kærur frá konum á áttræðisaldri um kynferð- islega misneytingu. „Þetta er sem betur fer mjög fátítt og er vonandi ekki það sem við sjáum í framtíð- inni,“ sagði Þorsteinn. Ofbeldi gegn öldruðum er vel falið vandamál og oftast framið af ættingjum eða nákomnum Léleg heilsa og skert líkamleg geta áhættuþáttur Morgunblaðið/Kristján Læknar verða varir við ofbeldi gagnvart öldruðum, en fullvíst er talið að aðeins lítill hluti tilvika sé tilkynntur og vandamálið sé dulið. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is STURLA Böðvarsson samgöngu- málaráðherra hefur falið Vega- gerðinni að bjóða út öll rútusér- leyfi á landinu. Þurfa nú rútufyrirtækin að undirbúa sig fyrir þá breytingu sem tekur gildi 1. janúar 2006. Ráðherra tilkynnti um þessa ráðstöfun á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Þá verður einnig boðinn út rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá áramótum, en miðað verður við að ferjan fari 13 eða 14 ferðir á viku allt árið. Er það í samræmi við óskir heimamanna, að sögn ráðherra. Sturla segir að reksturinn verði færður til þess aðila sem treysti sér í ofangreindan rekstur með minnstum ríkisstyrkjum. Segir hann útboðið hvetja til frekari hagræðingar í rekstri. Þessi ráð- stöfun mun, að sögn Sturlu, ekki leiða af sér hækkandi fargjöld, því þak verði sett á upphæð fargjalda. „Rútusérleyfin eru þannig í dag að það eru ákveðnar reglur um end- urgreiðslur af hálfu ríkisins, þann- ig að þetta er ríkisstyrkt starf- semi,“ segir Sturla. „Í því ljósi töldum við óhjákvæmilegt á grundvelli laga að bjóða þetta út. Sá sem verður tilbúinn að veita þessa þjónustu á tilteknum leiðum á lægstum ríkisstyrk fær þær. Það verða settar mjög strangar reglur um gerð og búnað ökutækja og þjónustu.“ Útboð á flugi til jaðarbyggða Einnig er í undirbúningi útboð á flugi til jaðarbyggða, en Sturla segir innanlandsflugið hafa verið í afar erfiðri stöðu fyrir nokkrum árum. „Þá var tekin ákvörðun um að viðurkenna það að ríkisvaldið yrði að tryggja samgöngur til til- tekinna staða í flugi,“ segir sam- gönguráðherra. „Dæmi um það er Grímsey, þar sem búa 100 manns við ágætisafkomu að öllu öðru leyti en því að þetta er eyja sem þarf að tengja. Grímseyingar afla heilmik- illa gjaldeyristekna með sinni út- gerð og fiskvinnslu auk þess sem þetta er mikil menningarleg sér- staða.“ Þá segir Sturla hafa verið boðið út flug frá Akureyri til Grímseyjar og Vopnafjarðar og einnig frá Reykjavík til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði. „Það að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir ferðamenn er mjög mikilvægt. Sunnanverðir Vestfirðir eru líka oft lokaðir á veturna vegna ófærra vega,“ segir Sturla og bætir við að flug til Bíldudals rjúfi þá einangr- un. „Við erum líka að byggja upp flugvöllinn á Þingeyri, en hann er hugsaður sem þverbraut fyrir flugvöllinn á Ísafirði. Það mun auka öryggið í rekstri Flugfélags, þar sem ekki verður eins oft ófært til Ísafjarðar. Þar með verður hægt að lækka fargjöld.“ Sturla sagði að stjórnvöld hefðu uppi áform um að tryggja aðgang allra að háhraðasítengingum við Netið, einnig í jaðarbyggðum. „Við þurfum að sýna þann metnað að í okkar samfélagi séu háhraðateng- ingar sjálfsagður hlutur,“ segir Sturla. Samgönguráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Grand hóteli Rútusérleyfi boðin út Morgunblaðið/Eyþór Sturla Böðvarsson segir ákveðið að bjóða út rekstur Herjólfs á ný. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FJÖLDI fólks sótti Hafnarhúsið heim í gær þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, hélt upp á fertugs- afmæli sitt. Steinunn Valdís tók á móti gestum ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Haraldssyni. Meðal gesta voru fjölskylda borg- arstjóra, vinir og bæði pólitískir samherjar og keppinautar. Vel fór á með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, og Steinunni Val- dísi þegar þær heilsuðust í veisl- unni. Gestir í afmælinu færðu borg- arstjóra gjafir og óskuðu henni velfarnar í framtíðinni. Fram- undan er athafnasamt ár hjá Steinunni Valdísi en næsta vor fara fram borgarstjórakosningar í Reykjavík. Borgarstjóri fagnar afmæli Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.