Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er nýtt tungl í þínu merki og þar með besti tími ársins til þess að ákvarða hvernig hægt sé að bæta samband við maka eða nána vináttu. Hvað getur þú lagt af mörkum? Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að eyða dálitlum tíma í einrúmi svo þú getir stuðlað að hugarró og jafn- vægi innra með þér. Þú þarft svo sann- arlega á því að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Á nýju tungli gefst manni tækifæri til þess að strengja þess heit að bæta líf sitt. Hugsaðu um vináttuna. Ef þú vilt eiga fleiri vini, skaltu sýna öðrum vin- arþel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staða þín í samfélaginu og mannorð hef- ur aukið vægi um þessar mundir. Hvað getur þú gert til þess að bæta orðspor þitt? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þroski felur í sér breytingar. Ef gild- ismat þitt er hið sama nú og á barns- aldri, má velta því fyrir sér hvort þú sért að vaxa eða læra eitthvað. Spáðu í heim- speki, trúmál og aðra menningarheima í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Er eitthvað sem þú getur gert til þess að bæta meðhöndlun þína á málum sem tengjast reikningum, tryggingum og sköttum? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nýtt tungl er beint á móti þínu merki í dag og veitir voginni þar með tækifæri til þess að bæta sambönd sín við náung- ann. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Maður getur alltaf bætt vinnuaðferðir sínar. Hvað getur þú gert til þess að bæta aðstæðurnar í vinnunni og hvernig ætlarðu að fara að því? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Veltu sambandi þínu við smáfólkið eilítið fyrir þér. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér. Þú ert fyrirmyndin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heimili, fjölskylda og velferð steingeit- arinnar er henni ofarlega í huga um þessar mundir. Á nýju tungli er upplagt að spá í umbætur á þessum sviðum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag skaltu spá í hversu flinkur þú ert í samskiptum við aðra. Skilur fólk þig yf- irleitt? Veltu samskiptamáta þínum til dæmis fyrir þér. Er eitthvað sem þú get- ur bætt? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag er nýtt tungl og fiskurinn finnur hjá sér hvöt til þess að bæta fjármálin. Reiknaðu út hvað þú átt og hvað þú skuldar. Þú þarft að vita hvar þú stend- ur. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Siðferðisvitund þín er sterk, þú trúir á það að gera það rétta. Þú ert líka rausn- arleg manneskja og félagslega ábyrg. Um- hyggja þín fyrir öðrum er einlæg. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Grand Rokk | Hjálmar kl. 23. Hafnarborg | Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika kl. 20:00. Með lúðra- sveitinni koma fram félagar úr Spilabandinu Runólfi, auk þess sem Guðmundur Stein- grímsson, „Papa–Jazz“, stígur á stokk með sveitinni. Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarinnar: www.mmedia.is/lh. Logaland | Kirkjukór Borgarness heldur tónleika laugardaginn 9. apríl kl. 17. Flutt verða verk eftir Sigfús Halldórsson. Stjórn- andi Steinunn Árnadóttir. Einsöngur er úr héraði. Safnaðarheimilið í Sandgerði | Kvennakór Suðurnesja heldur vortónleika 10. apríl kl. 20. Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Þema tónleikanna er söngleikir. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Hljómsveitirnar Dýrðin og California Cheeseburger koma fram kl. 17. Dýrðin spil- ar sykurhúðað Casio-pönk. California Cheeseburger spilar rokk. Stúdentakjallarinn | Tónleikar af tilefni út- gáfu „Garbage Music“ og Mystic One plöt- unni „Distribution of Wealth“. Fram koma: Original Melodie, LKO, Cell7 + DJ Big Gee, DJ B Ruff og Twisted Minds Crew. 500 kr inn, „Garbage Music“ og „Crossroads“ fylgja meðan birgðir endast. Opnað kl. 22. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljósmyndir Guðna Þórð- arsonar og Íslendingar í Riccione ljósmyndir úr fórum Manfroni bræðra. Opið kl 11–17. Fyrirlestrar Listaháskóli Íslands | Fyrirlestur föstudag- inn 8. apríl í LHÍ í Laugarnesi, stofu 024 kl. 12.30. Karin Sander, myndlistarmaður, fjallar um eigin verk en hún er gestakennari við LHÍ. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Aðalheiður Valgeirs- dóttir sýnir. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Banananas | Metorðastiginn – Tinna Kvaran sýnir. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af samtali. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason sýnir skúlptúra. Sýningin ber heitið „Vasamálverk –vasinn geymir bæði andann og efnið“ og er hún opin fös.–sun. kl. 17–19. Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Regína Loftsdóttir sýnir olíumálverk máluð á striga. Gel Gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekk- ert upphaf né endir. Íslensk grafík | Nikulás Sigfússon, vatns- litamyndir. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 45. Rúrí, Archive Endangered Waters. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns- son og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI og Hörður Ágústsson, yfirlits- sýning. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning á verkum Ásmundar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex norrænna myndarlistarmanna frá Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Nýlistasafnið | Egill Sæbjörnsson og Magn- ús Sigurðsson – Skitsófrenía – Skyssa og Frenía – Skits og Frenja. Leen Voet – Limbo. ReykjavíkurAkademían | Hvað er að gerast hjá íslenskum málurum, um þessar mundir? Hvað eru þeir að mála? Á sýningunni Þver- skurður af málverki, í Hoffmannsgalleríi í ReykjavíkurAkademíunni geta forvitnir áhugamenn um málaralist kynnt sér það. Opnað í dag klukkan 16. www.akademia.is. Safn, Laugavegi 37 | Ingólfur Arnarsson og listamenn frá Pierogi-galleríinu. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Manfronibræðra. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir. Cafe Amsterdam | Hljómsveitin BUFF spil- ar föstudags- og laugardagskvöld. Classic Rock | Hljómsveitin Úlfar mun halda uppi fjörinu á Classic, Ármúla 5, á föstu- dagskvöldið og hljómsveitin Sprittlamparnir verða með grímu og furðufataball á laug- ardagskvöldið. Klúbburinn við Gullinbrú | Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar föstudagskvöld. Hljómsveitin Brimkló leikur laugardags- kvöld á hestamannadansleik Ístölts og Klúbbsins. Kringlukráin | Hljómsveitin Dans á Rósum frá Vestmannaeyjum 8. og 9. apríl. Dans- leikur hefst kl. 23. Lundinn | Hljómsveitin Tilþrif föstudags- og laugardagskvöld 8. og 9 apríl. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin Karma spilar föstudags- og laugardags- kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Fréttir Bergmál líknar- og vinafélag | Opið hús í Blindraheimilinu Hamrahlíð 17, 2. hæð, sunnudaginn 10. apríl kl. 16. Hugleiðing, Anna Karlsdóttir, Christopher Doxy leikur á píanó og Þorvaldur Halldórsson syngur. Þátttaka tilkynnist í síma 5521567 eða 8644070. Rökrás ehf | Kynning á íslensku hátöl- urunum ásamt vínkælakynningunni verður hjá Rökás ehf Kirkjulundi 19 í Garðabær, laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. apríl kl. 14–18, báða dagana. Nánari upplýsingar í síma 5659393, gsm 8498442, heimasíða www.rak.is. Waldorfskólinn Sólstafir | Waldorfskólinn Sólstafir, einkarekinn grunnskóli í Reykjavík, býður alla velkomna til að kynna sér skóla- starfið, laugardaginn 9. apríl kl. 13–16. Kennt er á öllum aldursstigum grunnskólans. Í skólastarfinu er áherslan á lifandi framsetn- ingu og skapandi útfærslu alls námsefnis, félagslegt umhverfi og vistvernd. Fundir Grand Hótel Reykjavík | Ársfundur Um- hverfisstofnunar í dag, kl. 13.30–16.50, á Grand Hótel og allir eru boðnir velkomnir. Krabbameinsfélag Árnessýslu | Aðal- fundur 11. apríl kl. 20 á Eyrarvegi 23, Sel- fossi. Erindi halda: Þórarinn Guðjónsson líf- fræðingur Gunnjóna Una félagsráðgjafi. Allir velkomnir. Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 4. hæð, miðvikudaginn 13. apríl kl. 20. Á dagskrá er: Norræn ráðstefna barkakýlislausra í Danmörku í sumar. Medic alert. Samvinna stuðningshópa KÍ um þjón- ustumiðstöð. Önnur mál. Allir velkomnir. Salur ÖBÍ 9.h. | Parkinsonssamtökin á Ís- landi halda aðalfund laugadaginn 9. apríl kl. 14, í sal ÖBÍ að Hátúni 10A, 9. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál rædd. Félagar og velunnarar eru velkomnir að taka þátt í stefnumótun félagsstarfsins til næstu ára. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Aðalfundur félagsins verður haldinn 13. apríl kl. 20, í sal Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1. Venjuleg aðal- fundarstörf auk þess sem Herdís Friðriks- dóttir verkefnastjóri félagsins heldur erindi. Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þriðjudaginn 12. apríl kl. 20. Valgerður Sig- urðardóttir læknir flytur erindi um viðbrögð við greiningu krabbameins. Allir velkomnir. Námskeið Félag íslenskra heilsunuddara | Námskeið verður 13.–16. apríl fyrir byrjendur, í vöðva– og hreyfifræði, TFH 1 og 2. Fjallað verður um streitu, orkubrautir og fæðuóþol. Einnig verður framhaldsnámskeið um andlega uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari Jarle Tamsen í Rósinni, Bolholti 4. Nánari upplýsingar og skráning á www.nuddfelag.is og í síma: 6942830, 6907437. Ráðstefnur 60+ Hafnarfirði | Nordica ráðgjöf ehf. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Ís- lands gangast fyrir ráðstefnu 9. apríl, þar sem útskrifarnemar árið 2005 úr náminu Verkefnastjórnun leiðtogaþjálfun munu kynna lokaverkefni sín. Ráðstefnan verður í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ og hefst kl. 9 árdegis. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sníkja, 4 sér eftir, 7 hitt, 8 snákum, 9 hagnað, 11 grugg, 13 óska, 14 rándýr, 15 smábátur, 17 líkams- hluta, 20 lík, 22 gufa, 23 viðfelldin, 24 kylfu, 25 örlæti. Lóðrétt | 1 kjaftæði, 2 fugls, 3 ójafna, 4 stuðn- ingur, 5 fær af sér, 6 pílára, 10 skott, 12 gúlp, 13 fjandi, 15 ís, 16 mannsnafn, 18 forar, 19 skynfærin, 20 lof, 21 guð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 handfærið, 8 suddi, 9 telja, 10 lúi, 11 renna, 13 rimma, 15 gamma, 18 snáfa, 21 fim, 22 lítil, 23 ámóta, 24 fiðringur. Lóðrétt | 2 aldin, 3 deila, 4 æptir, 5 illum, 6 ósar, 7 haka, 12 næm, 14 iðn, 15 gull, 16 metri, 17 aflar, 18 smáan, 19 Áróru, 20 afar.  Þjófnaður. Norður ♠KG4 ♥D83 V/AV ♦DG54 ♣D92 Vestur Austur ♠105 ♠83 ♥K106 ♥ÁG74 ♦ÁK1062 ♦973 ♣874 ♣G1065 Suður ♠ÁD9762 ♥952 ♦8 ♣ÁK3 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 2 lauf * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * 9-11 punktar og spaðastuðningur (Drury) Drury-sagnvenjan er notuð af pössuðum manni við opnun makkers á spaða eða hjarta, en svarið á tveimur laufum sýnir þá hámarks- pass og stuðning við hálitinn. Norð- ur beitir sögninni hér og suður ákveður þá að freista gæfunnar í fjórum spöðum. Vestur leggur af stað með tíg- ulkónginn, sem biður um talningu, og austur setur níuna til að sýna staka tölu. Vörnin getur augljóslega tekið þrjá slagi á hjarta, en vestur veit ekki hvar styrkur makkers ligg- ur og velur að skipta yfir í laufáttu – topp af engu. Hvernig á suður nú að spila? Það er borin von að vestur sé með ÁK í hjarta eftir upprunalegt pass og því vinnst þetta spil varla hjálp- arlaust. En þá er bara að biðja um hjálp. Suður gerir það þannig: Hann læt- ur laufníuna úr borði og drepur tíu austurs með ás. Spilar svo spaða á gosann, tíguldrottningu úr borði og hendir laufþristi heima! Vestur fær slaginn á tígulkóng og þarf að vera meira en lítið tortrygg- inn til að spila hjarta frekar en laufi, því auðvitað býst hann við að makk- er sé með KG í laufi eftir þessa spilamennsku sagnhafa. E.s. Fyrir varnarspekinga er rétt að nefna þann möguleika austurs að fylgja lit í trompinu með spaðaáttu, en ekki þristinum. Það er eina tæki- færi austurs til að sýna styrk í hjarta fremur en laufi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3 Rb8 11. Rbd2 Rbd7 12. Rf1 He8 13. Re3 Rc5 14. Ba2 h6 15. Rh2 Bc8 16. b4 Re6 17. Rf5 Bf8 18. Rg4 c6 19. Bd2 Kh7 20. Df3 Rxg4 21. hxg4 Df6 22. Dh3 Rf4 23. Dh2 g6 24. Re3 Be6 25. Bb1 d5 26. g3 dxe4 27. dxe4 Had8 28. Bc3 Dg5 29. f3 Bd6 30. Kh1 c5 31. gxf4 exf4 32. Rf5 Bf8 33. Hg1 Hc8 34. Bd2 Df6 35. c3 gxf5 36. gxf5 Bc4 37. Bxf4 Dxc3 38. Dg3 Dg7 39. Dxg7+ Bxg7 40. f6 Bf8 41. e5+ Kh8 42. Bf5 Be6 43. Bxe6 Hxe6 44. Hg4 cxb4 45. axb4 Hc4 46. Hd1 He8 47. Hd7 h5 Staðan kom upp á Ambermótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Vladimir Kramnik (2754) hafði hvítt gegn Veselin Topalov (2757). 48. Hg5! 48. Hh4 hefði ekki gengið upp vegna 48... Hxe5!. 48... Hxf4 49. Hxh5+ Kg8 50. Hd1! Hvítur hótar nú 51. Hg1 og við þeirri hótun er engin vörn. Svartur lék þó 50...Hg4 en eftir 51. fxg4 gafst hann upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.