Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN um kjör, réttindi og afkomuskerðingar eldri borg- ara hafa að und- anförnu verið nokkuð áberandi í um- ræðunni. Líklega má fullyrða að flest okk- ar hafi þá skoðun að veita beri eldri borg- urum réttmæt kjör. Kjör sem eru mann- sæmandi og end- urspegla þakklæti þjóðar til þeirra sem skilað hafa af sér miklu verki á langri ævi. Í dag eru kjör eldri borgara skammarleg. Samsettar bætur almannatrygg- inga hafa ekki fylgt launavísitölu í rétt um áratug. Lífeyrissjóðs- greiðslur eru skertar verulega enda öllum kunnugt um óeðlilega tvísköttun á lífeyristekjur eldri borgara. Jafnframt eru skerðing- arákvæði vegna lífeyristekna á samsettar bætur almannatrygg- inga öfgakenndar og má í raun fullyrða að u.þ.b. 75% af óveru- legum lífeyristekjum eldri borgara komi til skerðingar út af þessu tvennu. Hvatinn í kerfinu er lamaður og andrúms- loftið í félögum eldri borgara einkennist af biturleika og reiði vegna þess óréttlætis sem gætir í kerfinu. Hins vegar er það staðreynd að eldri borgarar eru ákaflega stoltir og fyrir þær sakir er þeim erfitt að sækja rétt sinn í málum sem snúa að kjörum þeirra og réttindum. Í þessi ljósi má minn- ast dagpeningakerfis dvalarheim- ilanna, afsláttarmiða í ýmiss konar formi og svo má lengi áfram telja. Hugmyndarfræðinni um lífs- og afkomuskilyrði eldri borgara þarf að breyta frá grunni. Taka verður upp nýja sýn á málefni aldraðra. Sú sýn verður að einkennast af umburðarlyndi og virðingu til þeirra sem staðið hafa vaktina áratugum saman. Stofnanabrag- urinn verður að heyra sögunni til og ljóst má vera að meiri fjöl- breytni verður að vera til staðar í búsetumálum aldraðra. Í umræðunni hefur sjaldan eða aldrei verið talað um þá ein- staklinga sem starfa við umönnun aldraðra. Atvinna þeirra er að mínu mati mjög erfið og mikilvæg. Því miður er engin virðing borin fyrir störfum þeirra sem annast aldraða á Íslandi. Alla vega ekki ef marka má launaumslagið hjá hinum sömu. Viljum við að erlent vinnuafl sem sættir sig við lægstu launin og ekki talar tungumálið okkar sem skyldi, fylgi okkur síð- ustu skrefin? Viljum við ekki frek- ar eiga kost á góðri þjónustu eftir að heilsu hrakar, þjónustu frá fólki sem skilur okkur og þekkir? Um þessar mundir er starfandi nefnd á vegum ráðuneytis heil- brigðis- og tryggingamála en nefndina skipa jafnframt fulltrúar frá félögum eldri borgara. Nefnd- in á að skila af sér verki og í kjöl- farið er að vænta niðurstöðu frá ráðherra og ríkisstjórn um mál- efni eldri borgara. Ég hvet fólkið í landinu að fylgjast vel með nið- urstöðu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Okkar eldri félögum til virð- ingar og stuðnings eigum við ekki að sætta okkur við nokkuð annað en árangursríkar og skilvirkar breytingar þeim til handa. Ég þakka þeim sem lásu. Umburðarlyndi og virðing gagnvart eldri borgurum Gunnar Örn Örlygsson fjallar um kjör aldraðra ’Taka verður uppnýja sýn á málefni aldraðra. ‘ Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður. SAMGÖNGURÁÐHERRA hef- ur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um fjögurra ára samgöngu- áætlun fyrir árin 2005–2008. Þar er gert ráð fyrir að setja 60 millj- arða til vegamála á tímabilinu með meginþunga á árunum 2007 og 2008 vegna stefnu ríkisstjórn- arinnar að draga úr opinberum fram- kvæmdum á meðan framkvæmdir standa sem hæst á Austur- landi. Samþykktir sveitarfélaga á Vestfjörðum Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 1997 samþykktu sveit- arfélög á Vestfjörðum þá stefnu í samgöngu- málum að ljúka vega- gerð um Ísafjarð- ardjúp og um Arnkötludal milli Stranda og Reykhólahrepps inn á þjóðveg nr. 1. Í sömu samþykkt er kveðið á um að ljúka vegagerð í Barðastrandarsýslu inn á þjóðveg nr. 1 og í framhaldi af því að opna heilsársleið milli norðan- og sunn- anverðra Vestfjarða með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Var þessi samþykkt staðfest að nýju á Fjórðungsþingi 2004 með ákveðnum breytingum eins og að jarðgöng yrðu milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar í Barðastrand- arsýslu ekki einungis milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar. Núgildandi jarðgangaáætlun gerir reyndar aðeins ráð fyrir göngum milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar en mun við endurskoðun vonandi taka mið af samþykkt Fjórðungsþings 2004. Ástand vega í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum Í vegaáætlun má lesa að 1,6 milljarðar eru ætlaðir í að ljúka vegalagningu um Ísafjarðardjúp og hefja lagningu vegar um Arn- kötludal á þessu tímabili. Þetta er mikið fjármagn en verkið er líka stórt og má í raun ekki bíða svo lengi sem vegaáætlun gerir ráð fyrir. Ástæðan er sú að næstum allir þungaflutningar fara um þjóðvegina í dag og þess vegna er malarkaflinn sem eftir er í Ísa- fjarðardjúpi og á Ströndum orðinn flöskuháls á þessari leið, þetta eru handónýtir malarvegir miðað við notkun. Algengt er að þungatak- markanir séu á þessum leiðum og þar af leiðandi verður flutnings- kostnaður mjög hár. Eigi að aka þessa vegi í fjögur til sex ár í við- bót hvort sem það er á Ströndum eða í Ísafjarðardjúpi þarf að fara í kostnaðarsamt viðhald á þeim sem hægt er að losna við ef fjármagn verður aukið í leiðina um Djúp og Arnkötludal. Hagkvæm fram- kvæmd sem nýtist mörgum Á norðanverðum Vestfjörðum búa um 5.500 manns sem nota leiðina um Ísafjarð- ardjúp og Strandir enda er það heils- ársleiðin inn á þjóð- veg nr. 1. Með lagn- ingu vegar um Arnkötludal styttist sú leið um rúma 40 km. og nýtist um 1.000 íbúum á Ströndum til viðbótar sem styttri leið inn á þjóðveg nr. 1 og einnig sem tenging milli byggða á Ströndum og í Reyk- hólasveit og Dölum. Mér er til efs að nokkur samgönguframkvæmd eins og að ljúka við veginn um Ísafjarðardjúp og lagning vegar um Arnkötludal nýtist jafn- mörgum með jafnhagkvæmum hætti og þessi framkvæmd. Það er skiljanlegt að rík- isstjórnin hafi þá stefnu að halda aftur af þenslu með samdrætti í opinberum framkvæmdum. Þensl- an er þó ekki til vandræða hér á Vestfjörðum, það er á öðrum svæðum sem hún á sér stað. Samþykkt sveitarstjórna á norðanverðum Vestfjörðum Sveitarstjórnir á norðanverðum Vestfjörðum komu saman til fund- ar 31. mars sl. og samþykktu: „Sveitarstjórnir á norðanverðum Vestfjörðum leggja þunga áherslu á að tryggt verði nægilegt fjár- magn til að vinna áfram við að ljúka framkvæmdum í Ísafjarð- ardjúpi ásamt því að stytta núver- andi leið inn á þjóðveg númer eitt með vegi um Arnkötludal. Ljóst er að veruleg arðsemi er af styttingu leiðarinnar, sem yrði aðaltenging svæðisins við þjóðveg númer eitt og jafnframt mikilvægt hagsmuna- mál íbúa svæðisins, fyrirtækja og ferðafólks. Stefnt verði að því að fyrrnefndum framkvæmdum verði lokið á árinu 2008.“ Forgangsröðun Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar framfarir í samgöngu- málum á Vestfjörðum, víða má sjá nýja vegarkafla með bundnu slit- lagi sem gerir ökuferð um Vest- firði auðveldari en áður var. Enn eru þó eftir malarkaflar sem eru næstum óbreyttir síðan þeir voru lagðir fyrir 30–40 árum. Lok framkvæmda í Djúpi með brú yfir Mjóafjörð styttir vetrarleiðina um rúma 30 km og Arnkötludalsvegur heilsársleiðina um rúma 40 km. Það munar um minna en 70 km í styttingu leiðar. Það hefur áhrif á ferðahraða, flutningskostnað og gerir svæðið samkeppnishæfara. Það er tækifæri til þess í nýrri samgönguáætlun að láta verkin tala hvað vegamál á Vestfjörðum varðar. Ég er þess fullviss að um það ríkir sátt meðal flestra Íslend- inga að leggja meiri áherslu á vegamálin hér fyrir vestan og for- gangsraða öðruvísi en gert er í annars ágætri samgönguáætlun ráðherra. Samgönguráðherra, ríkisstjórn og Alþingi. Endurskoðið forgangs- röðun vegamála og sýnið okkur í endanlegri samgönguáætlun að vegi um Ísafjarðardjúp og Arn- kötludal verði lokið á árinu 2008. Forgangsröðun í vegamálum Halldór Halldórsson fjallar um Samgönguáætlun 2005–2008 og fjármagn til vegamála ’Mér er til efs að nokk-ur samgöngufram- kvæmd eins og að ljúka við veginn um Ísafjarð- ardjúp og lagning vegar um Arnkötludal nýtist jafnmörgum með jafn- hagkvæmum hætti og þessi framkvæmd.‘ Halldór Halldórsson Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Í GEGNUM tíðina höfum við Ís- lendingar getað státað af öflugu íþróttastarfi. Þátttaka í íþróttum er almenn hér á landi og höfum við vak- ið athygli á erlendri grund fyrir góð- an árangur í íþróttum. Sá árangur hefur verið það góður að margir hafa undrast hvernig svo fámenn þjóð geti skapað svo marga afreksmenn í íþróttum. Ein af ástæðum þess er sú að íslenskir íþrótta- menn hafa fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum þar sem algengt hefur verið að börn og ung- lingar hér á landi stundi fleiri en eina íþróttagrein. Fyrstu niðurstöður í stórri rannsókn, sem und- irritaður og Óskar Bjarni Óskarsson eru að gera á íslensku af- reksfólki, benda ein- mitt til þess að um 90% íslenskra afreksmanna í íþróttum hafi stundað fleiri en eina íþrótt til einhvers tíma. En nú má skynja breyttar áherslur hér á landi. Svo virðist sem sér- hæfing, þ.e.a.s. að börn og unglingar kynnist aðeins einni íþrótta- grein, sé að færast í vöxt og að þessi sér- hæfing sé að færast neðar í aldursstigann. Foreldrar eru í aukn- um mæli farnir að senda börn sín aðeins í eina íþróttagrein á unga aldri. Þetta er slæm þróun. Þegar það er orðið svo eftirsóknarvert að ná árangri í íþróttum, virðast margir foreldrar hugsa á þá leið að einbeiti börn þeirra sér ekki að einni íþrótt nái þau ekki sömu tökum á grunnfærni íþrótt- arinnar og hin börnin og sitji því eftir í baráttunni. Fordæmi þessa má sjá hjá golfaranum Tiger Woods. Faðir hans setti sér það takmark, þegar Tiger Woods var rétt farinn að ganga, að gera hann að besta golfara í heimi. Honum tókst ætlunarverk sitt. En hversu raunhæft er að fara þá leið? Við heyrum aðeins af þeim örfáu sem ná alla leið. Við heyrum ekkert af þeim 99,9% sem hætta eða eru ekki nógu góðir. Þeir eru ekki á forsíðum blaðanna eða í sjónvarpinu í hverri viku. Er þessi þróun jákvæð fyrir þennan mikla meirihluta? Nú er byrjað að bjóða upp á æfingar í fót- bolta fyrir 4 ára börn hjá sumum íþróttafélögum hér á landi. Eflaust ætla margir knattspyrnuáhugamenn að feta í fótspor föður Tiger Woods og senda börnin sín á þessar æfingar til að gera þau að knattspyrnustjörn- um. Það er mikið í húfi. En þessi leið er ekki vænleg til árangurs og getur þvert á móti haft neikvæð áhrif á íþróttaferil barnanna okkar. Rétt er að benda kappsömum foreldrum á þá staðreynd. Rannsóknir sýna nefni- lega að þau börn, sem hafa stundað margar íþróttagreinar fram að kynþroska- aldri, standa sig al- mennt betur í íþróttum. Þau eru ólíklegri til að lenda í meiðslum og þau eru lengur í íþróttum en þau börn sem sérhæfa sig og leggja áherslu á eina íþrótt á unga aldri. Einnig mælir nefnd á vegum bandarískra barnalækna (AAP) gegn sérhæfingu á unga aldri. Hún álykt- aði að fjölþætt íþrótta- iðkun væri iðkendum til góða þar sem hún stuðl- ar að líkamlegu heil- brigði og auknum hreyfiþroska þar sem iðkendur öðlast færni í ýmsum íþróttum frekar en sérhæfingu í einni íþróttagrein. Rann- sóknir sýna almennt, að sérhæfing í íþróttum eigi ekki að byrja fyrr en iðkendur eru komnir á kynþroskaaldur. Við kynþroskaaldur eru börnin okkar farin að þroskast, líkamlega og andlega, til að geta tekið ákvörðun um hvaða íþrótt þau vilji leggja áherslu á og sérhæfa sig í. Ef strákurinn minn verður t.d. mjög hávaxinn á unglingsárunum hentar honum kannski betur að fara í körfubolta eða handbolta en eitthvað annað. Ef stelpan mín reynist mjög spretthörð á unglingsárunum hentar það henni kannski betur að fara í frjálsar íþróttir en að vera í einhverju öðru. Gott dæmi úr íslensku íþrótta- lífi er af þeim félögum Geir Sveins- syni, handknattleiksmanni og Guðna Bergssyni, knattspyrnumanni. Þeir voru félagar í yngri flokkum Vals í knattspyrnu og handknattleik þang- að til þeir voru 17 og 18 ára þegar leiðir þeirra á íþróttavellinum skildi. Geir var þá valinn í unglingalands- liðið í handbolta og tók því handbolt- ann fram yfir fótboltann, þrátt fyrir að hann hafi talið sig vera hæfi- leikaríkari knattspyrnumann en handknattleiksmann á þeim tíma. Guðni, aftur á móti, valdi fótboltann þar sem hann komst í byrjunarlið meistaraflokks Vals í knattspyrnu á þessum tíma, þrátt fyrir að hafa einn- ig átt góða möguleika á að verða handknattleiksmaður í fremstu röð. Geir og Guðni eru tveir af mestu af- reksmönnum þjóðarinnar í íþróttum þrátt fyrir að hafa stundað tvær íþróttagreinar langt fram á tvítugs- aldur. Þeir félagar höfðu fjölþættan bakgrunn í íþróttum og gátu því valið hvaða leið hentaði þeim. Það var ekki búið að draga úr möguleikum þeirra í barnæsku, með ótímabærri sérhæf- ingu, heldur, þvert á móti, bjuggu þeir að fjölbreytninni eins og mikill meirihluti afreksfólks okkar í íþrótt- um hefur gert í gegnum tíðina. For- eldar barna í íþróttum athugið! Gleymum okkur ekki í óraunhæfum dagdraumum um að búa til afreks- fólk í íþróttum. Veitum börnunum okkar raunverulegt val og tækifæri á að finna sinn farveg í íþróttum. Íþróttir snúast ekki eingöngu um að búa til afreksfólk heldur, öllu frekar, um uppeldi æskunnar og þegar upp er staðið er fjölbreytt íþróttaiðkun líklegri til árangurs, á báðum sviðum, heldur en sérhæfing á unga aldri. Fjögurra ára atvinnumenn? Viðar Halldórsson fjallar um íþróttir fyrir börn Viðar Halldórsson ’Ef strákurinnminn verður t.d. mjög hávaxinn á unglingsárunum hentar honum kannski betur að fara í körfubolta eða handbolta en eitthvað ann- að. ‘ Höfundur er lektor í félagsfræði íþrótta við Íþróttafræðasetur KHÍ á Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.