Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR FJÖLMIÐLANEFNDIN fundaði á miðvikudagskvöld og stóð fundurinn fram til miðnættis til að ræða hugs- anlega fyrirvara við þá tölu sem nefnd er sem hámarkshlutur sem einstakir aðilar eða skyldir aðilar mega eiga í stórum fjölmiðli. Búið var að ákveða að hlutfallið sem miðað væri við yrði 25%, en fulltrúi Samfylkingarinnar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, vildi setja fyrirvara við þá tölu í bókun, segir Magnús Þór Hafsteinsson, einn nefndarmanna. Úr því varð þó ekki, heldur komust nefndarmenn að sam- komulagi um það að breyta texta skýrslunnar á síðustu stundu, frekar en að setja fyrirvara í bókun minni- hlutans sem hefði hugsanlega getað dregið úr gildi skýrslunnar og þeirri einingu sem ríkti meðal nefndar- manna um tillögurnar sem gerðar voru í henni. Textinn sem bætt var inn í skýrsluna var þó ekki sá sami og átti upprunalega að vera í bókun minnihlutans, heldur var orðalagi breytt eftir samkomulagi nefndar- manna. Bætt var inn klausunni: „Nefndin ásetti sér að koma sér saman um úr- ræði sem skoða bæri sem eina heild. Þess vegna verður að taka tillit til margra sjónarmiða, m.a. þeirra sem telja að setja þurfi eignarhaldi á fjöl- miðlum ákveðin mörk þegar sýnt er að fjölmiðillinn er kominn með ákveðið dagskrárvald í samfélaginu. Það er hinsvegar mikið álitamál hver in dramatík, við gerðum bara eins og við höfum alltaf gert í þessu starfi, við ræddum málin og náðum sam- komulagi.“ Misskilningur sem leystist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd- inni, segir að á fundinum á miðviku- dagskvöldið hafi í raun verið rætt um orðalag bókunar minnihlutans. „Þeim [fulltrúum meirihlutans] fannst að fyrsta bókunin hjá okkur væri þess eðlis að hún fæli ekki í sér þá sátt sem menn vildu hafa. Það var bara ákveðið að hittast á miðviku- dagskvöldið og vinna úr þeim mál- um. Þar var ákveðinn misskilningur á ferðinni að mínu mati, en það leyst- ist.“ Spurð hvort hún hafi viljað ganga skemur en samþykkt var að lokum um hámarks eignarhlut hvers aðila segir Ingibjörg að ekki sé rétt að setja málið þannig fram, skoða þurfi tillögurnar sjö sem nefndin setur fram sem eina heild. „Ég taldi að við værum búin að ná svo miklum ár- angri með aðra þætti í þessari til- lögugerð að það þyrfti að ná niður- stöðu varðandi eignarhaldið og það væri eftir atvikum hægt að sættast á þetta, í ljósi annarra hluta sem náð- ust fram. Það er þó alltaf álitamál hvaða hlutfall sé eðlilegt í þessu sam- hengi og ekki má ganga svo langt að það tefli rekstri fjölmiðlafyrirtækja í tvísýnu.“ hæfileg mörk eru í því sambandi og mikilvægt er að gæta þar meðalhófs þannig að fyrirtækjum í fjölmiðla- rekstri verði ekki gert erfitt að fjár- magna sig.“ Magnús Þór segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki verið ósamkomulag í nefndinni. „Þetta var í sjálfu sér eng- Fundur fjölmiðlanefndar stóð fram til miðnættis Ræddu fyrirvara við hámarkshlut aðila Morgunblaðið/Sverrir Fjölmiðlanefndin, sem er undir for- mennsku Karls Axelssonar lög- fræðings, ræddi á fundi í fyrra- kvöld um eignarhald á fjölmiðlum. LJÓST er að ef tillögur nefndar sem hefur fjallað um eignarhald á fjölmiðlum undanfarið verða að lögum mun það hafa áhrif á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, segir Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvak- urs. „Við höfum ekki kynnt okkur þessar tillögur, enda komu þær ekki fyrr en í dag [í gær]. Það er of snemmt að tjá sig um málið, auk þess sem stjórn félagsins á eftir að koma saman og taka afstöðu til þess,“ segir Hallgrímur. Skýrsluhöfundar leggja m.a. til að enginn einn aðili eða tengdir aðilar geti átt meira en 25% hlut í stórum fjölmiðli, en ekki er skilgreint nánar hvað átt sé við með orðalaginu „skyldir aðilar“. Spurður hvort tillögurnar muni hafa áhrif á Árvakur, verði þær að lögum segir Hallgrímur: „Ef það er rétt sem sagt er varðandi þessar takmarkanir á eignarhaldi, þá tel ég það vera ljóst.“ Fram kemur í skýrslunni að stærsti einstaki hluthafinn í Árvakri er Út- gáfufélagið Valtýr ehf. sem á 30,3%. Auk þess eiga aðrir hluthafar sem tengjast fjölskylduböndum samtals 28,9% í gegnum Johnson ehf., Björn Hallgrímsson ehf., Ernu ehf. og Lynghaga ehf. Hallgrímur segir að fyrir þessa hluthafa skipti máli hvernig orðalagið „skyldir aðilar“ verði skil- greint, sem sé ekki ljóst á þessari stundu. Því sé ekki ljóst hvaða frekari áhrif þetta hafi á eignarhald Árvakurs. Mun hafa áhrif á Árvakur Hallgrímur Geirsson GUNNAR Smári Egilsson, fram- kvæmdastjóri 365 prent- og ljós- vakamiðla, segir að verði tillögur fjölmiðlanefndarinnar um tak- markanir á eignarhaldi í fjöl- miðlum gerðar að lögum muni það hugsanlega hafa meiri áhrif á eign- arhald annarra fjölmiðla en 365 prent- og ljósvakamiðla. „Stærsti eigandinn í þessu fyr- irtæki [Baugur Group] á rétt undir 25% hlut í félaginu. Þetta er því eina fjölmiðlafyrirtækið sem ég þekki, þar sem stærsti eigandinn á jafn lítinn hlut. Hlutfallið er hærra hjá Morgunblaðinu, Fróða, Skjá einum og Ríkisútvarpinu.“ Gunnar setur þó eftirfarandi fyr- irvara við þessa afstöðu sína, í ljósi þess að Og fjarskipti eiga hundrað prósenta hlut í 365 prent- og ljós- vakamiðlum. „Það getur ekki verið skilningur nefndarmanna, þegar um er að ræða hundrað prósent dótturfyrirtæki, að eigendasam- setning móðurfélags eigi ekki jafn- framt við um dótturfyrirtækið.“ Leggi steina í götu miðlanna Baugur á um 24,5% hlut í Og fjar- skiptum, sem eiga 365 prent- og ljósvakamiðla. Baugur á einnig hlut í Norðurljósum, sem eiga hlut í Og fjarskiptum. Gunnar segir að Baug- ur þurfi hugsanlega að minnka sinn hlut í þessum félögum, þegar og ef þar að kemur, verði hann ekki þá þegar búinn að því. Gunnar segist reyndar ekki sjá neinn tilgang með umræddum tillögum fjöl- miðlanefnd- arinnar. „Ég sé ekki hvernig þessar tillögur eiga að bæta ís- lenskt fjölmiðla- umhverfi,“ segir hann. „Hingað til hefur þótt nógu erfitt að halda úti einkareknum miðlum þótt löggjafinn og ríkis- valdið séu ekki að leggja einhverja steina í götu þeirra sem það gera. Það er líka undarlegt að leggja sér- stakar kröfur á einkafyrirtæki á sama tíma og verið er að stórefla Ríkisútvarpið.“ Þá segir hann að með því að tak- marka eignarhlutinn við 25% sé verið að setja strangari reglur um fjölmiðla en önnur fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Gunnar hefur líka efasemdir um þær tillögur nefndarinnar að setja takmarkanir á eignarhald ef fjöl- miðillinn fer yfir þriðjung af heild- arupplagi, heildaráhorfi eða heild- arhlustun á markaðnum. Hann segir að þriðjungs markaðshlut- deild sé um það bil þau mörk sem miðill þurfi að ná til að geta haldið úti arðbærum rekstri. Sá sem stofni dagblað, útvarp eða sjónvarp hljóti með öðrum orðum að stefna að því að fara yfir þau mörk til að geta staðið undir rekstrinum. Meiri áhrif á aðra fjölmiðla Gunnar Smári Egilsson VERÐI tillögur fjölmiðlanefndarinnar að lögum mun það ekki hafa áhrif á eignarhald Símans á Skjá einum að mati forstjóra Símans. Síminn á 65,5% í sjónvarpsstöð- inni að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar, en hún gerir tillögu um að einn aðili eða skyldir aðilar eigi ekki meira en 25% í stórum fjölmiðlum. „Án þess að hafa farið mjög djúpt ofan í tillögurnar sýnist mér að þær muni ekki koma mikið við eignarhald okkar í Skjá einum,“ segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans. Hann segir að með þessu eigi hann við að Skjár einn hafi ekki þá útbreiðslu sem nefnd er í skýrsl- unni. Þar kemur fram að viðmiðin um 25% hámarks eignarhlut í fjölmiðli eigi bara við um fjölmiðla sem annars vegar hafi svo mikla útbreiðslu að þriðjungur af mannfjölda hér á landi notfæri sér mið- ilinn að jafnaði á degi hverjum, eða hins vegar hafi markaðshlutdeild sem fer yfir þriðjung af notkun á þeim markaði sem fjölmiðillinn er. Brynjólfur segir að ekki eigi að setja sömu skorður við fjölmiðla sem sýna eingöngu afþreyingarefni og hafa því ekki jafn skoðanamótandi áhrif og þeir miðlar sem reka fréttastofu. Segja tillögurnar ekki hafa áhrif á Skjá einn Brynjólfur Bjarnason VERÐ á heyrnartækjum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur verið lækkað um 5%. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega á undanförnum mánuð- um og því er svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja, segir í fréttatilkynningu frá stöðinni. Stafræn heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni kosta frá kr. 28.000 til kr. 72.000. Þátttaka ríkisins, kr. 28.000, dregst frá verði tækisins sé heyrn á betra eyra >30 dB. Hlutur ein- staklinga er frá því að þeir þurfa ekki að greiða neitt fyrir tækin en getur orðið allt að kr. 45.000 fyrir hvert tæki. Biðtími eftir heyrnartækjum er nú átta vikur, sem skýrist af smíðatímanum, en getur orðið lengri fyrir sérsmíðuð flókin tæki. Verð heyrnartækja lækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.