Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 17 MINNSTAÐUR                       Komdu í Smáralind á morgun, 9. apríl, og kynntu flér starfi› í sumarbú›um KFUM og KFUK í sumar. Vi› ver›um me› frábæra dagskrá me› fullt af skemmtiatri›um og miklu fjöri frá kl. 13-16. Skráning í sumarbú›irnarhefst laugardaginn 9. aprílkl. 12 í Vetrargar›inum í Smáralind. H Ó L A V A T N K A L D Á R S E L V A T N A S K Ó G U R V I N D Á S H L Í ‹ Ö L V E R L E I K J A N Á M S K E I ‹ NYLON BÚDR†GINDI o.fl. E N N E M M / S IA / N M 15 7 4 8 Akranes | Ársreikningur Akra- neskaupstaðar og stofnana fyrir árið 2004 verður lagður fyrir bæjarstjórn nk. þriðjudag til fyrri umræðu. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra var af- koma kaupstaðarins mjög góð í fyrra og „betri en elstu menn muna“. Í fyrsta skiptið í sögu sveitarfélagsins hafi engin lang- tímalán verið tekin vegna fram- kvæmda á árinu og langtíma- skuldir A-hluta sveitarsjóðs, aðrar en lífeyrissjóðsskuldbind- ingar, lækkuðu um tæpar 119 milljónir króna og skammtíma- skuldir lækkuðu um 27,4 millj- ónir. Lífeyrisskuldbindingar hækkuðu á árinu um 160,5 millj- ónir og eignfærðar fram- kvæmdir sveitarfélagsins 2004 voru 101,9 milljónir króna. Tekjur A-hluta sveitarsjóðs reyndust 1.907.379 þkr og voru 139 milljónum yfir áætlun. Rekstrarafkoma var í heildina jákvæð um 86 milljónir og hand- bært fé í árslok var 175,5 mkr og hækkaði um 49,1 milljón. Gísli segir eiginfjárstöðu sveitarfélagsins afar sterka og að heildareignir þess séu liðlega 5 milljarðar. Þess má geta að íbúum Akra- nesskaupstaðar fjölgaði á síð- asta ári um 73 íbúa, úr 5.582 í 5.655 og nemur aukningin 1,3% milli ára. Ársreikningur tek- inn til fyrri umræðu Afkoma „betri en elstu menn muna“ LANDIÐ Bolungarvík | Áformað er að opna safnið í Ósvör 21. apríl nk., sumardag- inn fyrsta. Á fundi menningarráðs Bolungarvíkur fyrir skemmstu kom fram að öllum viðhaldsverkefnum væri að mestu lokið í verbúðinni, en eftir væri að ganga frá gluggum ásamt grjóthleðslu í salthúsi og er gert ráð fyrir að því verkefni ljúki á næstu vik- um. Safnið í Ósvör er endurbyggð verbúð með salthúsi, fiskihjalli, sex- æringi, dráttarspili, fiskreit og úti- hjöllum og innanhúss og utan eru munir sem tilheyra árabátatímanum. Kvikmyndin Verstöðin Ísland var tek- in að hluta í Ósvör.Morgunblaðið/Árni SæbergEndurbyggð verbúð Munir frá árabátatímanum eru í og við Ósvararsafn. Viðhaldi safnsins í Ósvör að mestu lokið Stokkseyri | Þrestirnir kúra og reyna að halda á sér hita með því að stilla sér upp í sólinni og ýfa fiðrið, svo það einangri betur. Þeir eru eins og kúlur eða fiðurhnoðrar. Þúsundir þrasta eru nú í þanghrönnum á Eyr- arbakka og Stokkseyri að krafsa eft- ir þangflugulirfum. Aðrir reyna að halda á sér hita, með því að hreyfa sig sem minnst og geyma orkuna. Að sögn Jóhanns Óla Hilm- arssonar fuglafræðings má búast við að eitthvað drepist af fuglum, en hretið nú er ekki óvanalegt á þess- um árstíma og góð tíð dagana á und- an gerði fuglum kleift að ná sér í fæðu og endurheimta kraftana eftir langt og erfitt farflugið. Spáð er hlý- indum og þá ættu fuglarnir að geta safnað kröftum að nýju, að hans sögn. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Ýfa fiðrið Þrestirnir halda á sér hita með því að ýfa fiðrið í kuldakastinu sem gengið hefur yfir landið. Þrestirnir kúra í kuldanum Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.