Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar REYKJAVÍK er dreifðasta höf- uðborg í Evrópu með 16 íbúa á hektara, en meðaltalið í evrópsk- um borgum er um 90 íbúar á hekt- ara, eða fimmfalt þéttari en Reykjavík. Þess vegna getur Reykjavík varla talist borg, heldur þétt- býliskjarnar, tengdir saman með stofn- brautum. Fyrir bragðið nýtur Reykjavík ekki þeirra kosta sem ein- kenna borgir eins og þéttriðið og fljótvirkt almennings- samgöngukerfi, öll þjónusta og af- þreying í göngufæri o.fl. Í „varla borg- inni“ Reykjavík er nærþjónustan brost- in, almennings- samgöngur ónýtar, verslunin leitar í verslunarmið- stöðvar, og allir verða að fara sinna ferða á bílum, sem sóar tíma, mengar, veldur slysum og umferðaröngþveiti sem kallar á plássfrek umferðarmannvirki sem valda enn dreifðari byggð, og víta- hringur bílasamfélagsins er alls- ráðandi. Aðalvandinn er sá að það vantar sjálfa miðborgina. Það er raunar engin miðborg í Reykjavík, bara gamla lágreista Kvosin þar sem enginn býr lengur. Borgarmenning er skýr krafa framtíðarinnar, og ef hana vantar getum við átt á hættu að fólks- flóttinn sem hingað til hefur legið frá landsbyggð til suðvesturhorns- ins, leiti til útlanda. Það er gríð- arlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að höf- uðborgin fái að þrosk- ast, þéttast og verða að þeirri háborg menningar sem hún getur aðeins orðið með glæsilegri mið- borgarbyggð í Vatns- mýrinni, með 20 til 30.000 íbúa. En hvers vegna er ástandið í höfuðborg Íslands eins og lýst er hér að framan? Það er m.a. vegna þess að Reykjavík stendur á nesi og allt undirlendið á miðju nesinu fer undir heilan millilandaflugvöll, og byggðin hef- ur hrakist uppá hæðir og heiðar austur af nesinu. Flugvöllurinn sjálfur tekur 140 ha innan girðingar, og gerir gríð- arstórt svæði allt í kring um sig óbyggilegt, samtals ca 330 ha, en það er nær tvöföld stærð Mónakó, en þar búa 35.000 manns! Auk þess kemur hann í veg fyrir há- reista byggð langt út fyrir þessa 330 ha. En hvers vegna er flug- völlurinn ekki löngu farinn? Það er ekki síst vegna þess að landsbyggðarfólk, með tvöfaldan atkvæðarétt, og fulltrúar þeirra á Alþingi, sem telja sig réttilega eiga kröfu á góðum flugsam- göngum við höfuðborgina, telja það grundvallarmannréttindi að innanlandsflugið verði áfram í Vatnsmýrinni. Stundum er engu líkara en að baráttan um Reykja- víkurflugvöll sé orðin að samein- ingartákni landsbyggðarfólks gegn „Reykjavíkurvaldinu“, hið heilaga stríð gegn ofureflinu. Undan slík- um hugsjónaeldi með tvöfaldan at- kvæðarétt, kikna stjórnmálaflokk- arnir, og forystumenn þeirra sem flestir eru þó kosnir með atkvæðum höfuðborgarbúa taka undir kröfuna um „völlinn í Vatns- mýri“. En eru þetta virkilega hags- munir almennings á landsbyggð- inni? Samfara splundrun byggð- arinnar sem að framan er lýst, hefur þjónustan sem landsbyggð- arfólk sækir til höfuðborgarinnar dreifst um allt höfuðborgarsvæðið. Miðja höfuðborgarsvæðisins er talin vera í Kópavogi og sú miðja hlýtur að vera eðlilegur viðmið- unarpunktur. Frá þessari miðju eru um 40 km til Keflavík- urflugvallar. Eftir tvöföldun Reykjanesbrautar, sem óðum styttist í, verður um 20 mínútna akstur á milli þessara staða. Eru það í alvöru hagsmunir almenn- ings á landsbyggðinni að lenda í Vatnsmýrinni og streða í umferð- inni sunnan úr Skerjafirði að þess- ari miðju, frekar en að lenda í Keflavík og aka á tvöfaldri hrað- braut langleiðina að þessum punkti? Það tekur eflaust eitthvað lengri tíma að aka frá Keflavík en frá Vatnsmýrinni að þessari miðju, en það munar ekki miklu. Og þeg- ar tekið er með í reikninginn það hagræði sem felst í því að lands- byggðarfólk á leið til útlanda kom- ist leiðar sinnar viðstöðulaust og þurfi ekki að aka milli flugvalla, er varla vafi á að Keflavík kemur betur út. Eftir stendur sú staðreynd að höfuðborgin líður fyrir mínútu- hagsmuni tiltölulega fárra stjórn- sýslumanna og kommisara! 80% þjóðarinnar búa í höf- uðborginni, eða innan við klukku- stundar aksturs frá henni. Hér er því miklu fórnað fyrir óljósa hags- muni 20% þjóðarinnar. Það er talið að tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni muni nema um 60–80 milljörðum auk annars hagræðis sem af málinu hlýst. Með tekjum af lóðarsölu í Vatns- mýrinni, mætti þvera Skerjafjörð, leggja Sundabraut í hábrú og byggja hálendisveginn í kaupbæti! Og nóg væri eftir til að byggja flugvöll fyrir innanlandsflugið í nágrenni höfuðborgarinnar ef menn vilja. Með tilkomu Skerjabrautar verður aksturstíminn milli Kvosar og Keflavíkur u.þ.b. 25 mínútur. Allt er til staðar á Keflavík- urflugvelli og gamla flugstöðin getur nýst fullkomlega sem innan- landsflugstöð til að byrja með. Hér er því um algera patentlausn að ræða sem engin heilvita þjóð getur látið framjá sér fara. Landsbyggðarfólk! Látið ekki etja ykkur gegn ykkar eigin höf- uðborg. Látið ekki óljósa hags- muni fárra, koma í veg fyrir að hún verði sú fyrirmyndarborg sem hún getur aðeins orðið ef hún end- urheimtir kjörlendi sitt. Hún er ykkar borg ekki síður en okkar sem í henni búum, og þegar öllu er á botninn hvolft, er höfuðborgin besti vinur lands- byggðarinnar. Er flugvöllur í Vatnsmýr- inni fyrir Jón eða séra Jón? Einar Eiríksson fjallar um stað- setningu innanlandsflugvallar ’80% þjóðarinnar búa íhöfuðborginni, eða inn- an við klukkustundar akstur frá henni. Hér er því miklu fórnað fyrir óljósa hagsmuni 20% þjóðarinnar.‘ Einar Eiríksson Höfundur er framkvæmdastjóri. HÉR á landi eru þúsundir kvenna og barna sem hræðast hversdaginn. Þau eru ekki örugg heima hjá sér, finna fyrir daglegum ótta, vanmætti og nið- urlægingu. Þetta er ekki vegna nátt- úruhamfara og þetta er ekki eðlilegt. Ástæðan er kynbund- ið ofbeldi sem þrífst í skjóli þagnarinnar, kúgun einnar mann- eskju á annarri. Á hverju ári eru birtar tölur sem sýna ástandið vel og sam- félagið er nánast orðið ónæmt fyrir hinni ár- legu tölfræði. Það má aldrei gleymast að á bak við þessar tölur allar er fólk sem býr við ótta og úrræða- leysi. Það er allra ábyrgð að breyta því. Við erum stödd í miðri byltingu sem hófst fyrir nokkrum áratugum. Þá var þögnin fyrst rofin. Hluti af byltingunni var stofnun Kvenna- athvarfs árið 1982. Á þeim 23 árum sem lið- in eru hafa þúsundir kvenna og barna leitað þar skjóls sem segir allt sem segja þarf. Þetta eru sterkar konur sem hafa kjark til að leita aðstoðar fyrir sig og börnin sín – hafa kjark til að rjúfa þögn- ina. Ofbeldi inni á heimilum þrífst í þögninni. Ofbeldismenn nærast á ótta hinna kúguðu og taka stjórn- ina í skjóli hræðslunnar. Ef við lát- um það afskiptalaust þegar við vit- um af fólki sem býr við kúgun erum við að taka þátt í þögninni. Byltingin felst einmitt í því að skipta sér af. Að gera hinar dökku hliðar heimilislífsins sýnilegar og búa til úrræði svo konur hafi eitt- hvað val. Þar til búið er að upp- ræta kynbundið ofbeldi verður bar- áttunni haldið áfram enda koma sífellt fleiri til liðs við hana. Við getum öll lagt okkar af mörkum í baráttunni með því að þegja aldr- ei um ofbeldi inni á heimilum og gera þá ábyrga sem fyrir því standa. Við getum styrkt og eflt það fólk sem býr við ofbeldi til að brjótast út úr því og við getum menntað okkur til að sjá ein- kenni þess að ekki sé allt með felldu. Það er gríðarleg ábyrgð sem hvílir á fólki sem umgengst börn að þekkja merki um að þau búi við of- beldi og kunna að bregðast við því. Á þriðjudaginn gefst tækifæri til að sækja ráðstefnu um einmitt þetta, þar sem fjöldi fagfólks kynnir ein- kenni og úrræði í mál- um er varða ofbeldi gagnvart börnum. Ráðstefnuna halda samtökin Styrkur – frá hlekkjum til frelsis í Kennaraháskóla Íslands, þriðjudaginn 12. apríl klukkan níu til fjögur. Hræðsla hversdagsins Drífa Snædal fjallar um ofbeldi Drífa Snædal ’Við getum ölllagt okkar af mörkum í bar- áttunni með því að þegja aldrei um ofbeldi inni á heimilum og gera þá ábyrga sem fyrir því standa.‘ Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um Kvennaathvarf. ÉG LES það eftir fylgisfólki sitj- andi foringja Samfylkingarinnar að hann hafi staðið sig átaka vel í brúnni, aflað margra at- kvæða, flokkurinn Hans sé orðinn stór og Hann og fylgi- fiskar hans stefni hraðbyri í forsæt- isráðuneytið. Út af fyrir sig allt gott um það, til þess arna er fólk í pólitík. Ég sé mig hins vegar knú- inn til þess að leið- rétta þann leiða mis- skilning að fylgisaukningin sé að öllu leyti fengsæld foringjans að þakka. Ég fyrir mitt leyti hef kosið Samfylkinguna vegna þess að ég vil skipta um ríkisstjórn og áherslur í lands- málunum. Þetta gerði ég í síðustu kosn- ingum, ekki vegna foringjans heldur þrátt fyrir hann og miklu fremur vegna forsætisráðherra- efnisins. Mér finnst ástæða til að minna á að ekkert bendir til þess að leiðtoginn eigi vís öll at- kvæðin sem flokkurinn fékk í síð- ustu kosningum, hvað þá heldur að hann bæti við þann fjölda. Málið snýst í rauninni um nýja stjórn- arhætti, ekki í Samfylkingunni heldur landsstjórninni. Skipstjór- anum er reiknað það til tekna að hann sé svo huggulegur, samn- ingalipur og í góðum tengslum við pólitíska andstæðinga að honum verði ekki skotaskuld úr að mynda ríkisstjórn með hverj- um sem er. Ég velti því fyrir mér hvorum megin hryggjar þær áherslur sem ég kann að greiða atkvæði í kosningum lenda eftir þær vinsamlegu stjórnarmynd- unarviðræður. Ég vil ekki fórna atkvæði mínu fyrir ofureft- irlaunarétt og jeppa fyrir fólk sem ég hef engar slíkar skyldur við. Alla vega tel ég mikilvægt að átta sig á því að frjálslynd jafn- aðarstefna, eins og Sjálfstæðisflokkurinn rak hana áður fyrr, hefur ekkert með per- sónu aflaklóar Sam- fylkingarinnar að gera. Hún snýst um aðra og mikilvægari hluti. Þegar jafnræði karls og konu er jafnmikið og hásetar fiskimanns- ins vilja vera láta, þá kýs maður konu árið 2005. Það er yfrið framboð af miðaldra köllum sem vilja verða ráðherrar og þegar kostur er á hæfum konum til forystu á að setja kallana á ís. Af foringjum og fylgi Kristófer Már Kristinsson fjallar um formannskosningar í Samfylkingunni Kristófer Már Kristinsson ’Það er yfriðframboð af mið- aldra köllum sem vilja verða ráðherrar og þegar kostur er á hæfum konum til forystu á að setja kallana á ís.‘ Höfundur er háskólanemi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.