Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1955. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu föstudaginn 1. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Einar Sigurðsson, f. 6. októ- ber 1934, d. 10. des- ember 1999, og Hrafnhildur Þor- steinsdóttir, f. 26. júní 1932. Systkini Ingi- bjargar eru Sigurður Einarsson, Gunnar Einarsson, Stella Ein- arsdóttir og Arnar Sigurðsson. Ingibjörg eignaðist tvo syni með Ævari Sigdórssyni, f. 27. desem- ber 1951: Einar Örn Ævarsson, f. 2. ágúst 1973, og Sigurð Inga Ævarsson, f. 13. júní 1974. Ingi- björg eignaðist eitt barnabarn, Al- exander Einarsson Olsen, f. 21. júní 2001. Ingibjörg byrjaði sambúð með Gunnari Þór Hilmarssyni sjó- manni, f. 3. október 1960, sumarið 1995, og giftist honum 9. ágúst 2002. Gunnar á þrjár dætur. Þær eru: Jóhanna Elín, f. 4. nóvember 1978; Guðrún Margrét, f. 14. ágúst 1981; og Katrín, f. 9. október 1986. Ingibjörg vann ýmis störf fyrir Lyfjaverslun ríkisins, Ábyrgð, Landspítalann og Félagsstofnun stúdenta. Útför Ingibjargar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Okkur langar að minnast mág- konu okkar og svilkonu, Ingibjargar Einarsdóttur, með nokkrum orðum. Það fór ekki mikið fyrir henni, hún krafðist ekki mikils, var lítillát og nægjusöm og einstaklega góð og hlý manneskja. Hún sagði ætíð það sem henni fannst, en sagði þó aldrei neitt misjafnt um nokkurn mann, hún var hrein og bein og vinur vina sinna. Ingibjörg og Gunnar áttu einstak- lega vel saman. Við nefndum ekki annað, án þess að nefna hitt einnig. Þau voru nýkomin frá Kanaríeyjum þegar kallið kom, en þangað fóru þau oft saman. Ingibjörg hafði verið lasin nokkuð lengi. Hún greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum, sem hún virtist þó hafa unnið á. Þegar Ingibjörg var spurð hvernig hún hefði það sagði hún alltaf: Ég hef það fínt.“ Hún kvartaði aldrei. Það er eins og hún hafi vitað hvert stefndi en ekki viljað íþyngja öðrum með því. Mestu ánægjustundir hennar voru þegar Gunnar var heima og eldaði ein- hverja dýrindissteik fyrir þau tvö, þannig naut hún sín best. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ingibjörg, við kveðjum þig með þakklæti. Þorkell og Hrafnhildur. Ertu þá farinn, stendur í textan- um en nú er það í alvörunni og þú ert farin að eilífu. Ég sem umgekkst þig er sleginn, dofinn og ráðalaus, eins og oft vill verða þegar um andlát vinar er að ræða. Við Gunnar Þór Hilmarsson, eig- inmaður Ingibjargar, erum búnir að vera kærir vinir síðan sumarið 1989 og hefur ekki slegið skugga þar á frá því við kynntumst. Kynnin mín af Ingibjörgu hófust um síðsumars 1995 og hafa haldist mjög náin síðan, og ennþá meir eftir að ég flutti í næsta nágrenni við þau. Þau hjón pössuðu vel saman, bæði hress og hláturmild og höfðu gaman af að ferðast meðan heilsan var betri hjá henni. En hroðalegur sjúkdóm- ur leiddi til dauða hennar. Það lýsir þessari góðu konu að aldrei kveink- aði hún sér eða kvartaði, það voru allir aðrir sem áttu bágt að hennar dómi. Ég fór oft og iðulega í heimsókn til Ingibjargar vegna útiveru mannsins hennar sem siglir á fragt- skipum og er hálfan mánuð í burtu hverju sinni. Ingibjörg var heimakær. En oftar en ekki eldaði Gunnar heima og sagði Ingibjörg að maturinn hans Gunna væri besta veitingahúsið vegna þess að þau fóru oft á veit- ingahús saman. En þegar ég leit inn til þeirra hjóna var viðkvæðið alltaf: „Sestu hérna, Maggi minn, og fáðu þér með okkur.“ Svona voru þau gestrisin. Það var unun að sjá hvernig Gunnar meðhöndlaði þessa litlu fíngerðu konu, hann hreinlega vafði hana inn í bómullarteppi eins og hvítvoðung. Hann vildi að Ingi- björgu sinni liði sem best og umvafði hana eins og honum var einum lagið. Þau fóru marga ferðir til Kanarí- eyja og voru rétt komin heim úr síð- ustu ferð þegar kallið kom. Þá stund ætlaði ég að skutla Gunnari til skips. Fyrst þetta þurfti að koma fyrir var þetta besti tíminn, því Gunnar eiginmaður hennar var heima eins og hún sjálf hefði kosið. Við Gunnar töluðum um að fáir ættu eins góða heimkomu og Ingi- björg, sem var alltaf að styrkja alla og gefa í allar safnanir, alstaðar sá hún fólk sem átti bágt. Að lokum vil ég þakka Ingibjörgu allar þær góðu stundir sem ég átti með henni. Ég bið góðan Guð að styrkja hana og styðja. Gunnari Þór Hilmarssyni, einum allra besta vini mínum sem ég hef eignast, votta ég samúð mína, svo og sonum hennar þeim Einari Erni og Sigurði Ingva, og móður hennar, Hrafnhildi Þorsteinsdóttur, sem hún talaði oft um. Megi Guðs englar vaka yfir þér. Magnús P. Sigurðsson. Kær mágkona og vinkona er fallin frá, langt fyrir aldur fram. Minning- arnar eru margar og góðar sem við eigum um hana og munu þær ekki gleymast. Ingibjörg var einkar lítillát, ljúf, kát og hlýja einkenndi hana, þannig að hún var hvers manns hugljúfi, áttum við ætíð notalegar og ánægju- legar samverustundir. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en jafnframt miklu þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Megi minning um góða konu lifa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gunnar, Katrín, Guðrún, Jóhanna, allir ættingjar og vinir. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Marta og fjölskylda. Elsku Ingibjörg. Nú er komið að kveðjustund, samt ekki þessari venjulegu, þar sem sagt var sjáumst fljótlega og léttur koss kysstur á kinn, heldur fyrir fullt og allt. Þegar Hörður hringdi og sagði mér að þú værir dáin var ég góða stund að átta mig á við hvað hann átti. Maður verður svo umkomulaus og van- máttugur við svona tíðindi. Þrátt fyrir veikindi þín reiknaði maður aldrei með öðru en að þú yrðir með okkur um ókomin ár, en svona er líf- ið. Mann setur hljóðan, tíminn verð- ur afstæður og í huganum þýtur maður gegnum síðustu ár og rifjar upp, allt verður svo ljóslifandi fyrir manni, en hrekkur síðan upp úr þessum hugsunum við þá staðreynd að þú hefur kvatt þennan heim. Það fór aldrei mikið fyrir þér, þú varst einstaklega vel gerð og vel gefin kona sem fór ávallt hljóðlega og fór sínu fram af prúðmennsku og nær- gætni. Ég dáðist alltaf að því hvern- ig þið Gunni töluðuð hvort við ann- INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Elsku stóri bróðir. Mig langar til þess að fá að þakka þér fyrir að hafa verið stóri bróðir minn þann tíma sem þú lifðir. Þakka þér fyrir að hafa passað mig þegar ég var lítil, hjálpað lang- afa að útbúa hrífu handa mér þannig að ég gæti tekið þátt í heyskapnum, togað mig upp úr drullupollunum þegar nóg var komið, og vera vak- andi yfir því að ég færi ekki að leika mér á fleka í fjörunni fyrir neðan fiskhúsin hans afa ef það var að falla frá. Þakka þér fyrir öll bréfin sem þú sendir mér þegar þú varst í Norður- sjónum með Gísla frænda á Jóni Finnssyni. Mér fannst þú svo stór ÞORSTEINN ÞÓRÐARSON ✝ Þorsteinn Þórð-arson fæddist í Keflavík 15. janúar 1959. Hann varð bráðkvaddur á páskadag, 27. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Þórður Guðmunds- son frá Stóru-Borg í Vestur-Húnavatns- sýslu, f. 28. janúar 1934, og Helga Jó- hanna Þosteinsdótt- ir, frá Reynistað í Garði, f. 14. febrúar 1942, d. 7. október 2003. Systkini Þorsteins eru Hafþór Þórðarson, f. 21. apríl 1961, Kristín Sigríður Þórðar- dóttir, f. 1. mars 1964, og Ólafur Þór Þórðarson, f. 7. desember 1970. Þorsteinn ólst upp í Garði og bjó þar alla tíð. Hann stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri og útskrifaðist frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1979. Útför Þorsteins fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þegar þú komst heim fyrsta haustið færandi mér fyrsta úrið sem ég eignaðist. Samt varstu bara 15 ára. Úrið er hætt að ganga en ég á það ennþá. Seinna þegar við urðum eldri slepptir þú ekki takinu á mér, litlu systur, og þakka þér fyrir það. Þú hélst áfram af koma mér upp úr pollunum og passa mig á útstreym- inu sem ég vel að kalla því nafni þegar ég hef mætt mótlæti í lífinu. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Þær voru margar. Það þurfti ekki mikið til þess að við gætum hlegið saman út í hið óendanlega. Þegar þú tókst þátt í því með for- eldrum okkar og bræðrum að gefa mér útborgun í íbúð fannst mér eins og að ég fengi nýja hrífu sem ég yrði að læra að raka með og njóta. Ég vil trúa því að þú sért hjá mömmu og að þú vakir yfir okkur með henni. Dætur mínar sakna þín en telja sig heppnar að hafa fengið að kynn- ast þér því alltaf varstu til staðar fyrir þær. Þakka þér fyrir börnin mín. Nú er eins komið fyrir þér og úrinu góða sem þú gafst mér. Lífs- klukka þín er hætt að ganga en ég á alltaf minningu um stóran góðan bróður. Þökk fyrir allt og allt. Kristín S. Þórðardóttir. Það dimmdi yfir á sólbjörtum páskadegi þegar fjölskyldan fékk þá frétt að Þorsteinn systursonur minn hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu fyrr um daginn. Ég man svo vel daginn sem fyrsta barnabarn for- eldra minna fæddist og hve gleðin var mikil. Stór og fallegur strákur og fékk nafn Þorsteins afa síns. Steini líktist pabba líka á margan hátt og voru þeir alla tíð miklir vinir. Oftar en ekki rölti Steini yfir til afa síns og ömmu þegar hann kom af sjónum, færði þeim soðningu handa kettinum Brandi og yfir kaffisopa þáði hann hollráð gamalreynds sjómanns. Eftir að pabbi dó fjölluðu kannski spjallstundirnar með ömmu og kisa um eitthvað annað, en margar nota- legar stundir áttu þau saman og minnist mamma þeirra með söknuði og þakklæti í huga. Böndin milli þeirra voru alla tíð mjög traust og einlæg. Steini varð sem ungur maður fyrir þungum raunum, sem fáa hendir og sársaukinn sem þeim fylgdi var í hjarta hans og huga alla tíð. Hann var dulur og talaði ekki mikið um líð- an sína, en lífsreynslan setti mark sitt á hann og átti efalaust sinn þátt í því að hjarta hans var orðið veikt. Þó var alltaf stutt í brosið og stríðnina þótt alvaran lægi í augunum. Steini var búinn miklum mann- kostum og er mér þar efst í huga þrautseigja, æðruleysi, kjarkur og dugnaður, enda gerði hann sjó- mennsku og skipsstjórn að sínu ævi- starfi og nutu þessir góðu kostir hans sín vel þar. Góður námsmaður var hann og fróðleiksfús. Hann var traustur og góður félagi, vinur og fjölskyldumaður. Hann reisti sér hús gegnt heimili foreldra sinna og var fjölskyldan mjög samhent og stóð ávallt þétt saman í sorg jafnt sem gleði. Það er aðeins rúmt ár síðan móðir hans lést eftir áralöng veikindi og er því áfallið ef til vill enn meira fyrir föður hans og systkini, sem nú missa aftur kæran ástvin. Það er sárt að þurfa að sætta sig við ótímabæran dauða þess sem maður elskar, en við hljótum að lúta vilja þess er öllu ræður og treysta því að góður tilgangur sé með öllum hans gerðum. Við kveðjum góðan dreng og þökkum fyrir samveruna, en í hug- anum eru fallegar myndir og við minnumst Steina frænda með virð- ingu og söknuði. Er syrtir lífs á leiðum oss löngum brestur mátt. Á voðans vegi breiðum oss verður ráðafátt. Allt sýnist vera að sökkva og sólar hverfa lönd, en yfir djúpið dökkva þá Drottinn réttir hönd. (Valdemar V. Snævarr.) Elsku Þórður, Hafþór, Stína og Óli, mamma, systkinabörnin og aðr- ir í fjölskyldunni, Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi í sorginni. Unnur og fjölskylda. Mig langar að minnast frænda míns Þorsteins Þórðarsonar eða Steina eins og við kölluðum hann ávallt. Við Steini vorum frændsystk- ini og gátum varla verið skyldari þar sem mæður okkar voru systur og feður okkar bræður. Við ólumst upp nánast á sömu torfunni og vorum mikið saman í leik og starfi alla okk- ar barnæsku og unglingsár. Við lék- um okkur saman í móanum í bílaleik þar sem vegir voru lagðir um allt og margir kofar byggðir bæði í trön- unum og annars staðar á landar- eigninni hans afa. Við Steini vorum saman í bekk allan grunnskólann og einhvern veginn leit ég alltaf upp til hans þar sem hann var mikill náms- maður og oftast með 9 eða 10 á öllum prófum. Ég man sérstaklega eftir því að einu sinni fékk ég hærra en hann í landafræði og hljóp ég eins og fætur toguðu til ömmu svo ég gæti sýnt henni að ég hefði verið hærri en Steini. Samt var nú aldrei neinn metingur í okkur, þetta var bara svona og lét ég mér það lynda að hann fékk t.d. að vera á hausingavél- inni þegar við vorum í aðgerð niðri í fiskhúsi hjá afa en ég þurfti að kútta. Hugur Steina stefndi fljótt á sjó- inn og vorið sem við fermdumst fór hann í Norðursjóinn að veiða loðnu. Þegar líða fór að bílprófsaldrinum var spenningurinn orðinn mikill því Steini var búinn að kaupa sér Bronco-jeppa áður en hann fékk prófið. Þótt hann væri orðinn 17 ára bauð hann enn frænku sinni að koma með hvort sem það var á rúnt- inn eða í Þórsmörk og fórum við í margar eftirminnilegar ferðir. Eftir landspróf fór Steini í Stýrimanna- skólann því sjómennskan var það sem hann vildi leggja fyrir sig. Þó að við værum orðin fullorðin áttum við alltaf samverustundir því hann kom oft í heimsókn þegar hann var í landi og var þá margt rætt. Við seldum hvort öðru bíla við eldhúsborðið og völdum efni í gardínur í húsið hans sem ég saumaði síðan. Steini hafði reyndar áhyggjur af því að bíllinn sem hann seldi okkur í skiptum fyrir jeppann sem hann var svo ánægður með væri svo ljótur að ég gæti ekki látið sjá mig á honum enda var hann frekar ljótur, appelsínugulur gamall Volvo. Ég og dætur mínar Sigga, Sigrún og Íris viljum að lokum þakka fyrir að hafa átt þig sem tryggan og góð- an frænda sem alltaf var gott að leita til hvort sem það var í gleði eða sorg. Ólöf Kristín. Elsku Steini. Nú er komið að kveðjustund. Hver hefði hugsað sér að þinn tími væri kominn og að lífs- göngu þinni væri lokið? Við áttum margar góðar samverustundir í gegnum árin og þökkum þér kær- lega fyrir þær og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú hugsaðir vel um okk- ur, þau ár sem við bjuggum saman. Við systurnar voru stelpurnar þínar og verðum alltaf. Þó svo samverustundunum hafi fækkað síðustu ár þá leiddum við alltaf hugann annað slagið í Garðinn og þá til þín á Gauksstaðaveginn. Við vitum líka að þú hugsaðir hlýtt til okkar. Þó þú hafir ekki alltaf hringt beint í okkur, þá voru símtöl- in til Svövu ömmu regluleg, þar sem þú spurðir frétta af okkur. Við mun- um ætíð geyma minninguna um þig í hjörtum okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.