Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 35 MINNINGAR að, það var alltaf Gunni minn og Ingibjörg mín á hverju sem gekk. Segja má að þú hafir kvatt þetta líf af sömu prúðmennsku og nærgætni og allt annað, þú sofnaðir við hliðina á honum Gunna þínum og vaknaðir ekki aftur. Þrátt fyrir að þetta séu lokaorð okkar til þín, kæra vinkona, þá eig- um við oft eftir að minnast þín og þú átt eftir að verða með okkur í hug og hjarta í framtíðinni. Við skulum passa hann Gunna þinn fyrir þig og styðja hann og styrkja eins vel og við getum. Elsku Ingibjörg með hlýhug og innilegu þakklæti kveðjum við þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, Þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Gunni, Einar, Sigurður og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Sigurlaug og Hörður. Elsku Gunnar, Jóhanna, Guðrún, Katrín, Einar, Sigurður og fjöl- skyldur. ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Vil ég kveðja Ingibjörgu með þessu ljóði: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Birgitta Helgadóttir. Elsku hjartkæra vinkona mín. Þetta er virkilega erfitt, að reyna að kveðja þig með skrifuðum orðum, en ég verð að reyna. Það er svo erf- itt að trúa að þú sért virkilega farin fyrir fullt og allt. Við spjölluðum saman eiginlega á hverjum degi og stundum oft á dag um allt milli him- ins og jarðar. Það er svo erfitt að trúa að þú sért farin þó að við ættum báðar von á því en það er sama hvað mað- ur er undirbúinn undir hlutina, maður vonar alltaf að það lagist og allt batni en það gerðist svo sann- arlega ekki núna. Þú barðist við tvo illvíga sjúkdóma, þ.e. krabbamein og Bakkus og það er svo sárt til þess að vita vegna þess að þú varst svo yndisleg vinkona. Þá sjaldan við rifumst þá var það út af einhverju bjánalegu og eftir tvær til þrjár mín. hringdum við aftur og spurð- um: „Ertu ennþá í fýlu?“ og svo hlógum við. Mikið á ég eftir að sakna þess að tala við þig, lambið mitt, og nú segir þú: „Sömuleiðis, rollan mín,“ og hlærð. Ég man alltaf þegar ég kom til þín og sagði þér að dóttir mín ætti von á stelpu og var með uppskrift að húfutrefli og vettlingum og garn og prjóna sagði þér að láta hendur standa fram úr ermum og það gerð- ir þú svo sannarlega, tvennt. Af hverju? Það dugði ekkert minna. Svona varst þú. Þegar einhver átti bágt þá varstu tilbúin, en að hugsa um sjálfa þig, það var út úr öllu korti. Alltaf var stutt í hláturinn hjá þér enda smitaðir þú mig oft af hlátri þó að ég hefði sagt brandarann og ekki fattað hvað hann var fyndinn. Æ, þetta er bara svona, mín kæra, við vorum á sömu bylgjulengd svona oftast. Ég get ekki annað en dáðst að Gunna, manninum þínum, hvað hann var yndislegur við þig og alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Þú varst heppin að fá hann inn í þitt líf, alltaf var hann að elda steik eða matbúa eitthvað flott fyrir þig þegar hann var í landi. Ég held að vandfundinn sé annar eins maður og hann er og hvað hann saknar þín sárt núna. Þú áttir tvo syni sem þú varst allt- af að hreykja þér af og eitt ömmu- barn, hann litla Alexander. Svo áttir þú þrjár stjúpdætur sem allar dýrk- uðu þig og sakna þín mikið. En elsku vinkona, þá veit ég að þér líður betur núna, laus við allar þjáningar og þótt ég hafi reynt allt til að hjálpa þér og svo margir aðrir þá vildir þú ekki hlusta, svo nú hefur þú fundið friðinn, mín kæra vinkona. Ég veit að það er tekið vel á móti þér á himnum og við hittumst þar og þú tekur vel á móti mér. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég má ekki vera eigingjörn og verð að hugsa vel til þín, elsku stelpan mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem á átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gunni og fjölskylda Ingi- bjargar. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð veri með ykkur öllum. Ásta Hannesdóttir og fjölskylda. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. (V. Briem.) Ættingjum og vinum Steina send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styðja við bak- ið á þeim á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Steini. Gréta, Ólöf Sandra og Hildur Bára. Síminn minn hringdi 28. mars og var mér sagt að hann Steini minn væri dáinn. Ég trúði varla mínum eigin eyrum, þetta gat ekki verið rétt en því miður var þetta rétt, hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. mars, á páskadag. Elsku Steini minn, sár er söknuðurinn að fá aldrei að sjá þig, ekki heyra sím- ann hringja eða fá sms frá þér. Því miður sinnaðist okkur í fyrra haust en sem betur fer náðum við aftur okkar vinskap seinna um haustið og var þá eins og ekkert hefði í skorist. Ég var ósanngjörn við þig en allt þetta lagaðist aftur. Það er skammt stóra högga á milli, hún mamma þín dó fyrir tveimur árum og reyndist þér það mjög erfitt og fór mikið í gegnum huga þinn þá. Elsku Steini minn, þú varst sá óeigingjarnasti maður sem ég hef kynnst yfir mína ævi, þú passaðir alltaf að öllum liði vel og að fólk væri sátt við guð og menn og ef allir væru nú eins og þú varst væri heimurinn ekki eins og hann er í dag. Ég veit að þú ert kominn á betri stað og að margir hafa tekið á móti þér, Steini minn. Þegar ég slasaðist úti í Englandi komst þú út til mín og sast þar með móður minni á meðan ég var með- vitundarlaus í fimm vikur og þegar ég vaknaði voruð það þú og móðir mín sem ég sá. Ég var víst alltaf að fikta í flís- peysunni þinni því að hana þekkti ég. Ástarþakkir fyrir allan þann stuðning og stuðninginn við að hjálpa mér að átta mig á lífinu í dag. Við áttum yndislegt símtal kvöldið áður en þú fórst og töluðum við sam- an í tæpa tvo klukkutíma og hlógum mikið, við töluðum um allt milli him- ins og jarðar og hafðir þú orð á því að við værum eins og gömul hjón sem gætu ekki hvort án annars verið. Þú hafðir áhyggjur af ýmsum mál- um sem ég sagði að myndu öll bjarg- ast. Elsku Steini minn, þú hlakkaðir svo mikið til að borða mat með fjöl- skyldunni þinni á páskadagskvöld og að þið mynduð öll hittast. Það var oft mjög gaman að heyra í þér og Stínu systur þinni, þið voruð svo miklir grallarar og hlóguð mikið saman. Elsku Steini minn, þú varst mjög barnelskur maður og hændust börn mikið að þér. Þú reyndist syni mín- um miklu betur en faðir og þegar þú komst fyrir jólin með jólagjafir handa okkur montaði Eiríkur sonur minn sig mikið af gjöfinni sem þú gafst honum sem var þungarokks geisladiskur og sagði hann við vini sína. Getiði hver gaf mér þetta? Það var sko hann Steini sem gaf mér þetta. Og vitið þið hvað hann er gam- all? Hann er 45 ára gamall! Ég á margar góðar gjafir frá þér, Steini minn, t.d. gullhring sem ég kem til með að varðveita mjög vel, enda smekkmaður þar á ferð. Elsku hjartans Steini minn, hjart- ans þakkir fyrir að fá að ganga lífsins veg með þér og ekki síður að fá að eiga þig sem vin. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og þú veist það örugg- lega nú þegar. Það var þér kappsmál að fá að hafa hana Stínu systur þína og dæt- ur hennar sem næst þér og þú varðst svo glaður þegar hún flutti í Keflavík og það var alveg yndislegt að sjá hvað var mikill systkinakærleikur ykkar á milli. Ég og sonur minn sendum pabba hans Steina, systkinum hans, ömmu og systkinabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, því að sár er söknuður ykkar. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður alltof fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okk- ur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd. Hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einmana ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifuna, ég reyndar sé þig alls staðar; þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Hvíldu í friði, kæri vinur, Þín vinkona, Sigríður Ríkey og sonur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, EINÞÓRS JÓHANNSSONAR bifreiðarstjóra, Heiðarvegi 8, Reyðarfirði. Hildur Sæbjörnsdóttir, Ásta Einþórsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Svanborg Einþórsdóttir, Hafdís Einþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR TORFASON HJALTALÍN, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minn- ingarsjóð sjómannadagsins. Vilborg G. Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson, Hrefna Jónsdóttir, Ingibjörg Ó. Hjaltalín, Þórður H. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU GUÐRÚNAR JÚLÍUSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Birkihlíðar og Lerkihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Indriði Geirsson, Anita Henriksen, Sigrún Geirsdóttir, Ragnar Gunnþórsson, Jóhann Geirsson, Kristín Inga Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, RAGNA GESTSDÓTTIR, áður til heimilis á Lindasíðu 2, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík að kvöldi þriðjudagsins 5. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Eggert Davíðsson, Hólmfríður Davíðsdóttir, Kristján Davíðsson, Lísbet Davíðsdóttir, Gestur Ragnar Davíðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, K. HARTMANNS ANTONSSONAR, Vallholti 36, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima á Selfossi fyrir frábæra umönnun og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Skúli Hartmannsson, Elísabet H. Guðmundsdóttir, Ásbjörn Hartmannsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Pétur H. Hartmannsson, Jórunn Elsa Ingimundardóttir, Anton S. Hartmannsson, Ragnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.