Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 39 MINNINGAR Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur og ekki lengur lasinn á spítalanum. Mér finnst allt breytt eftir að þú fórst frá okkur. En nú ertu kominn í himnaríki til Guðs og ömmu Estherar. Mig langar að senda þér smá kveðjubréf. Ég man þegar ég og fimm aðrir krakkar úr bekknum mínum kom- um til þín á meðan við biðum eftir að komast í sund, því þú áttir heima svo nálægt skólanum. Þú bauðst okkur upp á mjólk og kex, öllum hópnum, á meðan við spjölluðum saman. Það var svo gaman hjá þér að við gleymdum okkur og misstum af rútunni sem átti að keyra okkur í sundið. En þá var nú gott að eiga besta afa í heimi, þú skutlaðir okkur bara í sundið eins og ekkert væri. Ég man líka hvað það var gaman að æfa hjá þér á flygilinn hennar ömmu og þér fannst svo gaman að hlusta á mig spila. Svo fékk ég líka alltaf mjólk og kex og við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum saman um heima og geima. Ég man þegar ég hjólaði ein uppá spítala til að heimsækja þig og þú varst sofandi þegar ég kom. Þá hringdi ég í mömmu til að spyrja hvort ég mætti vekja þig og hún sagði að það væri í góðu lagi. Við töluðum saman dágóða stund, það var nú gaman. Ég man líka þegar þú varst alltaf með okkur á jól- unum. Það var svo gott að hafa þig með á þessum helga tíma. Elsku afi, nú er þetta kveðjubréf á enda. Guð geymi þig og veri með þér. Ég vona að þú passir mig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Þín Esther litla Jóns. Elsku afi, við söknum þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Rakel og Ari Freyr. aðfangadagskvöld hvað þú naust þín mikið nýkominn frá Kanaríeyjum með mömmu og við fórum öll saman í kirkju, borðuðum góðan mat og átt- um saman yndislegt kvöld. Á þeirri stundu voru veikindi þín afar fjarlæg og ég vildi ekki með neinu móti til þess hugsa að ferðin væri senn á enda. Nýja árið var þér mjög þungbært og þá lögðust veikindin þungt á þig, ég hélt samt alltaf, bað og vonaði að þú kæmist yfir þetta eins og svo oft áður og mest þráði ég þó að þú sæir nýja fjölskyldumeðliminn sem ég geng með. Svo varð ekki en þó veit ég að þú fylgist vel með þessum ein- staklingi og okkur öllum og þú ert ánægður með okkur. Ég veit, elsku pabbi, að þú varst langt frá því búinn að ljúka öllu því sem þú ætlaðir þér í þessari jarðvist og ég veit líka að þú situr ekki auð- um höndum annars staðar. Þú ert í góðum höndum núna og færð örugglega tækifæri til að gera það sem þú ætlaðir þér. Það var alveg greinilegt hvað þínar sterku og ein- stöku hliðar skinu í gegnum mál- verkin þín og einn af þínum fjöl- mörgu draumum var að kaupa eyðibýli í ellinni og mála og hafa það gott. Takk fyrir allt sem þú gafst mér í þessu lífi, elsku pabbi, og ég bið þess að Guð varðveiti þig. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir Maríanna.  Fleiri minningargreinar um Bernharð Steingrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Önund- ur S. Björnsson og Þ. Ragnheiður. ✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist á Brekkum í Rangár- þingi-ytra í Rangár- vallasýsu 10. nóvem- ber 1915. Hún lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund að- faranótt 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar Jóhönnu voru Jónína Þorsteinsdóttir frá Berustöðum, f. 9. október 1883, d. 3. maí 1970, og Jón Jónsson frá Hár- laugsstöðum, f. 2. mars 1877, d. 5. janúar 1954. Systkini Jóhönnu voru: Þorgerð- ur, f. 22. apríl 1912, d. 8. maí 2000; Guðrún, f. 14. maí 1913, d. 28. mars 2004; Guðlaug, f. 8. júní 1914, d. 19. ágúst 1994; Þórhallur, f. 4. október 1917, d. 15. september 1929; Þorsteinn, f. 8. október 1918, d. 17. ágúst 1919; Aðalsteinn, f. 22. ágúst 1920, d. 19. mars 2002. Upp- eldisbróðir er Hilmar Bjarnason, f. 23. ágúst. 1930. Jóhanna flutti ásamt foreldrum og systkinum þegar hún var á fyrsta ári að Sumarliðabæ í Ása- hreppi í Rangár- vallasýslu, og þar ólst hún upp. 16. janúar 1943 giftist Jóhanna Steini Guðmundssyni frá Seli í Ásahreppi, f. 29. nóvember 1907, d. 3. september 1970. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík, lengst af í Hólmgarði. Þau eignuðust átta börn, en aðeins sex náðu fullorðins aldri. Þau eru : Erna, f. 1942, Þórhallur, f. 1944, Jónína Sesselja, f. 1948, Guðrún, f. 1951, Guðjón, f. 1955, og Guðlaug, f. 1961. Barnabörnin eru orðin 13 og barnabarnabörnin 10. Útför Jóhönnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku mamma mín, það er svo erf- itt að kveðja þig, sjá þig aldrei aftur eða heyra röddina þína. Svo margar minningar sækja á mig frá því að ég var lítil stelpa og til síðasta dags. Þú varst minn helsti styrkur í lífinu. Það var svo gott að leita til þín þegar eitt- hvað bjátaði á, þú varst svo góð í að koma með nýja sýn á tilveruna þegar mér fannst hún snúast gegn mér. Þú studdir alltaf við bakið á mér, sama hvað ég tók upp á að gera, ég veit að ég hef örugglega oft valdið þér áhyggjum þegar ég var yngri. Ég eignaðist svo mann og börn sem hefðu viljað eiga ömmu eins og þig lengur. Þegar við fluttum til Danmerkur komstu til okkar á hverju sumri þrátt fyrir háan aldur. Það var svo gott að hafa þig hjá okkur, Steinn Freyr og Embla Huld eiga alltaf eftir að minn- ast þess og ég er svo þakklát fyrir þessar stundir af því þaðan eiga þau helstu minningarnar um þig áður en þú fórst á Grund. Það breyttist svo margt þegar þú fórst á Grund. Það var einhvern veg- inn aldrei eins. Þú gast t.d. ekki bakað lengur handa gestum sem þú annars gerðir alltaf og var þér svo mikilvægt. Ömmukleinurnar þínar voru þær bestu í heiminum, þær voru efstar á óskalistanum frá Íslandi þegar ein- hver átti leið til okkar í Danmörku. Það er svo margs að minnast. Þrátt fyrir það skortir mig orð, elsku mamma mín. Bless og takk fyrir allt. Þín Guðlaug. „Það er svona konunglegt hjá þér,“ sagði ungur systursonur minn við Jó- hönnu tengdamóður mína. Hann hafði komið með okkur í heimsókn til hennar og hafði hún tekið á móti hon- um með þeim höfðingsskap sem henni var lagið. Það skipti ekki máli hver átti hlut að máli, allir voru boðnir vel- komnir. Þetta fann barnið. Fáum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem voru eins bóngóðir og hún Jóhanna, það var ekki til það sem hún vildi ekki gera fyrir aðra. Hún fylgdist alla tíð vel með hvað afkomendahópurinn var að gera, gladdist yfir hverju barni sem fæddist og var stolt af sínum stóra hópi. Hún var einstaklega vandvirk, þess bar handavinnan hennar og heimili vitni. Hún var listakokkur, jafnvíg á gömlu þjóðlegu réttina og það nýjasta, bakaði bestu flatkökur og kleinur sem ég hef smakkað og alltaf að prófa nýjar uppskriftir. Ekki má gleyma sláturgerðinni. Hún kom á hverju hausti og fannst lítið mál, mið- að við í gamla daga þegar þurfti að kalóna vambirnar. Saumaði tíu vamb- ir meðan tengdadóttirin bróderaði tvær. Við Guðjón vorum rétt um tví- tugt þegar við hófum búskap. Ég held að henni hafi nú fundist heldur mikill asi á okkur unga fólkinu og hefði al- veg getað hugsað sér að hafa dreng- inn lengur heima. Í dag get ég alveg ímyndað mér hvernig henni leið. Þeg- ar maður er kominn með börn á sama aldri og við vorum þá þarf að setjast á hendurnar og bíta í tungu til að skipta sér ekki af. Aldrei í þau þrjátíu ár sem við áttum samleið man ég eftir af- skiptasemi af hennar hálfu, það er til eftirbreytni. Við lærðum að þekkja, virða og bera væntumþykju hvor til annarrar. Þegar ég kvaddi hana síð- ast, laugardaginn fyrir páska, þá sagði ég: „Við sjáumst,“ og hún svar- aði: „Það vona ég svo sannarlega.“ Það verður ekki hérna megin, hinum megin er nú fagnað trúi ég. Við sem eftir lifum yljum okkur við góðar minningar sem við eigum um góða og umhyggjusama mömmu, ömmu og tengdamömmu. Hvíl í friði, Jóhanna mín. Þín tengdadóttir Sigríður Marteinsdóttir. Elsku amma mín. Það er svo sárt að sakna en jafnframt svo þakklátt að geta litið til baka á allar þær yndis- legu ömmustundir sem ég hef átt með þér. Kleinur og flatkökur koma upp í hugann, þér fannst alltaf svo mikil- vægt að gefa eitthvað með kaffinu. Það skipti auðvitað engu þó að ég reyndi að segja þér að ég væri ekki illa haldin. Þú hefur verið mér góð fyrirmynd. Þú varst alltaf mjög vinnusöm og eftir liggja ófá handavinnuverkin sem sanna það, þú varst alltaf með eitt- hvað í höndunum. Þú sýndir námi mínu mikinn áhuga og varst hvetjandi í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst alltaf bjartsýn og létt í lund. Mér fannst alltaf jafn gott að heim- sækja þig, fá knús og spjalla um allt milli himins og jarðar. Síðan sakaði ekki að fá sér „bjútíblund“ uppi í sófa svona rétt til að hlaða batteríin. Ég minnist þess þegar ég var á fullu í fimleikunum og þú varst að segja mér að dansinn og liðleikann hefði ég frá þér þar sem þú hefðir allt- af verið mikið fyrir leikfimi. Í einu boðinu vippaðirðu þér í splitt á miðju stofugólfinu í Hólmgarðinum og sýndir fram á að þetta gætirðu enn. Já, þú varst sko engin venjuleg amma. Þú varst kraftmikill dugnaðar- forkur með gullhjarta, þitt hlýja, já- kvæða og góða viðmót yljaði mér allt- af um hjartarætur þegar ég hitti til þig. Fyrir rúmu ári kom Rakel María mín í heiminn svo að nú vorum við, ásamt mömmu orðnar fjórir ættliðir í beinan kvenlegg, já, það er nú ekkert smáræði. Ég man hvað ég var stolt að sýna þér hana og ég var líka svo ánægð að sjá ykkur ná vel saman. Síðustu jól sungum við öll og döns- uðum við jólatréð heima hjá mömmu, það var ótrúlegt hvað þú mundir af gömlu jólalögunum og allar hreyfing- arnar með. Þetta var falleg stund sem ég mun alltaf geyma í hjartastað. Elsku besta amma mín, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig en ég er sannfærð um að þú vakir yfir okkur og verndar. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í mínu hjarta. Ég er afar þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég vona að þú getir verið stolt af mér og mínum þaðan sem þú fylgist með mér í framtíðinni. Elsku amma mín, megi allir engl- arnir á himninum vernda þig. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín (Spámaðurinn.) Knús og kossar. Þín ömmustelpa, Jóhanna Rósa Ágústsdóttir. Gott er að hafa létta lund, ljúfur eðlisþáttur; geta að lokum guðs á fund, gengið alveg sáttur. Elsku amma, þessi vísa var í ask- inum sem þú gafst mér. Ég veit ekki af hverju þú skrifaðir hana niður og geymdir. Kannski segir hún okkur eitthvað. Nú ert þú komin til afa, og systkina þinna. Oft töluðum við sam- an um draumana okkar og ýmislegt sem við töldum okkur sjá en aðra ekki. Mér er minnisstætt þegar ég var 18 ára og fór með þér í kirkju- garðinn að leiðinu hans afa. Þegar við komum heim vorum við sammála um að við hefðum ekki verið einar við leiðið, það hefði einhver verið með okkur. Einnig ræddum við nú ýmis- legt þegar við vorum að ganga saman um hagana heima í Sumarliðabæ. Þú sagðir mér frá því hvernig var að alast upp í sveitinni þegar þú varst lítil og fræddir mig um örnefnin á landar- eigninni og hvað blómin í haganum hétu. Alltaf var gott að koma og vera hjá þér. Þú passaðir mig á daginn þar til ég var fjögurra ára. Þegar ég var ung- lingur var ég hjá þér nokkur sumur. Þá kenndir þú mér ýmislegt eins og t.d. hvað það er gott að fara í sund á morgnana. Einnig á ég fullt af góðum minningum frá því þegar ég fékk að vera hjá þér í sumarbústaðnum á Ból- stað. Svo gerði ég þig að langömmu þeg- ar Andrea fæddist. Ég held að þér hafi fundist skrítið að vera orðin langamma. Þú sagðir: „Hingað til hef ég ekki verið talin löng,“ svo Andrea kallaði þig frekar ömmu en lang- ömmu. En svo komu fleiri langömmu- börn og þá vandist þú því að vera orð- in langamma. Aldrei kom neinn að tómu húsi hjá þér. Þú áttir alltaf til eitthvað gott eins og kleinurnar og flatkökurnar. Mér er mjög minnisstætt þegar ég og börnin mín komum í heimsókn til þín í desember síðastliðnum. Þér fannst þú ekkert eiga til að bjóða, svo við fórum saman út í búð. Börnin fengu að velja sér kökur, kex og ís. Þegar kræsing- arnar voru borðaðar veit ég ekki hver naut sín best, börnin að borða eða þú. Í dag kveð ég þig, en á minningar um góða ömmu sem alltaf var hægt að leita til. Jóhanna Þórhallsdóttir. Hún amma í Hólmgarði eins og við kölluðum hanna alltaf er dáin og við það rifjast upp margar góðar minn- ingar. Ég man hversu gott var að koma til hennar, hún tók manni alltaf opnum örmum, og það var eins gott að hafa góða matarlyst því kræsingarnar og góðgætið sem hún bar fyrir mann voru sko ekkert smáræði. Ég man að fyrstu kynni mín af tón- listarmanninum Vilhjálmi Vilhjálms- syni, einum af mínum uppáhaldstón- listarmönnum, urðu einmitt heima hjá ömmu og ég man að ég sat á gólf- inu og söng hástöfum með öllum lög- unum á plötunni sem hún átti með honum. Ég man þegar ég fór að stunda kórstarf í Langholtskirkju þá var ég tíður gestur hjá henni og hún var alltaf að elda eitthvað nýtt og spennandi fyrir mig til að leyfa mér að prófa og eru þessar stundir ógleym- anlegar. Og talandi um söng þá var hún ekkert lítið montin þegar ég fór að læra söng og hún kom að hlusta á mig syngja, ég man hvað hún talaði oft um það og spurði mig alltaf út í sönginn og sýndi honum svo mikinn áhuga. Ég man líka hvað henni þótti gaman að tala um þegar hún var lítil í sveitinni og hvað mér fannst gaman að hlusta. Við gátum setið lengi lengi og talað um gamla daga, og ég man hvað hún ljómaði alltaf í framan þegar hún var að segja frá, og þreyttist aldr- ei á því. Amma er farin og skilur eftir stórt gat í sálu minni en ég reyni að hugsa jákvætt og fylla gatið með yndisleg- um minningum um yndislega konu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, Ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. (Kolbeinn Tumason.) Erna Hlín. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur og eftir standa ótal minningar. Efst í huga mér er þegar þú komst í sumarbústaðinn í Sumarliðabæ oftast í fylgd með Ernu. Þá vaknaði ég eld- snemma og beið eftir því að ég mætti fara til þín og fá cocoa puffs. Eins fór- um við í göngutúra um hagana og þá fræddir þú mig um örnefnin í sveit- inni og nöfn á blómum og grösum sem urðu á vegi okkar. Þegar við fjöl- skyldan í Sumarliðabæ fórum til Reykjavíkur var oftast fyrsti við- komustaður í Hólmgarðinum hjá þér og þú bauðst okkur krökkunum upp á pylsur og ís á eftir sem var uppá- haldsmaturinn minn lengi vel. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur kom ég oftar til þín, alltaf var hlaðborð hjá þér, þar á meðal flatkökur, kleinur og kanilsnúðar sem þú bakaðir sjálf. Í þessum heimsóknum mínum ræddum við um margt, þar á meðal breyting- arnar í þjóðfélaginu, sem þú hafðir upplifað. Þú hafðir oft á orði við mig að tímarnir máttu breytast en þér fannst þeir hafa breyst of mikið. Þú sagðir mér einnig frá því hvernig var að alast upp í sveit þegar þú varst barn og þessar frásagnir fannst mér ákaflega skemmtilegar því sjálf er ég alin upp á sama sveitabæ og þú. En nú ertu komin til afa og systk- ina þinna og ég veit að þér líður vel hjá þeim. Ég þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem ég mun ávallt geyma vel í huga mínum. Guðrún Þórhallsdóttir. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jóhönnu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Kristín, Rakel María Ós- mann Jónsdóttir, Sólbjört og Hjördís Hilmarsdætur og Klara Andrésdóttir. Smáauglýsingar 569 1111 Ferðalög Ef þig vantar gistingu í Frankfurt, Þýskalandi, kíktu þá www.appartement-1-frankfurt.de Geymið auglýsinguna Nudd Nuddstofan Klapparstíg 25-27 býður: Verkja/vöðvabólgumeðferð - Bowen tækni - Slökunarnudd - Rolfing - Svæðanudd - Reikiheil- un - Pólun og fl. Sími 561 7080 og 893 5480. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í s. 896 9629. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Smáauglýsingar sími 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.