Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Eskifjörður | Eskja bauð starfs- mönnum sínum á námskeið um lagningu hitaveitu í hús í vikunni, en um þessar mundir er verið að koma í gagnið nýrri hitaveitu á Eskifirði. Svo skemmtilega vildi til að það var einmitt sá er ritar þáttinn Lagnafréttir í Fasteignablað Morg- unblaðsins, Sigurður Grétar Guð- mundsson pípulagningameistari og ráðgjafi hjá Verkvangi ehf., sem tók að sér að vera leiðbeinandi á nám- skeiðinu. „Eskfirðingar voru svo stál- heppnir að koma niður á heitt vatn við borun svo að nú er hitaveitulögn hafin um þorpið. Hraðfrystihúsið Eskja, sem er langstærsti atvinnu- veitandinn á Eskifirði, vildi upp- fræða sitt starfsfólk um hvað er í vændum við það að taka inn hita- veitu og ákvað því að fá austur mann með þá þekkingu. Ég kenndi fólkinu að taka hitaveituna inn í húsin. Þetta er mjög merkilegt mál að fyrirtæki eins og Eskja skuli halda svona námskeið fyrir sína starfsmenn,“ sagði Sigurður Grétar. Ofnar og lagnir, hitakerfi í ný hús, efnisval við endurnýjun, þrýstingur og orkunýting og jafnvægisstilling hitakerfa var meðal þess sem tekið var fyrir á námskeiðinu. Halla Ósk- arsdóttir, skrifstofu- og starfs- mannastjóri hjá Eskju, segir að einn sjómanna fyrirtækisins hafi komið með hugmyndina. „Nám- skeiðið var í upphafi ekki síst ætlað sjómönnunum, en bátarnir sigldu hins vegar út sl. föstudagskvöld þannig að við reynum sjálfsagt að koma þessu á aftur. Eskja hefur staðið að fjöldanum öllum af nám- skeiðum fyrir starfsmenn sína und- anfarið og er það þeim að kostn- aðarlausu. Þau eru á vegum Menntasmiðju Eskju og IMG und- irbýr námskeiðin fyrir okkur. Á döf- inni fram til vors eru námskeiðin Jeppar, akstur um hálendi Íslands, Náðu meiri árangri í matargerð, Undirbúningur fyrir styttri og lengri gönguferðir og grunnnám- skeið í golfi.“ Halla segir almennan áhuga á námskeiðunum, en aðsóknin mætti þó vera meiri. „Starfsmönnum hef- ur fækkað hjá okkur, þetta eru mik- ið sjómenn sem eiga erfitt með að komast. Svo eru vaktir í bræðslunni og mikið af fólkinu í frystihúsinu er útlendingar, sem koma ekki nema helst á matreiðslunámskeið.“ Hjá Eskju starfa nú um 130 manns. Höfundur Lagnafrétta fræðir starfsmenn Eskju um lagnamál Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Kennt á hitaveituinntakið Sigurður Grétar Guðmundsson fræðir starfs- menn hjá Eskju um að hverju þarf að huga þegar hitaveita er tekin í hús. Lærðu að taka hitaveitu í hús sín Námshestar | Nemendur Verk- menntaskóla Austurlands í Fjarða- byggð á námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum eru að ljúka sínu fyrsta námsári vorið 2005. Tutt- ugu og sex nemendur stunda nám á brautinni og dreifast þeir á milli náms fyrir skólaliða, stuðningsfulltrúa og leiðbeinenda í leikskólum. Kennslan fer einvörðungu fram með fjar- fundabúnaði og kennt er til fimm staða á Austurlandi, þ.e. Hafnar, Djúpavogs, Neskaupstaðar, Egils- staða og Vopnafjarðar. Þá eru tvær staðbundnar lotur á hverri önn þar sem nemendur og kennarar hittast. Ljósmynd/VA MINNSTAÐUR AUSTURLAND Útivistarráðstefna | Ráðstefna sem ber heitið Útivist og heilbrigt líferni, verður haldin í Freysnesi í Öræfum dagana 5.–7. maí nk. Ráð- stefnan er á vegum umhverfisráðu- neytisins og Norðurlandaráðs, en Landvernd sér um undirbúning hennar. Á vefnum hornafjordur.is segir að á ráðstefnunni verði margt góðra gesta sem mikið láti sig varða þjóðgarða, útivistarsvæði og hvernig fólk getur hlúð að og notið þessara staða og um leið byggt upp eigið heil- brigði með umgengni við náttúruna. Meðal þeirra sem verða með fyrir- lestra á ráðstefnunni eru Anna Sig- ríður Þórðardóttir umhverfisráð- herra, Vigdís Finnbogadóttir, Jack D. Ives og Roger Croft frá Skot- landi, báðir miklir Skaftafellsunn- endur. Um eitt hundrað manns munu sitja ráðstefnuna og þar af eru 70–80 erlendir gestir víða að. Ragnar Frank þjóðgarðsvörður mun fara með ráðstefnugesti í stutta kynning- arferð um Skaftafell og nágrenni. Til stóð að halda þessa ráðstefnu sl. haust í tilefni af stækkun þjóðgarðs- ins en sökum mikils undirbúnings var henni frestað þar til nú. Ingibjörg Friðjónsdóttir sölu-stjóri hjá Epal, er ein af þeimsem þekkt er fyrir góðar mat-arveislur meðal ættmenna og vina. Hún segist gjarna bjóða upp á kjúkling svona einu sinni til tvisvar í viku. „Ég er frekar með kjúklinga- bringur heldur en heilan kjúkling,“ segir hún. „Kjúklingur er mjög vin- sæll hjá fjölskyldunni og ég á nokkr- ar uppskriftir sem ég býð uppá til til- breytingar. Stundum set ég bringurnar í pestó eða marinera í balsamic en þessi uppskrift sem ég læt fylgja er frískandi, einföld, góð en umfram allt fljótleg hvort sem er fyrir heimilisfólkið eða þegar von er á gestum. Hálfgert salat en samt full- komin máltíð með góðu brauði og Chardonnay hvítvíni til hátíð- arbrigða, annars stendur nú íslenska vatnið alltaf fyrir sínu.“ Einfaldur og fljótlegur kjúklingur Fyrir 4 4 stórar kjúklingabringur 2 pokar klettasalatblanda 1 rauðlaukur í fínum sneiðum Fetaostur (eftir smekk) ristaðar furuhnetur 1 box jarðarber Eðalkrydd frá Pottagöldrum Sker bringurnar í strimla, steiki í ólífuolíu (extra virgin), krydda með eðalkryddi. Blanda öllu saman. Ber fram með brauði og dressingu úr Balsamic ediki og hlynsýrópi (smakka til) Ofnbakaðir kjúklingar í sósum Særún Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri hjá Blindrafélaginu, notar kjúkling mikið í sína matargerð enda segir hún hann léttan í maga og með hon- um sé hægt að gera ýmsar mat- reiðslutilraunir. Særún komst fyrir nokkrum árum yfir mjög einfalda uppskrift af kjúklingabringum, sem inniheldur bæði mango chutney og karrí. Sá réttur hafi mikið verið eld- aður á hennar heimili og falli alltaf gestum í geð. Hinn rétturinn, sem Særún gefur uppskrift að, er líka ein- faldur og góður, en í hann notar hún heila kjúklinga, sem hún hlutar niður og notar sveppi, lauk og tómatsósu í sósuna. Bringur í mango chutney-sósu 6–8 kjúklingabringur (má vera bitar) 1 krukka Mango chutney (350g) 1–2 msk karrí ½ lítri matreiðslurjómi salt, pipar og olía til steikingar: Bringurnar eru snöggsteiktar í ol- íu á pönnu og þær settar í eldfast mót. Þar eru bringurnar kryddaðar með salti og pipar. Síðan er Mango chutney, karrí og matreiðslurjóm- anum blandað saman í skál og hellt yfir bringurnar. Hægt er að gera réttinn sterkari með því að bæta meira karrí út í. Þessu er síðan skellt inn í ofn við 175°C hita og látið vera þar í um það bil 25–30 mín. eða þar til kjötið er eldað í gegn. Sem meðlæti er gott að hafa soðin hrísgrjón, hrásalat og hvítlauks- brauð. Kjúklingabitar með tómatívafi 1–2 kjúklingar hlutaðir í bita og kryddaðir með salti og pipar. Steiktir á pönnu og settir í eldfast mót. Sveppir og laukur brytj- aður og steiktir aðeins á pönnunni og sett yfir kjúk- lingabitana. Þá er 2–3 msk af tóm- atsósu blandað saman við einn pela af rjóma og þessu hellt yfir kjúklingabitana Að lokum er rifnum osti stráð yfir réttinn og hann bakaður við 180°C í um 40–50 mínútur. Með þessum rétti er gott að bera fram soðin hrísgrjón og ferskt græn- metissalat. Einfalt og rosa gott Hafdís Hrund Gísladóttir eldar ekki oft á sínu heimili, maður hennar Pét- ur Björnsson sér að mestu um það. Þar sem hún vinnur við að elda mat á skíðasvæðinu í Skálafelli segist hún hvorki hafa mikla nennu né áhuga á að taka til við þá iðju þegar heim er komið. En þá sjaldan hún eldar þá grípur hún gjarnan til laufléttra upp- skrifta að kjúklingi, sem eru bæði fljótlegar og ódýrar. Uppskriftina að chilikjúklingnum segist hún hafa fengið hjá Kristjáni bróður Péturs en hann er mikill matgæðingur og stýri- maður á bátnum Bjórgúlfi sem gerir út frá Akureyri. Hina uppskriftina með ostinum fékk hún hjá Halla plástri sem svo er kallaður og vinnur með henni í Skálafelli og sér um þá sem slasast á skíðasvæðinu, eins og nafnið bendir til. Chilifylltur kjúklingur frá Stjána sjóara Kjúklingabringur Rautt chili Hvítlauksrif Fetaostur í olíu Hafdís segir að hver og einn ráði því hversu mikið magn hann hefur af hráefninu í þessum rétti. Chili er sax- að smátt og hvítlaukurinn líka. Gott er að hafa aðeins meira af chili en hvítlauk. Þessu tvennu blandað sam- an í skál og feta osti síðan blandað samanvið til að bleyta í fyllingunni þannig að hún haldist betur saman. Skera síðan poka í bringurnar, fara mjög varlega og gera eins stóra poka og hægt er. Þá er fyllingunni troðið inní og bringurnar settar í eld- fast mót og inní ofn við 200°C í u.þ.b. 30 mín. Með þessu er rosa gott að hafa steikta kartöflubita (teninga) með  MATARKISTAN | Uppáhaldsuppskriftirnar Kjúklingur úr ýmsum áttum Kjúklingur er orðinn vinsæll á borðum lands- manna, ekkert síður en ýsan og nautahakkið. Það má matreiða kjúk- ling á ótal vegu og hér koma nokkrar uppá- haldsuppskriftir lesenda sem eru ekki of flóknar en bregðast ekki. Morgunblaðið/Árni Torfason Hafdís við pottana með Þóreyju, Jóhönnu og Kristni. Morgunblaðið/Árni Torfason Ingibjörg Friðjónsdóttir gefur uppskrift að fljótlegum kjúklingabringum. Særún Sigurgeirsdóttir. Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.