Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýtt frá Teinóttar dragtir með stuttum og síðum jökkum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Toppar Verð frá kr. 1.390 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. kl. 10—16 Skálastærðir B-FF undirföt fyrir konur Síðumúla 3 gallabuxur Laugavegi 84 ● sími 551 0756 og sumarbolir í úrvali Sérfræðingur frá Shiseido verður í Hygeu, Laugavegi 23 dagana 8. og 9. apríl og kynnir það nýjasta frá Shiseido : • Sumarlitina sem eru að slá í gegn. • Sjálfbrúnkukrem fyrir andlit og líkama. • „Body Creator”; nýja mótandi líkamslínu. Glæsilegur kaupauki SUMARIÐ ER KOMIÐ Í HYGEU Laugavegi 23, s. 511 4533 iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 BASS Ný sending frá Daily Vits FRÁ Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku Góð heilsa - Gulli betri -fyrir útlitið VERTU ÞÚ SJÁLF VERTU BELLADONNA Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán. - fös. 11-18, lau. 12-16 Nýkomin sending af jökkum frá AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 BJARNI Maronsson, sem hefur klof- ið sig frá sveitarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði, hlýtur að þurfa að eiga frumkvæðið að myndun nýs sveitarstjórnarmeiri- hluta í Skagafirði. Þetta er mat Gísla Gunnarssonar, forseta sveitarstjórn- ar Skagafjarðar, en hann úrskurðaði að Bjarni skyldi víkja af fundi skipu- lags- og byggingarnefndar þar sem Villinganessvirkjun var til umræðu vegna tengsla Bjarna við Norðlenska orku ehf. Í kjölfar þess sagði Bjarni stuðningi sínum við sveitarstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna lokið. „Formlega séð höfum við enn um- boðið, en ég sé ekki betur en að meirihlutinn sé fallinn og boltinn er því hjá Bjarna Maronssyni,“ segir Gísli. „Ég sé þá ekki annað en að það sé Bjarni ásamt Framsókn og Sam- fylkingu. En á meðan hann gerir ekki upp hug sinn, þá er bara pattstaða í málinu.“ Bjarni hefur ritað Gísla bréf þar sem hann segist ekki lengur treysta sér til að styðja Gísla sem forseta né starfa í meirihluta sveitarstjórnar með honum og Vinstri grænum. Bjarni telur að Gísli hafi misbeitt valdi sínu sem forseti sveitarstjórn- ar, er hann hafi úrskurðað að Bjarni skyldi yfirgefa fundarsal og vara- maður taka sæti hans þegar verið var að afgreiða dagskrárlið í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. mars sl. Segir Bjarni að slík fram- koma sé fáheyrð og geti hann ekki metið málsatvik á annan veg en full- kominn trúnaðarbrestur sé orðinn á milli þeirra Gísla. Bjarni segist í samtali við Morg- unblaðið þó ekki hættur í sveitar- stjórninni þótt hann hafi ákveðið að láta af stuðningi við Gísla sem for- seta. „Ég er í sveitarstjórn og er að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ seg- ir hann. „Ég er ekki að hlaupa frá flokknum heldur hefur orðið per- sónulegur trúnaðarbrestur milli okk- ar Gísla.“ Sveitarstjórnarmál í Skagafirði í óvissu Boltinn hjá Bjarna Maronssyni FÉLAG ábyrgra feðra segir í álykt- un frá frélaginu að mannréttindi séu þverbrotin á íslenskum börnum. Samkvæmt Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna eigi börn skilyrðislaus- an rétt til þess að báðirforeldrar ali þau upp, en hér á landi njóti ekki öll börn þessa réttar. „Á Íslandi njóta börn þessa réttar ef foreldrar þeirra búa saman. Ef foreldrar skilja eða slíta sam- vistir eða hafa aldrei búið saman eru þessi mannréttindi barnsins þver- brotin á barninu hér á Íslandi. Ef foreldrar búa ekki saman hefur barn á Íslandi rétt til að alast upp hjá öðru foreldri sínu. Réttur barnsins til hins foreldrisins er algerlega fyrir borð borinn.“ Í ályktuninni segir að á Íslandi sé annað foreldrið svipt forsjá barns síns við skilnað foreldranna eða ef foreldrar búa ekki saman við fæð- ingu barns. „Á Íslandi er réttur barnsins til beggja foreldra tekinn af því ef foreldrar þess slíta samvistum eða skilja. Á Íslandi njóta börn ekki umönn- unar beggja foreldra eftir skilnað,“ segir í ályktun frá félaginu. Börn svipt rétti sínum STARFSMANNAFÉLAG Akra- ness felldi nýgerðan kjarasamning við ríkið. Á kjörskrá voru 43 og 36 kusu. Úrslit kosninga urðu þau að 30 sögðu nei en já sögðu 6. Það þýðir að 85% þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti samningnum. Samning- urinn varðar starfsmenn á Sjúkra- húsi og heilsugæslustöðinni á Akra- nesi og í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Áður höfðu félög opinberra starfs- manna í Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjavík og á Vestfjörðum sam- þykkt kjarasamninga sem félögin gerðu við ríkið. Samningur Starfs- mannafélags Akraness við ríkið felldur VORHÁTÍÐ KFUM og KFUK fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 9. apríl en þar munu hátt í 500 manns, meirihlutinn börn og unglingar, leggja hönd á plóg vegna hátíðarinnar. Vorhátíðin markar lok vetr- arstarfs KFUM og KFUK og upphaf sumarstarfsins, því sama dag kl. 12 hefst skráning í sumarbúðir félag- anna í Vetrargarði Smáralindar. Skemmtunin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16 með stuttum hléum. Fram koma hljómsveitirnar Nylon og Bú- drýgindi, danshópurinn Adrenalín og fjöllistahópurinn Sirkus Atl- antis, auk þess sem um 300 krakkar sýna atriði sem tengjast starfsemi KFUM og KFUK. Samhliða skemmtidagskránni fer fram kynning á einstökum fé- lagsdeildum KFUM og KFUK í kynningarbásum þar sem hægt verður að bregða á leik og taka þátt í allskyns getraunum. Vinningarnir eru m.a. dvöl í sumarbúðum félag- anna í Vatnaskógi í Svínadal, Kald- árseli, Vindáshlíð í Kjósinni, Ölveri og Hólavatni við innanverðan Eyja- fjörð, segir í fréttatilkynningu. Hundruð barna á vorhátíð ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.