Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 45 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga og ýmsar uppákomur. Vinnustofa og baðstofa opnaðar kl. 9, allir velkomn- ir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, spiluð félagsvist kl. 13:30. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 13 námskeið, kl. 11,15–12,15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Fótaagerðastofa, tímapantanir í síma 899 4223. Opið í Garðabergi frá 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur. Útskurður. Hár- greiðsla. Kl. 10 fótaaðgerð. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, brids kl. 13 og boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu, postulínsmáln- ing. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja 9–16. Handverk og myndlist. Gönuhlaup 9.30. Brids 13.30. Skrán- ing á 6 vikna framsagnarnámskeið sem hefst 11. apríl. Kennari Soffía Jakobsdóttir, leikkona og aðjúnkt í KHÍ. Skráning hafin á þæfing- arnámskeið. Uppl. 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 10 Boccia, kl. 9 opin hárgreiðslu- stofa, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, rjóma- pönnukökur. Kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl 10.30, leikfimi kl. 10, Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn alla föstudaga kl. 10–12. Kaffi og létt spjall. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 19.30. Bænastund kl. 19, G. Ólafur Zóphoníasson talar, Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. Allir velkomnir. www.filo.is. Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónar | Í dag, föstudaginn 8. apríl kl. 19, heldur Líknarfélag Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hóf í kapellunni að Ásabraut 2, Garðabæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 8. apríl, erníræð Anna Þorsteinsdóttir frá Heydölum, Furugerði 1, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Kristinn Hóseason, fyrrv. prófastur. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 8. apríl,verður 85 ára Björn Hall- dórsson frá Nesi í Loðmundarfirði. Björn dvelur á Hrafnistu í Reykjavík en verður að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn8. apríl, er sjötugur Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri Vínbúðar í Keflavík. Hann og kona hans, Þor- björg Pálsdóttir, húsmóðir og f.v. lag- erstjóri, verða ekki heima en nánasta fjölskylda heldur hátíð með þeim fjarri heimili þeirra sem er að Suðurgötu 5, Keflavík. 70 ÁRA afmæli. 10. apríl nk. ersjötug Elínborg Ósk Elísdótt- ir, Hlíðarvegi 56, Njarðvík. Eigin- maður hennar er Kristinn Sigurjón Antonsson. Þau taka á móti gestum laugardaginn 9. apríl eftir kl. 15 í sal Frímúrara á Bakkastíg í Ytri- Njarðvík. 50ÁRA afmæli. Í dag, 8. apríl,erfimmtug Auður Þorgeirsdóttir. Hún er að heiman og dvelur í Prag. 60ÁRA afmæli. Sunnudaginn 10.apríl verður sextug Bára Guð- mundsdóttir frá Ólafsvík, Boðagranda 2, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún, og fjölskylda hennar, á móti ættingjum og vinum kl. 19 laugardaginn 9. apríl í Ver- sölum, Hallveigarstíg 1. 50 ÁRA afmæli. Mánudaginn 11.apríl verður fimmtug Rán Gísladóttir, Reykjabraut 20, Þorláks- höfn. Af því tilefni tekur Rán, og fjöl- skylda hennar, á móti vinum og kunn- ingjum í dag, föstudaginn 8. apríl í Ráðhúsi Þorlákshafnar kl. 19–23. 50 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 12.apríl verður Inga María Ingv- arsdóttir, leikskólastjóri 50 ára. Í til- efni afmælisins mun hún og eigin- maður hennar, Gunnar Þór Jónsson, taka á móti ættingjum og vinum í golf- skálanum í Leiru föstudagskvöldið 8. apríl kl. 19.00. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 8. apríl, ersjötug Clara G. Waage, fyrr- verandi kaupmaður, Kríunesi 6, Garðabæ. Hún dvelur á afmælisdaginn í Mexíkó. 8. apríl Kerlingar og vörður yfir víðáttuna ber. Eyrarrósin drúpir hógvær höfði fyrir þér, en hrísrunnarnir kræklóttu hlæja að mér. Hvarflar máni skarður fyrir skýjamynd á svig. Heillavænleg stjörnumerki stara á þig, en spegilmynd í hylnum kalda horfir á mig. Erlendur Jónsson (f. 1929): úr Spegilmynd og mýraljós Önnur afmælisbörn dagsins: Sigurður Bjarnason 1841 Ólína Jónasdóttir 1885 Walentin Chorell 1912 (Finnland) Barbara Kingsolver 1955 (Bandaríkin) Árbók bókmenntanna Í tilefni af viku bókarinnar 19.–25. apríl mun Félag íslenskra bóka- útgefenda gefa út bók sem bóksalar munu afhenda viðskiptavinum sínum að gjöf þessa daga. Bókin nefnist Árbók bókmenntanna og er skipt niður á alla daga ársins og er birt ljóð eða tilvitnun í einn eða fleiri höfunda sem afmæli eiga þann dag. Ritstjóri bókarinnar er Njörður P. Njarðvík. Morgunblaðið mun birta tilvitnun dagsins til loka viku bókarinnar. SÍÐASTA sýning á leikriti Harolds Pinter, Svik, verður á laugardags- kvöldið í Borgarleikhúsinu. Leikritið segir frá klassískum ást- arþríhyrning, nema hvað sagan er sögð aftur á bak í tíma og hefst á endalokum sambandsins og vinnur sig aftur að fyrsta stolna kossinum. Leikendur í Svikum eru Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Ingvar Sigurðsson. Leikstjóri er Edda Heiðrún Back- man. Svik er unnið í samstarfi við Leik- félag Akureyrar, Sögn ehf og Leik- hópinn Á senunni. Morgunblaðið/Sverrir Svik á enda HLJÓMSVEITIN Groundfloor spilar á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 22. Groundfloor hefur verið starfandi í að verða eitt og hálft ár. Í upphafi voru aðeins tveir með- limir, Ólafur Tómas gítarleikari og söngvari og Har- aldur Ægir kontra- bassaleikari. Fljót- lega fengu þeir til liðs við sig trommu- leikarann Þorbjörn Emilsson, trompetleikarann Jóhann Böðvar og söngkonuna Hörpu Þor- valdsdóttur. Tónlist Groundfloor er ekki auð- skilgreind. En hljómsveitin sækir áhrif sín víðsvegar, t.d. í popp, djass, rokk og kántrý. Ólafur segir að Kaffi Rósenberg sé frábær tónleikastaður og sér- staklega notalegt andrúmsloft þar inni. „Rósenberg er án efa einn af okkar uppáhalds tónleikastöðum til að spila á og hlusta á aðra,“ segir hann. „Við vissum upphaflega ekki hvað við vorum að gera þegar Óli kom með kassagítarinn til mín og spilaði fyrir mig nokkur lög sem hann hafði verið að semja,“ segir Haraldur. „Svo fórum við að kryfja þetta nótnalega og smátt og smátt fóru að myndast lög.“ Ólafur bætir við að þeir hafi verið fljótir að sjá að svona fjölbreytileg tónlist – og eins og þeir setja hana fram – hefur ekki verið áberandi hér heima. „Þó get ég ekki fullyrt það því að ég hef ekki séð og heyrt í öll- um hljómsveitum landsins,“ segir Ólafur. „Þetta eru bara kassagít- arlög sem ég fór með heim til Halla og hann setti í blönduna smá djass og síðan blönduðu allir saman sínum uppáhalds þáttum úr tónlist og úr því varð fínasta súpa.“ Aðgangseyrir í kvöld er 500 kr. Morgunblaðið/Sverrir Groundfloor leikur á Kaffi Rósenberg HVAÐ er að gerast hjá íslenskum málurum um þessar mundir? Hvað eru þeir að mála? Á sýningunni Þver- skurður af málverki í Hoffmannsgall- eríi í ReykjavíkurAkademíunni geta forvitnir áhugamenn um málaralist kynnt sér það. Sýningin verður opnuð í dag klukk- an 16 og verða þar verk eftir u.þ.b. 30 listamenn og er hópurinn mjög fjöl- breyttur, enda er sýningin hugsuð sem þverskurður af málverkinu eins og það er um þessar mundir. Hann nær þó ekki yfir allt sviðið, það varð að velja úr m.a. vegna hins takmark- aða húsrýmis í Hoffmannsgalleríi. Hugmyndin er að sýningin geti gefið mynd af þeim möguleikum sem mál- verkið hefur uppá að bjóða í nútíman- um. Vegna fjölda verka, verður henni skipt í tvö tímabil og verður helm- ingur verkanna sýndur fyrst. Að því búnu verður skipt um verk sem verða sýnd á síðara tímabilinu. Meðal þeirra sem eiga verk á sýn- ingunni eru Didda H. Leaman, Egg- ert Pétursson, Guðmundur Thorodd- sen, Guðrún Tryggvadóttir, Hafsteinn Michael, Helgi Þorgils Friðjónsson, Húbert Nói Jóhann- esson, Kristín Gunnlaugsdóttir. Hoffmannsgallerí er samstarfs- verkefni Myndlistarskólans í Reykja- vík og ReykjavíkurAkademíunnar. Sýningin er opin alla virka daga frá 9 til 17 og stendur yfir til maíloka. Hvað eru þeir að mála? Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.