Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 15
arinnar, Fiumicino, minnkaði um 30 af hundraði. Lögreglan í Róm sagði að umferð einkabíla yrði bönnuð í allri borginni í fyrsta skipti í nútíma- sögu hennar. Öllum opinberum skrifstofum og skólum var einnig lokað vegna útfararinnar. Skyttur á bak við styttur Yfir 10.000 her- og lögreglumenn verða á varðbergi í Róm, þeirra á meðal allt að 1.000 skyttur sem verða á mikilvægum stöðum í borginni, til að mynda á bak við styttur við Pét- urstorgið, að sögn ítalska dagblaðs- ins La Repubblica. Auk her- og lögreglumanna eiga um 8.000 sjálfboðaliðar og 20.000 starfsmenn borgarinnar að aðstoða við að vernda opinberu gestina og mannfjöldann á götunum. Notaðir verða hundar til að leita að hugsan- legum sprengjum og lögreglan hvatti fólk til að vera ekki með neina poka á götunum til að auðvelda ör- yggisgæsluna. Flugskeytum til að granda flug- vélum hefur verið komið fyrir í út- jöðrum Rómar vegna hugsanlegrar árásar flugræningja. Atlantshafs- bandalagið tekur einnig þátt í að- gerðunum og hefur sent AWACS- eftirlitsvélar og orrustuþotur af gerðinni F-16 til að halda uppi eft- irliti í lofthelginni. Innanríkisráðherra Ítalíu, Beppe Pisanu, sagði þetta í fyrsta skipti sem gripið væri til svo umfangsmik- illa öryggisráðstafana í landinu á friðartímum en neitaði því að hættu- ástand hefði skapast vegna mann- mergðarinnar. Umdeildir gestir Um 200 forsetar, konungar, for- sætisráðherrar og trúarleiðtogar verða við útförina og koma tveggja forsetanna til Rómar olli misklíð. Kínversk stjórnvöld sögðust hafa ákveðið að senda ekki fulltrúa í Páfa- garð vegna þess að forseta Taívans, Chen Shui-bian, var boðið að vera við athöfnina. Páfagarður er eina ríkið í Evrópu sem hefur stjórnmálasam- band við Taívan. Robert Mugabe, forseti Zimb- abve, verður einnig við útförina þrátt fyrir bann Evrópusambandsins við því að hann ferðist til aðildarlanda þess vegna umdeildra kosninga í Zimbabve 2002. Mugabe fór lofsam- legum orðum um páfa og hægt var að túlka þau sem sneið til annarra þjóðarleiðtoga við útförina. Hann sagði að boðskapur Jóhannesar Páls II ætti sérstaklega erindi til „leið- toga sem beita sér fyrir stríði, sýna fátækum enga miskunn eða ræna auðlindum annarra þjóða“. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 15 ERLENT BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Margir urðu frá að hverfa í mars og þess vegna bjóðum við þennan glæsilega afmæliskvöldverð út apríl. Upplýsingar og borðapantanir í síma 552 5700. Vinsælustu eftirréttirnir Holtsvagninn Þrír góðir saman Tónar hafsins Lambahryggsvöðvi „ tranche“ og turnbauti með fondant-kartöflu, rótargrænmeti, villisveppasósu og Bearnaise (á matseðli 1970-1980) • Graflax með ristuðu brauði og Víkingssósu (á matseðli síðan 1966) • Frönsk lauksúpa (á matseðli 1969-1985) • Sniglar í skel með hvítlauks-Pernodsmjöri (á matseðli 1969-1995) Valdir sjávarréttir með austurlensku kryddi, grænmeti og hrísgrjónum, steikt í koníaki (einn vinsælasti réttur Holtsins á árunum 1966-1996) Fimm rétta matseðill fyrir 5.900 kr. • Marsipan-ísrúlla með volgri súkkulaðisósu (á matseðli 1986-1993) • Crêpes Suzette (öðru hverju á matseðli síðan 1966) • Holtsís með Cherry Heering Glóðarsteiktur humar í skel (á matseðli síðan 1966) „Stúlkur við síldarsöltun“ eftir Jón Þorleifsson, einn af fjölmörgum gimsteinum íslenskrar myndlistar sem prýtt hafa húsakynni hótelsins frá upphafi. Hótel Holt í 40 ár Afmæliskvöldverður í apríl TYRKINN Mehmet Ali Agca, sem reyndi að ráða Jóhannes Pál II af dögum árið 1981, verður ekki við- staddur útförina í Páfagarði í dag eins og hann hafði viljað. Tyrknesk yfirvöld synjuðu beiðni hans um að fá að fara úr fangelsi í nokkra daga til að geta verið við útförina, að sögn fréttastofunnar AFP í gær. Agca sagði í skriflegri yfirlýs- ingu á mánudag að hann syrgði páfa og lýsti honum sem „andlegum bróður“ sínum. Agca var 23 ára þegar hann hleypti af byssu á páfa á Péturs- torginu. Páfi særðist alvarlega og Agca sat í fangelsi á Ítalíu næstu nítján árin. Jóhannes Páll II heimsótti Agca þangað og fyrirgaf honum. Verður ekki við útförina Forsætisráðherra þess hluta Kasm- írs sem Pakistanar ráða, Sardar Sik- nadar Hayat Khan (t.h.), fagnar hér Kasmírbúa frá indverska hluta Kasmírs í gær við varðstöð í Cha- kothi, um 58 km sunnan við borgina Muzaffarabad, í gær. Fyrstu rútu- ferðir milli héraðshlutanna tveggja í meira en 50 ár voru farnar í gær og var mikil viðhöfn vegna þessara tímamóta. Þykja ferðirnar táknræn- ar fyrir þann árangur sem náðst hef- ur í friðarviðleitni milli Indverja og Pakistana síðustu mánuðina. Reuters Táknræn rútuferð að Darfur-málið væri prófraun og þótt nú hefði ver- ið sent afrískt friðargæslulið á vettvang hefðu samtökin brugð- ist of seint við ástandinu þar. Annan sagði að brýnt væri að koma á fót nýrri mannréttindastofn- un innan SÞ til að hægt væri að draga úr þjáningum fólks um allan heim. „Við erum komin að þeim punkti þar sem efasemdir um áreið- anleika nefndarinnar eru farnar að varpa skugga á uppbyggingu Sam- einuðu þjóðanna í heild sinni,“ sagði Annan. Genf. AFP. | „Nýtt skeið baráttu fyrir mannréttindum er nú hafið og tími yfirlýsinga er að víkja fyrir fram- kvæmdinni, eins og vera ber,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu á fundi mannréttindanefndar SÞ í Genf í gær. Þá sagði hann mannréttinda- nefndinni, sem nú starfar, hafa mis- tekist að ná markmiðum sínum eins og glöggt sæist á stöðu mála í Darf- ur-héraði í Súdan. Talið er að tugþúsundir óbreyttra borgara hafi fallið í Darfur fyrir hendi vígamanna sem ríkisstjórn Súdans styður á bak við tjöldin. Alls er talið að um 300.000 manns hafi lát- ið lífið í héraðinu og um tvær millj- ónir manna neyðst til að flýja heimili sín undanfarin tvö ár. Sagði Annan Annan gagnrýnir mannréttindanefnd Kofi Annan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.